Tíminn - 20.04.1978, Blaðsíða 28
GISTING
MORGUNVERDUR
Sýrð eik er
sígild eign
&C.ÖC.I1
TRÉSMIÐJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822
Fimmtudagur 20. apríl 1978 —62. árgangur —81. tölublað
Póstur
og sími
hækka
Póst- og simamálstjórnin hefur
fengið heimild fyrir 14% hækkun
gjaldskrár póst- og simaþjónustu
og hækkar gjaldskrá fyrir sima-
þjónustu20. april nk.en gjaldskrá
fyrir póstþjónustu 1. maí n.k. Við
simagjöldin bætist 20% söluskatt-
ur.
Helztu breytingar á gjaldskrá
fyrir simaþjónustu eru, að af-
notagjald sima og sjálfvirka
símakerfinu hajkkar úr kr. 5.200.-
(meö söluskatti kr. 6.240.-) á árs-
fjórðungi i kr. 6.000,- (með sölu-
skatti kr. 7.200.-) Gjald fyrir um-
framsimtöl hækkar úr kr. 11.30
(með söluskatti kr. 13.50) i kr.
13.00 (með söluskatti kr. 15.60)
fyrir hvert teljaraskref. Fjöldi
teljaraskrefa, sem innifalin eru i
afnotagjaldinu er óbreyttur.
Almennt gjald fyrir flutning á
sima hækkar úr kr. 18.000,- (með
söluskatti kr. 21.600.-) i kr.
20.500.- (með söluskatti kr.
24.600.-). Stofngjald fyrir sima,
sem tengdur er við sjálfvirka
# Framhald á bls. 28
Ólöf Þráinsdóttir, sigurvegari i
kvennaflokki annaö áriö i röö.
Skákþingi i
kvennaflokki lokið:
Ólöf
varði
titil
sinn
SSt — ólöf Þráinsdóttir varð
sigurvegari á Skákþingi Islands í
kvennaflokki, sem lauk um helg-
ina. Hún sigraði i fyrra og hafði
þvi titil að verja.
Keppendur voru fimm og urðu
úrsljt sem hér segir:
1. Ólöf Þráinsdóttir 31/2v.
2. -3. Birna Norðdahl 2v.
2.-3. Svana Samúelsdóttir 2v.
4.Sigurlaug Friöþjófsdóttir 11/2
v.
5. Asfaug Kristinsdóttir lv.
Teflt var eftir nýju timamörk-
unum i kvennaflokki eins og
reyndar i öðrum llokkum á Skák-
þingi.
SJ-Í gær var slöastí kennsludagur hjá þeim nemendum Ármúlaskóla sem I vor ljúka svonefndu stú-
dentsprófsgildi á nattúrufræöi og félagsfræöisviöum. Nemendur geröu sér dagamun kvöddu
skólasystkini isin og kennara, meö blómum, málsháttum og glensi og fóru siöan og geröu sér glaöan
dag. Siöan taka prófannir viö.
Timamynd: Róbert.
Ný reglugerð fjármálaráðuneytisins:
Stórlækkar verð
á vörubifreiðum
— eykur jafnframt tekjur ríkisins
.IB — Fjármálaráðuneytið gaf i
gær út nýja reglugerð um inn-
flutningsgjald af bifreiðum og
bifhjólum. Er i reglugerð þessari
kveöið á um, að 25% innflutnings-
gjald af veröi almenningsbifreiða
fyrir 18 farþega og fleiri,dráttar«
bifreiða svo og vörubifreiða með
burðarþol 6 tonn og þar yfir falli
niður. Þýðir þetta verulega lækk-
un á verði viðkomandi bifreiða
frá þvieftir að gengisfellingin tók
gildi fyrr á þessu ári. Að öðru
leyti en um getur, eru ákvæði
reglugerðarinnar óbreytt frá
eldri reglugerð um sama efni.
Agúst Hafberg forstjóri sem
var i nefnd, sem vann að þessu
með fjármálaráðuneytinu tjáði
Timanum það, að þetta gjald
hefði ekki verið á öllum bifreiðum
og ekki innifalið i tolli. Það var
sett á i kringum 1972 og var þá
fyrst 15%, en var siðan hækkað.
Sagði hann að niðurfelling þess
væri tilkomin að ósk Bílgreina-
sambandsins og Félags sérleyfjs-
hafa, sökum þess að þetta auk
annars hefði orsakað mjög hátt
verð á bifreiðum i þessum flokki
og valdið þvi að innflutningur á
þeim minnkaði. „Samkvæmt
könnum sem gerö hefur verið eru
um 2800 vörubi'lar i landinu, en
aðeins hafa verið fluttir inn 63—70
árlega sem þykir óeðlilega litið.
Og ef reiknað væri með að svip-
aöur innflutningur héldist áfram,
tæki það 40 ár, að endumýja um-
ræddan bi'laflota íslendinga.
Meðalaldurvörubifreiðai landinu
er 13 ár og 60% þeirra er eldri en
tiu ára. Til að eðlileg endurnýjun
yrði á þessum bilum þyrfti að
flytja inn 200—250 bila árlega”,
sagði hann.
Að sögn Agústs, þá hafa tekjur
rikisins af innflutningi þessara
bifreiða i formi tolla, söluskatts
og aðflutningsgjalds numið
6.767.000 miðað við bifreið sem
kostaði tæpar sextán milljónir.
En með niðurfellingu þess gjalds
lækkaði hlutur rikissins um tvær
milljónir. Þrátt fyrir það, væri
gert réð fyrir þvi, að um tekju-
aukningu verði að ræða fyrir rik-
ið, þar eð aukin sala yrði á þess-
um bifreiðum.
Hjá bilgreinasambandinu feng-
um við tölulegt dæmi um það
hvað þetta þýddi varðandi verð
bifreiða. Ef tekin er t.d. bifreið
sem kostaði kr. 15.007.000 fyrir
gengislækkun, sem dæmi, þá
hækkaði hún i kr. 17.920.000 eftir
gengisfellinguna. Þegar svo inn-
flutningsgjaldið er fellt niður nú,
lækkar bifreiðin aftur i kr.
15.520.000 kr. og er þannig um
2.400.000 kr. lækkun að ræða. Ef
svo er tekin bifreið i lægri verð-
flokki, sem kostaði 7.230.000 fyrir
gengisfellinguna hækkaði hún i
kr. 8.890.000 er krónan var felld.
Nú lækkar hún i kr. 7.765.000.
Reiknast meðaltalslækkun á
þessum bifreiðum um 1.940.000.
Hattahengi tilbúin og
vegurinn heflaður
Starfsmenn við Sigöldu mótmæla ferð stjórnar og
fylgdarliðs á staðinn
JB — „Stjórn Landsvirkjunar
hefur efnt til þessarar kynnis-
ferðpr til Sigöldu og að Hraun-
eyjarfossi i dag, i þvi skyni að
gefa fulltrúum eigenda, þ.e. rikis-
ins og Reykjavikurborgar, kost á
aö kynna sér framkvæmdir á
vegum Landsvirkjunar þar. En
framkvæmdir viö Sigöldu eru
komnar á lokastig og fyrirhugað-
ar framkvæmdir við Hrauneyjar-
fossvirkjun hefjast væntanlega i
sumar. Ferðir sem þessi hafa oft
verið farnar áður s.s. árið 1971 er
farið var til Búrfells. Þetta er
dagsferð og verður snætt i mötu-
neytinu i Sigöldu. Um eitt hundr-
I að manns taka þátt i heinni, þing-
menn, og embættismenn borgar-
innar auk maka, en fjöldinn er
ekki fullákveðinn ennþá. Varö-
andi kostnað þá er hann ekki ljós
ennþá, hann fer eftir þátttak-
endafjölda og vil ég ekki láta hafa
eftir mér neinar tölur i þvi sam-
bandi”.
Framangreindar upplýsingar
komu fram hjá Halldóri
Jónatanssyni, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Landsvirkjunar,
er Tfminn hafði samband viö
hann vegna framkominna mót-
mæla starfsmanna Sigölduvirkj-
unar vegna ferðar þeirra er um er
rætt. En er Halldór var spurður
álits á þessum mótmælum kvað
hann stjórn Landsvirkjunar ekki
hafa borizt nein mótmæli, og gæti
hann þvi ekki tjáð sig neitt um
þau.
Er Timinn hafði samband upp i
Sigöldu i gær, var blm. tjáð að
andi starfsmánna þar væri mjög
á móti ferð þessari, og hafa þeir
sem áður segir sent frá sér mót-
mæli gegn henni.
Það sem þeir sjá ferð þessari
til foráttu er það, að þeim finnst
að verið sé að sóa milljónum i sk.
fSmennan forréttindahóp. Mót-
mæla þeir þvi að standa undir
kostnaði af sliku, og segja þessa
menn geta staðið straum af
Framhald á bls.28
Framboðslisti
Framsóknar-
manna í
Garðabæ
Framsóknarmenn i Garðabæ
hafa gengið frá lista sinum viö
bæjarstjórnarkosningarnar i vor
og er hann skipaður eftirtöldum
mönnum:
1. Einar Geir Þorsteinsson
2. Svava P. Bernhöft,
3. Stefán Vilhelmsson
4. Ólafur Vilhjálmsson
5. Ingibjörg Pétursdóttir
6. Hrafnkell Heigason
7. Gunnsteinn Karlsson
8. Hörður Rögnvaldsson
9. Helgi Valdimarsson
10. Sigrún Löve
11. Ingibjartur Þorsteinsson
12. Edda Guðmundsdóttir
13. Höröur Vilhjálmsson
14. Kristleifur Jónsson
vi«
: • R>itbu«dið *tiliftg á allar
matargotur nú þegar.
f 0 LokM v«r6l uppbyggingu miöb»|-
artn«, austan Hatnarfiarðarvegar
• KópsvogsöOar aíljí fyrlr við
tóðaúthluUnír.
• Aframhatdandi öra atvlnnu-
uppbyggíngu.
• Bygglng skólahútnatðis
; dís.t í hendurvið I6tk$ljölg-
unina I tuenum.
0 iþróttahúsið v*ð Digranesskdta
vtsrði tuttgart á kJörtímabíHnu.
: • Dagvistunarstotnanir vsrðl
byggðar, or einkum þjðnl
veaturbaj, mlðb» og 6fsf*■
tamJshvertl.
KJðrortJ oMtarer.
A8VROÐ —
STJÓRNUN-
FRAMFARIR
Ör atvinnuupp-
bygging 1
Kópavogi
HEI — „A meðan aðrir flokkar
hér i bænum loga i illindum og
sundrungu göngum við fram-
sóknarmenn sameinaðir til kosn-
ingabaráttunnar”, segir i for-
ystugrein nýjasta tölublaös
Framsýnar, blaðs framsóknarfé-
laganna i Kópavogi, sem nýlega
er komið út og vonast er til að
komi út vikulega á næstunni.
Meðal efnis i blaðinu er st.efnu-
skrá framsóknarmanna um bæj-
armálefni Kópavogs, þvi að
mörgu er að hyggja sem fram-
kvæma þarf i svo ungum bæ. Viö-
tal er viö Jóhann H. Jónsson, sem
skipar fyrsta sæti á lista flokks-
ins. Segir hann af sem áður var
þegar litið var á sem Kópavog
sem svefnbæ. Nú sé Kópavogur
orðinn öflugur iðnaðarbær og hilli
undir, að um þrir fjórðu útivinn-
andi Kópavogsbúa geti starfað i
bænum. lársbyrjun 1977 voru 110
iðnfyrirtæki i Kópavogi og mörg
eru f byggingu. Þá eru einnig við-
töl við Skúla Sigurgrimsson, um
gatnagerð bæjarins, við Magnús
Bjarnfreðsson, sem stefnir að þvl
að vinna 3. sætið fyrir Framsókn-
arflokkinn i bæjarstjórn, og við
Hjört Hjartarson, sem segir að
félagshyggjuna og samhjálpina
verði hver og einn að hafa að leið-
arljósi.
Á bilasýning-
unnií dag
ESE — Að sögn Vilhjálms Kjart-
anssoar hjá AUTO 78 verður mik-
,ið um að vera á bilasýningunni i
dag. Von væri á 30 þúsundasta
gestinum og fær hann hljómflutn-
ingstæki frá Pioneer að gjöf, Þá
verður maður dagsins valinn eins
og venjulega og hlýtur hann sól-
arlandaferð fyrir vikið. Þá munu
félagar úr Fornbilaklúbbnum
efna til hópaksturs um Reykjavlk
með gamlan slökkvibil i farar-
broddi.
Vilhjálmur benti á, að sérstök
ástæða væri til að taka börnin
með á sýninguna, en það hefði
sýnt sig að þau hefðu ekki sýnt
hvað minnstan áhuga á syning-
unni.