Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. aprll 1978 3 Konsert Sauðár- krókskirkju ÁS.-Mælifelli 4/4 I gærkvöldi efndi kirkjukórinn á Sauðárkróki til söngskemmtunar i Sauöár- krókskirkju. Söngstjóri, Jón Björnsson tónskáld frá Hafsteins- stöðum, hefur þaulæft kórinn og bæði hann og kórfélagar sem eru um 30 hafa lagt á sig afar miklar æfingar og þjálfun sem auðfundið var, þvi að söngurinn var með af- brigðum fagurraddaður og enn þjálfaðri og samstilltari en nokkru sinni fyrr, þó að mikið orð færi af kórnum siðastliðið ár. Ahrifamestur var flutningur tónverksins ,,Þú mikli eilifi andi” eftir söngstjórann Jón Björnsson tónskáld, en þetta viðhafnar- mikla og glæsilega tónverk var frumflutt i Sauðárkrókskirkju á sl. ári, sem þá var frá sagt i blað- inu. Hlýtur það að teljast til mikilla tónlistarviðburða með islenzkri þjóð, er slikt stórverk eru samin og flutt meö þeim glæsibrag, sem hér var aun á. Þá var og sungiö annað lag eftir Jón Björnsson „Máttur söngsins”, með texta Þuriðar Kristjánsdóttur frá Stapa, rómað mjög i tvennum skilningi, enda hátt stigið og fagurlega sett og var þetta frum- flutningur lagsins. Vakti söng- ur þessa fallega lags þessa kunna tónskálds sérstaka athygli, enda má segja að Jón Björnsson komi á óvart meö hverju nýju lagi, þvi aðhans þjóðlegi tónstill sameinar i töfrafullu spili hið gamla og nýja i islenzkri þjóð. Einsöngvarar i kirkjukórnum eru Þorbergur Jósefsson smiður og Sólborg Valdemarsdóttir hús- frú. Var þessum báðum vel tekið og Þorbergi þó sérstaklega þvi að bassarödd hans má likja við vor- kliðinn, ljúfa og hreina. Söng kórinn 12 lög og mörg endurtekin, en það starf sem hér liggur að baki með ólaunuöu áhugafólki er ómælt. Kári Jónsson póstfulltrúi flutti svo fallega ræðu i minningu gam- alla daga á Sauðárkróki, að snert mun hafa marga strengi. Hjálm- týr Hjálmtýsson einsöngvari kom fram. Mikil andagt var i kirkj- unni er Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri lék 3 fræg tónverk á hið vandaða pipuorgel kirkj- unnar. Nú sem fyrr var Haukur aufusúgestur Norðlendinga. Úti fyrir á eftir töldu margir, minnugir tónleikanna I kirkjunni fyrir ári, að hér væri lokið merk- asta tónlistarviðburði ársins. Ætli maður þurfi að skriða bæði úti og inni? getur hann verið að hugsa þessi, þar sem hann stend- ur fyrir utan Ilótel Borg og skoðar gluggaskreytingu. Timamynd: Gunnar. Frá fundinum I Selfossbiói á laugardag, Jón Helgason alþingismaður Ipontu. Fjörugur fundur um vegamál á Selfossi: MÓTMÆLIR HARÐLEGA UMFRAMSKÖTTUN A BÍLEIGENDUR UM 6 MILJARÐA P.Þ. SandhóIi/SSt —A laugardag gekkst Félag islenzkra bifreiða- eigenda fyrir almennum borgarafundi um vegamál og skattlagningu á bifreiðaeigendur. Framsögumenn á fundinum voru Jón Helgason alþingismaður og Þór Hagaiin sveitarstjóri, en sér- stakur gestur fundarins var Snæ- björn Jónasson vegamálastjori. Miklar og fjörugar umræður urðu á fundinum og voru borin fram kröftug mótmæli við þvi, að rlkissjóður skuli i ár ætla að taka um 15 milljarða með sérstakri skattlagningu á bileigendur, en veita aðeins um 9 milljörðum af þeirri upphæð til vegamála. Kom fram megn óánægja fundar- manna um, að 6 milljarðar króna fari til álmennra þarfa rlkissjóðs enekkibeinttil vegamála, eins og sjálfsagt verður að teljast, þar sem þarna sé um sérsköttun á bil- eigendur að ræða. Meðal fundargesta var ólafur G. Einarsson, alþingismaður og stjórnarformaður Oliumalar h.f., og upplýsti hann, að á næstu dög- um muni koma fram sameigin- legt tilboð frá eftirtöldum fjórum fyrirtækjum; Ollumöl h/f, Mið- felli h/f, Véltækni h/f og Grettis- taki h/f til Vegagerðar ríkisins um að leggja slitlag á eftirtalda vegi á þessu ári. Þrengslaveg og Þorlákshafnar- ver 22,6 km. Suðurlandsveg frá Þjórsárbrú að Hellu 17,4 km Vegarkafla I Hvalfirði 30 km. Þá kom fram á fundinum ein- dreginn stuðningur við fram- komna þingsályktunartillögu þingmannanna Jóns Helgasonar og Ólafs G. Einarssonar um lagn- ingu bundins slitlags á þj„óvegi. Þrír bræður með sama dag Tveir þekktir Þingeyingar, tviburarnir Jón Jónsson, bóndi á Fremstafelli i Kinn, og Páll H. Jónsson frá Laugum, eiga sjötugsafmæli i dag. Þriðji bróðirinn, Askell söngkennari, á einnig afmæli i dag, en ekki merkisafmæli, sem kallaö er. Þeir bræöur eru kynjaðir frá Mýri i Bárðardal, og hefur Jón dvalizt alla tið i grennd viö bernskustöðvar sinar, þótt bú hans standi i annarri sveit, og Páll meginhluta ævi sinnar. Frið- rika Kristjánsdóttir, kona Jóns, ogRannveig Kristjánsdóttir, fyrri kona Páls, voru systur. Afmælisgrein um Pál birtist annars staðar i blaðinu i dag. Sjö sækja um starf í Sements- verksmiðjunni JB —Frestur til aö skila umsókn- um um stöðu viðskiptalegs fram- kvæmdastjóra hjá Sementsverk- smiðjum rikisins rann út þ. 3. þessa mánaðar og höfðu þá sjö menn sótt um starfið. Eru það þeir Björgvin Sæ- mundsson, bæjarstjóri, Gylfi Þórðarson, viðskiptafræðingur, Haraldur Gislason sveitarstjóri, Haraldur Lindal hagfræðinemi, Pétur Pétursson framkvæmda- stjóri, Tómas H. Sveinsson við- skiptafræöingur og Þorsteinn Ólafsson framkvæmdastjóri. Fundur verður haldinn i stjórn Sementsverksmiðjunnar i næstu viku þar sem umsóknirnar verða teknar til umræöu. Eins og að vori iaufi skrýðist iundur Forskot á sumarið í ferð um Evrópu HEI — Fulltrúaráð Framsóknar- félaganna i Reykjavik er nú að undirbúa vorferð til Evrópu, en eins og mörgu framsóknarfólki er kunnugt er það nánast orðin hefð að Fulltrúaráðið gangist fyrir ódýrum ferðum til Evrópu á hverju vori, — fram að þessu aðallega til Austurrikis. Nú er fyrirhuguð 12 daga ferð. Flogið verður til Hannover 24. mai. Siðan verður farið i bilum hringferð Berh'n, Prag, Köln og flogið heim frá Hannover 4. júni. Einnig sagði formaður Fulltrúa- ráðsins, að i athugun væri að bæta við fleiri viðkomustöðum. Til greina hafa komið Leipzig, Salz- burg og Munchen, en ekki er að fullu frá þvi gengið ennþá. Af þvi leiðir að ekki er komið fast verð á ferðina, nema að flugið fram og til baka kostar 49 þúsund á mann. Verða trúlega margir til að nota sér þessa ódýru ferð og ná með þvi i forskot á sumarsæluna. Ungur „rit- stjóri” i starfs- kynningu SST — Það er ekki á hverjum degi að ritstjórar koma i starfs- kynningu á dagbiöðin, og við fyrstu sýn virðist flestuin vlst lltil þörf á þvi. Nú bregður hins vegar svo við að hér á ritstjórn Timans hefur undanfarna daga verið ungurritstjórifrá Eyjum I starfskynningu. Hann er reynd- ar Utgefandi llka, — gefur út fjórbiöðunginn „Atóm” með fé- laga sinum. Piitur heitir Jón Freyr Jóhannsson 16ára gamall Eg hef áhuga á þessu starfi og mig langaði einfaldlega að sjá hvernig blað verður til. Svo er aldrei að vita nema maður leggi fyrir sig blaðamennsku seinna meir, sagði Jón Freyr er við spjölluðum við hann. Og við spyrjum ritstjórann hvernig sé að gefa út blað i Eyj- um: Það er gaman að standa i þessu, þó að litil reynsla sé komin á þetta enn. Blaðiö hefur aðeins komið út einu sinni en það má segja aö viðtökurnar hafi veriö ágætar og við höfum fengið þó nokkuð af aðsendu efni. Auglýsingarnar sem eru um 1/3 hluti blaðsins bera kostnaðinn við prentun blaðsins, en það er prentað i 1400 eintök- um og borið ókeypis i hús i Eyj- um eins og reyndar hin bæjar- blöðin —að ihaldsblaðinu Fylki undanskildu. — Við ætlum að halda eitthvað áfram með blaðið allavega fram á haust en þá fer ég liklega i skóla hérna i Reykjavik sagði Jón Freyr. — Og þú skrifar þá leiðara? Nei, ég skrifa poppdálkinn þetta er leiðaralaust blað og ópólitiskt sagði Jón Freyr. ~m--------------------->- Jón Freyr Jóhannsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.