Tíminn - 19.05.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.05.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. mal 1978 7 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson, Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slðimúla 15. Slmi 86300. Kvöldslmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Blaðaprent h.f. Gamall grýlusöngur Það skorti ekki, að frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins reyndu að bera sig mannalega i sjón- varpsþættinum um borgarstjórnarkosningarnar i Reykjavik. Flestir þeirra skoruðu á kjósendur að dæma borgarstjórnarmeirihlutann eftir verkunum. Þó kom jafnan i ljós, að sá grunur læddist að þeim, að þetta væri ekki nóg. Þess vegna var það þrauta- lendingin hjá þeim öllum að gripa til gömlu grýlu- kenningarinnr, að hreint öngþveiti myndi skapast i borgarmálefnum Reykjavikur, ef Sjálfstæðis- flokkurinn missti meirihlutann og stjórn borgarinn- ar þyrfti að byggjast á samstarfi fleiri flokka. Það er ekki undarlegt þótt frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins kyrji þennan gamla söng. f meira en hálfa öld hefur þeim tekizt að fá meirihluta Reyk- vikinga til að dæma flokkinn ekki eftir verkunum. í staðinn hefur þeim tekizt að hræða nógu stóran hluta þeirra með hinum óskaplega glundroða, sem myndi koma til sögunnar, ef Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann. Ef reykviskir kjósendur lita út fyrir borgarmörk- in, komast þeir strax að raun um, að þessi grýlu- söngur hefur ekki við neitt að styðjast. Mikill meirihluti kaupstaða og kauptúna býr við sam- stjórn fleiri flokka. Litum t.d. á næsta nágrannabæinn, Kópavog, sem um árabil hefur búið við samstjórn fleiri flokka. Svo algerlega hefur þessi samstjórn i Kópavogi sigrað stjórn Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik, að fólk og fyrir- tæki hafa flutt i stórum stil frá Reykjavik til Kópa- vogs. Það kom glöggt fram i umræddum sjónvarps- umræðum, að bæjarmál eru að þvi leyti frábrugðin landsmálum, að áhugamál flokkanna fara þar mjög saman. Þvi er samvinna þeirra miklu auðveldari á sviði bæjarmála en landsmála. Þar hefur þvi sam- vinna þeirra yfirleitt gengið vel. Þar hefur það sannazt i flestum tilfellum, að árangurinn verður þvi betri sem fleiri vinna saman. Þrátt fyrir þetta kann svo að fara, að grýlusöng- urinn gagni Sjálfstæðisflokknum enn svo vel, að hann haldi meirihlutanum. En missi flokkurinn hann, þurfa Reykvikingar ekki neitt að óttast. Það sýnir reynslan annars staðar. En takist ekki að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins, er samt mikilsvert að hann fái aukið aðhald með þvi að tapa niunda borgarfulltrúanum. Niðurstöður siðustu borgar- stjórnarkosninga og þingkosninga sýna, að Fram- sóknarflokkurinn er langnæstur þvi að vinna það sæti. Ótti Guðrúnar Það kom ljóst fram i niðurlagsorðum Guðrúnar Helgadóttur i sjónvarpsumræðunum að hún treystir takmarkað á, að Alþýðubandalagið hafi unnið sér traust á sviði borgarmála. Þetta er rétt ályktað. Guðrún skoraði þvi á kjósendur að láta borgar- stjórnarkosningarnar snúast um launamálin. Það er ekkert á móti þvi, að kosið verði um þau, en það á að gerast i alþingiskosningunum, en ekki borgar- stjórnar- og sveitarstjórnarkosningunum. í borgar- stjórnar- og sveitarstjórnarkosningunum á að kjósa um borgarrnál og sveitarstjórnarmál og frambjóð- endur á þeim vettvangi. Mánuði síðar fá kjósendur tækifæri til að fella dóm sinn um landsmálin i þing- kosningunum, sem þá fara fram. Ku Klux Klan að breytast i fasistasamtök: Gyðingar hafa alheims- samsæri á prjónunum Blökkumenn nægir að fara eins með og gert er í Suður-Afriku Hinn nýl beAskapnr Ku Klux Klan er fyrst og fremst grimmilegt Gyöingahatur og hugmyndirnar fengnar ab iáni frá nazistum og fasistum. Þegar bandarískar konur efndu til landsþings I Houst- on, sendu hin gömlu leyni- samtök, Ku Klux Klan, á vettvang verndar- og gæzlu- sveitir karimanna, er áttu aö vaka yfir þvi, aö veik- lundaöar og övarkárar - konur yröu ekki kynvilltum systrum sinum aö bráö i margmenninu. Þetta framtak er ekki neitt eins- dæmi. Dag og nótt eru sveitir úr Ku Klux Klan á ferli viö suöurlandamæri Bandarikjanna til þess aö hafa gát á þvi, aö fdlk frá Mexikó stelist ekki yfir iandamærin, þvi aö þaö er á þeim bæ taliö þannig ættaö, aö ekki sé fengur aö þvi. I augum þorra Bandaríkja- manna eru þeir, sem standa aö Ku Klux Klan, enn sem komiö er, samsafn undarlegra manna. En þess er aö gæta, aö Ku Klux Klan tekur nú örum breytingum. Hitt er annaö mál, hvort þær eru til bóta. Menn í hvítum kyrtlum eru hættir aö brenna krossa i byggöum og bæjum Suöurrikj- anna. Þaö er ekki heldur fariö jafnleynt og áöur. Nú er fariö aö innrita nýja félaga i borgum Bandarikjanna, einnig i Noröurrikjunum. Boöskapurinn hefur talsvert breytzt, og nú er han fyrst og fremst Gyöingahatur. Ku Klux Klan hefur þegiö aö láni margs konar kenningar frá fasistum og nazistum á blómatima þeirra i Evrópu. Enn kveöur þó ekki aö ráöi aö ofbeldisaögeröum. Trúboö sitt rekur hreyfingin aftur á móti af miklu kappi. Maöurinn aö baki þessum breytingum heitir Daviö Duke, aöeins tuttugu og sjö ára gamall. Hann er fremur laglegur, sæmilega mennt- aður, allvel greindur og mikill þrætubókarmaður. Hann reynir ekki aö dyljast, heldur sækist ákaft eftir því aö vekja á sér athygli. Hann segir, ab félagatalan hafi tvöfaldazt siöan áriö 1976, en aðrar tölur vill hann ekki nefna. Hann fer lika undan I flæmingi, þegar vikiö er aö eft irlitssveitunum við landamæri Mexikó. Hann segir, aö þær séu óvopnaöar og starf þeirra fólgiö i þvi aö gera lögreglunni viövart um fólk, sem kemur inn i landiö án nausynlegra skilrikja. Hann segir einnig, aö viöa i Bandarikjunum séu hópar, sem hafi þaö verkefni að þefa uppi fólk, sem þangað hafi komiö án lagaleyfis. En þetta eru aukaverkin hjá Ku Klux Klan. Megináherzlan er lögö á aö berjast gegn Gyöingum. Og kenningin er hin sama og hjá Hitler og félögum hans: Júðarnir teygja anga sina I allar áttir. Þeir hafa á prjónunum alheimssamsæri og ætla aö leggja veröldina undir sig. Júöarnir stofnuöu til heims- styrjaldarinnar siöari I þvi skyni aö útrýma þeim, sem uppgötvað höfðu hvaö þeir höföust aö. — Þaö voru Júðarnir, sem tortímdu milljónum og aftur milljónum, segir Daviö Duke skrækróma. Og nú drottna þeir yfir öllum fjölmiölum i Bandarikjunum og stýra stjórnmálamönnunum. Allir hljóta að sjá, aö hverju fer. Bandarikjamenn dragast meira og meira inn i ófriöinn fyrir botni Miöjarðarhafs, af þvi aö Júðarnir hafa ákveöiö, að svo skuli vera, enda þótt meirihluti þjóðarinnar sé þvi andvígur. Eins er þaö meö innanlands- málin, bætir hann viö. Þó ab 80% Bandarikjamanna sé á móti þvi, að börnum úr fátækrahverfunum sé ekiö i skóla, þar sem þau blandast saman viö almennileg börn, þá er það gert. Júðarnir hafa komið þvi i kring. Daviö Duke ef hraðmælskur og hefur öll svör á reiöum höndum. Hann kann sina kenningu upp á sina tíu fingur. Þegar talið berst aö nazistum, gætir þó nokkurrar varúöar. Hann visar þvi samt alveg á bug, aö nazistarnir þýzku hafi myrt sex milljónir Gyðinga. — Þaö er ekki annað en lygi, sem Júöarnir hafa fengið fólk til þess aö trúa i þvi skyni aö fita sig á þvi, segir hann. 1 Auswitz voru bara vinnubúöir, þar sem búiö var til gervi- gúmmi. Þaö er Júðalygi, aö þar hafi verið tortimingar- stöö! Og þá er þaö afgreitt. Siöan fer hann aö tala um sjálfan sig, sem hann telur auö- heyranlega einhvers konar frelsaramanngerð: Hann vill ekki annað en menn kynnist sannleikanum og læri aö skilja, hvaö þeim sjálfum er farsælast. Hann staðhæfir, aö hvitir menn i Bandarikjunum séu hinn undirokaði meirihluti, og nú tali svartur Bandarikja- þegn, sendiherra rikisins hjá Sameinuöu þjóöunum, um meirihlutastórn i Ródesiu og Suður-Afriku. En hann sér ekki, hvernig þetta er hér hjá okkur, segir Davið Duke sorg- bitnum rómi. Er þaö hugsan- legt, að enginn geti sameinaö Bandarikjamenn? Almenningsálitinu er stjórnaö af Sionistum, sem ráða blöðunum, sjónvarps- stöövunum, bókaútgáfunni og kvikmyndunum, segir hann. Og þannig er þetta um öll Vesturlönd. Þetta er kol- krabbinn mikli, sem teygir arma sina um allar trissur og bruggar okkur launráö alla daga: Sionistarnir, Júðarnir, sem ætla aö steypa vestrænni menningu og gerast herrar heimsins. Þeirra aöferö er að niðurlægja alla, sem eru af öðru þjóöerni og hreykja sjálfumsérá rústunum. Þetta er alþjóöleg áætlun. Þeir halda alls staöar hópinn, þeir blekkja alla.og sjálfir eru þeir rikastir allra. Ku Klux Klan hefur myrt mikinn fjölda svartra manna á liðinni tiö. En Davið Duke telur, að þaö hafi ekki orðið til mikils gagns. Þaö sér ekki högg á vatni. Óskadraumur hans er kynþáttaaögreining eins og í Suöur-Afriku og kannski tvær rikisstjórnir, hvit alrikisstjórn og kynþátta- stjórn, og i og meö brott- flutningur blökkufólks til Afriku, svo aö hlutföllin haldist þægileg. Og svo notar hann tækifæriö til þess aö eigna Gyöingum þræla- verzlunina á átjándu og nitjándu öld, og stórkostlegt arðrán i Suðurrikjunum eftir þrælastriöið, auk þess sem þeir fiti sig enn á eymdinni i blökkumannahverfunum. — Marxismi og kapitalismi er hvort tveggja uppfinning Júöa, segir hann —tværhliöar á sama fyrirbæri. Sjálfur segist hann kjósa viðskiptafrelsi og athafna- frels i —, ,undir traustu eftirliti sterkrar rikisstjórnar”. Daviö Duke heldur enn fast viö hvitu kyrtlana. En innan undir þeim eru ekki lengur einvörðungu feitir, miöaldra borgarar, heldur einnig ungir menn og jafnvel konur. Og sjálfum hefur honum tekizt meö ágætum aö komast i blöö og sjónvarp — þrátt fyrir meinta yfirdrottnun Júöanna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.