Tíminn - 20.04.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. april 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrlmur
Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siöimúla 15. Simi 86300.
Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Við
sumarkomu
Það verður vafalitið viðburðarikt sumar sem
hefst i dag, að minnsta kosti á sviði opinberra
mála. Nú snemmsumars verður efnt bæði til
sveitarstjórnakosninga um land allt og mánuði
siðar til Alþingiskosninga. Á þessu sama sumri
eru launa- og kjaramálin enn komin i brenni-
depil alþjóðarathygli, og án nokkurs vafa eru
erfiðar ákvarðanir fram undan vegna þeirra að-
stæðna sem atvinnulifið stendur frammi fyrir i
verðbólguþjóðfélaginu.
1 sveitarstjórnarkosningunum verður vitan-
lega tekizt á um staðbundin viðfangsefni og sér-
mál einstakra byggða. En það má þó ekki
gleymast að meginlinur stjórnmálanna skerast
um allar byggðir, og byggðarlögin og sveitarfé
lögin eru i senn hinn eðlilegi heimavöllur
byggðastefnunnar og jafnframt er verkefnum
þeirra þannig farið að þar á félagshyggjan
brýnt erindi á öllum sviðum.
í Alþingiskosningunum verður ekki hvað sizt
tekizt á um það hvort þjóðin á að njóta áfram
úrslitaáhrifa félagshyggjumanna i stjórnar-
störfum. Andstæðingar Framsóknarmanna
munu reyna að veifa þvi, frekar en engu, að
Framsóknarmenn hafi á undan förnu kjörtima-
bili átt samstarf við höfuðandstæðinga sina til
hægri. Reyndin hefur þó orðið sú að rikisstjórnin
hefur verið farsæl i störfum sinum. Komið hefur
verið i veg fyrir atvinnuleysi og byggðaflótta og
fjölmörgum umbótum komið fram. Hins vegar
dettur stjórnarliðum það ekki i hug að gera litið
úr þeim verðbólguvanda sem enn steðjar að
þjóðarbúinu og kallar á róttækar aðgerðir.
Andspænis verðbólgudraugnum verða allir að
sameinast undir forystu stjórnarvaldanna. í
þeim átökum munar mest um samtök atvinnu-
veganna og launþegasamtökin i landinu. Það
sem brugðizt hefur á undan förnum árum er
þessi samstaða um almannahag þvi að i frjálsu
þjóðskipulagi er máttur almannasamtaka slik-
ur að til þeirra verður leitað um samfylgd að
sliku meginmáli.
Mjög mikið af þeim vanda sem atvinnulifið á
við að striða um þessar mundir verður rakið
beint til verðbólgunnar. Munar þar verulega um
ört hækkandi f jármagnskostnað i kjölfar þeirr-
ar uppbyggingar sem átt hefur sér stað að und-
an förnu. Þessi vandamál eru i reynd skýrt
dæmi þess að vinnuveitendur, launþegar og
stjórnvöld eiga sameiginlegra hagsmuna að
gæta um það að verðbólgudraugurinn verði sett-
ur i bönd.
Að baki þessum timabundnu vandamálum
verða menn að minnast þess að það skiptir máli,
svo að úrslitum ræður, hvort þau verða leyst i
anda velmegunar, velferðar og félagshyggju
eða ekki. Og það er aðalatriðið i upphafi þessa
sumars sem jafnan að áfram verði haldið á
framsóknarbr autinni.
JS.
Siglingin á sefbáti Thors Heyerdahls:
Ófriðurinn hættulegri
en veður og haf
Thor Heyerdahl hyggst nú helga sig
ritstörfum og vísindalegum athugunum
Þetta eru orð dansks
eðlisfræði- og stærðfræði-
stúdents, sem var í fjóra mán-
uði á sefbáti Thors Heyerdahls
á siglingu um Indlandshaf,
næstyngstur þeirra félaga, 21
árs. Hann segir fullum hálsi,
að þeir félagar hafi mikinn
hug á þvi að efna sér i nýjan
sefbát til langsiglinga. ,,Á
slikum ferðum eru engir tveir
dagar eins og ég leyfi mér að
segja, að við nutum lifsins I
rikum mæli, þótt á sefbáti
væri úti á reginhafi.
Alskeggjaðir og koparbrúnir á
hörund komu þeir i land úr
ævintýraferð sinni — og verða
aldrei aftur sömu menn eftir
þá lifsreynslu, er þeir hafa
öðlazt.
,,Við vorum ellefu mánuöi á
sefbáti. Einhver kann aö
ætla , að við höfum átt i stöö-
ugum illdeilum. En þvi fór
fjarri. Að visu bar við, aö
upp á vinskapinn slettist, en
ekki svo dýpri ristien þaö, aö
fáein afsökunarorð nægöu til
þess aö jafna ágreininginn.
Sjálfur get ég meö sanni sagt
aö þessir tiu menn, sem meö
mér voru á bátnum, veröa
vinir minir alia tíö”.
Thor Heyerdahl er eins og
allir vita heimsfrægur maður
af siglingum sinum á bátum af
fornaldargerðum vitt um höf.
Með eigin dæmi hefur hann
sannað, að fornaldarþjóðir
gátu stundað siglingar langt
umfram það, sem áður var
talið, og komizt til eyja og
landa langt utan þess svæðis,
er vfsindamenn töldu til
skamms tima, að þær hefðu
getað farið um á bátum sin-
um.
Þessi siðasta ferð Heyer-
dahls og félaga hans endaði
með snöggum og óvæntum
hætti, svo sem menn muna úr
fréttum. Mánudag einn á
Persaflóa kveiktu Thor
Heyerdahl og áhöfn hans i sef-
bátnum og var það gert til að
mótmæla á fréttnæman hátt
ófriðarástandi i Afriku. Þetta
gerðist við litla eyju út af Dji-
búti, höfuðborg samnefnds
smárikis, grannlands Eþiópiu.
„Við afre'ðum að ljúka sigl-
ingu okkar á þennan hátt til
þess að láta eftirminnilega i
ljós andúð okkar á styrjöldum
i Austur-Afriku og sendum um
það skeyti til höfuðstöðva
Sameinuðu þjóðanna i New
York”, sagði danski stúdent-
inn, Asbjörn Damhus, við
heimkomuna. „Við höfðum
fengið um það skeyti frá
stjórnvöldum i Sómaliu,
Eþiópiú, Súdan, Suður-Jemen
og Norður-Jemen, að þau
þyrðu ekki að leyfa okkur
landtöku vegna styrjaldar og
óeiröa, þar eð þau treystu sér
ekki til þess að ábyrgjast
öryggi okkar. Og þá var þetta
svarið af okkar hálfu”.
Það er eftirtektarvert, að
sefbáturinn var ekki i teljandi
hættu vegna storma og sjó-
gangs, enda þóttsústund hlyti
aðkoma, að sefið drykki i sig
svo mikinn sjó, að þaö flyti
ekkilengur. Enhúnvarekki
komin, og unnt hefði verið að
halda siglingunni áfram.” Það
var ófriðurinn, sem alls staðar
geisaði, sem var langmesta
hættan, þvi að yfir vofði að
einhverjir þeirra, sem þessar
styr jaldir heyja, héldu, að við
værum úr liði óvinanna, vörp-
uðu að okkur sprengjum úr
flugvélum eða skytu á okkur.
Það kom margsinnis fyrir, að
skotvopnum var beitt i grennd
við okkur”, sögðu bátverjar,
bátverjinn meö efúrlikingu af
rauninni aldrei nein teljandi
hætta á, að báturinn sykki.
Helzta óhappið var, að siglu-
tré brotnaði, svo aö bátnum
miðaði minna en ella i nokkra
daga. Fullvist má telja, að
hann hefði haldizt á floti I
fimm mánuði til viðbótar.”
Þeirfélagarsegjaað i næsta
báti verði kjölurinn með nokk-
uð öðru lagi, sefið betur varið
gegn vatni og káeturnar
léttari. Þá hafa þeir mikinn
hug á þvi að leggja á höfin
með blandaða áhöfn, þvi að
þeim finnst fjögurra mánaða
kvenmannslaus sigling helzt
til löng. Thor Heyerdahl óttast
samt, að af þvi sprytti af-
brýðissemi, ef kvenfólk væri i
slikri áhöfn, en aðrir telja, að
hjá þvi megi sneiða.
Fornmenn, sem fóru i lang-
siglingar, hafa varlá hafnað
kvenfólkinu ævinlega, og auð-
vitað alls ekki, þegar þeir voru
i landnámshug.
Sumir þeirra, sem voru i
þessari siðustu langsiglingu
Thors Heyerdahls, gátu
hvorki matazt né unnið fyrstu
dagana vegna sjósóttar. Þeir
lágu fyrir langtimum saman,
sárkvaldir, og gátu ekki sinnt
skyldustörfum sinum. En þeir
hresstust eftir nokkra daga,
og meginhluta ferðarinnar
voru allir hinir hraustustu,
nema hvað niðurgangur þjáði
þá á köflum.
Thor Heyerdahl var að
sjálfsögðu skipherrann. En
bátverjar segja, að hann hafi
verið mildur skipherra og á
engan hátt látið þess gæta, að
hann væri annaö en félagi og
samverkamaður, nema þegar
til úrskurðar og ákvarðana
þurfti að koma. Hann stóð við
stýrieins ogaðrir,ogtókþátt i
uppþvotti til jafns við hina.
Þeir af áhöfninni, sem hafa
hug á að koma sér upp nýjum
báti og hefja aðra siglingu
sakna þess þvi, að Thor
Heyerdahl hyggst ekki verða
með i hópnum. Hann mun nú
um sinn helga sig visindaleg-
um störfum og ritmennsku.
Ásbjörn Damhus, næstyngsti
sefbátnum.
er þeir hittu blaðamenn að
máíi.
Sefbátnum var fórnað til
þess að segja heiminum, að
það er i meira lagi ámælis-
vert, að vopnasalar, og enda
margar íikisstjórnir, skuli
standa i vopnaútvegunum og
vopnagjöfum, sem næstum
þvi sjálfkrafa kalla á blóðsút-
hellingar og hvers konar
hörmungar. Þeir félagar á
sefbátnum sáu hvarvetna
frönsk herskip og þyrlur og
bandariskar sprengjuflugvél-
ar, sem óspart var beitt. Það
vakti einkennilega tilfinningu
að sigla um höfin á sefbáti af
sömu gerð og Fönikiumenn
notuðu á ferðum sinum um
fljót og vötn og haf fyrir fimm
þúsund árum, og verða vitni
að þeim hrellingum og ógnar-
verkum, sem valdamiklir,
grimmlyndir og samvizku-
snauðir landsfeður á tuttug-
ustu öld ýta undir viða um
heim.
Það var andspænis þessu,
sem Thor Heyerdahl tók loks
ákvörðun sfna.
,,A land gengum við samt
með ævintýralegar minning-
ar. Það reyndi á ellefu ein-
staklinga frá átta þjóðum að
vera svo lengi saman á þess-
ari fleytu. Þetta voru tveir
Norðmenn, tveir Bandarikja-
menn, einn Rússi, einn Dani,
einn Þjóðverji, einn Japani,
einn Arabi og einn Itali auk
Heyerdahls sjálfs. Framan af
notuðum viö allir flókaskó svo
að skóhljóðið erti ekki neinn,
en þegar frá leið, gátum við
hent gaman hver að öörum
eins ogokkur sýndist. Lentum
við i stælum, var það út af
einhverju svo hversdagslegu
sem hugsazt gat. Reyndar var
ekki þröngt um okkur, þvi að
báturinn var átján metra
langur og sex metra breiður,
svo að menn gátu verið einir
út af fyrir sig, ef þeir vildu.”
Þannig komst Asbjörn
Damhus að orði.
,, Eins og áður sagði var i
\