Tíminn - 23.04.1978, Qupperneq 18
18
Sunnudag’ur 23. april 1978
Einar Júliusson.
Tlmamynd Róbert.
hafði komið i hans hlut að dæma i
sakamáli.en eins og alkunnugt er
var Einar lögfræðingur að mennt
og gegndi sýslumannsembætti
um skeiö. I þessu tilviki, sem hér
um ræðir var sekur maður dæmd-
ur til fangelsisvistar. Svo var það
einhvern tima seinna, að Einar
Benediktsson var á gangi niður
Skólavörðustiginn i Reykjavik.
Þegar hann kom á móts við hegn-
ingarhúsið, opnuðust dyr þess og
maður gekk beint i veg fyrir
hann. Þar var þá kominn maður-
inn, sem hann hafði eitt sinn
dæmt til fangelsisvistar — og var
nú búinn að afplána dóm sinn.
Þetta taldi skáldið að hefði ekki
verið nein tilviljun. Og hann tók
það skýrt fram, þegar hann sagði
mér frá þessu, að ef hann hefði
veriö einni, — eða þó ekki hefði
veriðnema hálfri minútu fyrr eða
siðar, á ferðinni — þá hefði fund-
um þeirraekki borið saman, — og
það einmitt á þessum stað. Nei,
þetta var ekki tilviljun, sagði Ein-
ar.
— Heyrðir þú Einar aldrei tala
um skáldskap?
— Jú, þaö kom oft fyrir. Ég
held, að ég hafi einna oftast heyrt
hann minnast á Pétur Gaut, og
mér er nær að halda, að honum
hafi verið Gautur öðrum verkum
hugstæöari að minnsta kosti um
þetta leyti, — á þeim misserum,
sem ég er með i huga.
— Manst þú eftir þvi að hann
færi með ljóð sin fyrir þig eða
aðra?
— Ég man aðeins eftir einum
slikum upplestri. Einar las þá
kvæðið Svartaskóla eftir sig. Það
var ógleymanlegt að heyra hann
hafa yfir þetta þróttmikla og
kynngimagnaða kvæði með djúp-
um, fallegum bassarómi.
Þetta ár sem ég var á sama bæ
og Einar Benediktsson, þjáðist ég
um skeið af brjóstsviða. Þá skrif-
aði Einar á blað ráðleggingar um
það, hvernig ég ætti að lækna mig
af þessum kvilla. Ég hef geymt
það blaö vandlega, og á það enn.
Brekkukot eða Urðarsel
— Kannski við snúum okkur frá
Einari skáldi Bencdiktssyni og
vfkjum talinu að sjálfum þér •
— Það má min vegna. Annars
gætum við haldiö áfram að tala
um Einar Benediktsson i allan
dag, þar er af nógu að taka, en
auðvitað getum við ekki talað
alltaf um sama efnið.
— Er það ekki rétt, að þú sért
með alla fyrstu ibúum Kópavogs?
— Jú, eg er með þeim fyrstu,
sem festu byggð hér, en þó ekki
fyrstur, aðrir voru komnir á und-
an mér. Ég losnaði lika alveg við
þá tilfinningu, sem sagt er að
kvelji suma landkönnuði, þegar
þeir sjá mannaspor á svæðum,
sem þeir hugðu vera ónumin með
öllu. Ég vissi vel, að ég var ekki
fyrsti ibúinn i Kópavogi, þótt þar
væru fáir mannabústaðir, þegar
ég fluttist þangað.
Ég keypti sumarbústað hér i
Kopavogi og fór að byggja við
hann árið 1944, þaö var byrjunin.
Þá var talsvert af sumarbústöð-
um hérna, og menn voru hvað af
hverju aðbreytaþeim og bæta við
þá, svo a hægt væri að búa i þeim
allt árið . Sumarbústaðurinn, sem
ég keypti er enn á sinum stað og
ég bý i honum enn, þótt mörgu
hafi verið breytt og miklu bætt við
húsið i áranna rás. Þaö stendur
vestan til i norðurbrún hálsins, og
útsýnið er fallegt. Brekkan feam
undan er brött, — og nóg er líka af
grjótinu. Þess vegna hefði staður-
inn hvort sem er getað heitið
Brekkukot eða Urðarsel, en þau
nöfn eru bæði vel þekkt úr skáld-
sögum Halldórs Laxness, eins og
menn muna.
— Manstu hversu margir
Kópavogsbúar voru, t.d. fyrsta
A MEÐAN
TIL FJALLA.
Rabbað við Einar Juhusson / Kopavogi
Maður er nefndur Einar Július-
son. Hann er með fyrstu land-
nemum i Kópavogi og fyrsti
byggingarfulltrúinn þar, enda
húsasmiður að mennt. En hann
kann frá mörgu fleira að segja en
þróun byggöar á nesinu milli
Kópavogs og Fossvogs, og hálsin-
um sem gengur inn af þvi. A unga
aldri kynntist Einar nafna sinum,
skáldinu Einari Benediktssyni, og
af þvi að sérhver vitneskja um
þann snilling er okkur kærkomin,
og verður áreiðanlega þvi dýr-
rnætari sem lengra liður, veröur
nú talinu vikið að Einari skáldi,
og þvi, hvernig Einar Júliusson
kynntist nafna sinum.
Kynntist Einari Bene-
diktssyni skáldi
— Hvenær og hvernig kynntist
þú nafna þinum, Einari Bene-
diktssyni skáldi, Einar?
— Það stafaði af þvi, að ég er
uppeldissonur ólafs Þorvaldsson-
ar, sem lengi var þingvörður og
margir kannast við bæði af þing-
varðarstarfinu og ýmsu sem hann
skrifaði, þar á meöal bók um
hreindýr á Islandi. Fósturforeldr-
ar minir bjuggu sem leiguliðar i
Herdisarvik , eignarjörö Einars
skálds Benediktssonar, og þar
voru þau Einar og Hlin samtiöa
okkur. Einar var skemmtilegur
maður og vinsæll, margir sóttust
eftir félagsskap hans, og þvi held
ég að næðið i Herdisarvík hafi
veriðhonum nauösynlegt frá upp-
hafi, hvað þá eftir að heilsuleysi
og aldur fóru að sækja fastara á.
— Hvaö varst þú gamall, þegar
þú kynntist Einari?
— Sautján ára.
— Honum hefur ekki fundizt þú
of ungur til þess að spjalla við
þig?
— Nei, öðru nær. Hann talaði
mikið við mig, og um alla heima
og geima. Einu sinni sagði hann
við mig: ,,Þú kannt að hlusta
nafni minn, það er lika list.”
Einar var mikill mannvinur, al-
þýðlegur og góðgjarn. Einu sinni
kom hann inn til okkar I Herdis-
arvik, settist þar á gamla kistu
og fór að tala viö fóstru mina,
sem var aö sýsla við elda-
mennsku: Ég man, aö hann sagði
eitthvað á þá leiö, að hann væri
ekki orðinn mikils virði núna, en
einu sinni haföi hann kannski
verið jafngildi þyngdar sinnar i
gulli Fóstr a min svaraði og sagöi,
aö vel gæti það veriö rétt, en ekki
viidi hún skipta á skáldinu Einari
Benediktssyni og jafnstórum
klumpi, þó ur skiragulli væri.
Skáldið sagði ekkert, en brosti
viö, og hefur trúlega þótt lofið
gott, enda hefur hann áreiðanlega
vitað, að af einlægni var mælt.
— Þér cr þessi tími auðvitaö
mjög minnisstæður?
— Já en hitt finnst mér ein-
kennilegra, að i endurmin'ning-
unni finnst mér sá tlmi, sem ég
var samtiða Einari Benedikts-
syni, hafa verið miklu lengri en
hann raunverulega var. Ég lærði
svo margt, sá og heyrði svo
margt nýstárlegt, að ég á auðvelt
með að trúa þvi að samvera okk-
ar Einars hafi varað um langt
árabil, þótt ég viti hins vegar ef
ég hugsa mig um, að I veruleikan-
um stóðu kynni okkar ekki nema i
eitt ár, og tæplega þó.
„Lærðu latinu, nafni
minn”
— Mannstu einhver tiltekin um-
ræðuefni ykkar nafnanna, þegar
þið voruð að spjalla saman?
—Ég man miklu fremur hug-
blæinn sem var yfir samræöunni
og áhrifin af henni en einstök
atriði. Samt man ég greinilega
eitt, sem Einar sagði við mig, þótt
mér auönaðist þvi miður ekki að
fara aö ráðum hans i þvi efni.
Hann ráðlagði mér eindregið að
læra latinu. „Lærðu latinu, nafni
minn”, sagð Einar. „Hún er und-
irstaða allra rómanskra mála, og
þar með lykill að rómanska heim-
inum.” í þvi efni gat hann trútt
um talaö, þvi að sjálfur hafði
hann ungur lært bæði forn-grisku
og latinu, og meira aö segja mjög
vel, aö þvi er ég hygg.enda var
hann hámenntaður maður og við-
förull, eins og alkunnugt er. En,
eins og ég sagöi áðan, þá varð þaö
aldrei hlutskipti mitt að læra hina
göfugu tungu latínuna.
— En hvað um aðrar hliöar á
skáldinu en þær sem nú voru
nefndar? Varðst þú til dæmis var
við þá myrkfælni og hjátrú, sem
honum hefur stundum veriö
brugðið um?
— Einar var áreiðanlega tals-
verthjátrúarfullur. Til marks um
bað er m.a. saga sem hann sagöi
mér sjálfur. Einu sinni sem oftar
fV
Jvj í r' & 'l
vruV, > r, ■{
: /P v
V il.ff'C-l
J) Ó J. !
a
■........................i
Þegar Einar skáld Benediktsson vissi, að nafni hans, Einar Július-
son, þjáðist af brjóstsviða, tók hann litla stiiabók, sem hann bar
jafnan & sér, reif úr henni eitt blað og skrifaði á það, hvaða meðal
væri bezt við hinum hvimleiða kvilla, brjóstsviðanum.
kjuA l> Q/fC'jiJtK,
I/ (. ö- Y 4-r OJjJrC^ t
o -C c
Þessar linur hafði skáldið skrifað hinum megin á blaðið, áður en það
rifiö úr stflabókinni, — og það sem hér stendur skráð, er vitaskuld
ekki i neinum tengslum við sjúkleika Einars Júliussonar.
Sunnudagur 23. april 1978
19
heila árið, sem þú áttir heima
þar?
— Nei, það man ég ekki, en
sjálfsagt er hægt að fletta þvi
upp, ef einhvern langar að vita
það. Hins vegar man ég að það
kom i minn hlut að taka hér
manntal árið 1947, og þá voru rétt
um tvö hundruð sálir i byggðar-
laginu.
— Þá hefur Kópavogur ekki
verið sjálfstæður hreppur?
— Fyrst i stað var hann hluti af
Seltjarnarneshreppi, og þá áttu
Kópavogsbúar ekki neina aðild að
stjórnunarmálum hreppsins, en
hreppsnefndin sat auðvitað vest-
ur á Seltjarnarnesi. Ég man, að
einu sinni leituðum við, Kópa-
vogsbúar eftir þvi að fá skóla
handa börnum okkar, en við feng-
um þau svör að það væri til skóli i
hreppnum, Múrarhúsaskóla! Vist
var það alveg rétt og satt, en
hræddur er ég um aö flestum for-
eldrum þætti ónotalegt að þurfa
að senda börn sin i skóla sunnan
úr Kópavogi og alla leið vestur á
Seltjarnarnes.
— En hvernig var að komast á
milli Reykjavikur og Kópavogs
fyrir ykkur fullorðna fólkið, sem
stunduðuð vinnu inni I Reykjavik
og þurftuö að sækja þangað allar
nauðsynjar?
— Við notuðum Hafnarfjaröar-
strætisvagnana, og svo fór hver
úr, þar sem honum þótti hag-
kvæmast. Ég var betur settur að
þessu leyti, en margir aðrir, þvi
að það er tiltölul.ega stutt að fara
héðan og niður á Hafnarfjarðar-
veg, nálægt þeim stað þar sem
Kársnes'brautin lig|!ur núna.
Fyrsti byggingarfulltrú-
inn i Kópavogi
— Sumarbústaðurinn, sein þú
keyptir I upphafi hefur vist ekki
verið stór?
— Nei, ekki er nú hægt að segja
það. Hann var tuttugu og fjórir
fermetrar. Svo breytti ég honum
og bætti við hann, og gerði hann
að sextíu fermetra húsi. Þar bjó
ég siðan með átta manna fjöl-
skyldu, og þar að auki lét ég
hreppnum I té skrifstofu bygging-
arfulltrúa á heimili minu.
— Þú ert fyrsti byggingafull-
trúinn i Kópavogi?
— Já ég lærði húsasmiöar, og
bar að auki hef ég rétt til að
teikna hús. Húsateikningar voru
lengi aðalatvinna min, en annars
var svo i pottinn búiö hér i Kópa-
vogi fyrst f stað, að starf bygging-
arfulltrúa var I raun og veru
ólaunað. Samkvæmt lögum var
þóknun min fimmtán aurar á
hvern teningsmetar i húsum, sem
ég „skipulagði — þaðerað segja
mældi útlóðir og valdi húsunum
stað, sem oft var mikið vanda-
verk, þvi að Kópavogur var allur
óskipulagður og landmælingar
ekki orðnar eins fullkomnar
og núna.Þessir fimmtán aurar á
hvern tenirtgsmeter skiluðu mer
sem sagt fjörutiu og fimm krón-
um i aðra hönd fyrir hvert meðal
stórt hús, — sem er næstum ekki
neitt, jafnvel þótt miðaö sé viö
verðgildi peninga á fyrstu árum
minum i þessu starfi, hvað þá
eins og siðar varð. Það eru þvi
ekki miklar ýkjur þótt ég segi að
starf byggingarfulltrúa i Kópa-
vogi hafi veri ólaunað framan af
árum.
— Svo þróuðust málin smám
saman I þá átt, að Kopavogur
losnaði úr tengslum við Seltjarn-
arneshrepp og geröist að lokum
sjálfstætt bæjarfélag.
— Já. Fyrir rösklega þrem ára-
tugum var stofnaður gagnmerk-
ur fél.skapur hér i Kópavogi, sem
hét Framfarafélag Kópavogs. i
það gengu mjög margir, þótt til
væru þeir sem litu félagið horn-
auga. Þaö voru einkum menn
sem vilja hafa lág gjöld og lítil
umsvif.
I hreppsnefndarkosningum,
sem mig minnir að færu fram]
sumarið 1946, bauö Framfarafé-
lag Kópívogs, fram sérstakan
lista, og svo fór, að það fékk
kjörna þrjá menn af fimm i
hreppsnefnd Seltjarnarness-
hrepps. Þar með var það séð að
Kópavogur hlyti að verða sjálf-
stætt sveitarfélag og síðan þarf
ekki að rekja söguna þvi að hún
mun flestum kunn.
Kom niður á forna
hleðslu
— Lentuð þið, frumbyggjar
Kópavogs ekki i vandræöum með
ýmsa sjálfsagða hluti eins og til
dæmis drykkjarvatn, frárennsli
og annað slikt?
— Vist voru lifnaðarhættirnir
frumstæðir fyrst i stað. Vatn var
hér ekkert, og þess vegna ekki
heldur neitt skolpræsi. Rafmagn
þarf auðvitað ekki aö nefna.
Um mig er það að segja, að ég
byrjaði á þvi að ganga frá rotþró
og koma upp salerni. En litið
gagn var að þeim útbúnaði, ef
ekki var neitt vatn fyrir hendi.
Þann vanda leysti ég með þvi að
grafa brunn skammt frá sumar-
bústaðnum, sem e'g var nú að
gera að ibúðarhúsi.
— Var ekki erfitt að finna not-
hæft brunnstæði hér i Kópavogi
innan um allt þetta stórgrýti, þar
sem hver vatnsdropi hripar
niður á milli ótal Grettistaka?
— Jú vist er landið ekki glæsi-
legt til þeirra hluta, svona yfir aö
lita, en ég beitti gamalli og góðri
aðferö til þess að finna brunn: Ég
notaði brjdstvit mitt.
— Og þar hefur vatn verið fyrir,
sem þú leitaðir?
— Já og ekki aðeins það, heldur
kom ég lika niður á hringmynd-
aða hleðslu, auðsjáanlega geröa
af manna höndum. Hún var á
tveggja metra dýpi, sat á hinni
svokölluðu isaldarklöpp sem er
hér undir og langt frá þvi að nein
merki hennar sæjust á yfirborði
jarðar.
— Þetta bendir til forn:ar
mannvistar i Kópavogi?
— Það tel ég vist. Ég tilkynnti
þennan fund til Fornleifafélags-
ins en hleðsian hefur ekki enn
verið rannsökuð.
— En þú hefur ekki hreyft neitt
við þvi sem þú fannst þarna?
— Nei hleðslan er óhreyfð á sin-
um stað, og eki neinum vand-
kvæðum bundið aö rannsaka
hana, þótt dálitlum jarövegi hafi
verið ýtt yfir gamla brunninn
minn, sem nú hefur verið lagður
niður fyrir iöngu.
— Reyndir þú ekki að gizka á til
hverra nota þetta mannvirki
hefði veriö á sinni tið?
— Nei, slikt er ekki á færi leik-
manna. Hleðslan er of litil um sig
til þess að hafa verið stekkur,
fjárbyrgi og annað þess háttar.
Mérdatthelztihug,að þarna hafi
verið brunnur I fyrndinni, — og þá
hef ég ekki heldur verið fyrsti
maðurinn, sem lét sér detta i hug,
eða fann á sér, að þarna væri
vatn undir.
— Hvað sem þvi liður, þá hefur
þessi brunnur þinn dugað þér vél
— og trúlega hefur sama vatns-
bólið svalað þorsta einhverra
löngu horfinna og gleymdra
manna, sem unnu og urðu þyrstir
á þessum sömu slóðum fyrir óra-
löngu.
— Ekki er það óliklegt. En um
brunn minn er þaö að segja, að
hann dugði alltaf, nema i mestu
þurrkum og mestu vetrarfrost-
um. Þá þornaði hann og þá þurfti
ég að sækja vatn til Reykjavikur.
— Var þaö ekki erfitt og óþægi-
legt?
— Jú en annars var ég miklu
betur settur i þvi efni en flestir
aðrir Kópavogsbúar á þessum ár-
um. Nokkrir kunningjar minir
unnu I frystihúsi i Reykjavík.
Þeir áttu ráð á tankbil, fylltu
hann af vatni og færöu mér, en ég
hellti þvi i brunninn, og komst
þannig hjá þvi að nota tunnur, en i
þeim hefðivatniö auðvitað fúlnað
miklu fyrr en i brunninum. Aftur
á móti lagði ég vatnsleiðslu upp á
loft i húsinu minu, kom þar fyrir
tunnu og dældi vatni i hana af þvi
að vatnsleiðslan úr brunninum
dró ekki þangað upp. Dæluna,
sem ég notaði til þess arna, á ég
enn, og geymi hana sem minja-
grip. Þaðer gott að vera stundum
minntur á þá daga, þegar lifið var
þægindasnauðara og frumstæð-
ara en núna — þótt enn hafi
reyndar flestir viö nóg vandamál
að glima.
„Ef til vill er mér leið-
beint”
— Þú sagðir áðan, að ef þú hefð-
ir hitt á aö grafa niður á fornt
vatnsból, þegar þú þér brunn,
þá hefðir þú ekki veriö fyrsti
maðurinn sem lét sér detta i hug,
eðafánná sér, aö þar væri vatn.
Hvað áttir þú við með þessu?
— Ég hefði kennski ekki átt að
fara aö gefa þetta í skyn, en sann-
leikurinn er sá, að ég finn oft
ýmislegt á mér, sem ég get ekki
sannað á stundinni, en reynist
engu að siður rétt.
— Getur þú nefnt mér einhver
frekari dæmi um þetta en brunn-
inn góða, sem þú fannst með
eölisávisun þinni?
— Ja, hvort ég get. Þegar ég
var ungur drengur henti mig einu
sinni það óhapp aö týna vandaðri
hárgreiðu, sem ég átti, og það
þótti mér mikiö mein, þvi að þá
höfðu börn minni auraráð, en nú,
og gátu ekki alltaf bætt sér slikan
skaða með þvi að hlaupa út i
næstu búð. Nóttina eftir að greið-
an týndist, dreymdi mig að til
min kæmi kona sem sagði við
mig, að sér væri vel kunnugt um
að ég hefði týnt greiðunni minni,
en hún vissi lika hvar hún væri
niður komin. og það skyldi hún nú
segja mér. Siðan sagði hún mér
náifvæmlega hvar greiðan lægi,
og hvaöa hlutir væru þar hjá
henni. Þegar ég vaknaði um
morguninn, mundi ég drauminn,
klæddi mig i skyndi og fór á
staðinn, sem mér hafði verið
visað til. Og ekki stóð á þvi:
Þarna lá greiðan min og allir þeir
hlutir, sem konan hafði sagt að
væru þar. Og þá var ég bæði
glaður og þakklátur.
— Hefur þessi ágæta kona leið-
beint þér upp frá þessu?
— Ekki veit ég það, ég hef
aldrei séð hana eða heyrt siðan.
Hitt er vist, að siðan hefur mér oft
gengið vel að finna týnda hluti.
Til dæmis um það er eftirfarandi
saga:
Ég var sjúklmgur á Vifilstöðum
i þrjú ár, núna ekki alls fyrir
löngu. Þá gerðist það eitt sumarið
sem ég var þar, að kunningja
minn þar á staðnum henti það
óhapp að týna bíllyklunum sin-
um. Honum þótti þetta vont, eins
og eðlilegt var, enda þurfti hann
innan skamms að fara til Reykja-
vikur i nauðsynlegum erindum.
„Heldur þúekkiað lyklarnir séu
inni I bílnum eða rétt hjá honum”,
sagði ég. Nei, ekki hélt hann það,
en þó varð úr, að ég færi með hon-
um þangaö sem billinn stóð,
skammt fyrir utan sjúkrahúsið.
Eigandinn fór nú að leita inni i
bilnum, en ég gekk eins og i hálf-
gerðri leiðslu út á grasflöt, þarna
rétt hjá. Flötin var vel sprottin og
grasið talsvert háít, enda sá ég
ekkert þar. Allt i einu rak ég
hendina niður i grasið og dró þar
upp lyklana, eins og sjónhverf-
ingamaður, sem er a leika listir
sinar fyrir trúgjörnum áhorfend-
um. Það var eins og mér væru
þessar hreyfingar ósjálfráöar,
bæði að ganga út á flötina og eins
•hitt að reka hendina niður i gras-
ið, einmitt á þessum bletti, þótt ég
sæi ekki nein merki til þess aö
lyklarnir gætu verið þar. En
svohefur þetta oftverið. Ef til vill
er mér leiðbeint. Ég veit það ekki,
en það er engu likara en að svo sé.
Þorsteinn Valdimarsson
og Steinn Steinarr
— Nú ert þú búinn aö eiga hér’
heima i nærri hálfan fjórða ára-
tug. Séö þú ekkert eftir þvi að
hafa flutt úr sjálfri Reykavik og
setzt að á þessum grýtta hálsi,
þar sein margur mannabústaöur-
inn gæti vcl heitið Urðarsel?
— Nei ég sé ekki eftir þvi að
hafa gerzt einn af landnemum
Kópavogs. Það er fallegt að horfa
að heiman frá mér niður yfir
Fossvogsdal og norð-vestur um
Framhald á bls. 35
Svona leit hann út, sumarbústaðurinn, sem Einar Júliusson keypti. A
myndinni sést, að Einar er búinn að byggja kjallarann, og reykháfur-
inn, sem fenginn var i gömlurn og ónýtum skipsskrokk, stendur I loft
upp, einn sér.
Kópavogur er næst-fjölmennasti bær á lslandi. Reykjavik ein telur fleiri Ibúa. En þar, eins og annars
staðar, áttu frumbyggjarnir við margvislega örðugleika að etja. Þó mun þeim flestum, ef ekki öllum,
vera hið sama i hug og Einari Júliussyni, að þeir iörizt þess sizt af öllu að hafa setzt aö I Kópavogi, enda
er bæjarstæði þar með afbrigðum fagurt.
, iV liraK
//-*
Herdiarvik. t þessum bæ bjuggu Einar Benediktsson og Hlin Johnson I tvibýli við ólaf Þorvaldsson og
fjölskyldu hans á meðan verið var aö byggja hús Einars Benediktssonar I Herdisarvik