Tíminn - 31.03.1978, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 31. marz 1978
I ljósi
næsta dags
— Ný ljóðabók eftir
Sigurð A. Magnússon
í dag, 31. marz kemur Ut ný
ljóðabók eftir Sigurð A Magnús-
son rithöfund. Bókin heitir t ljósi
næsta dags. HUn skiptist i þrjá
kafla, sem heita: Tilbrigði, Til-
drög og Tilræði. Aftan á bókar-
kápustendur þetta: „Sigurður A.
MagnUsson á að baki óvenju fjöl-
breytt bókmenntaverk: ljóð, sög-
ur, leikrit, ferðabækur, ritgerðir
og þýðingar i bundnu og óbundnu
máli. I ljóðagerð er hann ný-
stefnumaður og andlegar og póli-
tiskar hræringar samtimans eiga
sterk itök i Ijóðum hans. Jafn-
framt ástundar hann lika inn-
hverfari ljóðagerö, sem ber ljós
merki einkalegrar reynslu. Báðir
þessir þættir koma mjög eftir-
minnilega fram i þessari nýju bók
hans.”
Sigurður A. MagnUsson fæddist---------
31. marz 1928, og þvi kemur þessi höfundar sins. Bókin er 76 blað-
nýja ljóðabók á fimmtugsafmæli siður, Helgafell gefur hana Ut.
Sæmdir heiðursmerki
hinnar islenzku
fálkaorðu
Reykjavik 30. marz Forseti ts-
lands hefir i dag sæmt eftirtalda
islenzka rikisborgara heiðurs-
merki hinnar i'slenzku fálkaorðu:
Eirik Brynjólfsson, forstöðu-
mann Kristneshælis, riddara-
krossi, fyrir störf i þágu Kristnes-
hælis.
Gunnar Friðriksson, forseta
Slysavarnafélags Islands, stór-
riddarakrossi, fyrir störf að
slysavarnarmálum.
FrU Jónu Erlendsdóttur, fyrrver-
andi formann Hvitabandsins,
riddarakrossi, fyrir liknar- og
félagsmálastörf.
Karl Guðmundsson frá Vals-
hamri, fyrrverandi bónda,
riddarakrossi, fyrir félagsmála-
störf.
Dr. Sturlu Friðriksson, erfða-
fræðing, riddarakrossi, fyrir
visinda- og félagsmálastörf.
GMC
CHEVROLET
TRUCKS
Höfum til sölu:
Teqund: Arq. Verð í bús.
Ch. Nova 2 d. '73 1.900
Volvo 144 DL '74 2.500
Scout 800 '69 850
Volvo 244 DL '76 3.400
Opel Manta '77 2.900
Scoutll D.L. siálfsk. skuldabr. . '76 5.500
M. Benz disel '74 3.200
M. Benz250sjálfsk. m/vökvast. '69 1.900
Chevrolet Nova '73 1.750
G.M.C. Rally Wagon '77 5.600
Ch. Nova Custom '78 4.300
Vauxhall Viva DL '74 1.200
Skoda Pardus '76 1.050
Skoda 110 L '77 950
Mazda 929 2ja dyra '75 2.200
Chevrolet Malibu Classic '75 3.100
Dodge Ramcharger '77 5.400
Scout 11 6 cyl beinsk. '74 2.400
Vauxhall Chevette '76 2.100
Chevrolet Impala statjon '73 2.500
Chevrolet Nova '74 1.900
Saab96 '74 L500
Vauxhall Viva '75 1.300
Datsun 180B '74 1.600
Scout V8 sjálf sk. m/vökvast. '74 2.900
Ch. Nova Concours2ja d. '76 3.950
Ch. Blazer Chyenne '76 5.500
Ch. Nova Concours4 d '77 4.000
Chevrolet Malibu '74 2.700'
Opel Caravan '72 1.750
Opel Record '71 900
Chevrolet Nova sjálfsk. '74 2.200
Pontiac Firebird '75 3.000
Scout II V8 beinskiptur '74 3.200
Samband
Véladeild
ÁRMÚLA 3 • SÍMJ 3S9O0
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
Sýnum við
búmennsku,
mun okkur
vel farnast
Á flokksþingi framsóknar-
manna hitti blaðamaður að máli
Baldvin Trausta Stefánsson frá
Seyðisfirði. Baldvin er fæddur
og uppalinn i Loðmundarfirði og
bjó þar til ársins 1963. Er hann
þvi einn af siðustu bændum þar.
Ert þú ánægður með þetta
þing, Baldvin?
Já, þetta er ágætis samkoma.
Menn eru ákveðnir, vita hvað
þeir vilja og enginn bilbugur á
þeim. Auðvitað kemur fram
eðlilegur meiningarmunur, og
það er jákvætt.
Þú hlýtur að eiga margar
skemmtilegar minningar úr
pólitik inni?
Kannski ætti ég að segja þér
svolitið aukaatriði, sem ekki er
vist, að allir viti. Ef til vill ekki
mikitvægt, og þö. Þar kemur
fram, hvernig tilvera min hefur
þróazt með þessum flokki,
Framsóknarflokknum.
Eins og allir vita voru hérna
snemma á öldinni miklir áhuga-
menn, sem hugsuðu margt um
möguleika þjóðarinnar og veru
hennar i landinu. Mörgum datt
sitthvaö i hug, sem tengt er
Framsóknarflokknum.
Faðir minn var á unga aldri
kennari á Hvanneyri i Borgar-
firði. Var hann þar i samvinnu
við marga unga áhugasama
menn. Ég hef fyrir satt, að
fyrsta hugmyndin að stofnun
Framsóknarflokksins hafi kom-
iðfram i bréfi, sem til var orðið
út af samtölum milli föður mins
og Páls Einarssonar, i Einars-
nesi, sem var mikill gáfu- og
merkismaöur. En faðir minn
var Stefán Baldvinsson frá
Stakkahlíð. Þvi miöur hef ég
ekki fundið bréfið og veit ekki,
hvaðaf þvi varð. En faðir minn
skrifaði Jónasi Jónssyni 1908
merkilegt bréf, þar sem hann
varpaði fram hugmynd að
stofnun sliks flokks, sem
Framsóknarflokkurinn varð
siðar. Bréfiö var það róttækt og
með svo stórar hugmyndir, að
m.a.s. áhugamönnum eins og
Jónasi þótti ekki timabært að
varpa þvi' fram, svo þetta beið
um sinn. En áfram var samt
haldið, þvi eins og allir vita var
Framsóknarflokkurinn stofnað-
ur 1916 og kom Austurland þar
talsvert við sögu. Þaö vildi svo
til, að þingmennirnir Þorsteinn
M. Jónsson, þekktur skólamað-
ur og áhugamaður um stjórn-
mál, Sveinn i Firði, Jón á
Hvanná og Þorleifur i Hólum,
sem um margt voru merkir
menn á sinni tið, urðu veður-
tepptir á Seyðisfiröi og biðu þar
sldps. Má segja, aö á leiðinni til
þingsins hafi þeir eiginlega
stofnað Framsóknarflokkinn.
Þú vilt meina, að þessi töf
þeirra hafi kannski flýtt fyrir
stofnun flokksins?
Baldvin Trausti Stefánsson,
Seyðisfirði
Timamynd G.E.
Já, maður gæti vel látið sér
detta það i hug. Auðvitað komu
þarna margir fleiri við sögu.
T.d. Norölendingarnir Sigurður
á Yztafelli og Einar á Eyrar-
landi.
Flokksmenn komust fljótt i
ábyrgðarstöður. Þorsteinn M.
Jónsson var i sambandslaga-
nefndinni 1918, og allir vita
framhaldiö af þvi. Fyrsti ráð-
herra flokksins varð Sigurður á
Yztafelli, á erfiðleikaárunum
milli 1917 til 1920. Þá var vöru-
vötnun mikil og skömmtun um
allt land.
Framsóknarflokkurinn var
stofnaður af bændum I sveitum
landsins, en Alþýðuflokkurinn
um svipaö leyti I kaupstöðum.
Það var náin samvinna milli
þeirra manna, er stóðu að stofn-
un þessara flokka, eins og
Jónasar Jónssonar, Ölafs
Friðrikssonar og Jóns Baldvins-
sonar, og hugmyndin var, að
þessir flokkar ynnu saman, ef
þeir næðu þvi að komast i
stjórn. Þaö varð siðan eftir
kosningarnar 1927, sem þeir
fengu tækifæri til þess. Þá var
maður unglingur og áhorfandi,
en það var mikið fjör i fólkinu og
mikill áhugi, og senniiega er
þetta stjórnartimabil þessara
flokka einn merkasti þáttur i
stjórnmálalifi þjóðarinnar á
þessari öld. Þá var i raun og
veru lagður grundvöllur að
mörgu þvi mikla, sem gerzt
hefur siðan. Nefna má, aö þá
var farið Ut i það, að rikið
byggði sildarverksmiðjur til að
bjarga veiðinni, er barst á land.
Það eittút af fyrir sig hefur haft
meiri þýðingu heldur en nokkur
getur kannski gert sér grein
fyrir.
A þessu timabili var lika
mikið unnið að uppbyggingu og
stofnun héraðsskólanna, sem
hafa haft geysilega þýðingu
fyrir þjóðfélagið. Þar kom
Jónas Jónsson eins og viðar
mikið við sögu. Hann beitti þar
kröftum sinum eins og hann
mögulega gat, til þess að efna-
minna fólk i landinu gæti notið
menntunar i stað þess að fara
alls á mis i þeim efnum. Það er
áreiðanlega stór hópur, sem
hefúr fengið sitt veganesti til að
ganga út i lifið i alþýðuskólun-
um, og staðið sig vel.
Það má þvi segja, að
Framsóknarflokkurinn hafi
ekki setið hjá og horft á, hann
hefur alltaf verið hinn virki aðili
i þjóðlifinu. Auðvitað mismun-
andi mikið beint i landstjórn, en
hann hefur verið áhrifamikill
samt. Hann hefur alltaf átt
marga stórkostlega áhrifa-
menn, sem tekið var tillit til, þó
að þeir sætu ekki beint i valda-
stöðum.
Hvað vilt þú segja um þátt-
töku Framsóknarflokksins I
stjórn sl. 7 ár?
Við erum ekki ánægðir með
allt, enda þurfum við ekki að
búast við að fá allt, sem við vilj-
um þegar við ráðum ekki einir.
Þá verður að taka tillit til ann-
arra.
Hefðir þú heldur viljað
áframhaldandi vinstri stjórn?
Það heföi e.t.v. verið æski-
legra. En reynslan af þvi er
samt ekki nógu góð. Þess má
minnast frá fyrri stjórnum, að
þegar á reynir, hlaupa þessir
menn bara frá ogvilja ekki gera
nauðsynlega hluti, svo það er
ekki á þá að treysta eins og
maður hefði ætlazt til.
Hvernig lizt þér svo á fram-
tiðina?
Ég held, að þjóðin þurfi engu
að kviða, ef hún bara gerir sér
far um að búa i landinu eins og
við á. Hún verður að haga sér
eftir þeim ástæðum, sem hún
býr við. Að þvi verður að gæta,
að við þurfum að fara að borga
það, sem við höfum fengið frá
öðrum þjóðum, en getum ekki
vaðið áfram i endalausri
skuldasöfnun. Það hefur aldrei
þótt gott.
Það er i lagi að fá peninga til
að vinna aö framkvæmdum,
sem geraokkur landiðbetra, en
við megum ekki eyða i fánýta
hluti, við verðum að sýna svo-
litla búmennsku, og þá mun
okkur farnast vel.
HEl
EEcgGJGJ
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Ferðadiskótekin
Disa og Maria
Fjölbreytt danstónlist
Góð reynsla — Hljómgæði
Hagstætt verö.
Leitið upplýsinga — Simar
50513 — 53910 — 52971.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-up bifreið
og jeppabifreið er verða sýndar að
Grensásvegi9, þriðjudaginn 4. april kl. 12-
3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri
kl. 5.