Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagnr 5. agrN 1978 Að skemmta 6 hið mikla hlutverk ödipúsar konungs. Þetta er ekki einfalt hlutverk að neinu leyti og text- inn er yfirgripsmikill. Frammistaða Gunnars er með eindæmum góð. Hann er að visú full hávaðasamur á köfl- um. Menn æpa ekki alltaf i miklum geðshræringum, en hitt er svo örðugara að meta hvort áhorfendurskilja betur hljóðlátt geðshræringartal á ægilegri stund, en hávaðasamt. Það verður hver og einn að meta sjálfur. Helga Bachmann lék drottn- ingu hans af myndugleik og þokka og framsögn beggja var til fyrirmyndar. Hitt er svo annað mál hvort aldursmunur þeirra hjóna, sem verkið segir þö til um, sé nægjanlega skyr og klár. Fólkið heldur sér að visu misjafnlega vel, en þarna var hlutfallið öfugt. Fleiri fara þarna með stór hlutverk. Rúrik Haraldsson lék bróður drottningar. Hann var griskurog sannfærandi og skildi alla tóna. Valur Gislason lék blindan spámann á áhrifamik- inn og ógnvekjandi hátt. Þor- steinn ö. Stephensen lék sauða- mann Pólibosar konungs, þann sem hafði borið til hans Utburð- inn forðum. Þorsteinn er sjald- séður gestur á fjölum leikhús- anna og ávallt fagnaðarefni. Leikur Baldvins Halldórs- sonar i hlutverki sauðamanns Lajosar konungs, sem bera átti út barnið, var mjög áhrifamik- ill, og sama má segja um Hákon Waage sem siðast er kastað inn á sviðið með hin ofboðslegu tið- indi að drottning hafi fyrirfarið sér og konungur stungið úr sér augun. Róbert Arnfinnsson var kór- formaðurog framganga hans og framsögn var góð. Látlaus og hvergi reynt að breiða sig yfir verkið, sem þó var hægt. Þar sem verkið er borið uppi af textanum fyrst og fremst, er ekki úr vegi að fjalla ofurlitið um framsögn og f leira. Of mikið er gert af þvi að tala við Esjuna, kalla þangað, istað þessað snúa sér fram i' sal. Varaburður er til hjálpar flóknum orðræðum og jafnvel þótt augu mætist i tali þvert á langskurð hússins, má andlitið vikja ögn fram i sal. Einkum á þetta við fyrstu atriði leiksins, meðan áhorfend- ur, eða áheyrendur, voru óvanir tungutakinu. Talkórinn var ágætur, oftast nær. Fyrri hálfleikur verksins var þannig, að mikil og áhrifarik spenna náðist, en það er listrænt takmark i sjálfu sér. Allra sein- ast i siðari hluta fellur spennan svolitið. Kann þar sifelld sögu- leg endurtekning i textanum nokkruaðráða, og þar sem sagt er að leikgerðin sé til i nokkrum jafnréttháum útgáfum, hefði komið til greina að auka hrað- ann, en það er nokkuð seint að tala um það núna, þegar sýning- um er hvort eð er að ljúka. Leikmynd Gunnars Bjarna- sonar var m jög hentug, fögur og látlaus i senn, og er gott til þess aðvitaaðhann hefur aftur hafið störf hjá leikhúsinu. Búningar Guðrúnar Svövu vorueinfaldir og smekklegir, en hvort litaval og fótabúnaður hefur verið í sögulegu samhengi skal ekki fullyrt. Þá er ekki annað eftir en að þakka húsinu fyrir þessa áhrifa- miklu sýningu. Fyrir svona fyrirgefst margt annað og húsið stækkar. Jónas Guðmundsson ry Innilegt þakklæti fyrir skeyti gjafir og vinsemd á sjötugs- afmælinu. Kær kveðja. , Sigurður frá Kollabúðum. y öllum þeim er glöddu mig á niræðis afmæli minu þann april, með heimsóknum, gjöfum, simtölum og á annan hátt, votta ég mina innilegustu vinsemd og þakklæti. Guð blessi ykkur öll. I Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir frá Eyri. öllum þeim fjölmörgu sem auðsýndu mér vináttutákn á margvislegan hátt á afmælisdegi minum 31. marz s.l., sendi ég ástúðlegar kveðjur og alúöarfyllstu þakkir. Það er fagnaöarrikt, eigi sizt þá kvöldsett er orðið, að sjá veginn uppljómaðan af ljósum góövildar, ræktarsemi og mannkærleika. Þórður Kristleifsson. öllum þeim sem glöddu mig á sjötugsafmæli minu með heimsóknum, gjöfum, slmtölum og heillaskeytum votta ég mina innilegustu vinsemd og þakklæti. Njótið þið ástrikis unaðarbáls við erfiði brosandi glimum, leiöi ykkur hamingjan lifið þið frjáls á iiðandi og komandi timum. Magnús Gunnlaugsson á Ósi. Hjartans þakkir sendi ég öllu minu ættfólki og vinum nær og fjær, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttatiu ára afmæli minu 27. marz s.l. og gerðu mér daginn ánægjulegan og ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Ólafia Sveinsdóttir. Hjartans þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför okkar elskulega bróöur, fósturbróöur, mágs, frænda og vinar Þorsteins Jónssonar frá Holtsmúla. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 8 á Landspitalanum fyrir sérlega góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigriður Jónsdóttir, Ingvar Loftsson, óskar Jónsson, Elias Ingvarsson, Guðný ólafsdóttir, Guðrlður Þorsteinsdóttir, Elis G. Vlborg, Marel Þorsteinsson. 70 ára Páll H. Jónsson Frá Laugum Góður vinur og gamall sam- herji á sjötugsafmæli i dag Páll H. Jónsson kennari frá Laugum. Og þótt úr f jarlægð og i veikleika sé gert, langar mig til að senda honum örlitla afmæliskveðju. Páll er fæddur 5. april 1908 á Mýri i' Bárðardal sonur hjónanna Aðalbjargar Jónsdóttur og Jóns Karlssonar sem þá bjuggu þar. Hann ólst upp hjá alnafna sinum og frænda Páli H. Jónssyni bónda i Stafni, Reykdælahreppi ogkonu hans Guðrúnu Tómasdóttur. Varðandi skólagöngu Páls má geta þess að hann var nemandi I Héraðsskólanum að Laugum 1925-1926 og óreglulegur nemandi i Samvinnuskólanum veturinn 1932/33. Þá sótti hann kennara- námskeið i' Askov 1935. Nám i orgelleik stundaði Páll ungur heima i héraði, en siðar á Akur- eyri og söng og pianóleik i Askov og Kaupmannahöfn fyrrgreint utanfararár sitt. Námsför til Svi- þjóðar fór Páll 1947 og til Dan- merkur Skotlands og Englands réttum 10 árum siðar. Þótt Páll H. Jónsson sé fyrir löngu þjóðkunnur maður af störf- um sinum má að öðru leyti til upprifjunargeta þess að árin 1928 til 1935 var hann frumbýlingur og bóndi á nýbýli úr landi tengda- föður sins Fremstafelli i Köldu- kinn eða Kaldakinn sem er fallegra eins og Guðmundur Frið- jónsson á Sandi benti á og vildi með rökum kalla. Þegar árið 1933 varð Páll svo kennari við áður- nefndan Héraðsskóla að Laugum, oghéltþeim erilsama starfa sem hann varð frægur af allt til 1961 eða i 28 ár, unz hann var ráðinn forstöðumaður Fræðsludeildar SÍS og jafnframt ritstjóri Sam- vinnunnar frá 1964. En þótt Páll H. Jónsson hefði jafnan meira en nægum skyldu- störfum að gegna lét hann sér þau engan veginn nægja svo áhuga- samur og þróttmikill sem hann var. Organisti við Ljósavatns- og Einarsstaðakirkjur var hann óslitið 134 ár.söngstjóri Karlakdrs Reykdæla i 28 ár 1933/61, og stjórnarmaður Söngfélagsins Heklu — Sambands norðlenzkra karlakóra — i 24 ár þar af for- maður allmörg siðustu árin. Auk alls þessa var Páll formaður Kirkjukórasambands S.-Þing frá stofnun þess 1950 til 1961 eða i 11 ár. Þegar maður les svona starfs- yfirlit undrar mann stórlega hvi- likri orku fórnfýsi og ódrepandi áhuga einstaka menn búa yfir. Þar eru vissulega ekki „alheimt daglaunaðkvöldum”. Og efslikir menn eins og t.d. samsýslung- arnir þeir Páll og Ragnar H. Ragnar á Isafirði eru ekki merkisberar sannrar menningar- viðleitni meðal meðbræðra sinna veit ég ekki hverjir eru „salt jarðar”. Erindreki UMFI var Páll 1933 og SIS á árunum 1955 og 1956. Þá safnaði hann munum til Byggða- safns Þingeyinga á Grenjaðar- stað á árunum 1935 til 1961 og skrásetti alla muni þess og setti upp safnið. Með tilliti til alls þessa var ekki furða þótt tilfinnanlegur sjónar- sviptir yrði að Páli úr héraði þeg- ar hann flutti með fjölskyldu sina suður 1961. Það var mikið ,,út- fall.” Þótt hér að framan sé þegar orðin ærin og óvenjuleg upp- talning á margþættum skyldu- og trúnaðarstörfum Páls H. Jóns- sonar er langur vegur frá að öll kurl séu komin til grafar. Fjöl- breytt ritstörf hefúr hann lengi stundað i rikum mæli bæði i bundnu máli og óbundnu. Eftir hann hafa komið út fvær ljóöa- bækur: „Nótt fyrir norðan” 1955 og „A sautjánda bekk” 1963. Fengu þær báðar hinar lofeam- legustu ritdóma. Þá hefur hann og skrifað allmörg leikrit þótt öll hafi þau ekki enn birzt á prenti en verið leikin hér og þar. Má þar nefna „Konuna sem hvarf” 1955 — „Fjallkonuna” leikþátt i ljóðum 1942— „Íílfhildi” — „Upp við fossa” eftir sögu Þorgils gjall- anda — og að lokum „ísana leys- ir”, flutt i útvarpi 1962: „sögulegt samvinnuleikrit” að gefnu til- efni... allt þetta auk fjölda blaða- og timaritsgreina, einkum um samvinnumál. Enn er þó ónefnt Páls stærsta og viðamesta ritverk sem hann vannað i mörg ár, jafn- an við stopula heilsu: OR DJÚPADAL AÐ ARNARHÖLI.— Sagan um Hallgrim Kristinsson” stór bók á 5. hundrað blaðsiður, öll hin vandaðasta. Og þótt þessi bóksé fyrst og fremst sagnfræði- legt rit bregður ósjaldan fyrir listrænum og skáldlegum tilþrif- um. Ekki má i þessum dúr gleyma ferskeytlum Páls H. Jónssonar sem margar hverjar eru lands- kunnar af ýmsum tilefnum og sýna hversu snjall hagyrðingur hann er. Enginn veit tölu þessara visna hans en gaman var að vera um ti'ma i daglegri návist þeirrar „framleiðslu”. Ég set hér eina sem mér dettur i hug og vakti at- hygli: „En hvað hér er autt og grátt, engi tún og sporður, Ég veit bara eina átt: áttina heim og norður”. Eitt er enn — og sizt skyldi gleyma þvi: Páll H. Jónsson er þekkt og viðurkennt tónskáld. Mörg sönglaga hans eru kunn og vinsæl og hafa verið tekin til söngs af ýmsum kórum. Vænst þykir mér um hið undurfagra lag Páls við eitt allra hugþekkasta kvæði Benedikts Gröndals „Föln- uð er liljan og fölnuð er rósl'Það gengur mér alltaf til hjarta, ekki sizt sungið af Sigrúnu á Rangá konu nafna mins Baldurssonar frá Ófeigsstöðum. Þar eru ljóð og lag samofnar tvær perlur sem minna á aðrar: „Ó. faðir ger mig litiðljós...” eftir Matthias og Jón- as Tómasson. Páll H. Jónsson gekk að eiga fyrri konu sfna, Rannveigu Kristjánsdóttur bónda i Fremsta- felli Jónssonar frá Hriflu 12. ágúst 1928. Hann missti hana 1966. Þau eignuðust fimm mann- vænleg börn sem öll eru á lifi: Sigriður — gift Þórhalli Her- mannssyni deildarstjóra, búsett i Kópavogi. Þau eiga 6 böm. Aðal- björg —gift Þórsteini Glúmssyni bónda. Þau búa i Vallakoti i Reykdælahreppi. Einnig hún á 6 börn. Dísa — var gift Arna Aðal- steinssyni vélsmið á Akureyri. Þau eiga 2 börn. Hún býr nú i Reykjavik. Heimir — mennta- skólakennari kvæntur Guðbjörgu Sigmundsdóttur hjúkrunarkonu. Börn þeirra eru 3. Þau búa i Reykjavik. PállÞorlákur — verk- stjóri kvæntur Jóhönnu Magnús- dóttur. Þau eiga 1 barn og búa i Reykjavik. Afkomendur afmælisbarnsins eru þvi orðnir 23. önnur kona Páls — 1967 — er Fanney Sigtryggsdóttir hús- mæðrakennari frá Laugum, þar sem þau bjuggu i nokkur ár en eru nú búsett á Húsavík að Hjarðarholti 1. Það er einkar ánægjulegt til þess að vita að börn Páls H. Jóns- sonar skuli nú af tilefni sjötugs- afmælisins gefa út i smekklegri „hönnun” frú Fanneyjar 20 helztu sönglög Páls. Þetta mörgum kær- komna sönglagahefti heitir „SVÖRT BLÓM” og er útgáfan helguð móðurminningu barnanna og 60 ára afmæli stjúpu þeirra fyrir skömmu. Hafi þau þökk og heiður fyrir. —0— Það var ekki fyrr en á önd- verðum erindrekaárum minum hjá SIS að fundum okkar Páls H. Jónssonar bar fyrst saman. Það var á fundi að Breiðumýri og er mér maðurinn jafnan minnis- stæður siðan svo vel geðjaðist mér að honum til orðs og æðis. Mörgum árum siðar þegar ég var farinn að hraðfrysta fisk á vegum SÍS, I stað þess að reyna að uppverma mannnssálir var það að okkur Páli „sló saman” á ný. Hann var þá að sumu leyti kom- inn i áþekk störf og ég hafði verið i áður hjá samvinnuhreyfingunni, og ýms önnur til viðbótar. Fagnaði ég mjög komu hans á þann vettvang þvi hvort tveggja var aðmér varpersónulega kunn- ugt um þörfina fyrir lifandi og virk félagsmálastörf samvinnu- samtakanna og eins hitt þá þegar hversu frábær h'æfileikamaður Páll til forystu i þeim efnum. Þær björtu vonir sem við margir gerðum okkur um tilkomu Páls til SIS urðu sér heldur ekki til háðungar. Það sýndi sig brátt að hér var réttur maður á réttum stað, vopnfimur og vigdjarfur bæði til sóknar og varnar og hvort sem var i ræðu eða riti. Það eina sem skyggði á á þessum árum var heilsuleysi konu Páls, sem leiddi til dauða hennar 1966 og siðar einnig heilsuleysi hans sjálfs svo hann fékk ekki til lengdar risið undir þeim ofur- þunga sem á hann var lagður. Að Páli var mikil eftirsjá úr þessum störfum, sem hannhafði sérstak- lega verið fenginn til, þvi fáir komast þar með tær sem hann hafði hæla. Margt mætti segja frá SlS-ár- um Páls H. Jónssonar og einnig samvinnustörfum heima i héraði en þess er ekki kostur. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna Hús- mæðravikurnar i Bifröst sem hann hóf og stjórnaði af glæsibrag og við sivaxandi vinsældir árum saman, elskaður og dáður af þátt- takendum. Má mikið vera ef áhrifa þaðan gætir ekki jafnvel flestu öðru fremur til vinsælda SIS og kaupfélögunum í þeirra annars vandasama félags- verzlunar „bisness” á erfiðum timum. Til nokkurs marks um úthald Páls og andlega snilli vil ég að lokum geta þess að i fyrra flutti hann á VI. fulltrúafundi Lands- samtaka Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR afburða snjallt erindi um umferðarmál sem þó mun ekki hafa verið hans „sérgrein”. Nefndi hann það þvi eftirtektar- verða heiti: „Frá Bergþórshvoli til Miklubrautar.” Vakti erindið alveg sérstaka athygli bæöi að efnismeðferð og fyrir flutning þess eins og landsmenn fengu raunar að heyra þvi Páll flutti það i útvarp litlu siðar. Aldrei hefur málflutningur varðandi umferðaröryggismál verið slikur hvorki að dýpt né frumleik. Það á eftir að koma út sérprentað — e.t.v. i tilefni af 10 ára afmæli H-umferðar á Islandi á þessu ári. Ég vil svo enda þessa afmælis- grein um vin minn Pál H. i þakk- látum huga fyrir margþætt gef- andi og skemmtileg kynni — meö þakklæti til hans og Fanneyjar fyrir alla ástúð og ógleymanlegar stundir á heillandi heimili þeirra hjóna. Þar hefur m.a. „hin ljúfa sönglist leitt á lifið fagran blæ”. Og þessu þakklæti fylgir fróm ósk til afmælisbarnsins um margar frjóar stundir enn um sinn I heimi ljóða og tóna þar sem „dögg vætir ilmblómin ung” og þau „upprisin lyfta sér himinsins til.” Sigtuna i aprilbyrjun 1978 Baidvin Þ. Kristjánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.