Tíminn - 20.04.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.04.1978, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 20. april 1978 19 Rækjuveiðar við ísafjarðardjúp og Steigrimsfjörð: Aflinn betri nú en í fyrra Rækjuveiðar hafa verið stund- aðar u þremur veiðisvæðum a Vestjörðum i vetur, i Arnarfirði. tsafjarðardjúpi. Um mánaðar- mótin höfðu alls borizt á land 2.352 iestir af rækju, og er það 138 lestum minna en veitt var á þess- um þrem svæðum á vetrarvertið- inni i fyrra. Aflinn á haustvertið- inni var 1.555 lestir. Er rækjuafl- inn þvi oröinn 3.097 lestir á haust og vetrarvertiðinni, en var 4.007 iestir á sama tima i fyrra. Er aflinn dálitið slakari i Arn- arlirði. en aðeins hýrari við Isa- fjarðardjúp og Steingri'msfjörð. Þessar upplýsingar eru Ur yfirliti Fiskifðlags Islands um rækju- veiðarnar i Vestfirðingafjórð- ungi. L’m mánaðamótin áttu rækju- bátar frá Steingrimsfirði og Arnarfirði eftir að veiða saman- lagt um 300 lestir i leyfilegan veiðikvóta. Selkórinn fagnar sumri „Hörpusöng” Vestfirðingafjórðungur: Heildaraflinn 19.237 lestir um mánaðamótin — Guðbjörg ÍS aflahæst í marz Selkórinn á Seltjarnarnesi heldur tónleika i kvöld, sumar- daginn fyrsta, kl. 21 i Félags- heimili Seltjarnarness fyrir styrktarmeðlimi sina. A efnis- skrá eru 17 innlend og erlend lög. Stjórnandi kórsins er Guðrún Birna Hannesdóttir og undirleik- ari Hilmar E. Guðjónsson. Hilm- ar syngur einnig i Selkórnum. Einsöng með kórnum syngur Ragnheiður Guðmundsdóttir. Næstu tónleikar Selkórsins verða sunnudaginn 23. april kl. 21 i Félagsheimili Seltjarnarness. ÆskHlýðsMaðið: Hvað er ferming? MS— Nýlega kom Ut 1. tölublað Æskulýðsblaðsins, gefið Ut af æskulýðssambandi kirkjunnar i Hólastifti. Ritstjóri er sr. Jón A. Baldvinsson Staðarfelli S-Þing. Fyrirhugað er að Ut komi 4 tölu- blöð á þessu ári. 1 blaðinu eru margar athyglisverðar greinar um æskulýðsmál, m.a. um yngsta æskulýðsfélagið i Hólastifti en það er i Hálsprestakalli i S-Þing, stofnað 5. marz 1977. Hvað er ferming? Rætt var við nokkra unglinga á Siglufirði um ferming- una og tilgang hennar. 1 svörum þeirra kom fram, að algengara er að unglingar láti ferma sig fyrir gjafirnar, frekar en til að þjóna Kristi. Einnig var rætt við sr. Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup og segir hann m.a., að þýðingar- mest sé að hugarfarið sé jákvætt, afstaðan til Krists opin og for- dómalaus. Nýr formaður ÆSK er kynntur. A siðasta aöalfundi ÆSK var sr. Pétur Þórarinsson á Hálsi S-Þing kosinn formaður sam- bandsins. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Hafnarfirði: Hvetur til samstöðu um útflutnings bann SST — Aðalfundur fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna i Hafnar- firði haldinn 14. april lýsir yfir fyllsta stuðningi sinum við út- flutningsbann Verkamannasam- bandsins. Skorar fundurinn á all- an verkalýð landsins að taka sem fyrst virkan þátt i baráttunni fyrir þvi að fá samninga i gildi. Tíivtmner peningar ilianai IMMMMtM Arleg vorskemmtun Selkórsins verður laugardaginn 6. mai og hefst kl. 20.30. Þá skemmta félag- ar kórsins Seltirningum með leik, söng og dansi. Segja má að fagn- aður þessi sé orðinn fastur liður i félagslifi bæjarins. Selkórsfélag- ar beina þeim tilmælum til Sel- tirninga að þeir hafi sem fyrst samband við þá ef þeir vilja tryggja sér miða i tima. Vor- skemmtunin er jafnframt haldin til fjáröflunar starfi kórsins. Heildarafli Vestfjarðaflotans i marzmanuði voru 7.698 lestir og er heildaraflinn frá áramótum orðinn 19.237 lestir. 1 fyrra var aflinn i marz 9.050 lestir og heildarallinn i marzlok 21.611 lestir. Afli linubátanna var nU 3.927 lestir i 538 róðrum eða 7,3 lestir að meðaltali i róðri, en var i fyrra 4.101 lest i 497 róðrum, eða 8,25 lestir aðmeðaltali iróðri. Afli netabáta var622 lestir og afli tog- ara 3.149 lestir, segir i frétt frá Fiskifélagi lslands. Gæftir voru sæmilea góðar til páska, en þá gerði viku óveðurs- kafla. sem aldrei gaf til róöra. Féll þessi óveðruskafli að mestu leyti saman viö þorskveiðibannið. sem var 21—28. marz. Afli var yfirleitt nokkuð góður meðan gæftirnar héldust. Að venju var mikill hluti af afla linubatanna steinbitur, en þó var mun meiri þorskur i aflanum, heldur en venja er til á þessum árstima. Togararnir voru nær eingöngu á V'e'stf jarðamiðum . nema þeir. sem ióru á karfasloð i þorskveiði- banninu. Aflahæsti linubaturinn i marz var HeiðrUn frá Bolungavik með 212.6 lestir i 4 róðrutn. Áflahæstur netabáta i mars var Vestri frá Patreksf irði með 233.6 lestir i 19 róðrum. Af togurunum var Guð- björg frá tsafirði aflahæst með 453,1 lest i 4 róörum. PLAST Plast eyðistvið sólarljós! Láttð ektó bðrn leika sér Plastumbúðir eru nauðsyn. meðplastdúk eða plastpoka. Notið þærá réttanhátt-*^- Fíeyplð ekki plastumbúðum og stuðlið að óryggi, á-víðavangi. hreinlæti og umhverfisvernd. WSIpiCRK 1958=1978 argus

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.