Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. aprfl 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Heigason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og augiýsingar Siðumúia 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasöiu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á mánuði. ... . .. - Blaðaprenth.f. Stefna Framsóknar- manna í atvinnumálum I ályktun nýlokins flokksþings Framsóknar- manna, þar sem stefna Framsóknarflokksins er mörkuð i megindráttum, segir svo um atvinnu- mál: „Framsóknarflokkurinn telur að frelsi þegn- anna sé bezt borgið með þvi að þeir séu efnalega sjálfstæðir og styrkir þátttakendur i framþróun atvinnu- og efnahagslifs. Flokkurinn er reiðubú- inn að vikja frá skilyrðislausum kröfum um há- marksarð og hámarksafköst til að ná sliku mark- miði, sé þess þörf. Framsóknarflokkurinn vill stefna að þvi að á íslandi verði lifskjör sambæri- leg við það sem gerist með nágrannaþjóðunum, án óhæfilegs vinnuálags. Atvinnuleysi er böl sem koma ber i veg fyrir. Framsóknarflokkurinn litur svo á, að það sé grundvallarskylda stjórnvalda að standa vörð um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar með fjár- málastjórn sem stuðli að jafnvægi i þjóðarbú- skap, hagkvæmni i fjárfestingu, innlendri hag- þróun og traustri greiðslustöðu þjóðarbúsins. Verkefnum verði raðað eftir mikilvægi fyrir þjóðarheildina. Framsóknarflokkurinn vill að á sem flestum sviðum verði einstaklingum gert kleift að stunda atvinnurekstur, en jafnframt verði sameiginleg verkefni leyst á samvinnugrundvelli. Einstak- lingsframtak og samvinnurekstur þróist þannig hlið við hlið, en spornað verði gegn óhóflegum vexti auðfélaga sem hafa gróðasjónarmið ein að leiðarljósi. Flokkurinn leggur áherzlu á gildi samvinnustefnunnar á sem flestum sviðum um- fangsmikillar atvinnustarfsemi, þjónustu og framleiðslu. Atvinnuvegirnir verði efldir og framleiðsla aukin. Stuðlað verði að skynsamlegri og skipu- legri nýtingu fiskstofna innan fiskveiðilögsög- unnar til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Með fjöl- breyttri framleiðslu landbúnaðarafurða verði stefnt að þvi að þjóðin verði eftir föngum sjálfri sér næg um þau matvæli sem unnt er að fram- leiða hérlendis. Innlend hráefni verði nýtt eftir megni i landinu sjálfu. Nýting orkulinda landsins verði miðuð við þarf- ir landsmanna sjálfra. Stefnt verði að þvi að inn- lend orka leysi erlenda orkugjafa af hólmi, hvar sem þvi verður við komið. Framsóknarflokkurinn telur að smærri og fjöl- breyttari rekstur henti betur islenzkum aðstæð- um en stóriðja. Samstarf við erlenda aðila um orkufrekan iðn- að kemur aðeins til greina i einstökum tilfellum, enda skal þess ætið gætt að meirihluti eignaraðild ar sé i höndum Islendinga. Starfsemi slikra fél- aga skal háð islenzkum lögum og dómsvaldi, enda njóti þau ekki betri lögkjara en sambærileg islenzk fyrirtæki. Allur atvinnurekstur fullnægi ströngum skil- yrðum um vinnuvernd og mengunarvarnir, jafnt innap húss sem utan.” Jafnframt þessu samþykkti flokksþingið sér- stakar ályktanir um landbúnaðarmál, sjávarút- vegsmál og iðnaðarmál, þar sem fleiri atriði eru tilgreind og þau nánar rakin. Framangreind ályktun sýnir einkum, hvernig flokkurinn telur æskilegast, að rekstri atvinnuveganna sé hagað til þess að framtak einstaklinganna og samvinna þeirra nýtist sem bezt sjálfum þeim og þjóðinni til hags. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Brésnjef og Kosygin heimsækja Síberíu Par eykst ótti við Kinverja HINN tilgangurinn meö feröalagi Brésnjefs,og raunar Kosygins lika, er talinn sá, aö þeir hafi viljað leggja áherzlu á herstyrk Sovétrikjanna i Si- beriu. Kinverjar hafi undir forustu Hua og Tengs sýnt sig enn ófúsari til samvinnu viö Rússa en áður. beir hafa hafn- að nýju tilboði Rússa um sam- eiginlega yfirlýsingu um bætta sambúð rikjanna, þar sem tekið yrði tillit til hags- muna beggja. Jafnframt þvi að hafna þessu tilboði munu Kinverjar hafa krafizt þess, aðRússar flyttu herstyrk sinn i meiri fjarlægð frá landa- mærunum. í viðtölum við er- lenda stjórnmálamenti hafa leiðtogar Kina látið ótvirætt i ljós, að styrjöld milli Kina og Sovétrikjanna væri óhjá- kvæmileg. Siðast 24. fyrra mánaðar lýsti Teng þessari skoðun sinni i viðtali við Friedrich Zimmermann, for- mann þingflokks kristilegra demókrata i Vestur-Þýzka- landi. Teng lýsti jafnframt þeirri skoðun sinni, að Rússar myndu ekki geta unnið striðið, þótt þeir gætu lagt undir sig norðausturhluta Kina. Þar byggju að visu 200 milljónir manna, en samt væru 700 milljónir Kinverja eftir ósigr- aöir. Ótvirætt er, að Siberiubúum stendur nokkur ótti af kin- verska stórveldinu I framtiö- inni. Brésnjef hefur vafalitiö viljað sýna þeim með heim- sókn sinni, að Rússar væru viö öllu búnir á þessum slóðum. 1 för með Brésnjef var Usti- noff, varnarmálaráðherra Sovétrikjanna, og þykir það benda til, að tilgangur farar- innar hafi ekki sizt veriö sá aö vekja athygli á herstyrk Sovét rikjanna á þessum slóðum og efla þá trú hjá ibúunum, að þeir þurfi ekki aö óttast. Tal kínversku leiötoganna um fyrirsjáanlega styrjöld milli Rússa og Kinverja mun ekki sizt sprottið af þvi, að þeir vilja skjóta ibúum Siberiu skelk i bringu og draga úr fólksflutningum þangað. þ.þ. Félagarnir Kosygin og Brésnjef ÞAÐ hefur vakið nokkra at- hygli erlendra fjölmiðla, að nýlega hóf Brésnjef, leiðtogi Sovétrikjanna, alllangt ferða- lag um Siberiu. Skömmu áður hafði Kosygin, forsætisráð- herra Sovétrikjanna, ferðazt um Siberiu og heimsótt iðju- ver þar. Það ferðalag hafði ekki vakið verulega athygli fyrr en Brésnjef fór i slóð hans. Það þótti sýna, að leið- togar Sovétrikjanna leggja sérstaka rækt við Siberiu um þessar mundir. Rússneskir fjölmiðlar hafa ekki rakiö it- arlega hvaða slóðir Brésnjef hafi aðallega heimsótt, en þó þykir vist, að hann hafi heim- sótt olíuvinnslu- og gas- vinnslusvæðin i Vestur-SIberiu og flutt þar ræður um mikil- vægi þeirra og nauðsyn auk- innar framleiðslu á þessum orkugjöfum. Þá þykir einnig vist, að hann hafi heimsótt ýmsar flugskeytastöðvar, þar sem kjarnorkuvopn eru geymd, en þaðan mun mega ná til flestra mikilvægra staða i Kina. Það er einnig talið, að Brésnjef hafi heimsótt herlið Sovétrikjanna sem er staðsett næst landamærum Kina bæði i Austur-Siberiu og héruðunum austan hennar allt til Kyrra- hafs. Vist þykir, að Rússar hafi mikið herlið á þessum slóðum. Sumar heimildir telja, að um milljón rúss- neskra hermanna sé til jafn- aðar á þessum slóðum, en aðr- ir telja þetta lið enn fjölmenn- ara. Ýmsar heimildir benda til þess, að herbúnaður Rússa sé sizt minni á austurlanda- mærunum i Asiu en á vestur- landamærunum i Evrópu. ÞAÐ þykir liklegt, aö tilgang- urinn með ferðalögum þeirra Kosygins og Brésnjefs til Si- beriu hafi verið tviþættur. Annar tilgangurinn hafi verið sá, að þeir vilja beina athygl- inni að hinum miklu náttúru- auðæfum Siberiu og mikilvægi þess, að þau verði nýtt. Auð- legð Siberiu er enn hvergi nærri fullkönnuð, en margt þykir benda til þess,aö þar sé að finna mestu oliulindir heims og þó kunni gasbirgðir, sem þar eru fólgnar i jörðu, að reynast enn meiri. Þá er vitað, að þar er óhemjulega mikið af kolum og járni I jörðu og mörgum öðrum málmum. Þar eru einhverjir mestu skógar i heimi, sem biða eftir þvi að vera nýttir. Yfirráð RÚssa yfir Siberiu gerir þá að einni auö- ugustu þjóð heimsins og þess Brésnjef. vegna þurfa þeir ekki vegna skorts á náttúruauðæfum að sælast eftir landvinningum, likt og Hitler forðum. Hins vegar er nýting þessara nátt- úruauðæfa i Siberiu miklum erfiðleikum bundin vegna óhagstæðrar veðráttu, en miklir kuldar og frost eru þar víða meirihluta ársins. Af þeim ástæðum hefur reynzt talsverðum erfiðleikum bund- ið að fá fólk til að fara þangað og eru þeim, sem þangað flytja, þvi boðin ýms vildar- kjör. Sibetia er nú vafalitiö sá hluti Sovétrikjanna, þar sem lifskjör eru bezt og frjálsræði mest. Fólki hefur þvi fjölgað þar að undanförnu, en þó ekki nægilega til að nýta landsgæö- in til fulls. Þá tefur það upp- bygginguna, að þar er þörf fyrir meiri tækni og fjármagn en Rússar sjálfir hafa aflögu. Þess vegna hafa þeir sótt eftir samstarfi við ýmsa aðila, t.d. Japani i sambandi við upp- bygginguna þar, en árangur enn ekki oröiö verulegur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.