Tíminn - 20.04.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.04.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 20. april 1978 Skattafrumvarpið til umræðu á Alþingi: Kemur til framkvæmda við álagningu fyrir árið 1979 -sagði Matthías Á. Mathiesen Á kvöldfundi neöri deild- ar Alþingis á þriöjudag fór fram fyrsta umræöa um stjórnarfrumvarp til laga um tekju- og eignarskatt. Fjármálaráöherra/ Matthías Á. Mathiesen, mælti fyrir frumvarpinu og ennfremur fyrir frum- varpi til laga um staö- greiðslu opinberra gjalda. Sagði hann/ að frumvörp þessi væru þáttur í heildar- endurskoöun á tekjuöflun- arkerfi ríkisins/ en að því verkefni hefði verið unnið á mörgum undanförnum árutri/ eða allt frá lokum siöasta áratugs. Gerði ráöherra siðan itarlega grein fyrir frumvarpinu, megin- efni þess og meginbreytingum frá núgildandi skattalögum. 1 at- hugasemdum sem fylgja frum- varpinu er efnislega um sömu atriði fjallað i styttra máli og fer sá kafli hér á eftir: „Frumvarpi þessu er ætlað að öðlast gildi 1. janúar 1979og koma til framkvæmda við álagningu á tekjur og eignir þess árs á árinu 1980. Þykir ekki við hæfi að breyttar reglur um skattlagningu hafi afturvirk áhrif, einkanlega aö þvi leyti sem hin ráðgerða breyting kann i einstökum tilvik- um að verða til aukinnar skatt- byrði. Ákvæði frumvarpsins hefðu þvi ekki áhrif á tekjur rikis- sjððs 1978. Helztu stefnubrevtingar frá gildandi tekjuskattslögum. sem i frumvarpinu felast eru þessar: Færri frádráttarliðir Frádráttarliöum frá tekjum manna utan atvinnurekstrar er fækkað verulega og skattaðilum heimilað að eigin vali að nota fastan frádrátt, sem er ákveðinn hundraöshluti af launatekjum, i stað frádráttar vegna iðgjalda af lifeyri, iögjalda til stéttarfélaga, vaxtagjalda og gjafa til menning- armála. Að þessu leyti er frum- varp þetta þvi verulega frábrugð- ið frumvarpinu i fyrra en þar var lagt til að flestir frádráttarliðir væru felldir niöur meö öllu eða þeim breytt i afslátt frá skatti. Matthlas A. Mathiesen Takmörkuð sérsköttum hjóna Aðferð við skattlagningu hjóna er breytt. Tekin er upp takmörk- uð sérsköttu:n, hjóna með heimild tii millifærslu þess hluta persónu- afsláttar sem öðru hjóna nýtist ekki yfir til hins. Sérstakur frá- dráttur gildandi laga vegna launatekna giftrar konu er felldur niður. Skattstigi og persónuaf- sláttur er hinn sami fyrir alla menn án tillits til hjúskaparstöðu þeirra. Barnabótum er skipt til helminga milli hjóna. Atvinnurekenda reiknuð laun Skattmeðferð einstaklinga, sem fást við atvinnurekstur er breytt verulega. Rekstrarútgjöld atvinnurekstrar og þar meö tap af slikum rekstri yröi samkvæmt frumvarpinu ekki frádráttarbært fráöörum tekjum mannsins. Hann gæti þannig t.d. ekki nýtt fyrningar i atvinnurekstri sinum til að firra sig skattgreiðslu af launatekjum sem hann kann að hafa. Að auki gerir frumvarpið ráð fyrir þeirra breytingu frá gild- andi lögum aö maður, sem stund- ar atvinnurekstur i eigin nafni eöa sjálfstæða starfsemi, verði án tillits til afkomu rekstrarins skattlagöur eins og honum væru greidd laun frá öðrum. Er með þessum hætti stigið skref til að- greiningar á atvinnurekstrinum sjálfum og þeim sem hann rekur. Fyrninga- og söluhagn- aðarreglur Veruleg breyting er ráðgerð á fyrningarreglum og reglum um skattlagningu söluhagnaðar. Að þvi er varðar fyrningar munar mest um þá ráðgerðu breytingu að reikna fyrningar af endurmatsverði með lægri hundraðshlutum en samkvæmt gildandi lögum. Endurmatið er byggt á breytingum á visitölu alþingi Halldór E. Sigurðsson: Mikið undirbúnings - starf unnið í tíð vinstri stjórnar Halldór E. Sigurðsson landbúnaðar- og sam- gönguráðherra gerði athugasemdir við full- yrðingar Gylfa Þ. Gislasonar um slæmar skattalagabreytingar i tið vinstri stjórnar um leið og hann færði fjár- málaráðherra þakkir fyrir hans störf varð- andi frumvarp um tekju- og eignarskatt og staðgreiðslu skatta. Sagði Halldór, að hann ætlaði ekki aö fara að halda þvi fram, að skattalög eins og þau voru er vinstri stjórn lét af völdum, væru svo frábær að þar þyrfti engra breytinga við. Þvert á móti væri full ástæða til að bæta úr í þessum málum og hefði hann i fjármálaráðherratið sinni á árunum 1972 til 1974 látið vinna mikið starf við endur- skoðunar á heildarlöggjöf um skatta, og hefði þeirri vinnu sið- an verið haldið fram og árangur hennar nú að lita dagsins ljós. Halldór E. Sigurðsson Það væri illa farið, ef stjórnar- andstaðan ætlaði að hindra framgang þessara mála nú á þessu þingi, svo mikilvægar væru endurbætur á skattakerf- inu orðnar. Þá sagði Halldór að enda þótt Gylfi Þ. Gislason hefði sam- fleytt i 15 ár, lengur en nokkur annar Islendingur, átt sæti i rikisstjórn, hefði svo komið þeg- ar vinstri stjórn tók við, að ýmislegt i skattalögum hefði þurft skjótra umbóta við. Að þvi hefðu skattalagabreytingar sið- ustu rikisstjórnar miðazt við, en ennþá væru þó skattalög að stofni til frá ráöherratið Gylfa Þ. Gislasonar. Væri væntanlega nú að verða umskipti i þeim efn- um sem byggðust að mestu á vinnu ráðherra i þessari rikis- stjórn og hinni siðustu. Minnti Halldór siðan á, að það hefði verið sitt siðasta verk i siðustu rikisstjórn er hann var fjármálaráðherra, aö leggja fram frumvarp til skattalaga, þar sem gert var ráö fyrir lækk- uðum tekjuskatti einstaklinga. Varþá svo komið sagði Halldór, að rikisstjórnin hafði ekki bol- magn til að koma málinu i höfn óstudd og leitaði i þvi efni til Al- þýðuflokksins. En þrátt fyrir góð orð og loforð hefðu þing- menn Alþýðuflokksins ekki veitt málinu brautargengi þegar til átti að taka á þingi, og það þvert ofan i vilja þeirra manna i verkalýðshreyfingunni. Fjallaði Halldór siðan um nauðsyn þess að frumvarp um tekju- og eignarskatt yrði af- greitt nú á þessu þingi, en siður mundi skaða þótt staðgreiðslu- frumvarpið biöi til haustsins. byggingarkostnaðar og reiknast eins fyrir allar eignir. Fyrningar- Skvæðum frumvarpsins er ætlað að koma i stað fjölmargra fyrn- ingarákvæða gildandi laga, þ.á.m. verðstuðulsfyrninga. Þá eru i frumvarpinu ákvæði um skerðingu fyrninga þegar fjár- mögnun fyrningalegra eigna byggist aö nokkru eða öllu á láns- fé. Frumvarpiö gerir ráð fyrir að söluhagnaður verði alltaf skatt- skyldur án tillits til eignar- haldstima en við ákvörðun sölu- hagnaðar er upphaflegt kaup- eða kostnaðarverð framreiknað til söluárs eftir verðbreytingar- stuðli. Hagnaður af sölu ibúðar- húsnæðis verður þó áfram skatt- frjáls eftir ákveðinn eignarhalds- tima. Söluhagnaður samkvæmt gildandi lögum er yfirleitt skatt- frjáls eftir tiltekinn eignarhalds- tima. Breytingum á fyrninga- og söluhagnaðarreglum er m.a. ætl- að að koma i veg fyrir að unnt sé aö skapa nýjan fyrningargrunn með kaupum og skattfrjálsri sölu eigna eftir tiltekinn tima með málamyndagerningum milli að- ila. Þyngd viðurlög við skatt- svikum. 1 þeim köflum laganna sem fjalla um framkvæmd skattlagn- ingar og viðurlög eru gerðar nokkrar veigamiklar breytingar. Framlagningu skattskrár er seinkað þar til meginhluti úr- skurða skattstjóra um kærur hefur farið fram, þannig að skatt- skrá verði réttari en sú frum- skattskrá sem lögð er fram sam- kvæmt gildandi lögum. Rikisskattanefnd er breytt samkvæmt frumvarpinu i fastan úrskurðaraöila, eins konar skattadómstól þriggja manna sem ætlað er að hafa setu i nefnd- inni að aðalstarfi. Loks eru viðurlög viö skattsvik- um samkvæmt frumvarpinu verulega þyngd, t.d. ákveðin há sektamörk. Veigamesta stefnu- breytingin i þessu efni er þó að heimilaö er við itrekuö brot eöa miklar sakir, að dæma auk sektar varðhald eða fangelsi allt að 6 ár- um eins og nú gildir um þjófnað, fjárdrátt og önnur auðgunarbrot samkvæmt almennum hegning- arlögum.” (Allar milli fyrirsagnir eru btaðsins) Stj órnarandstaðan: Með og á móti Af hálfu stjórnarandstööunar töluðu þeir Lúövfk Jósefsson (Abl), Gylfi Þ. Gislason (A), Magnús Torfi ölafsson (Sfv) og Karvel Pálmason (Sfv)... Efnis- lega ræddu þeir frumvarpið ekki náið en deildu atlir hart á hversu seint frumvarpið væri fram komið og kvað þau vinnu- brögö ekki samboðin virðingu Alþingis að ætla að afgreiða þetta mál á tveimur tit þremur vikum. Þó lýsti Gylfi Þ. Gisla- son þvi yfir, að þar sem I frum- varpinu fælist margt til bóta og áriöandi væri að koma I fram- kvæmd mundi hann og þing- flokkur Alþýðuflokksins stuðla að afgreiðslu frumvarpsins fyr- ir þinglok. Fór Gylfi hörðum orðum um skattlagabreytingar I tið vinstri stjórnar og svaraði Magnús Torfi honum þvi til að litilshátt- ar breytingar i tið fyrri stjórnar hefðu aðeins verið gerðar til að bæta úr belztu vanköntum á þeim skattatögum er samþykkt voru I tið viðreisnar, þ.e.a.s. þeirri stjórn er Gylfi Þ. Glslason átti sæti I. Ný lög frá Alþingi: Selfoss kaupstaöur Frumvarp til laga um kaupstaðaréttindi til handa Selfosskauptúni var samþykkt sem lög frá Alþingi I gærdag. Gerir frumvarpið ráö fyrir að lögin taki strax gildi, þe.a.s. þegar forseti hefur staðfest þau. 1 á- kvæði til bráðabirgöa segir, að þar til bæjarstjórnarkosningar hafa far- ið fram nú i næsta mánuði skuli núverandi hreppsnefnd fara með stjórn kaupstaöarins. Lífeyrissjóðir Frá Alþingi voru I gær afgreidd sem lög þrjú frumvörp um lifeyris- sjóði. Hér er um að ræöa Lifeyrissjóð starfsmanna rikisins, Llfeyris- sjóð barnakennara og Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Sú meginbreyt- ing er lögin hafa i för meö sér er aö framvegis þarf ekki aö krefjast fyrsta veðréttar gegn útlánum úr sjóðunum. S veitar s tj órnarlög A Alþingi voru I gær samþykkt sem lög frumvörp um breyting á sveitarstjórnartögum. Taka lög þessi þegar gildi, en I þeim felast breytingar á framkvæmd óhlutbundinna kosninga, þannig aö kleift verði að kjósa aðalmenn og varamenn á sama kjörfundi og tryggt sé aö ekki verði aörir kosnir aðalmenn en þeir, sem til þess hafa kjörfylgi, en þeim nýtist atkvæöi til varamannakjörs nái þeir ekki kjöri sem aöal- menn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.