Tíminn - 23.04.1978, Qupperneq 11
Sunnudagur 23. april 1978
barna skuli heimilt að vinna
skemmri vinnudag en aörir.
En siöasta lagabreytingin,
sem gerö var i jafnréttisátt i
Noregi, var sú, aö nú hefur elzta
dóttir óðalsrétt jafnt og elzti
sonur, en áður gengu óðalsjarö-
ir i arf til elzta sonar.
Konur i herskyldu
Ég held að konur og karlar i
Noregi séu nú jöfn aö lögum i
öllum atriðum, nema hvaö
snertir herskyldu. Stúlkur eru
ekki skyldugar til aö gegna her-
þjónustu eins og piltar, en þeim
er heimilt að gefa sig fram til
herþjónustu, og sumar stúlkur
gera þaö.
Þegar ég hóf afskipti af fé-
lags- og stjórnmálum var fátitt
að konur tækju þátt I þeim.
Smám saman hefur hlutdeild
kvenna orðiö meiri, en okkur,
sem aö þessum málum vinnum
finnst þó aö of fáar konur vinni
að félags- og stjórnmálum.
— Hverjar eru minnisverö-
ustu framkvæmdirnar frá yöar
tiö sem samgönguráöherra?
— Það voru byggöir flugvellir
á Finnmörk, byggðar brýr og
lagðir vegir. Einnig var aukin
áherzla lögö á öryggi i umferö-
inni og byrjað að leggja sérstak-
ar brautir fyrir fótgangandi og
hjólreiöamenn utan sjálfra ak-
brautanna. Astandiö var oröiö
þannig aö viða þoröi fólk ekki að
senda börnin ein i skólann
vegna hættu á umferðarslysum.
Hvers konar þjóðfélag
viljum við?
— Kemur aukin þátttaka
kvenna i stjórnmálum til meö
að breyta gangi þjóðmála?
— Ég tel hún muni hafa áhrif
á hvers konar verkefni, sem
verða talin mikilvægari en önn-
ur. Með aukinni þátttöku
kvenna veröur meiri áherzla
lögð á börnin i þjóðfélaginu.
Harðar verður gengiö eftir að
kröfum um jafnstööu kvenna og
karla verði framfylgt.
— Munu karlar og konur, sem
hyggja á frama I atvinnulifi eða
stjórnmálum, nota sér réttindi
eins og styttan vinnudag eða
lengt orlof vegna barnsfæðing-
ar? (Barnsburðarorlof i Noregi
er nú átján vikur, foreldrar geta
skipt þvi með sér og heimilt er
að taka eins árs leyfi án launa).
— Hér er um það að ræða
hvers konar þjóðfélag við vilj-
um hafa. Mér finnst að fólk eigi
að geta valið. Það á við bæði um
konur og karla, að þau lenda oft
i þeirri aöstöðu aö eiga ekkert
val, og það á i rikari mæli við
um konur. Hvernig fólk nýtir
sér slik réttindi sem þessi er
einstaklingsbundiö.
Nýi ambassadorinn frá Nor-
egi er rétt manneskja á réttum
staö hér á Islandi. Annemarie
Lorentzen á ekki bll, kýs heldur
að ganga, og hún er þegar farin
að stunda sundlaugar.
Annemarie Lorentzen er
ekkja, en þrjú börn hennar eru
búsett I Noregi. — Þau koma
áreiðanlega I heimsókn meöan
ég verö hér.
Vikur fyrir
næstu kynslóð
— Táknar það að þér hafið
hætt afskiptum af stjórnmálum,
að þér hafið tekiö við starfi
ambassadors?
— Já. Ég hef starfað það
lengi að stjórnmálum, að mér
finnst timi til kominn að vikja
fyrir næstu kynslóö. Það merk-
ir þó ekki að ég sé orðin leið á
þeim.
SJ.
Alla daga vikunnar
Alla daga vikunnar kemur Flugfrakt
að austan og vestan.
Að morgni næsta vinnudags
eru pappírarnir tilbúnir.
Sem sagt: Með Flugfrakt alla daga
vikunnar.
frakt
LOFMIDIR
ÍSLAJVDS
Sunnuda Mánudai Þriðjudaj Miðvikui Fimmtut Föstm Laugardagur
Húsgögn fyrir fólk á öllum aldri
nvjnjaTinui 111.
Verö
mjög
hagstætt
rautarholti 2 — Símar 11940 -12691
ALLIR
Einnig ávaiit
fyririiggjandi
flestar
stærðir
hjóibarða -
sólaðir
og nýir
hjólbarð
Hjólbarðasala og
ÖH hjólbarða-
þjónusta
Fljót og góð
þjónusta
POSTSENDUM UM LAND ALLT
VINNU
STOFAN
Skipholt 35
105 REYKJAVÍK
sími 31055