Tíminn - 19.05.1978, Blaðsíða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Kindur hafa oftast þótt I styggara lagi en þaö á vist ekki viö um þessa. Eigandinn, Gunnar Vilbergssonar, lögregluþjónn f Grinda-
vik stundar sauðfjárræktina i tómstundum sinum og er ekki sá eini ^ islandi. Myndina tók Róbert, ljósmyndari Timans, i bliðskapar-
veðri i Grindavik á miðvikudag.
SSt — Þetta var tiltölulega fyrir-
hafnarlítill sigur hjá mér i dag,
sagði Friðrik ólafsson i samtali
viö Timann i gær, en hann haföi
þá nýlokið skák sinni við Spán-
verjann Sanz, en eins og kunnugt
er var skák þeirra frestað.
„Ég fórnaði peði snemma i
skákinni og fékk upp úr þvi góða
sóknarmöguleika á kóngsvæng
sem ég notfærði mér vel. Smám
saman þrengdi ég aö Spánverjan-
um og varð hann að gefast upp i
25. leik”, sagði Friðrik ennfrem-
ur.
Siðasta umferð mótsins verður
tefld i dag og þá mætast þeir
Friðrik og Larsen og verður fróð-
legt að sjá hvort Friðrik tekst að
snúa jafn snoturlega á Larsen og
á Reykjavíkurskákmótinu. Sigur
Friðriks i viöureign þeirra gæti
þýtt sigur hans á mótinu., en þá
verður Tukmakov að tapa fyrir
Sax, en þeir eigast við i siðustu
umferðinni.
Staða efstu manna fyrir siðustu
umferð er nú þessi:
1. Tukmakov 10 1/2 v.
2. Friðrik 10 v.
3. Sax 9 1/2v.
á.Stean 9v.
Athyglisverðar upplýsingar um útivinnu hjá borginni:
Virkur vinnutími hjá
Hitaveitunni aðeins 27%
Hægt að auka hann i 51-63% með bættu skipulagi
Þ.Þ. — 1 sjónvarpsumræöunum
um borgarstjórnarkosningarn-
ar i Reykjavik, sem fóru fram i
fyrrakvöld, upplýsti Kristján
Benediktsson borgarfulltrúi, að
rannsókn, sem Hitaveita
Reykjavikur hefði falið Ingimar
Hanssyni rekstrarverkfræöingi
aö gera, hefði leitt i ljós, að
virkur vinnutimi hjá útivinnu-
flokkum Hitaveitunnar, væri
ekki nema um 27%. Aðrir hlutar
vinnutimans fóru i bið og akstur
(31%), upphaf og lok verks
(22%) og aögerðarleysi (20%)
Verkfræðingurinn taldi, að með
bættu skipulagi mætti auka
virkan vinnutima úr 27% I 51%
og jafnvel I 63%.
A 11 siðu Timans er birtur
kafli úr ræðu Kristjáns Bene-
diktssonar, þar sem fjallað er
um þetta efni.
Sigurvon
hjá Friðrik:
Vann
Sanz
Undanþága fyrir olíuskipið ekki veitt
„Benzínlaust
um mánaðamótin
JB — Allt bendir til þess að sam-
göngur muni stöðvast nú um
mánaðamótinef fram heldur sem
horfir, þvi að eftir þvi sem kom
fram er Tíminn ræddi við Árna
Þorsteinsson hjá Oliufélaginu er
reiknað með að þær benzin-
birgöir, sem tileru i landinu verði
þá uppurnar. Er þetta bein af-
leiðing þess að rússneska olíu-
skipiðsem hingað kom I fyrrinótt
með oliu og bensin gat ekki losað
farm sinn sökum oliuinnflutn-
ingsbannsins. Skipið átti að losa i
HafnarfirðiogReykjavik i gær og
höfðu Oliufélögin farið þess á leit
við Verkamannafélögin Hlif og
Dagsbrún að þau veittu undan-
þágu til losunar farminum. Svar
Hlifar var þvert nei, en að sögn
Halldórs Björnssonar hjá Dags-
brún hafði bréfiö ekki verið tekiö
sérstaklega fyrir og sagði hann að
margt þyrfti að breytast ef þeir
ættu að gefa jákvætt svar við
beiðninni. Aður haföi oliuinn-
flutningsbannið, sem gekk i gildi
þ. 11 sl. og átti að standa i hálfan
mánuð verið framlengt. Von var
á öðru oliuskipi hingað upp úr 25.
mai en að sögn Arna Þorsteins-
sonar var þeirri ferð frestað.
Er blaðiö ræddi við Arna Þor-
steinsson i gær, sagði hann
ómögulegt að segja til um hversu
lengi skipið yröi látið biða hér en
félögin hafa 36 klst. til umráða til
aö losa skipiö og rennur hann út
siðdegis f dag. Sagði hann þaö
mótast ákaflega mikið af þvi sem
væri að gerast i rikisstjórninni
um þessi mál. Benti hann enn-
fremur á það að rússneski skips-
eigandinn væri búinn aö leigja út
skipið eftir þessa ferð og væri
hann orðinn anzi órólegur að vita
það hér meö það dvissu ástand er
nú rikti. Kostnaður við að láta
oliuskipiðbiöa er um kr. 600.000 á
dag, og sagði Arni Þorsteinsson
það þungan bagga.
,,Viö lendum fyrst i þvi að
greiða þetta en það fer siöar út I
verölagið og lendir þá á hinum al-
menna borgara eins og við reynd-
ar vorum búnir að benda á,”
sagði hann, ,,en þetta er engin
smáupphæö fyrir fyrirtækin að
þurfa að greiða svona. Eins og
áður sagði er þetta i höndum
rfkisstjórnarinnar og samninga-
nefndanna og það eina sem ég get
sagt er að þaö er eindregin von
okkar aö einhver lausn fáist
kannske fyrir tilstilli rikis-
stjórnarinnar. Það hlýtur að vera
kominn gifurlegur þrýstingur á
þá frá útflutningsaðilum og svo á
að auki að stöðva samgöngur nú
um mánaöamótin. Svona ástand
er slæmt fyrir alla.”
Japanir:
Breytingar
á ákvörðun
hvalveiði-
kvótans
Tokyo/Reuter. Japanir vilja
að hvalveiðikvótinn verði
ákveðinn á þriggja ára fresti I
staö þess að vera ákveðinn ár-
lega, að þvi er segir i tilkynn-
ingu frá japanska hvalveiöi-
ráðinu. Að sögn gefst þá betri
timi til að rannsaka stærð
stofnsins hverju sinni áður en
nýr kvóti er settur.
Japanir og Sovétmenn veiöa
75% allra hvala sem veiddir
eru i heiminum, en Japanir
eiga nú aðeins einn flota hval-
veiðiskipa vegna þess aö
veiðarnar hafa dregizt gifur-
lega saman. Japanir munu
leggja tillögur sinar fram á
fundi Alþjóðlega hvalveiöi-
ráösins i London i næsta
mánuði.