Tíminn - 19.05.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. mal 1978
9
á víðavangi
1 framfarátt
Fyrir nokkru var fjallað um
skattamálin og hin nýju
skattalög i forystugrein
Austra, málgagns Fram-
sóknarmanna á Austurlandi. 1
þessari forystugrein er fjallað
um helztu efnisatriði hinna
nýju laga og gerð grein fyrir
félagslegu inntaki þeirra.
Austri segir:
„Á undanförnum árum hef-
ur mikið verið rætt um skatta-
mál. Þessiumræða hefur mót-
azt af afleiðingum verðbólgu
og þeim mismun sem hún
skapar. Auk þess verða
breyttar þjóðfélagsaðstæður
ávallt tilefni til breytinga á
skattalögum.
Mikið starf hefur verið unn-
ið við undirbúning frumvarpa
til laga um skattalög. Þessi
undirbúningur hefur nú loks
komið fram i frumvarpi til
laga um tekjuskatt og eigna-
skatt og staðgreiðslu skatta.
Með því að lögfesta frv. til
laga um tekjuskatt og eigna-
skatt erlagður grundvöllur að
mikilsverðum umbótum i
skattamálum. i þessu sam-
bandi má nefna eftirfarandi:
Frádráttarliðum sem hafa
skapað mismun manna i milli
er fækkað og öllum heimilað
að draga a.m.k. 10% frá laun-
um sinum.
Söluhagnaður af eignum i
atvinnurekstri verður ekki
lengur skattfrjáls og
fyrningarákvæðum er gjör-
breytt.
Tekin er upp sérsköttun
hjóna. Með þeim er viður-
kenndur réttur hvers ein-
staklings til sjálfstæðs mats á
tekjum sinum og f járhagslegri
stöðu við skattlagningu. Hins
vegar verður heimilt að milli-
færa persónufrádrátt miili
hjóna ef hann nýtist ekki. Með
þessu er lögð áherzla á að
þrátt fyrir rétt til sjálfstæðs
mats á tekjum verður að taka
tillit til fjölskyldunnar I heild
við skattlagninguna.
Sérstakar barnabætur að
upphæð kr. 25.000 vegna ungra
barna eru teknar upp. 1 þeim
felst nokkur bót til handa fólki
með ung börn sem hefur
mestu byrðina við aðkoma sér
fyrir og skapa sér traustan
grundvöll I lifinu. Með þessu
er viðurkennt og mörkuð
stefna sem tekur tillit til þess-
ara aðstæðna, þótt ljóst sé að
upphæð þessa þurfi að hækka i
framtiðinni. Gert er ráð fyr-
ir margvislegum öðrum
breytingum, en aðalatriðið er
það að lögin munu hafa veru-
leg áhrif á tekjuskiptingu og
eignaskiptingu i landinu.
Skattar munu lækka á lág-
launamönnum en hækka á há-
launamönnum. Aukið tillit er
tekið til barnmargra fjöl-
skyldna og aðila með lltinn
frádrátt. Verðbólgugróði
verður skattlagður.
Að sjálfsögðu er frumvarp
þetta ekki gallalaust og vart
hægt að hugsa sér breytingar
á skattalögum án ágreinings.
Hins vegar eru I þvi það
veigamiklar umbætur, að
sjálfsagt er að lögfesta það og
vinnna siðan áfram á þeim
grunni að frekari umbótum,
sérstaklega á framkvæmda-
sviðinu, svo sem aðhalds og
eftirlits.
Skattalög verða að byggja á
þeim megingrunni að þau miði
að jöfnuði I þjóðfélaginu, bæði
að þvi er varðar tekjuskipt-
ingu og eignaskiptingu.
Framsóknarflokkurinn
hlýtur sem félagshyggjuflokk-
ur að styðja löggjöf sem miðar
að þessu marki.
í tilefni þessara orða Austra
er vertað menn velti þvi fyrir
sér nú að það hlýtur að teljast
einkennilegt að stjórnarand-
stæðingar margir hverjir
vildu ekki styðja frumvarp
sem fól beinlinis I sér að bætt
yrði úr ýmsu því misrétti i
skattamálum sem hvað allra
mest hefur veriö deilt um á
siðari árum.
Menn hefðu satt að segja
frekar vænzt þess að gagn-
rýnisraddar heyrðust frá
hægri vegna þeirra nýmæla
sem erað finna I lögunum, t.d.
um tekjuskatt þeirra sem
stunda eigin atvinnurekstur,
um skattskyldu söluhagnaðar
og skatt af verðbólgugróða.
Um það verður ekki deilt
með rökum að nýju lögin um
tekju- og eignarskatt eru ein-
dregið framfaraskref og I rétt-
lætisátt. Hitt er þó ljóst að nú
er eftir að fylgja þeim fram i
verki og i skattamálum er
framkvæmdin bæði mjög flók-
ið mál, þarfnast góðs undir-
búnings og skipulagningar og
hefur mjög afdrifarik áhrif á
allt þjóðfélagið. Það er full
ástæða að almenningur fylgist
náið með öllu þvi starfi nú á
næstu mánuðum.
JS
Eigum fyrirliggjandi frá
DUALMATIC
f Bandaríkjunum:
Driflokur — Stýrisdempara — Hjólbogahiif-
ar — Tilsniðin teppi á gólf — Varahjóls og
bensinbrúsagrindur — Bensinbrúsa — Hett-
ur yfir bensinbrúsa og varahjól — Blæjuhús
á Willysjeppa, hvit og svört.
Getum útvegað blæjuhús á flestar gerðir
annarra fjögradrifabila.
Póstsendum.
Einkaumboð á Islandi:
VÉLVANGUR HF.
Hamraborg 7 * Kópavogi
Sfmar 42233 - 42257
PÓST- OG SÍMAMÁLA
STOFNUNIN
óskar að ráða
Loftskeytamann/simritara hjá Pósti og
sima á ísafirði.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá
starfsmannadeild og umdæmisstjóra á
ísafirði.
Auglýsing
Yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis
mun hafa aðsetur á skrifstofu formanns,
Erlends Björnssonar, sýslumanns á
Seyðisfirði, við alþingiskosningar sem
fram eiga að fara sunnudaginn 25. júni
næstkomandi.
Framboðslistum ber að skila til formanns
yfirkjörstjórnar ekki siðar en miðviku-
daginn 24. mai næstkomandi klukkan 24.
Yfirkjörstjórnin kemur saman á skrif-
stofu formanns fimmtudaginn 25. þ.m.
klukkan 14 til að úrskurða um framboðs-
lista, sem borizt hafa og gefst umboðs-
mönnum listanna kostur á að vera við-
staddir.
F.h. yfirkjörstjórnar Austurlandskjör-
dæmis.
Seyðisfirði 18. mai 1978
Erlendur Björnsson.