Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 20
18-300 Auglýsingadeild Tímans. i r • ««■ Okukennsla Greiðslukjör Gunnar Jónasson Sími Sýrð eik er sígild föggpj |g5w|p .eign L^TJ A HÚ&CiÖGSI i r TRÉSMIÐJAN MEIDUR \ SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 Kjartan P. Kjartansson framkvæmdastjóri SÍS: Samvinnuhreyfingin meðmælt frjálsum verzlunarviðskiptum GV — Samband Islenzkra sam- vinnufélaga og íslenzka sam- vinnuhreyfingin erumeömælt eins frjálsum verzlunarviö- skiptum og kostur er, þó aö fullt eftirlit beri aö hafa I þeim efn-’ um-i sagöi Kjartan P. Kjartans- son framkvæmdastjóri Sam- bands Islenzkra samvinnufé- laga, er hann var spuröur álits um frumvarp til laga um verö- lag, samkeppnishömlur og óréttmæta viöskiptahætti, sem lagt var fyrir á Alþingi I fyrra- dag, en þar er gert ráö fyrir aö verölagning skuli vera frjáls, i þegar samkeppnin er nægileg til þess að tryggja æskilega verö- myndun og sanngjarnt verölag. 1 frumvarpinu er birt bréf og athugasemdir sambands- stjórnarinnar um frumvarpiö og sagði Kjartan, aö erfitt væri að segja mikiö meira en þar stendur. — Ég tel eins og raunar segir I þessu bréfi, að frum- varpið hefði mátt búa betur úr garði heldur en gert var og þar komið til móts viö verzlunar- aðila, enda telur sambands- stjórnin, að þaö orki mjög tvi- mælis aö fá embættismanna- kerfinu svo vlðtækt vald sem þessi rammalöggjöf áskilur. Kjartan taldi aö mjög erfitt yrðiaöná samstöðu um skipan I 7 manna verölagsráö, eins og gert er ráö fyrir I frumvarpinu og auk þess væru mýmörg efnisatriöi frumvarpsins sem þyrftu fyllri athugunar viö. Kjartan P. Kjartansson fram- kvæmdastjóri StS Timamynd: Gunnar. Hólmur til sölu — búið að selja saltfarminn SST— Eigendur. fær- eyska skipsins Hólms, sem strandaðiá Ósbrekkusandi vestur af höfninni i ólafsfirði I siöustu viku hafa nú boðið skipiö til sölu og jafnframt 100 tonna saltfarm sem það var á leiö meö til ólafs- fjarðar. Aldrei meiri loðna til V opnafj arðar Loðnubræöslan á Vopnafiröi er nú I fullum gangi, en vinnslu lýk- ur á föstudag. í loönubræöslu Sildarverksmiöja rikisins á Vopnafirði hafa 40 manns unnið nær stanzlaust frá þvl I febrúar við mjölvinnslu. 26.300 tonn af loðnuhafa borizt til Vopnafjarðar á vertiðinni og að sögn Sigurjóns Þorbergssonar forstjóra sildar- verksmiðjunnar hefur aldrei borizt meiri loðna til Vopna- fjarðar i fyrra var þar landaö um 22 þúsund tonnum. — Við byrj- uðum ekki að vinna loðnu hér fyrr en eftir gosið I Vestmannaeyjum. Hér á Vopnafirði var ekki landaö loðnu fyrr en vinnsla lagðist niður i Vestmannaeyjum sagði Sigur- jón. Nú er búið að skipa út 3000 tonn- um af loðnumjöli frá Vopnafirði er vinnslu lýkur á föstudag liggja eftir um 1500 tonn af loðnumjöli á Vopnafirði. Nú þegar er búiö að selja allt loðnumjölið, aðallega til Frakklands og Finnlands. Að sögn Péturs M. Jónssonar bæjarstjóra á Ólafsfirði, keyptu heimaaðilar á ólafsfirði salt- farminn i gær en honum var ekki kunnugt um verðið. I gær var ekki vitað til aö neinir þar um slóðir hefðu áhuga á að kaupa skipið — og söluverð hefur ekki verið nefnt. Sveitarfélagið hefur farið þess á leit við eigendur skipsins með tilvisun til umhverfisverndarlög- gjafar að þeir fjarlægi skipið af strandstað hið fyrsta. Sparnaðarráðstafanir Pósts og síma í fullum gangi Helgarlokunin í Grenivik sérstaks eðlis, segir um- dæmistæknifræðingur Norðurlands Sjálfssalar spretta upp vlöa um land, samfara fækkun slmstöðva og helgarlokunum. Á meira aö segja aö gera um þá bekling inn- an tiöar, svo aö fólk rati á þá. A Stór-Reykjavikursvæöinu eru nú 218 sjálfssalar, 193 i Reykjavik sjáifri, 15 i Hafnarfiröi og 10 I Kópavogi. Timamynd: Róbert FI — A vegum Pósts og sima er nú kappsamlega unniö að þvi, — eöa eins og fjárhagur leyfir, að tengja minni stöövar stærri stöövum og spara þannig I fram- tiöinni dálaglegan skilding. Þess- ar brevtingar allar kalla á aukinn tækjabúnað og langiinulagnir og eru þær taldar borga sig upp á tveimur til sjö árum. Tíminn hafði i gær samband við alla um- dæmisstjóra Pósts og sima eða staðgengla þeirra og spurði þá sparnaðarfrétta. Yfirieitt var hljóðið I þeim þannig að engar breytingaryrðu gerðar nema þær kæmusetn minnst niöur á notend- um og i sumum tilfellum væri beinlinis um aukna þjónustu að ræða. Kristján Helgason umdæmis- stjóri á á Suðurlandi gaf sem dæmi um aukna þjónustu að fyrirhugað væri að leggja niður þrjár stöðvar á árinu og tengja þær sjálfvirkninni. Hér væri um að ræða Villingaholt og Gaul- verjabæ, sem tengjast munu sjálfvirku stöðinni að Hamri og Meiritungu i Asahreppi, sem tengd yrði til tveggja stööva: nýrri stöð að Laugalandi I Holta- hreppi og aö sjálfvirku stöðinni að Hellu. Fleiri breytinga væri að væna. Aður hefðu Asgarður og Minniborg i Grlmsnesi tengzt sólarhringsstöðinni á Selfossi. Kristján sagði að við fækkun þessara þriggja stöðva ásamt meö breyttum opnunartlmum á Suðurnesjum og Selfossi, spöruðust sem samsvarar átta ársverkum. Frá Vesturlandi fengum við þær upplýsingar hjá Erling Sörensen umdæmisstjóra að I undirbúningi væri að tengja ýmsar stöðvar á norðanverðum Vestfjörðum til Isafjarðar eða Patreksfjarðar sem eru sólar- hringsstöðvar. Málið krefðist mikillar undirbúningsvinnu og fjármagns og koma yrði upp sjálfsölum, alls staðar, þar sem rekstrarfyrirkomulagi er breytt, opnunartimar takmarkaöir eða stöðvar lagðar niður. Vestur- landsumdæmi væri ekki komið á vonarvöl hvað varðaði ný númer og aöeins simstöðin á Tálknafiröi ætti ekki von á stækkun I bráð sagði umdæmisstjórinn. Umdæmistæknifræðingurinn á Noröurlandi Gylfi Már Jónsson sagði að lokunin i Grenivik um helgar væri sérstaks eðlis en af- greiðslufjöldi þar væri kominn langt undir þau mörk sem hægt væriað standa undir. Meðalfjöldi simtala á dag um helgar væri þetta frá einu og upp I fjögur samtöl og rekstrargrundvöllur fyrir þeirri þjónustu þvi brostinn. Hann sagði að unnið væri að þvi að tengja ýmsar stöðvar á Norðurlandi Akureyri eða Hvammstanga sem eru sólar- hringsstöðvar. Reynir Sigurþórsson um- dæmisstjóri á Austurlandi sagði aðspurður um tilfæringar i hans umdæmi, að það væri eins og fyrridaginn „dýrt að vera fátæk- ur”. Sparnaðurinn af því að fækka stöðvum og tengja þær öðr- um stærri væri augljós og myndi flutningarnir borga sig upp á tveimur til sjö árum, en peningar til framkvæmdanna fengjust hins vegar ekki. A meðan væri helgar- afgreiðsla sums staðar lögð niður og komið hefur verið upp 17 sjálf- sölum i Austurlandsumdæmi. Margar handvirkar stöðvar gætu tengzt simstöðinni á Egilsstöðum sem opið hefur allan sólarhring- inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.