Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 5. april 1978 „Herseta ógnar menningu og sjálfstæði lítillar þjóðar” Herstöðvarandstæðingar, sam- her jar! Kunnur maður hefur sagt, að heimska mannanna hafi leitt þá lengra en vizka þeirra, enda sé hún ekki mikil. Beri þvi að fylgja heimsku manna að öðru jöfnu. Hinn 22. júli 1949 fullgilti for- seti Islands Norður-Atlants- hafssamninginn, sem undirrit- aður var i Washington hinn 4. april 1949. Alþingi samþykkti hinn 30. marz 1949 þingsályktun, þarsem rikisstjórninni varfalið aðgeraststofnaðili fyrir Islands hönd að þessum samningi. Full gildingarskjal Islands var skrá- sett í utanrflúsráðuneyti Banda- rikja Norður-Ameriku hinn 1. ágúst 1949, og hinn 24. sama mánaðar gekk Norður-Atlants- hafssamningurinn i gildi. beir menn, sem stóðu að þess- um málatilbúnaðifyrir29 árum, báru sig að fylgja heimsku sinni fremur en vizku, enda var hún ekki mikil. Aðild að hernaðar- bandalagi er Islandingum til vansæmdar, og áhrif hersetu hafa öll verið ill. Alið er á striðs- ótta hjá fólki til að styrkja það i trúnni á ofbeldi og nauðsyn vig- búnaðar, og vegna aðildar ís- lendinga að NATO hefur of- beldismönnum annars staðar i heiminum verið gert kleift að kúga sitt fólk. En striðsgoðið er tekið að riða á stalli sinum. Nú er fólk i gömlu striðslöndunum tekið að risa upp og neita þvi að bera vopn og þiggur heldur slög og pústra og svarthol en búa sig i strið. Eina von vigamannanna er þá að leigja sér fólk til mann- drápa, en jafnvel það gengur báglega. — Þegar þetta fólk er tekið að risa upp gegn striðsböl- inu og hernaðarógninni, megum við, herstöðvaandstæðingar á Islandi, ekki láta okkar hlut eft- ir liggja. Sumu góðu fólki þykir það undarlegt, að hópur Islendinga skuli bindast samtökum ogmót- mæla þátttöku þjóðar sinnar i hernaðarbandalagi og dvöl er- lends herliðs i landi sinu. Þessu góða fólki þykir undarleg iðja okkar að rhótmæla yfirgangi og morðum, herhlaupum og vig- um, enda þótt það hið góða fólk vilji sjálftsitja i velsæld og friði vestur i bæ. Þessu góða fólki þykir undarleg iðja okkar her- stöðvaandstæðinga af þvi að það heldur að tilvera islenzku þjóðarinnar sc reistá hornsteini vestræns lýðræðis, sem svo er kallað: Norður-Atlantshafs- samningnum, NATO. Rétt er, að islenzka þjóðin hefur með að- ild sinni að þessu hernaðar- bandalagi lagt litið lóð á vogar- skál hermennskunnar og viga- mannanna, sem telja þá leið færa til að leysa vanda, að vega fólk eða hneppa i skelfingar- fjötra, halda þjóðum i skefjum með þvi að ala á ótta. Það hefur aldrei verið meiri þörf á þvi en nú, að herstöðva- andstæðingar láti til sin heyra um allt land og búi sig undir þau átök, sem verða að ári liðnu, þegar 30 ár eru liðin frá þvi að blekkingarsamningurinn var gerðurog hlutleysiog friðarvilji islenzku þjóðarinnar var rofinn. Herstöðvaandstæðingar og aðrir friðarsinnar eiga á næstu misserum aðleiða islenzkriþjóð það fyrir sjónir, að það sem andstyggilegast hefur verið fundið upp á þessari jörð felst i grundvallarsáttmála allra hernaðarbandalaga: trúin á að leysa vanda sinn með skipu- lögðum manndrápum. Það er lika þörf á þvi að brýna fyrir islenzkri þjóð, að undir- staða aö sjálfstæði hennar og tilveru og öllu lifi er ekki aöild að hernaðarbandalagi, heldur þetta undarlega mál sem sveitamenn fluttu með sér út hingað undan áþján upphlaups- manna. Það er tungan og menn- Tryggvi Gislason. ing sú sem þetta málsamfélag okkar hefur alið, sem er undir- staðan að tilveru þjóðarinnar. En islenzk tunga er i hættu og islenzkmenning er i hættu. Hún fer ekki hátt eyðingin sem unnin er, en merkin eru alls staðar umhverfis okkur. Island er á Ræða Tryggva Gislasonar, skólameistara á Akureyri, á samkomu herstöðva- andstæðinga 30. marz áhrifasvæði engilsaxneskrar menningar og mörgum þjóðum hefur reynst róðurinn þungur á svæðinu þvi. Fyrir fáum dögum heimsótti mig norður á Akureyri frskur prestur, sem er gestur hér á landi, og glöggt er gestsaugað. Hann sagði við mig, án nokk- urra vafninga, að hann óttaðist að islenzk tunga liði undir lok innan tiðar, svo sterk væruensk áhrif, sem hann hefði orðið var við, einkum fyrir sunnan. Móðurmál þessa manns er irska eða geliska, sem er keltnesk tunga, en keltneskar tungur voru talaöar á öllum Bretlands- eyjum og sunnanverða Vestur-Evrópu allt til þess að hernaðarbandalögum Engil- Saxa óx fiskur um hrygg. Þá liðu keltneskar tungur undír lok hver af annarri og keltnesk- ar þjóðir hurfu. Og þegar farið verður að tala ensku á Islandi liður islenzk þjóð undir lok, eins og gefur að skilja. Það er þvi tvöföld ástæða til að vera á varðbergi: Við viljum ekki standa að rekstri hern- aðarbandalaga og við viljum varðveita islenzka tungu og is- lenzka menningu og islenzkt sjálfstæði. Sumt af þvi góða fólki, sem gengur i ameriska draumnum, telur það auðvitað bera vitni um mikla sveita- mennsku að vilja varðveita þetta hró, sem það telur is- lenzka tungu vera. Með viðsýni og framsýni beri okkur að leggja n iður þet ta ga m la s vei ta - mannamál og taka upp heims- mál, ensku. Fyrir réttum 200 ár- um vildu viðsýnir hernaðar- bandalagsmenn og efnahags- bandalagsfólk að tslendingar legðu niður islenzku og tækju upp heimsmálið dönsku. En aldirnar sem liðnar eru hafa gert þessa hugmynd fáránlega og á sama hátt skulum við gera það fáránlegt i hugum manna að ætla sér að vernda friðinn með striði og selja frelsi sitt til að halda sjálfstæði sinu, eins og þetta hefur verið orðað. I lifi sinu og starfi þurfa menn oft að réttlæta fyrir sjálfum sér og fyrir öðrum afstöðu sina, skoð- anir sina og gerðir. Þetta er i reynd undirstaða allrar sjálfs- vitundar og lifs manna, sem fengið hafa það þungbæra hlut- skipti að hugsa. Herstöðvaand- stæðingar verða að gera sér það ljóst, hvers vegna þeir berjast mikilsverðri baráttu sinni gegn erlendu hervaldi og gcgn er- lenduni her, kúgun og misrétti, hvers vegna viðhöldum fundi og höfum með okkur samtök. I 25 ár hef ég staðið i flokki þeirra manna, sem mótmælt hafa þátttöku íslendinga íhern- aðarbandalögum og dvöl er- lends herliös á íslandi. Ég hef ekki aðeins mótmælt vegna þess að hernaðarlist og hernaðar- bandalög hafa frá upphafi vega verið tæki auðvaldsins til að kúga litilmagnann. Ég hef heldur ekkimótmæltvegna þess eins að vigvélar og striðshlaup hafa verið bragð harðstjórnar til að skjóta andstæðingi sinum skelk i bringu. Heldur ekki hef ég mótmælt vegna þess eins að striðsleikir hafa verið leikur of- stækismannsins til að fylgja fram skoðun sinni. Mótmæli min hafa þá heldur ekki verið reist á þeirri vitneskju einni að herseta ógnar menningu og sjálfstæði litillar þjóðar. Mótmæli min hljóma lika, og ekki sizt, af þvi að ég neita að trúa á þá lausn, sem felst i þvi að þjálfa unga menn og ungar konur til mannviga, að deyða saklaust fólk, menn, konur og börn, sem óska ekki eftir striði. Ég neita að eiga nokkurn þátt i þvi sem andstyggilegast er af öllu sem upp hefur verið fundið á þessari jörð: að svipta menn lifi. tsland úr NATO, herinn burt. Rafvörur og verkfæri Byggingavörur S*SAMVIRKI VERZLUN Þverholti í Mosfellssveit Sími 6-66-90 Leikarar, sem flytja leikrit vikunnar, taldir frá vinstri: Guðrlður Guðbjörnsdóttir, Björn Magnússon, Arnhildur Jónsdóttir, Sigurður Grétar Guðmundsson, Helga Harðardóttir. Leikrit vikunnar BÍLAPARTA- SALAN auglýsir NYKOMNIR VARAHLUTIR I: Fiat 128 Árg. 77 Fiat 850 Sport — 77 Volvo Amason — 'qq Land Rover _ 'gy Vo/kswagen _ 'qq BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Simi 1-13-97 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM flutningi LK Gasljós í Fimmtudaginn 6. april kl. 20.10 flytja leikarar i Leikfélagi Kópa- vogs „Gasljós” eftir Patrick Hamilton. Þýöinguna gerði Inga Laxness, en leikstjóri er Klemenz Jónsson. Með hlutverkin fara þau Helga Harðardóttir, Sigurður Grétar Guðmundsson, Björn Magnússon, Arnhildur Jónsdóttir og Guðriöur Guðbjörnsdóttir. Flutningur leiksins rekur röska hálfa aðra klukkustund. Höfundur kallar leikinn „saka- málaleikrit frá Viktoriu-timabil- inu”, enda á hann að gerast á siðasta fjórðungi 19. aldar, á tim- um gaslýsingar. Manningham- hjónin búa i gömlu húsi i skugga- legu hverfi Lundúnaborgar. Eiginmaðurinn er viðsjárverður og kænn, eins og bezt kemur fram þegar hann er aö áætla aö myrða konu sina til að ná eignum henn- ar. Enski rithöfundurinn Patrick Hamilton er fæddur I Hassocks i Sussex árið 1904. Hann kom fyrst fram á sviði 17 ára gamall, en sneri sér siöar að leikritun. Kunnustu verk hans eru „Snaran” (1929) og „Gasljós” (1938). Hann hefur einnig samið allmargar skáldsögur. „Gasljós” var frumsýnt i Lundúnum i desember 1938, en hér hefur það m.a. veriö sett á svið I Hafnarfirði og Kópavogi. Ctvarpið flutti „Snöruna” áriö 1977. Drykkj uskapur minnkar í Þaö er kunnugt að Sviar hættu sölu á svokölluðu milliöli 1. júli s.l., en það hafði verið selt frjálslega i almennum verzlun- um. Hins vegarersterktöl selt i vinbúðum áfengiseinkasölunnar svo sem verið hefur. Nú liggja fyrir skýrslur um Sviþjóð áfengiskaup i Sviþjóð siðasta ár. Oldrykkja i landinu minnk- aði svo að nemur 0,55 litrum af hreinum vínanda á mann sem náöhefur 15 ára aldri. Sú neyzla var árið áður 2,22 litrar en varð nú 1,67. I léttari vinneyzlu varð nokkur aukning, var áöur 1,39 litrar en varð nú 1,54. Sala sterka ölsins jókstúr0,211. i 0,37 1. Brennivinsneyzla minnkaði hins vegar úr 3,88 1 i' 3,74. Hér er alls staðar reiknað með hrein- um vínanda á mann, 15 ára og eldri. Heildarneyzlan 1967 var 7,70 litrar, en árið 1977 7,32 litrar og hefur þvi minnkað um þvi sem næst 5%. Þess má geta að verð á brennivini var hækkaö töluvert 1. júli s.l.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.