Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 5. aprfl 1978 15 Skólastúlka sem meisturum stendur ótti af Til skamms tima hafa sovézkir listhlauparar á skautum aðeins getað látið sig dreyma um að vinna verðlaun i einstaklingskeppni kvenna á Evrópu- eða heimsmeistaramótum. Þeir voru ánægðir, ef þeir urðu meðal tiu efstu. En gamalgróin hefð hlýtur að verða rofin einhvern daginn. Og það var 14 ára skólastúlka frá Moskvu, Jelena Vodorezova, sem gerði það. HUn kom fyrst fram á alþjóða- vettvangi fyrir tveim árum á ár- legri keppni i Moskvu, sem dag- blaðiö Nouvelles de Moscou gengst fyrir. Þá var hiin réttra 12 ára. Allir voru sammála um, að llkurnar væru hinni 16 ára gömlu Wendy Burge frá Bandarlkjunum I hag, en þessi upprennandi stjarna hafði náð fjórða sæti I undirbúningskeppni undir heims- meistarakeppnina. En þegar Moskvumótinu lauk var það þó hin 12 ára gamla stúlka sem stóð á efsta þrepi verðlaunapallsins, en bandariska skautastúlkan stóð grátandi á öðru þrepi. Vodorezova hafði i frjálsu æfingunum skotizt fram úr Burge, þótt hún væri henni lægri að stigum eftir skylduæfingarnar. Upp úr þessu vann Vodorezova 8. sæti á Evrópumeistaramótinu 1976, 12. sæti á Olympiuleikunum I Innsbruck, 5. sæti á Evrópu- meistaramótinu 1977 og loks 7. sæti i heimsmeistarakeppninni i Tokyo 1977. I Tokyo vann Vodorezova silfurverðlaun fyrir samanlagðan stigafjölda i frjáls- um æfingum og stuttum, en I frjálsum æfingum varð hún efst og bar hún sigurorð af 20 bestu listskautahlaupurum heims. Hvað er það sem hefur gert Jelenu Vodorezovu kleift að kom- ast i fremstu röð á svo lágum aldri? Tvimælalaust á hún vel- gengni sina mikið að þakka þjálf- MARGIR EFNILEGIR á Reykjavikurmeistaramóti yngra fólksins í frjálsum íþróttum 9,5 9,8 Margir efnilegir unglingar komu fram á meistaramóti Reykjavik- ur i frjálsum iþróttum. Keppt var i pilta og telpna- flokki, þ.e. þeir sem eru 13 og 14 ára og i stráka og stelpnaflokki þ.e. 12 áraog yngri. I flokki 12ára og yngri bar mest á þeim Þórði Þórðarsypi Leikni og Antony Karl Gregory Armanni i strákaflokki. Birna Einarsdóttir Armanni, Anna Birgisdóttir Leikni og Bylgja Gunnlaugsdóttir Leikni voru atkvæðamestar i stelpna- flokki. t piltaflokki bar mest á þeim Jóhanni M. Jóhannssyni Leikni, Hafliða Maggasyni Leikni, og Agnari Steinssyni 1R. I telpnaflokki voru nokkrar efni- legar stúlkur sem börðust um fyrstu s ætin, það voru þ ær Inga B. Úlfarsdóttir Leikni, Bryndis Hólm IR og Svanhildur Gunnars- dóttir Ármanni. Allir eru þessir krakkar mjög efnilegir og mörg fleiri góð iþróttamannsefni mátti sjá á mótinu. Úrslit á mótinu urðu þessi: Telpnaflokkur. 50 m. hlaup. sek. 1. Inga B.ÚlfarsdóttirL 6,9 2. Bryndis Hólm IR 7,2 3. Unnur Guðjónsdóttir L. 7,3 50m. grindahlaup. sek. 1. IngaB. ÚlfarsdóttirL. 9,4 2. Unnur Guðjónsdóttir L. 9,7 3. Brynja HarðardóttirL. 9,8 Langstökk. 1. Bryndis Hólm 1R 4,63 m 2. Svanhildur Gunnard., Arm 4,51 m. 3. IngaB. ÚlfarsdóttirL. 4,36m. Hástökk. 1. Inga B. Úlfarsdóttir L. 1,50 m 2. Bryndis Hólm. 1 1,50 m 3. Brynja Harðardóttir L 1,40 m Piltaflokkur. 50mhlaup. sek. 1. JóhannM. JóhannssonL. 6,8 2. Hafliði Maggason L. 7,2 3. AgnarSteinarsson IR 7,3 50 m grindahlaup. sek. 1. Hafliði Maggason L. 8,8 2. EdwardGuðmundssonL. 3. JóhannM. JóhannssonL. Langstökk 1. Agnar Steinarsson IR 4,64 m 2. Hafliði Maggason L. 4,63 m 3. Bergþór GunnarssonL. 4,21 m Hástökk. 1. HafliðiMaggasonL. l,65m 2. Agnar Steinarsson IR 1,45 3. JóhannM. JóhannssonL 1,35 m Stelpnaflokkur. 50mhlaup. sek. 1. Bylgja Gunnlaugsdóttir, L 7,4 2. Auður Guðmundsdóttir, Árm. 7,6 3. Anna Birgisdóttir, L. 7,7 Framhald á bls. 19. FH og Þróttur áfram í bikarkeppni HSl FH og Þróttur tryggðu sér rétt til þátttöku i undanúrslitum bikarkeppni HSl á Akureyri um siðustu helgi. FH sigraði KA með 26-23 og Þróttur sigraði Þór með 28 mörk- um gegn 21. Fyrri leikurinn var mjög jafn og spennandi, FH-ing- ar komust i 6-3 i byrjun leiksins en KA mönnum tókst að lagfæra stöðuna i 10-6 sér i vil. 1 hálfleik var staðan 12-10 fyrir KA. Seinni hálfleikur var mjög jafn en FH-ingar sigu framúr i lokin og sigruðu 26-23. Þróttarar sigruðu Þór og var Konráð Jónsson Þórsurum erfið- ur, þvi hann skoraði 14 af mörk- um Þróttar. Jafntefli var i hálfleik, en Þróttarar sóttu sig i seinni hálf- leik og unnu 28-21. RP —. Handknatt leikur i Höllinni Tveirleikir fara fram i tslands- mótinu I handknattleik i kvöld. Fyrri leikurinn er á milli Ar- manns og Fram en sá siðari á milli KR og FH. Þetta verða örugglega miklir baráttuleikir, þvi bæði Armann og KR þurfaað vinna sina leiki ef þau ætla að styrkja stöðu sina i deildinni. Það má þvi búast við þvi að stuðningsmenn beggja lið- anna mæti og hvetji sfna menn. Fyrrileikurinnhefstkl. 20. RP —. ara sinum, Stanislav Zjuk, sem m.a. gerði pariö Rodnina-Zaitzev heimsfrægt. En það kemur fleira til. Lena er af mikilli iþróttafjölskyldu komin „Fjölskylda min og ég erum miídir Iþróttaunnendur”, segir Herman Vodorezov, faðir Lenu. „Ég lauk prófi frá Likams- ræktarstofnuninni og starfa nú sem körfuknattleiksþjálfari. Kona min er fimleikakennari. Hún hefur meistaragráðu I fim- leikum. „Lena var 5 ára er hún fór I skóla fyrir ungt skautafólk. Iþróttaskólinn er starfræktur af iþróttaklúbbi hersins og er einn hinn besti I landinu. Raunar var henni visað frá i fyrstu á sam- keppnisprófi fyrir ungt skauta- fólk. Hún var tekin inn I skólann eftir aðra tilraun. Hún minntist þess lengi að henni mistókst I fyrstu og lagði sig alla fram við þjálfunina. Þrem árum siðar var Jelena Vodorezova fyrir sakir elju og ástundunarsemi orðin bezti nem- andi iþróttaskólans. Það var þá sem Stanislav Zjuk bauð henni inngöngu I flokk sinn. I upphafi setti hann hinni 10 ára gömlu stúlku erfitt takmark: Að vinna sér sess i landsliðinu. „Þrátt fy-ir allt tal”, segir Stanislav Zjuk, „um að drengir og stúlkur eigi ekki ið fá að taka þátt I keppni á svo lágum aldri og að aldurstakmörk skuli sett fyrir keppendur, er ég þess fullviss, að listhlauparar á skautum verða að þjálfa með sér hraöa, frjálsræði I hreyfingum og snerpu I stökkum á meðan þeir eru enn á ungum aldri. Fullvaxinn skautamaður er eðlilega varkár. Hann hefur þroskað með sér varnarviðbrögð. En börn óttast ekki neitt — þeim er allt leikur. Þótt þau detti og meiði sig svolitið hugsa þau ekki um það. Þau þjóta á fætur og reyna nýjan snúning”. Þótt undarlegt sé er þjálfari Vodorezovu oft gagnrýndur fyrir að æfingar hennar séu ákaflega tæknilega erfiöar. Á heimsmeist- aramótinu I Tokyo leysti Vodorezova af höndum þrefalt stökk þrisvar sinnum og fjögur mjög flókin samfléttuð stökk, en það er nokkuð sem ekki er á færi allra listhlaupara I hópi karla. Sumir telja að i æfingum Vodorezovu sé þokka og fagur- fræðilegum eiginleikum almennt fórnað fyrir sakir glfurlega flók- inna atriða. „Ég heyri það stundum sagt”, segir Stanislav Zjuk, „að Vodorezova sé ekki nægilega kvenleg, að hana skorti glæsileik og þokka, að hún virki hálf- klunnaleg á Isnum. Hvað get ég sagt? I fyrsta lagi er hún enn svo ung. I öðru lagi er þetta Iþrótt en ekki fegurðarsamkeppni eða ballett. Ég llt svo á að iþróttir hafi sinn eiginn mælikvarða á glæsi- leik og fegurð. Hnefaleikari sveiflar hnefanum „óglæsilega” og slær andstæðinginn niður, og þá segjum við: „Þetta var fallegt högg”. Markvörður hleypur fram, kastar sér og gripur knött- inn af tám sóknarmannsins, og við hrópum: „Vel gert!” Giimu- maður varpar andstæöingi sinum flötúm og heldur honum niðri — og enn köllum við það fallega gllmt”. „Jú, Lena er enn aðeins stelpu- krakki. En þessi stúlka getur farið þrefalt stökk þannig að margar stúlkur, sem eiga yfir að ráð nægum kvenleika og þokka, geta aldrei leikið það eftir. I hin- um frjálsu æfingum hennar á skautum eru fimm þreföld stökk. Og takið eftir þvi sem ég segi, innan skamms mun hún gera enn betur”. Að sjálfsögðu þarf að æfa dag hvern til þess að ná þessum árangri. Fyrstu æfingar Vodorezovu hefjast kl. 7.30 að morgni. Slðan fer hún i skólann og tekur svo stutta hvild. Þá hefst önnur æfing og heimavinna. Hún hefur einfaldlega engan tima til skemmtunar og leikja. Sorgleg staðreynd. „Já”, viðurkennir þjálfarinn. „Þess vegna geri ég það sem ég get til þess að innifela skemmtun o'i leik I þjálfun hennar. Ég skal vora hreinskilinn: Þegar talað er um Vodorezovu erum við að tala um barn, sem er gætt afburða hæfiieikum, barn sem á alla möguleika á að verða i fremstu röð I Iþrótt sinni á morgun. Fyrir slikt takmark verður að fórna einhverju”. „En þetta er ekki allt fórn”, heldur Stan slav Zjuk áfram. „Lena ávinnur sér einnig mikið. Listskautahiaupið, æfingapró- grammið og tónlistin sem þvi fylgja kenna henni að meta feg- urð. Og keppnisíþróttir kenna henni hugrekki, elju og þolgæði, en allt mun það koma henni að notum á fullorðinsárum”. Vodorezova er nú i 8. bekk. Uppáhaldsnámsgrein hennar er rússneskar bókmenntir. Henni finnst mjög gaman að sögum um dýr og að æfintýrum. Uppáhalds- höfundar hennar erlendir eru Thomas Mayne Reide og Arthur Conan Ðoyle. Þær fáu tómstundir sem hún á finnst henni gaman ab horfa á knattspyrnu i sjónvarp- inu. Hún þekkir marga leikmenn með nöfnum og uppáhald hennar er brasiliska knattspyrnustjarn- an Pele. Við skulum ljúka þessari frá- sögn með þvl að vitna i orð Toller Cranston, kanadlska listskauta- hlauparans sem gerðist atvinnu- maður I iþróttum árið 1976: „Ég viðurkenni aö þær tilfinn- ingar, sem hún leggur I hreyfing- ar si'nar i dag eru tilfinningar barns. En haldi hún áfram að leggja alla sál sina i hverja æf- ingu, þá er ég þess fullviss, að heimurinn mun eignast frábæran listhlaupara....” -V.V.V.V.V.V.V.WAW.,.V, !■■■■■! ! Landsliðið í júdó valið 10 islcnzkir jiídómenn hafa verið valdir til keppni á Norður- landameistaramótinu 1 júdó sem fram fer i Helsinki um næstu helgi. Judómennirnir sem valdir hafa verið eru þessir: 60 kg Þórarinn Ólafsson UMFK 60 kg Rúnar Guðjónsson JFR 65 kg Sigurður Pálsson JFR 71 kg Halldór Guðbjörnsson JFR 71 kg Ómar Sigurðsson UMFK 78 kg Kári Jakobsson JFR 78 kg Garðar Skaptason Árm. 86 kg Jónas Jónasson Arm. 95 kg Gisli Þorsteinsson Arm. 95 kg Bjarni Friðriksson Arm. Tveir þessara manna hafa Norðurlandameistaratitil að verja, þeir Gisli Þorsteinsson Armanni og Halldór Guðbjörnsson JFR. Eftir ein- stakiingskeppnina verða valdir þeir keppendur sem skipa is- lenzka liðið i sveitakeppninni. !■■■■■■■!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.