Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 13
Miövikudagur 5. apríl 1978 13 Þann 31. des. s.l. voru gefin saman i' hjónaband þau Kristln Guðmundsdóttir og Bjarni Ilauksson. Heimili þeirra er að Blómvangi 10, Hafnarfirði. (ljósm. MATS) Þann 26. des. s.l. voru gefin saman i hjónaband i Egilsstaða- kirkju af sr. Vigfúsi Ingvari Ingvarssyni þau Guðrún Sigurðardóttir og Þór Guð- mundsson. Heimili þeirra verður að Hamrahlið 6, Egilsstöðum. (Ljósm.stofa Vilbergs Guðna- sonar Eskifirði) _ Milli Islands og N orðurlanda liggja ýmsar leiðir 1 grein, sem Peter Rasmussen ritaði í Vi i Norden 4, 1977, („Dansk pa Island, et nordisk anliggende”), og endursögð var I Timanum 14. febr. sl., bendir hann á nokkur þeirra vanda- mála, sem dönskukennarar við islenzka skóla þurfa að glima við. Okkur langar til að vekja athygli á annars konar vanda. — Ýmsir nemendur i islenzkum skólum hafa stundað nám um lengri eða skemmri tima I norskum eða sænskum skólum, aðrir nemendur koma frá heim- ilum hérlendis, þar sem norska eða sænska er það tungumál, sem jafnan er talað heima. I lögum um grunnskóla (63/1974) er ekkert að finna, sem mælir gegn þvi, að nem- endum sé veitt kennsla og þeir prófaðir i öðru norrænu tungu- máli en dönsku. Má i þessu sambandi benda á 42. gr., g-lið og 2. málsgrein. — Raunar er þetta gert, þótt alltof fáir nemendur geti nú notið þess. Við álitum, að það örvi áhuga Islendinga á tungum annarra Norðurlanda og norrænni menningu ef gefinn er kostur á aðvelja jafnt milli allraþessara tungumála sem skyldugreinar. Það yrði til þess, að áhugi á nor- rænum málefnum yrði við- feömari að betur héldist til haga sú kunnátta i norrænum tungumálum, sem nemendur búa yfir, og loks að danska yrði þá kennd nemendum, sem hafa raunverulega valiðdönsku. Meö þessumá ætla, að önnur og betri skilyrði skapist viö kennslu og nám. Við viljum einnig benda á, aö möguleikar til að hafin verði kennsla i norsku og sænsku i is- lenzkum skólum eru þegar fyrir hendi. Frá Háskóla tslands út- skrifast stúdentar með embætt- ispróf i þessum tungumálum. Við þær aðstæður, sem nú rikja, lendir oft á þeim að annast kennslu i dönsku. Um kennslubækur i norsku og sænsku er það að segja, að hinn mikli fjöldi innflytjenda hefur kallað á kennslu og samningu kennsluefnis i þessum tungu- málum fyrir útlendinga. Af þessu leiðir að ekki er skortur á kennslugögnum fyrir útlend- inga i norsku og sænsku. Staða danskrar tungu á Is- landi er islenzkt málefni. — Aukinn áhugi á norrænum tungumálum og norrænni menningu ætti að vera eöa verða islenzkt — og norrænt — málefni. Reykjavik, 15. marz 1978. Ingeborg Donali sendikennari i norsku við Há- skóla tslands. Lennart Aberg sendikennari i sænsku við Háskóla tslands. Myndin sýnir þá Steingrim Eyfjörö Kristmundsson og Friörik Þór Friöriksson, en þeir tveir eru nú með sýningu á verkum sinum I Gallerí Suðurgötu 7. Yrkisefnin sækja þeir m.a. i Feröabók Eggerts og Bjarna og eins og sjá má af meðfylgjandi mynd hefur lostið þá undarlegt ský úr Feröabókinni og standa þeir skellóttir eftir. Sýningin verður opin til 16. april, frá kl. 16-22 virka daga og 14-22 um helgar. Launþegasamtökin verða að hafa heill allra að markmiði Verkalýðsfélag Borgarness gefur öðru hverju út fjölritað blað, Félagsfréttir, sem það sendir félögum sinum. i siðasta tölublaði er ýmislegt efni við- vikjandi starti félagsins. Einnig er þargrein eftir stjórnarmann i félaginu. sem á tvimælalaust erindi til fleiri lesenda og vcrður hún þvi birt hér: Hvað er félagsandi og félagslegur þroski manna? Þetta er stór spurning sem ekki verður svarað i fáum orðum. Það sem ég tel vera félagslegan þroska er að hugsa ekki ætið um sjálfan sig fyrst og fremst heldur félagið sem heild. Stéttarfélög verða þvi aðeins öflug og virk að við vinnum öll að sameiginlegum hagsmuna- málum. Þeir sem heima sitja og mæta ekki á félagsfundum og taka ekki þátt i störfum félags eða ákvörðunum þess, bera einnig ábyrgð. Það ertil litils að sitja heima og gagnrýna það sem gert er á fundum. Ég tel réttara að mæta á fundunum og greiða atkvæði með eða á móti þeim tillögum sem fram koma. Gagnrýnum á fundum það sem þurfa þykir — en ekki heima. Gagnrýni á fullanrétt á sér og er til góðs svo framarlega sem hún er rökvis og sanngjörn. Við lifum ilýðfrjálsu landi og höfum frelsi til að hafa ákveðnar skoðanir, láta þær f ljós og gagnrýna það sem okkur finnst miður fara. Við megum þó ekki gleyma þvi að þeir sem við gagnrýnum hafa alveg sama rétt og við. Þvi miöur vill okkur Aindis F. Kristinsdóttir, Borga rnesi. allt of oft gleyniast þegar við mætum á verkalýðsféiagsfund- um að það er þrennt sem ber að skilja eftir heima, þ.e.a.s. flokkspólitik, eiginhagsmuna- semi og sjálfselsku. Á félags- fundum hljótum við að mæta sem félagsfólk með heill fjöld- ans i huga en ekki með þá hugsun, — hvað er bezt fyrir mig. Um mótmælaaðgerðirnar 1. og 2. marzs.l. hefur verið mikið rætt og jafnvel rifizt. Eitt og annað hefur gleymzt i þeim um- ræðum. Égtelað þeirsem lögðu niður vinnuþessadaga hafi ekki meiri rétt til þess að áfellast þá sem unnu en þeir hinir sömu hafa til að áfellast þá sem lögðu niður vinnu. 1 þessu máli réöi ákvörðun hvers og eins á hvorn veginn sem var. Ég gagnrýni kjara- skerðingarlögin sem nýlega voru sett á Alþingi. Mest gagn- rýni ég þá skerðingusem bitnar harðast á þeim sem minnst mega sin. Þar á ég ekki aðeins við láglaunafólkið, heldur einnig elli- og örorkulifeyris- þega. Elli- og örorkulifeyrisþeg- ar hafa enga möguleika til þess að auka við tekjur sinar t.d. með yfirvinnu eða öðru. Þeirra tekj- ur eru aðeins styrkurinn klipptur og skorinn. Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvernig þeir.eiga að gera lifað af þess- um lágu styrkjum. Hér er þörf á skjótum úrbótum. Launþega- samtökin verða að iáta þetta mál til sin taka og gera allt, sem iþeirra valdi stendur til að rétta hlut elli- og örorkulifeyrisþega. Kja rabarátta stéttarfélaga og hagsmunatogstreita einstakra stjórnniálaflokka veröur aö vera aöskilin. I hinum ýmsu stéttarfélögum er fólk með mis- munandi skoðanir á þjóðmál- um, sem eðlilegt er og frjálst. Engin ein skoðun á þar meiri rétt en önnur. I launþegasamtökununum verða allir að gera sitt bezta, ekki með einstaklingssjónarmið eða flokkshagsmuni f huga heldur með heill allra félaga að markmiði. Vonandi berum við gæfu til að ráða við vandann. Það gerum við ekki með þvi að hver höndin sé upp á móti annarri. Við hljótum að leggja per- sónulegan ágreining og ólikar pólitiskar skoðanir og eigin- hagsmunasemi til hliðar og sameinasti baráttunni fyrir þvi að lifskjör almennings i landinu verði ekki skert. A.F.K. Vinnuskúr Mjög vandaöur svefn- skúr 2 herb og for- stofa/ kynding hita- veita. Upplýsingar í síma (97) 1129. Dráttarvél til sölii Ford 7600/ ágúst 1977. Ekinn 500 tíma/ sem nýr Upplýsingar í síma (97)1129. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagningu aðveituæðar til Sandgerðis og Gerða. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 A, Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri9, Reykjavik gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja föstudaginn 21. april kl. 14.00 FERMINGARGJAFIR 103 Daviðs-sálmur. Lofa þú Drottin, sála mín, og alt. sem i mér er. hans hetlága nafn ; lofa þú Drottin. sála mín, og glcvm cigi ncinum vclgjörðum hans, BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG #ubbranböötofu Hallgrimskirkja Reykjavík simi 17805 opið 3-5 e.h. ____________,_________ Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 6. april kl. 20.30. Stjórnandi KARSTEN ANDERSEN Einleikari HANS RICHTER-HAASER Efnisskrá: Mozart — Forleikur að „Töfraflautunni” Jón Nordal — Bjarkamál Brahms — Pianókonsert nr. 1 Aðgöngumiðar i bókabúðum Blöndal og Eymundsson og við innganginn. Pípulagnir — Ofnar Tek að mér nýlagnir og viðgerðir. Söluumboð fyrir Silrad-panelofna. Mjög hagstætt verð. Stefán H. Jónsson pipulagningameistari, simi 4-25-78

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.