Tíminn - 19.05.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.05.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 19. mai 1978 Sameining kaupfélaga í V.-Barð. rætt við Svavar Júliusson kaupf 1 framhaldi af þvi að Kaupfé- lag Patreksfjarðar er oröið stór hluthafi i fiskvinnslunni á Bildu- dal og rekur þar einnig verzlun- arútibú, er rætt um að sameina kaupfélögin á þessum tveimur stöðum, enda hefur Kaupfélag Arnfirðinga á Bildudal hætt starfsemi sinni. Jafnframt er fyrirhugað, að Kaupfélag Rauðasandshrepps sameinist þessu félagi. Þessar upplýsing- ar komu fram þegar blaðamað- ur ræddi við Svavar Júliusson, kaupfélagsstjóra á Patreks- firði, nýlega. Svavar sagði, að þessi sam- eining ætti aö veröa til mikilla hagsbóta fyrir samvinnuverzl- un i Vestur-Baröastrandarsýslu og auka þjónustu við ibúana i héraðinu. — Til þess að þessi sameining geti orðið að veruleika verða stærri staðirnir að styðja smærri staðina i sinni uppbygg- ingu, sagði Svavar. Áherzlu verður að leggja á greiðar og góðar samgöngur, þvi án þess geta stærri staðirnir ekki sinnt hlutverki sinu sem þjónustu- miðstöðvar. Svavar lagði á það áherzlu, að allar sveitir og byggðakjarnar sýslunnar yrðu efldir jafnt, og ekki mætti láta einn staðinn efl- ast á kostnað annars. A þann hátt einan gætu allir staðirnir staðið saman út á viö. Kaupfélagiö á Patreksfirði rekur alhliða verzlun og þjón- ustu við ibúana á Patreksfirði og Barðaströnd. Einnig er þaö með útibú á Bildudal, eins og áður sagði. Þá rekur félagið Bátar f höfn á Patreksfiröi. Frystihús I eigu kaupfélagsins og fleiri I baksýn. Timamynd Mó. sláturhús á Skjaldvararfossi á Barðaströnd og sitthvað fleira. Auk þessa er kaupfélagið stærsti hluthafinn i Vélsmiðj- unni Loga á Patreksfiröi og Hraðfrystihús Patreksfjarðar er eign Kaupfélagsins og nokk- urraannarra aðila. Þá er kaup- félagið með stærri hluthöfum I fiskvinnslunni á Bildudal, en hlut i þvi fyrirtæki keypti félag- ið, til þess að rétta starfsemi þess fyrirtækis við, þegar erfið- lega gekk fyrir nokkru. MÓ. Vaxandi áhugi á framhaldsnámi — rætt við Kolbrúnu Ingólfsdóttur skólastjóra Reykhólum 1 vetur eru 40 börn i Barna- og unglingaskólanum að Reykhól- um. Þangað sækja nám ungl- ingar úr öllum hreppum Aust- ur-Baröastrandarsýslu, en yngstu börnunum er kennt heima i hverri sveit. t vetur er nokkru færra i skólanum en verið hefur aö undanförnu, vegna þess að þar er ekki niundi bekkur. Hins vegar er fyrirhug- að að næsta vetur veröi niundi bekkur I skólanum og munu þá tveir árgangar sækja nám i þeim bekk. Kolbrún Ingólfsdóttir skóla- stjóri sagði i viðtali við Timann, að sér þætti vera vaxandi áhugi hjáforeldrum til að hvetja börn sintil framhaldsnáms. Fram að þessu hefði sér ekki fundist nægjanlega mikið um það, að unglingar úr sýslunni færu i framhaldsnám. En menntun væri undirstaða alls og mikils um vert fyrir ungt fólk að afla sér staðgóðrar menntunar, burtséð frá þvi að hverju það hyggðist starfa I framtiðinni. Kolbrún sagði, að Aust- ur-Barðstrendingar væru i fræðsluumdæmi með öðrum Vestfirðingum og er fræðslu- skrifstofan á ísafirði. Þetta er mjög erfitt, enda á sýslan 'miklu auðveldara með að hafa sam- skipti við Vesturland. Þangað er miklu auðveldara að sækja hvers konar þjónustu,en til ísa- fjaröar er ófært langtimum saman, nema með þvi að fara um Reykjavik! Að lokum var Kolbrún spurð hvernig henni likaði að búa út á landi. Kvað hún það gott að mörgu leyti. Fólk væri þar afslappað og rólegt, en hún kvaðst sakna margs úr þéttbýlinu. En við sækjum margt tá Reykjavikur Kolbrún Ingólfsdóttir og förum þangað oft, sagöi Kolbrún að lokum. Mó. — og bjargaði þar með heyskapn Rætt við ungan bónda á Ingunna stöðum i Geiradalshreppi Ég hef veriö aö taka við bú- skap hér smátt og smátt af foreldrum minum,sagði Daniel Heiðar Jónsson bóndi á Ingunn- arstöðum i viðtali við Tímann. Ég hef starfaö að búskapnum héralla tið utan þess tima, sem ég var burtu vegna minnar skólagöngu og hef eignazt skepnur smátt og smátt. Þetta hefur þvi ekki verið neitt átak, enn sem komið er, en nú verð ég að fara að byggja hér upp eigi ég aö geta búiö áfram. — Þeir segja það sumir, að fjárhúsin standi vegna þess að þau vita ekki i hvora áttina þau eiga að detta. Þá er hlöðupláss mjög litið og lélegt og engan veginn nægjanlegt fyrir það hey, sem ég þarf. Daniel kvaðst hafa gert m< það tilraun rigningasumar: 1976, að grafa gryfju i mel v túnið og verka allt hey sem vc hey i þessari gryfju. Með þesí móti sá hann borgið heyskap um og fékk ágæta verkun á he; inu. En verkið er mikið að veb - inum við að moka öllu heyinu upp úr gryfjunni á vagn og aka heim aðhúsum. Siðan þarf hann að bera það i körfu inn á garð- ann. — Þetta er allt i lagi þegar veður er gott, sagði Daniel, en það er kalsamt að standa við að moka tvö hundruð göfflum af votheyi á vagn i norðan stór- hrió. 1 fyrra vetur var gott veð- ur allan veturinn, og þvi réðist égi að fylla gryfjuna aftur, en i Daniel Helðar I votheysgryfjnnni, sem hann gróf. I þessari gryfju hefur hann verkað allt sitt hey tvö undanfarin sumur og ekiö þvi siðan heim að húsum á vetrum. Þetta er mikið verk og erfitt, og nú hyggst Daniel byggja sér flatgryfju til þess að verka votheyið I. Timamynd MÓ. vetur hefur verið mikil ótið og tel ég ófært að leggja i það einn vetur enn að verka hey i gryfj- unni. Þvi verð ég að ráðast i að býggja votheyshlöðu ef ég á að geta búið áfram. t framhaldi af þvi verð ég siöan að byggja ný fjárhús. Daniel sagði að hann legði áherzlu á að fá sem mestan arð af hverri kind. Eitt árið hefði hann fengið 80% af ánum með tveimur lömbum og væri það takmarkið. MÓ. gna W Útboð Tilboð óskast I ljósaperur (220 V.) og ræsa fyrir skóla Reykjavikurborgar. Ctboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Revkjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 6. júni 1978 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNU^ REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Kór Langholtskirkju heldur hljómleika Um helgina heldur Kór Lang- holtskirkju tvenna tónleika i Reykjavik. Efnisskráin verður fjölbreytt og meðal verka verður mótettan „Jesu meine Freude” eftir Johan Sebastian Bach. Þá mun kórinn frumflytja verk sem tónskáldin Þorkell Sigurbjörns- son og Jón Asgeirsson sömdu sér- staklega fýrir hann i vetur. Þau verðameðal verka sem hann flyt- ur á Norræna kirkjutónlistarmót- inu I Helsinki i sumar en þar veröur kórinn i annaðsinn fulltrúi íslands á sliku móti. Tónleikarnir um helgina verða lokatónleikar kórsins á þessu starfsári en i vet- ur hélt hann þrenna tónleika auk þess að taka þátt i hátiðarhljóm- leikum Landssambands bland- aðra kóra. Fyrri tónleikarnir verða i Langholtskirkju föstudagskvöldið 19. mai og hefjast klukkan 21:00 og siðari tónleikarnir I Háteigs- kirkju laugardaginn 20. mai klukkan 17:00. Miðar verða seldir við innganginn, en styrktarfélag- ar fá að venju ókeypis aðgang. Stjórnandi kórs Langholts- kirkju'er Jón Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.