Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.04.1978, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 5. aprfl 1978 Að skemmta sér með guðunum leiklist ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ÖDIPÚS KONUNGUR eftir SÓFOKLES Þýðandi Helgi Hálfdánarson. Búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir. Leik mynd: Gunnár Bjarnason. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Þjóðleikhúsið frumsýndi fyrir rúmlega þrem mánuðum griska harmleikinn ödipús Konungur efth- Sófokles. Umsögn vor að þessu sinni er siðbúin, vegna fjarvistar úr borginni um þær mundir er leiknum var hrundið af stað. Þegar svo stendur á vill það dragast úr hömlu að menn hafi sig i að skrifa, þegar fjöldi nýrra viðfangsefna i leiklist sá dagsins ljós, eins og verið hefur i vetur eftir jól og nýár. Ekki þykir samt fært að láta þetta merkilega verk liggja i al- gjöru þagnargildi i' blaðinu, þar sem um er að ræða eitl frægast verk leikbókmenntanna fyrr og siðar. A hinn bóginn má segja sem svo, aðlitillskaðiséskeður, þótt svona verk fái ekki um sig grein, það hefur staðið af sér allan vind i 2500 ár hvort eð er. Þjóðleikhúsið og Ödipús Það má segja sem svo, að leikhús hafi öll ákveðnar skyldur við bókmenntasöguna. Verkefnavaliðverður að spanna yfirstórtsvæðii tima ef vel áað vera.^Telja verður þó, að Þjóð- leikhusið hafi viðtækari skyld- um að gegna i þessu tilliti en önnur leikhús á opinberu fram- færi. Þvi ber skylda til að sinna ótal hlutum i verkefnavali, sýna islenzkleikrit, ný islenzkleikrit, ný og gömul erlend verk, heims- fræg verk og sérkennileg verk, og svona má lengi upþ telja. Ef þetta er diki gert er verið að brenna sinu um varptimann og sumarið verður að mestu án söngs. Það er þvi þakkarvert þegar leikhúsið kemur nú með frægan griskan harmleik, tveggja og hálfrar aldar gamlan. Það er að visu ekki sérlega eftirsóknarvert fyrir miðasöl- una, ai við það vinnst tvennt, við rækjum með þvi skyldur við upphaf sjálfrar leiklistarinnar (að flestra mati) og kynnum um leið eitthvert átakanlegasta og fegursta bókmenntaverk allratima,semþar aðauki er til á voru máli i slikri afbragðsþýð- ingu að maður á naumast til nokkurt orð. I athugasemd þýðanda er greint nokkuð frá hinum grisku leikjum og segir þar m.a. á þessa leið: „Svo er talið, að hin blómlega skáldmennt Forn-Grikkja hafi vaxið til þroska á ströndum Litiu-Asiu og eyjum Jónahafs á 7. og 6. öld f.Kr. Hetjukviður Homers eru að sjálfsögðu ávöxtur langrar og ókunnrar þróunar, og með Lespeyjar- skáldunum Alkajosi og Saffó risljóðræn skáldlist svo hátt, að fáu verður til jafnað fyrr eða siðar. Þegar Aþena verður for- ustuborg hellenskrar menning- ar, tekur þar að dafna ný grein skáldskapar, leikritunin, sem i upphafi var sprottin af fornum helgisiðum, einkum Bakkos- ar-blóti. Með furðulega skjótum hætti skapar sú þróun stórvirki, sem talin eru meðal hátinda i bókmenntum allra tima. Leik- skáldin Æskilos, Sófokles og Efripides hafa löngum verið nefnd i sömu andránni og Shakespeare. Þessi þrjú skáld voru öll uppi um og eftir 500 f. Kr. Efnið i leikritum þeirra var sótt i hinn mikla auð griskra goðsagna og fornra fræða, og var jafnan svo á haldið, að verða mætti áheyrendum til lærdóms og þroska. Grisku leikskáldin sömdu verksiná bundnu máli, sem átti rætur að rekja til blótsiða með söng og dansi. Um formsatriði þykir margt á huldu: en ljóst er að bragarháttur var að jafnaði jambiskt hexametur (sex öfugir tviliðir i ljóðlinu án tilbrigða), þó að einnig kæmi til annað bragform, einkum ikór-þáttum. I leikjum þessum hafði kór mikilvægu hlutverki að gegna, ýmist sem þátttakandi i viðræð- um eða sem nokkurs konar millileikur, semskýrðiefnið eða lagði út af þvi, og gat jafnvel brúað bil i tima, ef svo bar und- ir, án þess aö stöðva leikinn eða rjúfa. Meðal hinna frægustu af þessum fornu verkum eru leik- ritin þrjú eftir Sófokles, sem nefnd hafa verið Þebu-leikiroir, en þau eru ödipús konungur, Ödipús i Kólönos og Antigóna. Þessi þrjú leikrit eru samfelld að efni, og er þó hvert um sig sjálfstætt verk, enda eru þau ekki saman sem reglulegur þri- leikur (trilogia). Antígóna var leikin fyrir nokkrum árum á vegum Leikfélags Reykjavikur undir stjórn Sveins Einars- sonar. En ödipús konungurmun verasá griskurharmleikur sem hvaðoftast er sýndur nú á dög- um. Frá leikritum og leiksviðum Forn-Grikkja liggur óslitinn ferill fram til vorra daga. Um griska leikmennt hefur nokkuð verið ritað á islenzku, og er þar fyrst að nefna prýðilegar rit- gerðir dr. Jóns Gislasonar,auk hinna vönduðu lausamáls-þýð- inga hans á mörgum griskum harmleikjum, sem gerðar eru beint úr frummáli af fræðilegri nákvæmni. Þýðing sú, sem hér er notuð að þessu sinni, er gerð fyrir Þjóðleikhúsið til flutnings i fornlegum ljóðstil. Hún er ekki gerð úr frummáli, heldur eftir ýmsum erlendum þýðingum á bundnu máli og lausu”. Efni og þýðing Sagan um ödipús konung er á þá leið, að hún fjallar um mann sem er á valdi örlaga. Hann drepur föður sinn, giftist siðan móður sinni og á með henni börn. Hún fyrirfer sér. Hann stingur úr sér augun. Þetta kann að þykja harla einkennilegur söguþráður og út i hött, svona i stuttu máli, a.m.k. meðal þjóðar, sem á varla aðrar og meiri raunir við að styðjast i lifinu en tóbaks- hungur og alltof litinn ferða- mannagjaldeyri. En hvað um það. í umfjöllun Sófóklesar verður úr þessu margslungið og áhrifamikið verk. Véfréttin iDelfum hafði varað Lajos nokkurn Þebukonung við að geta börn, þvi sonur hans myndi verða honum að bana og ganga að eiga móður sina. Þegar konungur svo þrátt fyrir allt verður fyrir þvi óláni að eignast son með drottningu sinni, er ekki um annað að gera en bera barnið út. Það er heft á Sófókles fótum og fengið hjarðmanni til þess að bera það upp i fjalla- skörð og skilja það þar eftirá viðavangi eins og.þá var titt við útburð barna. Hjarðmaðurinn fer með barnið, en brestur kjark til þess að láta vindinum það eftir að sálga þvi, svo hann fær barnið i hendur öðrum hjarðmanni úr fjarlægu landi, sem þar var staddur með fé á beit. Sá gefur barnið öðrum kóngi, sinum einnig, sjálfum Pólibos i Kor- intuborg, en bau hiónin voru barnlaus. Þar elst hvitvoð- ungurinn upp, og veit ekki annað en hann sé þeirra eigin getni sonur. Það var ödi'pus. Þegar ödipús svo er fullvaxta maður, heldur hann til Delfa sem þá var titt um forvitna menn og fær þau svör, að hann eigi eftir að verða föður sinum að bana og giftast sinni eigin móður. Hann heldur að þarna sé átt við ,,föður” sinn Pólibos konung i Korintuborg, og heldur i öfuga átt til að forðast hin skelfilegu örlög sem biðu hans, og þá verður hann fyrir tilviljun ferðamanni að bana i sjálfs- vörn, en það var hvorki meira né minna en Lajos konungur Þebu, sem var á einhverju ferðalagi. Nokkru siðar vinnur hann pólitiskt afrek og sem erlendur frægðarmaður fær hann drottn- ingu þess nýja lands að launum (móður sfna) og konungdóm i Þebu. Siðan gerist restin af harmleiknum, samanber hér að framan. ödipús konungur er kænlega samið verk, jafnvel á nútima- visu. Stjórnmál og guðfræði blandast saman og orðfærið allt er háleitt og auðskilið i senn. Um þýðingu Helga Hálfdánar- sonar brestur mann i raun og veru öll orð. Hún er slikt snilldarverk i sjálfu sér að mál vort og tunga er hafið á nýtt stig. Að visu hafa sjómenn ekki neinn frumtexta undir höndum til þess að styðjast við til þess að láta segja sér hvað sé hvurs, en nógum það. Samt vil ég vikja að aðeins einu orði, orðinu „bófi”. Það hrynur einhvern veginn úr hinum samslungna texta. Það má hafa til athugunar siðar. Leikgerð Þjóðleikhússins Sem áður kom fram, þá leik- stýrir Helgi Skúlason þessu verki. Hann velur þá auðskildu leið, að láta textann bera það uppisem mest. Sviðið ereinfalt og aðeins eitt, búningar einfald- ir og gætt er stillingar á sem flestum sviðum. Þetta er frjálst og látlaust spil og hittir i mark. Maður hverfur ósjálfrátt aftur i aldir. Gunnar Eyjólfsson fer með Framhald á 14. siðu Dioniosarleikhúsiö i Aþenu eins og þaö lltur nú út. Fyllingarefni Húsbyggjendur Verktakar Höfum til afgreiðslu alla virka daga fyrsta flokks sjávarefni til fyllingar i grunna, brautir og skurði, bæði harpað og óharpað. Efnið er ófrosið, hreint og þjöppunareiginleikar hinir ákjósanlegustu. Efnið, sem engan svíkur BJÖRGUIM H/F Sævarhöfða 13, simi 81833. Húseigendur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.