Tíminn - 23.04.1978, Qupperneq 5

Tíminn - 23.04.1978, Qupperneq 5
Sunnudágur 23. april 197$ 5 Vaka og víma Ljósi bletturinn í áfengismálum Minnihluti allsherjarnefndar sameinaðs þings hefur lagt til að samþykkt verði tillaga um að fram fari þjóðaratkvæða- greiðsla um það hvort selja skuli áfengt öl hér á landi. Það er nú sér á blaði að þessi nefndarhluti skilar áliti sinu án þess að hafa spurt um álit á- fengisvarnaráðs, sem lögum samkvæmt á að vera þingi og stjórn til ráðuneytis i áfengis- málum. Þaðferekki velá þvi að nefndir sjálfs Alþingis sniðgangi slika stofnun. Þessi tillaga var búin að liggja það lengi hjá allsherjarnefnd að álit ráðsins hefði verið löngu komið til henn- ar ef því hefði verið send tillag- an fljótlega eftir að henni var visað til nefndar. Einn af allsherjarnefndar- mönnum hefur bent á það i blaðaviðtali að ekki sé hægt að kasta máli undirbúningslaust undir þjóðaratkvæði. Menn verða að vita um hvað er að ræða. Hversu áfengt á ölið að vera? Hvaða reglur skulu gilda um sölu þess og veitingar? Ég hef heyrt merkan lækni segja, að þrátt fyrir allt væri brennivinsdrykkja Islendina skárri en látlaust þamb léttari tegunda — öls og vina eíns og tiðkast með þjóðum þar sem lifrarskemmdir af áfengis- neyzlu væru i tölu algengustu dauðameina. Ekki kann ég að meta slikt, enda finnst mer það ekki aðalatriði. Hvorugt þarf að kjósa. Hafna skal hvoru tveggja. Einer ljósglæta i áfengismál- um tslendinga. Menn vilja ekki drekka við vinnu sina. Almenn- ingsálitið er á móti þvf að áfengis sé néytt á vinnustað og i vinnutima. Frávik kunna að finnast en þau njóta ekki samúðar. Hins vegar tiðkast það i öllum bjórlöndum að öl sé drukkið við vinnu. Slikt myndi fljótlega ger- ast á íslandi lika ef þess væri kostur. Jarmurinn um bjórinn sannar það. öðruhvoru heyrist i fólki sem segir að naumast eða ekki megi kalla hann áfengi. Aðrir segja að bjo'rkrár séu nauðsyn til að skj ótast inn i að hafa af sér leiðindi. En eins og læknirinn frá Freeport sagði, þá er bjórglasið jafn mikið og jafn hættulegt áfengi og wiský staupið. Þar sem bjórinn hefur numið land þykir það viða ekki tiltöku- mál þó áfengis sé neytt i vinnu- tima. Þvi var nú verið að hreinsa til i lögregluliði Vestur-Þýzkalands i fyrra og setja því nýjar reglur um að drekka ekki öl i vinnutima. Það ersannarlega nóg, að fólk telji við hæfi að byrja drykkj- una siðdegis á föstudegi og halda áfram tilsunnudags, þó að hinir dagarnir bætist ekki við. En það var einmitt það sem gerðist i Finnlandi þegar ölið kom frjálst á markað og brenni- vinsneyzlan óx um h.u.. b. 50% á einu ári. H.Kr. Hey til eyja 1 nýjustu Sambandsfréttum er frá þvi sagt, að nú i byrjun april hefðu farið frá Reyðarfirði 17 tonn af heyi sem selt hefði verið til Færeyja á vegum Sambands- ins. Verðið var 43 isl. kr. hvert kiló fob., sem er um helmingi hærra en annars staðar hefur fengist. Þá var þess einnig getiö að hjá Búvörudeild yrði áfram- haldandi unnið að þvi að vinna markað fyrir hey erlendis, eftir þvi sem þess gerðist þörf. Siærri - Kraftmeiri - Betri 1978 Undrabíliinn SUBARU 1600 er til afgreiðslu strax. aaon Allur endurbættur Breiðari, stærri' vél, rýmra milli sæta, minni snún- ingsradíus/ gjörbreytt mælaborð/ nýir litir o. fl. o. fl. Það er ekki hægt að lýsa Subaru þú verður að sjá hann og reyna •TmhkeilIfe letter mark is an exlra cost option. Sýningarbilar á staðnum Greiðsluskilmálar þeir hagstæðustu sem völ er á í dag Kaupið bí/inn strax í dag því þá getið þér sparað a/it að 5-10 þús. á viku, þvi gengið sígur svo ört. INGVAR HELGASON Vonarlondi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 Eyjólfur Ágústsson, bóndi, Hvammi, Landssveit, segir í viðtali um Subaru: ,,Ég fékk einn af fyrstu Subaru-bilunum og hefur hann reynst i alla staði vel og tel ég þá henta sérstaklega vel til allra starfa við bú- skapinn. Ég hef farið á honum inn um allar óbyggðir og yfirleitt allt, sem ég áður fór á jeppa. Subaru er góður i hálku, duglegur i vatni og sparneytinn—og nú er ég að fá mér 1978 árgerðina.”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.