Tíminn - 19.05.1978, Blaðsíða 6
!H
6
Föstudagur 19. maí 1978
Opnaður hringvegur
— Jarðgöng í Oddsskarði
— Átak í Borgarfirði
— Veg um Holtavörðuheiði
— ræða samgönguráðherra, Halldórs E. Sigurðssonar, um skýrslu
um vegaáætlun 1977, flutt á Alþingi í síðasta mánuði
Hr. forseti. Á þingskjali
592 er skýrsla
samgönguráðherra um
framkvæmd vegaáætl-
unar 1977. Mun ég nú
gera grein fyrir skýrslu
þessari, en hún gerir að
vanda grein fyrir tekj-
um og útgjöldum
vegasjóðs. Ber hún það
með sér að vegasjóður
fékk á árinu 1977 það
fjármagn til ráðstöfunar
sem gert var ráð fyrir i
vegaáæ^lun enda þótt
tilfærslur yrðu þar á
milli einstakra liða.
Þrátt fyrir mikinn innflutning
bifreiða og 9,5% aukningu á
benzínsölu frá fyrra ári uröu
rauntekjur af benzingjaldi 2.350
m. kr. istað 2.410m. kr., sem gert
hafði verið ráð fyrir og var ástæö-
an sú aö ekki var notuö heimild
laga til hækkunar gjaldsins i
samræmi við hækkun byggingar-
visitölu.
Sama er að segja um
þungaskatt. Hann reyndist 79 m.
kr. lægri en gert hafði verið ráö
fyrir af sömu ástæðu.
Gúmmígjaldiö reyndist meira
en áætlaö haföi veriö, en hlutur
þess er m jög litill i heildarupphæð
markaðra tekna.
Það sem vantaöi á að markaðar
tekjur heimtust inn var bætt með
auknu rikisframlagi, sem nam
alls 904 m. kr. i staö 779 m. kr.
sem áætlað hafði verið.
Lánsfé var 1.600 m. kr. eins og
reiknað hafði verið meö. t þvi var
hlutur spariskirteina 1.350 m. kr.
en happdrættisskuldabréfa 250 m.
kr. Af þessu lánsfé var hlutur
áætlunar um norður og austurveg
850 m.kr.
Nýjar reglur um
snjómokstur
Eins og á siöasta ári er i þessari
skýrslu gerð ýtarleg grein fyrir
notkun þess f jár sem ætlaö var til
viðhalds. Sumarviðhaldi var
haldiö innan ramma áætlunar-
innar en vetrarviðhald fór fram
úr áætlun, en þaö fer fram eftir
sérstakri áætlun um snjómokst-
ur, svokólluðum snjómoksturs-
reglum. Nýjar reglur gengu i
gildi i ársbyrjun 1977 sem hnigu i
þá átt að auka snjómokstur frá
þvi sem áöur hafði veriö og niður-
skurður á fjárveitingu til vetrar-
viðhalds reyndist ekki raunhæfur.
Sérstök athýgli skal vakin á
uppdrætti i skýrslunni sem sýnir
þær umferöartakmarkanir sem
setja varö á vegi meðan frost fer
úr þeim. Ber hann með sér að
aðalvegakerfi vestur-norður- og
austurlands er lamaö vikum
saman eftir að snjóa leysir og þaö
á þeim tima árs sem áburðar- og
fóðurbætisflutning^r þurfa aö
fara fram. Bendir þaö til að ekki
beri siður að hyggja aö burðarþoli
veganna en að leggja á þá bundið
slitlag eða byggja þá upp úr snjó.
Hér má einnig geta þess aö á
undanförnum árum hefir Vega-
geröin unniö markvisst að skrán-
ingu umferðarslysa með þaö fyrir
augum að endurbæta þá vega-
kafla sem hættulegir eru og þá
staöi á vegunum, sem reynzt hafa
slysagildrur.
Þáttaskil á Austurlandi.
Eins og undanfarin ár var
verulegum hluta fjárveitinga til
vegamála varið til nýbygginga og
endurbygginga vega. A þvi sviði
náðust merkir áfangar og má þá
fvrst nefna að s.l. haust var
umferð hleypt um jarðgöngin
undir Oddsskaröi sem unnið héfir
verið við undanfarin ár. Hefir
þegar komið fram hversu þýðing-
armikil samgöngubót þetta er
fyrir Neskaupstað og reyndar
alla byggð á Austurlandi.
önnur vegagerð á Austurlandi
olli þáttaskilum í samgöngum i
þeim landsfjórðungi enda þótt
henni sé langt frá því lokið, en það
er vegurinn fyrir Hvalsness- og
Þvottárskriöur sem leysti af
hólmi veginn um Lónsheiði.
Margar fleiri nýbyggingar má
nefna af þeim sem skýrsian
greinir frá, svo sem áframhald-
andi framkvæmdir við Suöur-
landsveg austan Þjórsár,
Eyrarbakkaveg og fleiri vegi á
Suðurlandi, Vesturlandsveg á
Kjalarnesi og Þingvallaveg I
Reykjaneskjördæmi, brúaigerð-
ina I Borgarfirði og Akranesveg á
Vesturlandi, Vestfjarðaveg um
Hörgsúes og Djúpveg á Vestfjörð-
um, Norðurlandsveg um Holta-
vörðuheiði, á Hrútafjarðarhálsi,
á öxnadalsheiði, norðan Akur-
eyrar og um Vikurskarð á
Norðurlandi, svo dæmi séu nefnd.
Ekki reyndist fjármagn það
sem Alþingi haföi ætlað til þess-
ara framkvæmda nægilegt og
urðu margir til að leggja þvi liö
að vegagerð varð meiri en til
stóð. Lánað var til nýbygginga
verulegt fé, um 67 m. kr. sem
bráöabirgðalán heimamanna
ýmissa byggöarlaga, 231 m. kr.
sem vinnulán bifreiða- og véla-
eigenda, 15 m. kr. lán verktaka til
slitlagagerðar, um 51 m. kr. frá
Viðlagatryggingu, rikissjóöi o.fl.
til vegagerðar i Mývatnssveit
vegna hættu á eldsumbrotum á
þeim slóðum og milli 5 og 6 m. kr.
til viöhalds þjóðvega.
Auk þessara lána fékk svo
Vegageröin heimild til að taka lán
hjá Seölabanka íslands að
upphæð um 350 m. kr. sem hún
notaði að mestu til að fjármagna
brúargeröina i Borgarfirði, jarð-
göngin undir Oddsskarö, vega-
gerðina á Holtavörðuheiði,
framkvæmdir á Þingvallavegi og
á Heydal.
Af brúargerðum á árinu 1977
má nefna Urriðaá á Mýrum,
Gljúfurá i Húnavatnssýslu, Mjóa-
dalsá á Sprengisandsvegi,
Hvaldalsá og Kolgrimu, auk
margra annarra sem skýrslan
greinir frá.
Auknar tekjur
sýsluvegasjóða.
Vegna breytinga þeirra sem
gerðar voru á vegalögum voriö
1977 jukust tekjur sýsluvegasjóða
frá þvi sem ella hefði verið vegna
heimildar um aukið framlag
hreppsfe'laga og mótframlags
rikisins. Ahrifa þessarar
lagabreytingar mun þó gæta enn
meira á yfirstandandi ári.
Við sömu lagabreytingu var og
gerö sú breyting að þéttbýlisfé
skyldu þau kauptún fá sem höföu
200 ibúa I stað 300 áður. Af
þessum sökum fengu nú Búðar-
dalur, Tálknafjörður, Súöa
vík, Hofsós, Hrísey, Grenivik og
Breiðdalsvik úthlutað þéttbýlisfé.
25 kaupstaðir og kauptún fengu á
árinu fé úr 25% sjóði til gatna-
gerðar. 1 árslok töldust þjóðvegir
I þéttbý li 135.6 km.
Til vélakaupa á árinu var variö
133.4 m. kr. fyrst og fremst til
endurnýjunar bifreiða Vegagerð-
arinnar, svo og til kaupa á smærri
tækjum til brúa- og vegageröa.
Kaflar eru f skýrslunni, sem
sýna hvar unnið var að smiðum
áhaldahúsa og skrifstofuhúsnæðis
og aö hvaöa rannsóknarverkefn-
um var unnið fyrir það fé, sem
lögum samkvæmt er varið til til-
rauna.
Nokkur halli varð á vegaáætlun
1977 sem stafar fyrst og fremst af
umframeyöslu viö snjómokstur,
en eins og fram hefir komiö áður,
varfjárveiting til hans skorin nið-
ur i meðförum þingsins, án þess
að snjómokstursreglum væri
breytt um leið.
(Hér er sleppt úr kafla)
Yfirlit framkvæmda
s.l. 4 ár.
Þar sem þetta er siðasta
skýrsla um framkvæmd vega-
áætlunar, sem lögð er fram á
yfirstandandi kjörtimabili, vil ég
gefa stutt yfirlit um framkvæmd-
ir á vegakerfinu árin 1974 til 1977.
Alls hafa verið lagðir 50 km af
bundnu slitlagi, þar af 46 km á
stofnbrautum. Malarvegir, sem
lokið hefur verið viö og teknir til
umferðar.eru alls 828km, þ.e. 506
km á stofnbrautum og 322 km á
þjóðbrautum. Byggðar hafa verið
57 brýr, 10 m og stærri, og er
heildarlengd þeirra 1815 m. Loks
hafa verið byggðar 45 smábrýr og
er lengd þeirra alls 282 m. I tölum
um brýr eru einnig taldar með
brýrá sýsluvegum og fjallvegum.
Af einstökum verkum, sem
framkvæmd hafa verið á þessu
timabili, verða hér talin nokkur
þaíi,<hglztu.
Lokiö var framkvæmdum á
Skeiðarársandi og hringvegurinn
þar meö opnaður. Suðurlands-
vegur frá Selfossi austur í Holt
hefur \ð6rið - endurbyggður með
bundnu slitlagi.
Garðskagavegur frá Keflavik
að Geröum hefur verið byggöur
með bundnu slitlagi.
Framkvæmdir hófust i Borgar-
firöi og á Holtavörðuheiði, og
munu þær verða mikil samgöngu-
bót þegar lokið verður.
Djúpvegur var opnaður á tima-
bilinu og gerbreyttust samgöngur
á Vestfjöröum við það. Þá var
einnig opnaður Vestfjarðavegur
um Hörgsnes. Af framkvæmdum
á Norðurlandi vestra má benda á
vegagerð i Hrútafirði og einnig
um Hrútafjarðarháls, en þeirri
vegagerð er þó ekki lokið enn.
Ennfremur náðist mikilsverður
áfangi veð byggingu nýrrar brúar
á Austurós Héraðsvatna og teng-
ingu hennar.
Á Norðurlandi eystra hefur
verið unniö að framkvæmdum á
Oxnadalsheiði og hefur þegar
verið náð umtalsverðum áföng-
um þar. Ennfremur hefur verið
unnið að vegagerð norðan Akur-
eyrar og á Svalbarðsströnd.
Opnun jarðganga i Oddsskarði
ber hæst af framkvæmdum á
Austurlandi, en þar má einnig
nefna þýðingarmikinn áfanga á
Fjaröarheiöi,’ sem þegar hefur
sannað gildi sitt fyrir vetrarsam-
göngur Ennfremur er hin nýja
leið fyrir Hvalnesskriður, sem
opnuö var s.l. haust, þýðingar-
mikil fyrir samgöngur
Austurlands, þó að þær
framkvæmdir séu enn aöeins á
byrjunarstigi.
1 þessu yfirliti er einungis
drepið á helztu atriði, en af þvf
sést að nokkuð hefur miðað I
vegaframkvæmdum, þó ekki sé
þvi að leyna aö þaö sé mun hægar
en æskilegt hefði verið og ég hefði
kosiö.
Lagabreytingar
A kjörtimabilinu hefur
vegalögum veriö breytt tvisvar
sinnum, þ.e. árin 1975 og 1976.
Þessar breytingar snerta einkum
þrjú svið vegamála.
Ifyrsta lagi hefur ákvæöum um
þéttbýlisvegi veriö breytt.
Samkvæmt þeim breytingum
falla nú undir ákvæði laganna öll
kauptún með 200 ibúum og fleiri, i
staö 300 ibúa áður. Ennfremur
var sú breyting gerð að nú eru
tekin 25% af heildarframlagi til
þjóðvega i þéttbýli i stað 10% áö-
ur og skiptir fjárveitinganefnd
þvi fé sérstaklega til að ná stærri
áföngum I stað og gera þannig
vinnubrögð hagkvæmari. Reynsl-
an af siðara atriðinu hefur þegar
sýntaðsúbreyting ertil bóta. Um
fyrra atriðið er hins vegar það aö
segja, að nokkuð er misjafnt
ennþá,hvernig hún kemur út fyrir
einstaka staði, sem fengu þjóð-
vegi i þéttbýli samkvæmt breyt-
ingunni. Þó er ljóst að hlutur
þeirra mun vænkast mjög þegar
þeir fá úthlutun úr 25% sjóönum.
1 öðru lagi hafa ákvæði um sýslu
vegi tekið verulegum breyting-
um. Með hinum nýju ákvæðum
fjölgaði sýsluvegum mjög,
þannig að vegir að velflestum
bæjum eru nú sýsluvegir.
Jafnframt hefur framlag til
sýsluvega verið stóraukið, bæði
frá heimamönnum og úr vega-
sjóði. Hafa þessar breytingar i
heild valdiö gerbreytingu til bóta
að þvf er varðar hag sýsluvega og
horfur um framkvæmdir á þeim.
Þriðja meginbreytingin, sem
gerð hefur verið á vegalögum
snertir flokkun þjóðvega, og ýmis
atriöi sem tengd eru flokkuninni
Með hinum nýju ákvæðum var
horfið frá fyrri skiptingu þjóð-
vega i hraðbrautir, þjóðbrautir og
landsbrautir. Rök fyrir þessari
breytingu voru mörg, en þar ber
hæst tvö atriði.
Hið fyrra er sú nauðsyn að lita á
þýðingarmestu vegi landsins sem
eina heild, þ.e. hringveginn og
helztu tengivegi út frá honum.
Með þvi móti mætti meta þarfir
fyrir uppbyggingu einstakra vega
og vegarkafla án tillits til þess i
hvaða kjördæmi þeir eru.
Siöara atriðið, sem leggja ber
áherzlu á, er að með hinni nýju
skiptingu I stofnbrautir og þjóð-
brautir, opnuðust möguleikar á
þvi að ráðast i stærri verkefni, við
ar á landinu en áður haföi verið,
þar eð mörg kjördæmi höfðu eng-
ar hraöbrautir innan sinna
marka, en verulegur hluti fjár-
veitinga hins vegar bundinn við
framkvæmdir á hraðbrautum.
Reynsian af þessum breyting-
um er ekki löng enn sem komið er
og þvi ekki mikið um hana að
segja. Telja verður þó breyting-
una skref i rétta átt, en hún skilar
þó vart fúllum árangri nema með
breyttu vinnufyrirkomulagi við
meðferð og @fgreiðslu vegáætlun-
ar, og veríjMr vikið nokkru nánar
aö þeim málum hér á eftir.
Starfsháttabreyting
fjárveitinganefndar
1 nefnd þeirri, sem samdi
frumvarp það til laga um ofan-
greindar, breytingar á flokkun
vegakerfisins, sátu fulltrúar allra
þingflokka auk ráðuneytisstjóra
samgönguráðuneytisins og vega-
málastjóra. i athugasemdum
, nefndarinnar með frumvarpinu
segir, að hún hafi með tillögu um
breytingu á flokkuninni gengið út
frá þvi, aö við meðferð vegáætl-
unar á Alþingi fjalli fjárveitinga-
nefnd Alþingis i heild um skipt-
ingu fjárveitinga til einstakra
stofnbrauta og að ekki verði um
þann vegflokk beitt
hundraöshlutaskiptingu þeirri
milli kjördæma, sem gilt hefur
um þjóðbrautir og landsbrautir
um nokkurt árabil.
Að baki þessari hugmynd
nefndarinnar um meðferö máls-
ins á Alþingi mun hafa legið sú
skoðun, aö með þessu móti mætti
fá betri yfirsýn yfir heildarþarfir
stofnbrautakerfisins og um leið
meiri hreyfanleika i fjárveitingar
milli kjördæma.
Þar með ykjust möguleikar á
að ráðast I stærri verkefni þar
sem þeirra væri þörf hverju sinni
og þeim lokið á hæfilegum tima
án tillits til þess i hvaða kjördæmi
þau væru.
Reyndin hefur hins vegar orðiö
sú að fjárveitinganefnd hefur
ekki fjallaö sem slik um fjárveit-
ingar til einstakra stofnbrauta,
heldur hefur stofnbrautafé i aðal-
atriðum verið skipt milli
kjördæma i ákveönum hlutföll-
um Breyting á þessum hlutföllum
milli ára hefur átt mjög erfitt
uppdráttar, þannig að sá hreyf-
Framhald á bls. 16.