Tíminn - 23.04.1978, Side 6
6
Sunnudagur 23. april 1978
menn og málefni
Þetta er mitt mál
Aldo Moro. Mynd þessa, sem talin er föisuö, fékk lögreglan senda frá aðiium, sem sögðust hafa Moro f
haldi.
Um þessar mundir er á al-
þjóðavettvangi um fátt meira
rætt og ritað en hin hörmulepu
tiðindi sem orðið hafa á Italiu,
rániðá Aldo Morofyrrum forsæt-
isráðherra ttala og formanni
stærsta stjórnmálaflokks lands-
ins. Þegar þetta er ritað er ekki
vitað um afdrif hans, en hugsan-
legt að hann hafi verið myrtur á
svivirðilegan hátt.
Þessir válegu atburðir boða
timamót i þeirri sorgarsögu sem
pólitisk ódæði eru i þjóðlifi Vest-
urlandamanna nú um stundir.
Steinblindir ofstækismenn i hópi
glæpalýðs hafa ráðiztað einstakl-
ingi og gert hann enn einu sinni
persónulega ábyrgan fyrir þvi
sem þeir hafa á hornum sér. Sið-
an er ránið, misþyrmingarnar og
morðið kallað „réttarfar” fyrir
höndalþýðunnar. Ogsvo mikið er
ofstækið og ógæfan að þessir
leppalúðar lyga, rána og morða
blaka eyrum við þeirri augljósu
staðreynd að engir hafa meiri
skömm á þeim en einmitt hin
vinnandi alþýða, hvar svo sem
einstaklingar úrhennar hópi hafa
skipað sér i pólitiska fylkingu.
Að tilefni örlaga Aldos Moros er
timabærtaðrilja þaðuppað hann
var maður sátta, samstarfs og
málamiðlunar i stjórnmálastörf-
um sinum. Hann beitti sér manna
mest fyrir þeirri þjóðlegu sam-
stöðu um meginmál sem hverju
þjóðriki er nauðsynleg ef það á að
standast til farsældar. Það var,
enginn annar en Aldo Moro sem
vann að þvi árum saman að gera,
af hálfu Kristilega lýð-
ræðisflokksins, hina svo nefndu
„sögulegu nauðsyn” á samvinnu
hægrimanna og vinstriafla og
verkalýðsflokka að raunveru-
leika i stjórnarframkvæmd.
Blindingjar
Hryðjuverkamenn af þvi tagi
sem hér getur lifa i heimi sem al-
menningur hér þekkir sem betur
fer aðeins af afspurn eða úr kvik-
myndum. Þeir eru blindir á það
grundvallaratyiði allra athafna
að manneskjan, lif hennar og lif s-
björg setur öllum hugsjónum,
skoöunum og viðleitni tiltekin og
algjör takmörk. Manneskjan er
grundvöllurinn en ekki einhverj-
ar bábiljur eða hindurvitni sem
numin hafa verið af misjöfnum
bókum eða heilaspuna.
Þetta ógæfufólk er i uppreist
gegn menningu og siöum Vestur-
landa. Það er þvi ef til vill tákn-
rænt að uppreist þess, svo lág-
kúruleg, vesöl og viðurstyggileg
sem hún er, skuli einmitt beinast
gegn þeirri mannúðarhyggju sem
er þráttfyrir allt torleiði, mistök
og afvegu grundvöllur vestrænn-
ar siðmenningar og samfélags.
Orð
Max Gallo
Fyrir nokkru ritaði evrópskur
rithöfundur og menntamaður,
Max Gallo, grein um þessi efni og
atburðina á ítaliu i franska viku-
ritið L’Express. Grein hans er
áriðandi áminning, og birtist hún
þvi hér í lauslegri þýðingu.
Max Gallo segir:
„Það sem er að gerast á Italiu
kemur okkur við. Liðsmenn
Rauðu sveitanna sem rændu Aldo
Moro vildu, að eigin sögn, „koma
höggi á æðstu stjórn landsins”.
Og það tókst. Þeir eru einfaldlega
liðsmenn hers sem virðir engar
hömlur, viilimannlegs hers sem
hafnar lýðræðissamf élaginu,
drepur og þekkir engin lög önnur
en hnefaréttinn: Sá sem er sterk-
astur drepur, sá sterkasti sigrar.
Þessi lög eru lög harðstjórnar
og alræðis, og gildir einu hverju
glamri hermdarverkamennirnir
hjúpa sig. Þessi lög boða endalok
þeirrar hóglegu, mjúkhentu að-
lögunar sem fylgir siðmenning-
unni. Þau stefna að upplausn
„borgaralegs félags”, og að þvi
að setja i þess stað veldi nakins
ofbeldis. Slikt sem þetta ber aö-
eins nafnið: Harðstjórn og vilii-
mennska. Hverju svo serti
hermdarverkamennirnir lýsa yf-
ir sem markmiðum sinum hegða
þeir sér i' athöfnum eins og böðlar
alræðisrikjanna. Og lærdómur
tuttugustu aldarinnar er sá að
stjórnmálastefnu á ekki að dæma
eftir þvi markmiði sem keppt er
eftir, heldur eftir þeim aðferðum
sem gripið er til.
Morðingjargeta meðengumóti
talizt lýðræðissinnar, né heldur
verður þvi trúað að þeir reynist
virða lýðræðisreglur i framtið-
inni. Þeir geta ekki boðað neitt
annaðen blóðbað, af sama tagi og
þekkistfrá Þriðja rikinu og Rúss-
landi Staii'ns og nú á dögum i
nokkrum löndum Suð-
ur-Ameriku.
Þetta kemur okkur við. Astæð-
an ersú aðséþað nauðsynlegt að
beita hermdarverkamennina
valdi laganna — einvörðungu lag-
anna, en án undanþágu — þá
verður jafnframt að koma á þá
óafmáanlegri siðferðilegri for-
dæmingu.
Þið haldið ef til vill að það sé til
einskis. En hugið betur að.
Hermdarverkamaðurinn i lýð-
frjálsu landi verður að geta verið
eins ogheima hjá sér, að minnsta
kosti i einhverjum samfélagshóp-
um eða sviðum samfélagsins.
Það verður að loka þessum svið-
um fyrir honum.
Svo vill til að fyrir nokkrum
mánuðum var dreift i Paris yfir-
lýsingu, sem sögð var frá
„frönskum menntamönnum”,
þar sem athygli var beint að þeim
hættum sem steðja að „andófs-
mönnum” á italiu: námsfólki,
rithöfundum, lögmönnum sem
taka að sér vörn andófsmanna,
þeim sem andvigir eru hinni
„sögulegri nauðsyn” á samstarfi
verklýðsflokka við stjórnvöldin
ogeru fórnarlömb þeirrar kúgun-
ar sem italskir kommúnistar og
Kristilegi lýðræðisflokkurinn
standa fyrir.
Gott og vel. Það á ekki að rugla
saman andófsmönnum og
morðingjum. En i þessari yfirlýs-
ingu var ekki eitt einasta orð um
illskunasem felsti hermdarverk-
um, um nauðsyn lýðfrjáls rikis til
þess að berjast gegn þessu
krabbameini sem stefnir að
niðurrifi þess, eöa um skyldu lýð-
ræðisrikisins til þess að loka þeim
gagnvegum sem finnast kunna
milli stjórnarandstöðu ,,á göt-
unni’ og þeirra svæða þar sem
morðingjar hafa haslað sér völl.
Þegar menntafólkið safnast
saman og vekur athygli á „hinni
alvarlegu þróun sem nú á sér stað
á ítaliu”, þá gætu mennhaldið að
átt værivið hermdarverk ogpóli-
tisk ódæði. En það er nú eitthvað
annað! Menntafólkið er að tala
um „kerfisbundna kúgun sem
beinist að verkalýðsstéttinni og
ungum öreigum...”
Hver sem er má hugsa hvað
sem honum lizt um sögulega
nauðsyn á samstarfi vinstriflokk-
anna við hægriöflin. Það er hægt
að rökræða endalaust um hinar
djúpstæðu ástæður hermdar-
verkastarfseminnar, hvort sem
eru félagslegar, efnahagslegar,
stjórnmálalegar eða alþjóðlegar
og liggja að baki þessum þjóð-
félagssjúkdómi.
En ef það er nauðsynlegt að
semja og undirrita þessar yfirlýs-
ingar, erþá ekki enn þá nauðsyn-
legra, miklu brýnna, að fordæma
morðingja? Og er þá ekki tima-
bært að spyrja þessara spurn-
inga: Hvortstöndum við meðeða
móti afturför i stjórnmálum?
Hvortstöndum við með eða móti
lögum lýðræðisins? Þau eru
vissulega ófullkomin, — en vildi
þá ekki einhver sýna okkur fram
á eitthvað betra!
Það er ekki óhugsandi að dag
nokkurn megum við ekki lengur
spyrja okkur þessara spurninga
hér, iFrakklandi. Viðskulum þvi,
og i' tilefni þess sem gerzt hefur á
italiu, forðast að leika okkur að
eldinum með lýðskrumi, á-
byrgðarleysi, vanþekkingu á for-
tiðinni eða einfaldlega með
sýndarmennsku. Þetta eru tveir
kostir: það er að segja að mót-
mæla kúguninni, alræðinu og
fangabúðaþjóðfélaginu annars
vegar og hins vegar að verja þá
sem stefna að þessu marki nú
þegar á meðal okkar.
Við ættum að hæ.tta að þykjast
öskra gegn villimennskunni með
þvi að verja villimennina.”
Ábyrgðin
Þessi orð eru vissulega i tima
töluð. Það á ekki að rugla saman
andófsmönnum og morðingjum.
A þeim er ekki aðeins stigsmunur
heldur eðlis. Hins vegar hvilir
ábyrgð á þeim hugsuðum, rithöf-
undum og menntamönnum sem
sifellt eru að mæla villimennsk-
una upp i veiklunduðum og
draumlyndum sálum ungmenna
sem hlotið hafa hraflkennda
mennt án þess að hin siðlega und-
irstaða mannúðar og mannkær-
leika hafi verið nægilega brýnd
fyrir þeim. Og eins og það sem
gerzt hefur á Italiu kemur okkur
við, þá er þessi ábyrgð engu siður
alþjóðleg. „Tua res agitur”, sagði
Horatius: Það er þitt mál þegar
hús nágranna þins brennur.
Vald
heilaspunans
Af þessum atburðum má enn
einu sinni læra þann sigilda lær-
dóm hvert vald hugtaksins, heila-
spunans og kennisetninganna
getur leitt fólk þegar það missir
með öllu fótanna á veruleikanum
en hverfur inn i algleymi hugar-
fóstursog alhæfinga. Slikt þykir
þvi miður bera vitni um visinda-
lega hugsun þar sem raunhlitar
skoðanir, mannúðarhyggja og
mannkærleikur eru talin bera
óskýrri hugsun vitni. En sé svo,
gef okkur þá nógu óskýra hugsun
og nógu litið af visindalegri ná
kvæmni! Við skulum minnast
þess að útrýmingarbúðir nazist-
anna voru skipulagðar af mikilli
verkfræðilegri snilli, gasið var
meistarastykki fjölmargra efna-
fræðinga og i óhugnaðinn var lögð
mikil visindaleg nákvæmni og
fræðileg skynsemi.
Hugmyndir hermdarverka-
manna um „verkalýðsstétt”, „al-
þýðu”, „kúgun”, „arðrán” —’0g
„ábyrgö” Aldos Moros, eru af
sama toga spunnar, ættaðar úr
„skipulegum og skynsamlegum”
hugarheimi Hegels, Marx og
Marcuse, og skulu þeir þó ekki
dregnir til ábyrgðar, blessaðir
mennirnir, á þvisem gerzt hefur,
þótt hin andlegu afkvæmi séu
skilgetin. En innst og dýpst i
þessum hugarheimi er nefnilega
tóm. Hann hvilir á forsendu af-
neitunar á þeim sem lifið gaf og
gefur og getur einn tekið það aft-
ur til sin, þeim sem er uppspretta
alls mannkærleika og mannúðar-
hýggju.
JS