Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur S. apríl 1978 Rekstur Álafoss h.f. með óeðlilegum hætti - sagði Þórarinn Þórarinsson Þórarinn Þórarinsson (F) mælti í gær á fundi sameinaðs Alþingis fyrir fyrirspurn um Ála- foss og var henni beint til Geirs Hallgrimssonar forsætisráðherra. Kvað Þórarinn fyrirspurnina skýra sig nokkuð sjálfa, en óskað væri upplýs- inga um hálfopinbert fyrirtæki sem upp- lýsingar annars væru mjög takmarkaðar um. Forsætisráðherra Geir Hall- grimsson svaraði fyrirspurn Þórarins með þvi að lesa upp greinargerð frá Framkvæmda- stofnun rikisins þar sem fyrir- spurninni er svarað lið fyrir lið. Fer greinargerð þessi hér á eftir : 1. Af hverju er Álafoss h.f. ríkisfyrirtæki? Alafoss h.f. er ekki rikisfyrir- tæki samkvæmt þeim skilningi sem almennt er i það orð lagður. Rikisfyrirtæki eru fyrirtæki hins opinbera sem komið er á fót sam- kvæmt sérstökum lögum. Þvi teljast ekki rikisfyrirtæki þau hlutafélög þarsem rikið eða opin- berar stofnanir eru eigendur hlutafjárins að meira eða minna leyti. Hins vegar á Fram- kvæmdasjóður tslands nú allt hlutafé i Álafossi h.f. og hefir svo verið siöan árið 1971, að hluta- félagið keypti til sin hlutii fyrri eigenda. Astæða þess að Fram- kvæmdasjóður á nú hlutafé félagsins verður rakin til eftir- greindra atvika: A árunum 1963-1965 lánaði Framkvæmdabanki Islands verulegt fé til uppbyggingar ullarverksmiðjunnar á Alafossi. Var byggt nýtt verksmiðjuhús og keyptar nýjar kembi- og spuna- vélar en bæði húsakostur og vélar voru mjög úr sér gengin. Fram- leiðsla verksmiöjunnar var mest- megnis fyrir innlendan markað en nokkuð var um sölu á teppa- bandi til Danmerkur. Reksturinn gekk erfiðlega á árunum eftir endurnýjun verksmiðjunnar og lágu til þess ýmsar orsakir bæði innan fyrirtækisins og vegna óhagstæöra ytri aöstæöna. A árinu 1968 má segja að félagið hafi verið komið i alger þrot og blasti ekkert annaö við en stöðvun rekstrar og gjaldþrot. Að frum- kvæði Framkvæmdasjóðs var skipuð sérstök framkvæmda- nefnd, er starfaði i umboði stjórn- ar félagsins um nokkurra mánaða skeið að þvi að halda i horfinu með rekstur fyrirtækisins en i aprilmánuði 1969 ákvað stjórn Framkvæmdasjóðs að breyta skuldum að fjárhæð 28 millj. kr. i hlutafé i félaginu enda var þess farið á leit af stjórn félagsins. Ariö 1971 var 30 millj. kr. skuld siðan breytt i hlutafé meö sama hætti. Það var skoöun stjórnar Fram- kvæmdasjóðs á árinu 1969 þegar séö var að fyrirtækið Alafoss h.f. yröi að hætta rekstri og gjaldþrot var á næstu grösum aö ekki væri einvöröungu hagsmunir Fram- kvæmdasjóðs i hættu heldur mundu slik afdrif fyrirtækisins verða mikið áfallf fyrir iðngrein- ina sem slika og fjöldi fólks mundi missa atvinnu sina. Um þær mundir og siðar hefir mikil áherzla veriö lögð á eflingu iðnaðarins i landinu og töldu stjórn Framkvæmdasjóðs og bankastjórn Seðlabankans sem þá hafði með rekstur Fram- kvæmdasjóðs aö gera að stöðvun ogupplausn fyrirtækisins Alafoss væri stórt skref aftur á bak i sókn fram á við til eflingar Islenzkum iðnaði. Þvi var ákveöiö aö freista þess aðkoma fyrirtækinuá réttan kjöl og efla það svo sem tök væru á. Fengnir voru i byrjun erlendir sérfræðingar i tæknilegum mál- efnum ullariðnaðarins til að gera úttekt á verksmiðjunni og fram- leiðsluháttum og leggja á ráðin um úrbætur. Fyrirtækinu var fengin ný forysta og gagnger endurskipulagning fór fram á flestum sviðum rekstrarins. Leit- azt var við að búa fyrirtækið beztu skilyrðum nútimalegs rekstrar og á það jöfnum höndum við um endurskipulagningu fjár- mála.stjórnun alla i fyrirtækinu, bæðiyfirstjórnog i framleiðslu og sölu,ef tirlitskerfi, framleiðslu, kostnaðareftirlit, bókhald og skýrslugerð og skipulagningu og uppbyggingu markaðsmála. Kostnaður þessu samfara var greiddur af fyrirtækinu sjálfu. Siðan árið 1969 hefir rekstur Ala- foss h.f. skilað hagnaði að undan- skildum árunum 1971 og 1973. Frá árinu 1971, að endurskipulagning fyrirtækisins fór fram hefir fyrir- tækið fjármagnað frekari upp- byggingu með fé úr eigin rekstri að viðbættum stofnlánum er fengizt hafa úr lánasjóðum iðnaðarins og þá fyrst og fremst Iðnþróunarsjóði. Á árunum 1970 til 1976 að báðum árunum meðtöldum námu fjárfestíngar Alafoss h.f. 395.1 millj. króna og voru þær fjár- magnaðar með eftirgreindum hætti i milljónum króna. Iðnlánasjóður (15.5), Iðnþróunarsjóður (99.8), Iðnrekstrarsjóöur (19.0), Skandinavian Bank (England) 35.5), Banque Lambert (Belgia (15.8), Landsbanki tslands (5.0), Seljendur (25,1), Nýlánalls (215.7), Afborguneldri lána (109.8), Lánnettó (105.9), Hlutafé (30.0), (Jrrekstri (259.2), Eins og yfirlit þetta greinir hefir fjárfesting félagsins á um- ræddu 7 ára timabili verið fjár- mögnuð að tveim þriöju hlutum alþingi með eigin fé fyrirtækisins sem rdcsturinn hefir getað lagt af mörkum til uppbyggingar. 2. Hverjir eru i stjórn Álafoss h.f. hver kýs hana og til hve langs tima? NUverandi stjórn Álafoss h.f., er þannig skipuð: Hafsteinn Baldvinsson formaður, Guðmundur B. Ólafsson, Benedikt Antonsson, Heimir Hannesson, Ragnar Jónsson, Varamenn: Bjarni Björnsson, Björn Guðmundsson Stjórn félagsins er kjörin til eins árs i senn af eiganda hluta- fjárins, Framkvæmdasjóði Islands. 3. Hvert er umboð stjórnarinnar? — Hér er átt við hvaða valdsvið stjórnin hefur. — Getur hún ákveðið án þess að bera undir aðra fjár- festingar og útflutning á lopa i stórum stil? Eins og lög um hlutafélög gera ráö fyrir sem og samþykktir félagsins hefir stjórnin æðsta vald i málefnum félagsins milli aðal- funda. Rétt er að taka fram að lopi er ekki fluttur út nema i afar litlum mæli.en hins vegar er flutt út ullarband af .ýmsum gerðum. Hitt er annað mál, að Alafoss h.f. hefir aflað sér einkaleyfis á nafn- inu LOPI og er ullarband selt undir þvi merki. I byrjun hvers árs eru gerðar itarlegaráætlanirum framleiðslu. sölu og rekstrarafkomu ársins og með hliðsjón af þeim áætlunum svo og af rekstrarárangri liðins Þórarinn Þórarinsson árs og lánamöguleikum hjá lána- sjóðum iðnaðarins eru teknar ákvarðanir um fjárfestingu árs- ins innan ramma áætlunar um fjárfestingar til lengri tima. Samsetning sölunnar milli til- búins fatnaðar, ullarbands, gólf- teppa/dUka,værðarvoða og ann- arra afurða innanlands og er- lendis, ræðst af markaðsað- stæðum og framleiðslukostnaði hverju sinni. 4. Hvert er hlutafé Ála- foss h.f.? Hlutafé Alafoss h.f. .eftir þá fjárhagslegu endurskipulagningu er tokið var 1971,nam 60 millj. króna en þar af voru hlutabréf i eigu fyrirtækisins sjálfs 2 millj. króna. A árinu 1976 og 1977 voru gefin Ut jöfnunarhlutabréf i félag- inu samkvæmt heimild i lögum að fjárhæð 240 millj. króna og er hlutafé félagsins I árslok 1977 þvi 300 millj. króna , en fjárútlát Framkvæmdasjóðs hafa eins og áður segir numið 58 millj. króna. 5. Hvaða fyrirgreiðslu hefir rikið veitt Álafossi, h.f. siðan rikið yfirtók fyrirtækið? Gerð hefir verið grein fyrir hvernig og hvenær Fram- kvæmdasjóöur Islands varð eig- andi að hlutafé félagsins. Rikið hefir ekki veitt fyrirtæk- inu neina fyrirgreiöslu aðra en þá sem aðrir ullarframleiðendur hafa fengið. Fyrirtækið hefir fengið styrki frá Iðnrekstrarsjóði til markaðs- öflunar með sama hætti og önnur sambærileg fyrirtæki svo sem Hilda h.f. og Gefjun og fé til niðurgreiðslu ullar hefi fariö um hendur fyrirtækisins eins og hjá öðrum fyrirtækjum. 6. Greiðir Álafoss h.f. vexti eða arð af hlutafé? Skuldir Alafoss h.f. bera vexti samkvæmt venjulegum lánskjör- um og félaginu hefir tekizt að standa við sinar skuldbindingar. Félagið hefir ekki greitt út arð af hlutafé en jöfnunarhlutabréf hafa verið gefin Ut eins og áður er lýst. Eigið fé úr rekstri hefir verið notað til uppbyggingar i fyrirtæk- inuenda er það forsenda þess, að lánsfé fáist til nýrra fram- kvæmda. 7. Standa fyrir dyrum fjárfestingar til þess að auka lopaútflutning? Stjórn Alafoss h.f. telur eðlilegt að vinna að áframhaldandi upp- byggingu fýrirtækisins með fjár- festingu og öðrum aðgerðum sem treysta stöðu þess og þeirrar iðn- greinarsem fyrirtækið er hluti af. Hvað fært þykirhverju sinni fer eftir þvi hver afkoman er og hverjar eru markaðsaðstæður innanlands og erlendis. Vélar verksmiðju Alafoss h.f. eru enn sumar hverjar i notkun þótt orðnar séu allt að 30 ára gamlar. Að þvi mun stefnt að; taka þær Ur notkun og afla nýrra svo og að auka hUsakost þannig að frekari hagkvæmni verði náð. Geir Hallgrimsson 8. Hver tók ákvörðun um að flytja út verksmiðju- lopa i stórum stil til að endurvinna erlendis? Rétt er að taka fram að Alafoss h.f. stendur ekki að endurvinnslu ullarbands á erlendum vettvangi. Hins vegar hefir félagið allt frá árinu 1964 eða i 13 ár selt ullar- band til verksmiðja hérlendis. 1 þessu sambandi er þó rétt að taka fram að meginhluti þess ullar- bands sem Álafoss h.f. fly tur Ut er til smásöludreifingar i hannyrða- verzlunum erlendis. Alafos h.f. hefir stuðlað að þvi að stofnaðar hafa verið prjóna- stofur og sumastofur viða um landið og jafnan látið þær sitja i fyrirrUmi um afgreiðslu ullar- bands og ullarefna til framleiðsl- unnar. A hinn bóginn hefir Ala- foss h.f. flutt Ut band ef hagstæðir samningar hafa náðst. Félagið hefir ekki flutt út þá tegund toðbands sem notað er af islenzkum pr jónastofum. Akvarðanir um einstakar sölur innanlandsog erlendis eru ihönd- um forstjóra fyrirtækisins i sam- ráði við stjórn félagsins. 9. Hver fjármagnaði kaup Álafoss h.f. á hús- eigninni að Vesturgötu 2? HUseignin Vesturgata 2 var i eigu Framkvæmdasjóðs Islands. A árinu 1976 keypti Álafoss h.f. eignina þar eð félagið þurftí á húsnæði að halda fyrir smá- söluverzlun þá er fyrirtækið hefir starfrækt um langt árabil i Reykjavik. Kaupverðið var 40 millj. króna og var helmingur þeirrar fjárhæðar greiddur i reiðufé af Álafoss h.f., en helmingur var lánaður til 5 ára með 15% vöxtum. 10. Hvers vegna eru reikningar Álafoss h.f. ekki birtir i ársskýrslu Framkvæmdasjóðs? Alafoss h.f. er sjálfstætt hluta- félag og starfar samkvæmt lög- um um hlutafélög. Hlutafjáreign Framkvæmdasjóðs i Alafossi h.f. og öðrum fyrirtækum er að sjálf- sögðu eignfært i reikningum sjóðsins eins og hún er á hverjum tima að jöfnunarhlutabréfum meðtöldum. Það er hins vegar ekki venja að birta reikninga sjálfstæðra hlutafélaga með reikningum þess er hlutaféð á og gildir þá einu hvort sú hlutaf jár- eign nær til alls hlutafjár viðkom- andi félags eða ekki. Hlutabréf eru i eðli sinu sú tegund við- skiptabréfa sem auöveldlega geta skipt um hendur, þótt hér á landi séu slik viðskipti að visu ekki stunduð i miklum mæli. Sami háttur er hafður á um birtingu reikninga ýmissa sameignar- félaga sem rikissjóður eða aðrir opinberir aðilar eiga að hluta. 11. Er Álafoss h.f. á lista yfir rikisfyrirtæki sem komið hefur til tals að selja? Stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins sem jafnframt fer meö stjórnFramkvæmdasjóðs Islands tekur ákvarönir um ráðstafanir fjármuna sjóösins lögurn sam- kvæmt. Sala á hlutabréfum i Alafossi h.f. hefir ekki komið tíl umræðu i stjórn Framkvæmdastofnun- arinnar.” Að lokinni ræðu forsætis- ráðherra tók Þórarinn Þórarins- sonaftur til máls og þakkaði svör ráðherra.en kvaðst álita að alltof mikil leynd hefði óneitanlega hvilt yfir rekstri. þessa fyrirtækis. Alafoss h.f. væri rikisfyrirtæki hvaðsemöðruliðiog að sinu mati mjög óheppiiegt fyrirkomulag á rikisrekstri. Rikisfyrirtæki ættu fremur að byggjast á lögum frá Alþingi en að einstakir sjóðir á vegum rikisins önnuðust slikan sjálfstæðán rekstur. Þórarinn kvað þetta fyrir- komulag hafa verið eðlilegt til bráðabirgða á sinum tima en ekki lengur viðeigandi. Þá kvað hann það mál þarfnast nánariathugun- ar hvernig háttað væri útflutningi á lopa og bandi frá Alafossi. Mér skilst sagði Þórarinn að Alafoss heföi selt úr landi óunnin lopa til verksmiðjuvinnslu i S-Kóreu. Þaðan kæmi siðan fullunnin vara Ur islenzku hráefni og keppti við islenzka vöru á mörkuðum i Evrópu og væri að jafnaði marg- falt ódýrari vegna ódýrs vinnu- afls i S-Kóreu. Kvaðst Þórarinn vilja taka undir þá skoðun for- sætisráðherra að allt þetta mál þyrftinánariathugunarviðog sér þætti það alvarlegt ihugunarefni ef I ljós kæmi að rikisfyrirtæki Framhald á bls. 19. Tveir fundir voru hjá samein- uðu Alþingi i gær. A fyrir- spurnarfundi var sex fyrir- spurnum svarað. Geir Hail- grimsson forsætisráðherra svaraði fyrirspurnum um hönn- un nýs alþingishúss og rekstur Alafoss h.f. Fjármáiaráðherra svaraði fyrirspurn um risnu fyrirtækja og landbúnaðar- og samgöngumála ráðherra, Hall- dór E. Sigurðsson, svaraði , fyrirspurnum um lausaskuldir bænda, markaðsmái landbún- aðarins og gjaldtöku á fjölsótt- um stöðum i umsjá rikisins. Á síðari fundi sameinaðs Al- i þingis sem stóð tii klukkan hálf sjö i gærkveldi voru tekin fyrir þrjú mál. Halldór E. Sigurðsson samgöngumálaráðherra mælti fyrir Hafnaráætlun og tóku Helgi Seljan (Abl) og Karvel Pálmason (Sfv) til máls. Páll Pétursson (F) mælti fyrir þingsályktunartillögu um virkjun Hérðasvatna hjá Vill- inganesi. Að lokum mælti Helgi Seljan fyrir þingsályktunartil- lögu um þjónustu- og úrvinnslu- iðnað i sveitum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.