Tíminn - 23.04.1978, Síða 22

Tíminn - 23.04.1978, Síða 22
22 Sunnudagur 23. april 1978 UM 78% ÍBÚAAUKNINGAR Á ÍSLANDIFRÁ ALDAMÓTUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU: T!L HÖFUÐB ORGA FUNNA R . mm ALDARLANGA EÍNSTEFNU JB —Reykjavikhefuri hart nær eina öld verið vaxtarbroddur is- lenzka þjóðfélagsins. Frá þvi um 1880 má segja, að hún hafi verkaðsem stór segull og dregið að sér fólk úr öllum áttum, og siðan um siðustu aldamót hafa breytingar á búsetu lands- manna einkennzt af hlutfalls- legri aukningu ibúa Reykjavik- ur og nágrennis miðað við aðra landshlusta. Hefur um 78% ibúaaukning á Islandi, á nefndu timabili, orðið á höfuðborgar- svæðinu. Stafarþettaekki af þvi að náttúruleg fjölgun Reykja- víkurbúa hafi orðið meira en annars staðar, heldur koma hér búferlaflutningar ti]. Beindust þeir einkum til höfuðborgarinn- ar framan af öldinni og fram til um 1960að þróuninfer að snúast við. Arið 1976 verður svo í fyrsta sinn i sögunni fækkun á ibúa- fjölda Reykjavikur. Má þvi kannski segja, aö flóttanum til höfuðborgarinnar sé lokið. Er þessar niðurstöður að finna i grein i Fjármálatiðind- um. Greinin nefnist Fólksflutn- ingar til Reykjavikur og er eftir Bjarna Reynarsson. Höfum við gert n.k. samantekt á helztu atriðum þar í og birtist hún hér. Ójöfn þróun i ibúa- dreifingu Eftir jafna og svipaða ibúa- dreifingu á Islandi frá upphafi þjóðveldisaldar fer aö bera á myndun þéttbýlis á 19. öld. Og tvo siðustu áratugi hennar hóf- ust flutningar til hinna nýmynd- uðu þéttbýlisstaða fyrir alvöru. Um siðust aldamót bjuggu 76.308 manns á landinu öllu. Af þeim bjó þá tæpur fjórðungur á 18 þéttbýlisstöðum, þar af rúm 8% i Reykjavik, er taldi um 6.600 ibúa. Ef litið er á meginþætti fólks- flutninga innanlands á árunum 1901-1960, kemur fram, að Reykjavik hefur verið aðalað- flutningsstaður landsins, og fram til ársins 1960 óx enginn staður til jafns við hann. Flestir aðrir þéttbýlisstaðir hafa haft tiltölulega litið aðdráttarafl, en frá sveitunum hefur verið stöðugur straumur brottflytj- enda tii Reykjavikurog annarra þéttbýlisstaða. Jafnvægi miili dreifbýlis og þéttbýlis varð um miðjan þriðja áratuginn.. Voru þá rúmlega 108 þúsund ibúar á landinu. íbúar Reykjavíkur voru þá orðnir 25% þjóðarinnar. Arið 1974 bjuggu hins vegar að- eins 13.5% ibúa i dreifbýli. Um 1920 höfðu þegar byggzt upp um 30 fiskiþorp, flest með færri en 100 ibúa. Það ár var Reykjavik strax orðin um sex sinnumstærrien Akureyri, næst stærsti þéttbýlisstaðurinn, með 18.5% ibúa landsins eða 17,450 ibúa. Einum áratug siðar eru ibúar Reykjavikur orðnir 25% af heildinni. Nær þetta hlutfall hámarki um 1960, þegar Reykjavik varð átta' sinnum stærri en Akureyri og bjuggu þá cúmlega fjörutiu prósent lands- manna i höfuðborginni. Arið 1910 varð hlutfallslega mest ársaukning i Reykjavik, eða 9%. Þá fluttu því fleiri til bæjarins sem upphafsstaður þeirra var nær borginni , þó eru flutningar frá kaupstöðunum hlutfallslega meiri en úr sveit- um. Fram til 1930 jukust flutningar úr öllum" landshlut- um. Arið 1930 höfðu um og yfir 20% fæddra i sýslunum á Suður - og Vesturlandi flutzt til Reykjavikur. Flutningar úr sveitum náðu hámarki í kring um 1940 er um og yfir 30% fæddra i sýslum á Suður- og Vesturlandi höfðu flutzt til borg-. arinnar. Frá öðrum sýslum I landinu höfðu flutzt fleiri en 10% þar fæddra, nema frá Eyja- fjarðarsýslu og Þingeyjarsýsl- um. Um 1950 var mjög farið að draga úr flutningum til Reykja- vfkur úr sveitum á Suður- og Vesturlandi, en frá sveitum i öðrum landshlutum fluttu hlut- fallslega heldur færri en 1930. Flutningar frá kaupstöðum héldu áfrarn og jukust fram til 1950 eða jafnvel lengur. Var það ár enn um helmingur lands- manna fæddur i sveitum, en að- eins fjórðungur bjó þá þar. Reykjavik hafði þá eflzt lang- mest allra staða við fólksflutn- inga. Var flutningsjöfnuður Reykjavikur 22.277 eoinstakl- ingar. Flutningsjöfnuöur kaup- staða var þá 6.676 ibúar og kauptúna 2.968. En þá höföu sveitir misst 3.939 fbúa. Neikvæður flutningsjöfnuður. Eins og áður greinir er þaðekkifyrr en um 1960, sem þessi flutningsþróun stöðvast. Og bað sem einkennir flutninga landsmanna 1961-1976 er það að brottflutningur Reylívikinga til nágrannasveitarfélaganna tek- ur við og flutningsjöfnuður Reykjavikur verður sifellt nei- kvæðari að undanskildu harð- indatimabili 1967-1971 er brottflutningur úr borginni dróst saman og aðflutningur jókst að sama skapi. Heildarflutningsjöfnuður Reykjavikur var aðeins jákvæður 3 ár á ti'mabilinu 1961-76. Nátturuleg fjölgun borgarbúa (fæðingar-dauðsföll) þetta timabil var mest 1964 1304 einstaklingar og minnst árið 1975 eða 849. Náttúrleg fjölgun borgarbúa fer heldur minnk- andi. Eftir 1971 veröur mikil aukn- ing i brottflutningi frá Reykja- vfk en aðflutningur stendur i stað og hélzt það hlutfall svipað um 5 ára timabil. Arin 1974-1976 var heildarflutningsjöfnuöur Reykjavikur neikvæður. Mörg byggðarlög og þéttbýlisstaöir 'nafa nú jákvæðan flutningsjöfn- uð ggnvrt höfuðborgarsvæð- inu og Reykjavik lagt til stærsta 'iiutann af vexti annarra sveit- ■ ilélaga á svæðinu, sem sjá má af þvi, að áriö 1974 kom 67% aö- fluttra til þessara sveitarfélaga frá Reykjavik.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.