Tíminn - 31.03.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.03.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. marz 1978 3 ii.lliJ.il‘Lllt. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra A aukakjördæmisþingi i Norðurlandskjörkæmi vestra, sem haldið var i Miðgarði 23. marz siðastliðinn, var framboðs- listi Framsóknarflokksins í kjör- dæminu fyrir alþingiskosning- Ólafur Jóhannesson Jón Ingi Ingvarsson arnar 25 júni 1978 samþykktur einróma, með öllum greiddum at- kvæðum, enda hafði farið fram prófkjör um 5 efstu sætin eins og kunnugt er. Framboðslistinn er þannig skipaöur: Brynjólfur Sveinbergsson 1. Ólafur Jóhannesson, ráðherra, Reykjavik. 2. Páll Pétursson, bóndi, Höllustöðum. 3. Stefán Guðmundsson, fram- kvæmdastj., Sauðárkróki. Stefán Guðmundsson Helga Kristjánsdóttir 4. Guðrún Benediktsdóttir, kenn- ari, Hvammstanga. 5. Bogi Sigurbjörnsson, skattend- urskoðandi, Siglufirði. 6. Jón Ingi Ingvarsson, rafv. meistari, Skagaströnd. Guðrún Benediktsdóttir Sverrir Sveinsson 7. Brynjólfur Sveinbergsson mjólkurbússtj. Hvammstanga. 8. Helga Kristjánsdóttir, húsfrú, Silfrastöðum. 9. Sverrir Sveinsson, rafveitustj., Siglufirði. 10. Gunnar Oddsson, bóndi, Flat- artungu. Bogi Sigurbjörnsson Gunnar Oddsson Finnsk skáld kona stödd hér — i boði Norræna hússins ESE Þessa dagana er stödd hér á landi i boði Norræna hússins finnska skáldkonan Eeva Jovenpelto. Jovenpelto, sem er á sextugsaldri, nýtur mikilla vin- sælda i heimalandi sinu fyrir skáldverk sin, en alls hefur hún sent frá sér 18 skáldsögur, sem flestar hafa verið þýddar á önnur tungumál, s.s. Norðurlandamálin, pólsku og tékknesku. A.m.k. ein bóka hennar hefur verið þýdd á islenzku, þ.e. Mærin gengur á vatninu i þýðingu Njarðar P. Njarðvik árið 1962, en fyrirhugað mun vera að þýða fleiri verk eftir hana og má i þvi sambandi geta þess að Kristin Mantyla vinnur nú að þýðingu einnar bókar hennar. Yrkisefni Eevu Jovenpelto er einkum sótt til þriðja áratugar þessarar aldar, og eru henni eink- um hugstæð hlutskipti og störf verkamanna og þeirra sem yrkja jörðina. Jovenpelto hefur lagt á það rika áherzlu að fara rétt með allar þjóðli'fslýsingar, og i þvi sambandi hefur hún lagt stund á lesturfræðirita,til þessaðfásem bezta innsýn i það sem hún ritar um á hverjum tima. Eitt sinn þegar hún vann að bók, þar sem maður sem vann við sútun skinna kom við sögu, tók Jovenpelto sig til og kynnti sér sútusarstarfið af gaumgæfni til þess að engar sögulegar né faglegar villur kæmu fyrir i bókinni. Eeva Jovenpelto mun dvelja hér á landi fram á mánudag og mun hún nota timann til þess að sjá sig um i nágrenni Reykjavik- ur. A morgun kl. 16 heldur hún fyrirlestur i Norræna húsinu, sem hún nefnir hinir Grýttu vegir rithöfundarins. ,,Apríl gabb” Sinfóníuhljómsveitar íslands Svolátandi fréttatilkynning hefur borizt frá Sinfóniuhljómsveit ts- lands: „Laugardaginn 1. april n.k. heldur Sinfóniuhljómsveit Islands aukatónleika i Háskólabiói og eru þetta miðnæturtónleikar sem hefjast kl. 23.30. Tónleikar þessir eru með all- nýstárlegu sniði meö tilliti til dagsins 1. april. Viða um heim eru haldnir tónleikar þennan dag og hafaþeir verið kallaöir „April- gabb”. Sinfóniuhljómsveit tslands hefur fengið 4 erlenda listamenn til að stjórna og taka þátt i þess- um tónleikum. Skal þar fyxstan telja háðfuglinn og tónlistargagn- rýnandann Denby Richards, en hann hefur sviðsett svipaða tón- leika og þessa þennan dag 12 sinnum i London við mikla hrifn- ingu. Þá kemur einnig frá London tónskáldið og stjórnandinn Joseph Horovits, en hann stjórnar hér tveimur verkum eftir sjálfan sig, m.a. hinum fræga Jazz-kon- sert fyrir pianó og hljómsveit, en einieikari i þessu verki veröur Rhondda Gillespie frá Astraliu. Hún er mjög frægur pianisti og hefur haldið tónleika viða um heim. Að lokum skal nefna enska tón- skáldið Paul Patterson, en hann stjórnar einu verki eftir sjálfan sig er hann nefnir Rebecca. Að ööru leyti er efnisskráin mjög létt og mun hljómsveitin bregða á leik I orðsins fyllstu merkingu. Auk ofangreindra munu nokkrir is- lenzkir einsöngvarar taka þátt.i þessu spaugi.” Eeva Jovenpelto Skakþing UMFI: Sveit Bolungar- víkur sigurvegari Arlegu skákþingi Ungmennafé- lags Islands er nú lokið. Otslita- keppni á skákþingi ársins 1977 fór fram i Reykjavik 18. og 19. marz sl. og voru sex sveitir frá aðildar- félögum sambandsins mætta til leiks. Skákmeistari UMFt 1977 varð sveit Ungmennafélags Bolungar- vikurog hlaut hún 14 vinninga, en röö hinna sveitanna varð sem hér segir: 2. sveit Vikverja 3. sveit UMSK 4. sveitUSAH 5. sveit UMSE ö.sveit UIA 111/2 v. 11 v. 9 v. 7 1/2 v. 7 v. Skákþing UMFt hefur verið háö árlega frá 1969 og hefur sveit UMSK oftast borið sigur úr být- um á þessum tima eða sex sinn- um alls, HSKeinu sinni og UIA einu sinni. Verðlaunagripurinn, sem skák- meistari UMFl hlytur hverju sinni til varðveizlu, er haganlega útskorinn skákriddari, sem á sin- um tima var skorinn af Jóhanni Björnssyni myndskera. Undirbúningur fyrir skákþing UMFt 1978 er þegar hafinn og fer úrslitakeppnin fram á 16. lands- móti UMFI sem haldiö verður á Selfossi 21.-23. júli i sumar. (Frétt frá UMFt). Verða að segja upp starfsfólki í prjóna- og saumastofum norðanlands JB— Ekki horfir vænlega fyrir prjóna- og saumastofum á Norð- urlandi og eiga þær i erfiðleikum vegna verkerfnaskorts. Hefur þetta komið niðurá starfsfólki, og t.d.. hefur þurft að segja upp fjórðungi starfsfólks hjá Pólar- prjóni á Blönduósi. —Það hefur verið mikiö óvissu- ástand i þessari grein, þó litillega hafi rætzt úr þvi. En það hefur ! dregið mjög úr verkefnum og litiö verið að gera. Gátu sumar prjónastofur t.d. ekki hafið fram- leiðslu fyrr en i siðasta mánuði,- sagði Zophonias Zoponiasson, framkvæmdastjóri Pólarprjóns, en hann er jafnframt formaður samtaka prjóna- og saumastofa á Norðurlandi, sem i eru fyrirtæki m.a. á Hvammstanga, Siglufirði, Sauðárskróki, Húsavik og Rauf- arhöfn. Ein aöalorsök erfiðleik- anna er að sögn Zophoniasar sú að engir samningar hafa enn ver- iðgerðir við Rússa um sölu. Það mun hins vegar afleiðing þeirrar verðlasgsþróunar, sem verið hef- ur hér á landi að þvi er hann sagði. -Asiðasta ári, hækkaði hráefni um 65% og laun um 60%. Þegar gera þarfnýja samninga, verðum við aö kynna viðskiptavinum okk- ar verð, sem er 10-12% hærra en það var i fyrra, en þeir eru bara ekki reiðubúnir að kyngja þvi svona strax. Við gerum okkur þó vonir um að pantanir fari að ber- ast og samningar náist við Rúss- ana er liður á árið,- sagði Zophonias. Þá vildi hann taka þaö fram, að það hefur skabað isl. prjóna- og saumaframleiðslu að eftirlíkingar á islenzkum vörum hafa komið á markaði erlendis undanfarið. Hafa þær verið aug- lýstar unnar úr islenzkri ull og eru boðnar á allt að 30% lægra verði. Kvað Zophonias þetta ákaflega varhugaveröa þróun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.