Tíminn - 28.05.1978, Síða 6

Tíminn - 28.05.1978, Síða 6
6 Sunnudagur 28. mai 1978. menn og málefni Sigrum þá í kosningunum Mikil hætta vofir yfir þeim flokkum, sem fara lengi meö öll völd á sama staö. Þeir staöna, margvislegar freistingar veröa áleitnar i skjóli hins mikla valds og þeir hlaöa upp i kring um sig viöamiklu bákni sem aö lokum fer sinu fram. Dæmi um þaö.til hvers órofin valdaaöstaöa um langan tima leiöir, má hvarvetna sjá ef menn svipast um i kring um sig. Sjálfstæöisflokkurinn I Reykja- vik er eitt dæmiö um þetta. Hann hefur á löngum valdaferli hlaöiö 1 kring um sig hverju bákninu á fætur ööru, unz stjórnkerfiö er oröiö svo flókiö og þunglamalegt aö þaö er beinlinis hemiil á eöli- lega framþróun. Þetta þekkja þeir bezt sem eitthvaö þurfa til bæjarins að sækja.svo fremi sem þeir eru ekki i þeirri flokksnáö aö njóta þar svonefndrar „fyrir- greiöslu” sem ekki er beinlinis þekkileg hliö stjórnarfarsins. 1 þessu þunglamalega stjórnkerfi eru svo aö segja allir æöstu em- bættismenn borgarinnar flokks- bundnir Sjálfstæðismenn,undan- tekningarnar ekki nema tvær eöa þrjár,og segir sig sjálft eftir hvers konar reglum valið hefur veriö til embættanna. Flokksgæðingar í fyrirrúmi Þetta er Sjálfstæöishúsiö viö Skaftahllö. Hver sem lftur þaö augum minnist Armannsfellsmálsins. Þaö mun um langan aldur minna Reyk- vlkinga á spillingu þá sem dafnaö hefur I skjóli hins gamalgróna Sjálf stæöismeirihluta I borgarstjórn Reykjavlkur. Þeir sem leggja fram fé til flokksþarfa hafa fengiö „fyrirgreiöslu” hjá borgarstjórninni. Kerfið gleypir nær allar tekjurnar Sú yfirbygging sem þannig hefur hlaðizt upp er oröin svo mikil aö hún er aö sliga borgar- sjóðinn. Aætlaðar tekjur Reykja- vikurborgar á þessu ári eru 14.762.049 þús krónur. Af þessari miklu fúlgu mun sem næst hálfur þrettándi milljaröur fara i beinan rekstrarkostnaö. fskyggilegast af öllu er þó aö þetta hlutfall hefur sifellt hækkaö meö hverju ári og stefnir óðfluga aö þvi aö ekkert veröi afgangs til framkvæmda, svo aö innan skamms viröist reka aö þvi aö nálega hverja krónu sem til framkvæmda fer veröi aö taka aö láni, svo fremi aö ekki verður i taumana tekið. Samt sem áöur er margvíslegri þjónustu af hálfu borgarinnar mjög áfátt og má þar nefna strætisvagnaferöirnar- sem eru alls ófullnægjandi og ekki aöeins léleg þjónusta við þá,sem ekki eiga bila eöa ekki aka bilum, heldur leiðir beinlinis til aukins slits á götum og meiri hættu á slysum og bilaskemmdum og þar meö hærri tryggingagjöldum en ella þyrftu að vera. Þó aö byggt hafi veriö eitt nýtt biðskýli,sem sætt var færi að taka i notkun fá- um dögum fyrir kosningar, kem- ur það ekki nema að takmörkuðu gagni, þegar bæöi fjöldi ferða og afmarkaðar leiöir strætisvagn- anna sjálfra eru ófullnægjandi. Þvi fer lika viös fjarri svo aö annaö dæmi sé nefnt að borgin standi í stykkinu með lóöir undir byggingar, er aftur leiðir til brottflutnings fólks og fyrirtækja i næstu byggöarlög, þar sem bet- ur er i haginn búið. Goðsögnin um f jár- málastjórnina Sjálfstæöismenn hafa reynt ab búa til þá goösögn aö þeir séu öörum hæfari til þess aö sýsla við fjármál. Hinn ofboðslegi og sl- hækkandi rekstrarkostnaður á vegum Reykjavikurborgar mælir gegn þeirri kenningu. En þaö er margt fleira sem varpar skugga á þá óskamynd. Arið 1974 var kom- ið i slikt óefni meö fjárhag Reykjavfkur, að allar fram- kvæmdir stöövuðust á miöju sumri, örskömmu eftir siöustu bæjarstjórnarkosningar. Yfir- dráttarskuld bæjarins i Lands- bankanum nem oröið sjö hundruð milljónum króna sem aö sjálf- sögöu var miklu geigvænlegri fjárhæö en sú tala væri nú. I reynd riöaöi borgin á barmi gjaldþrots undir handleiöslu fjár- málasnillinganna. Til þess óyndisúrræðis varð aö gripa aö taka erlent lán sem stööugt hefur svo hækkaö aö inn- lendri krónutölu vegna gengis- fellinga og gengissigs. Nú er svo komið skuldum Reykjavikur- borgar að afborganir og vextir af þeim nema 550milljónum króna á þessu ári. Hafnarbúðir eru eitt dæmi en ekki heldur nema eitt dæmi af mörgum sem varpa ljósi á ráð- deild, framsýni og framkvæmda- dug Sjálfstæðismeirihlutans i borgarstjórn Reykjavikur. Fyrir þremur árum var ákveðið að breyta Hafnarbúöum i sjúkra- stoínun meö tuttugu og fimm sjúkrarúmum. Það var aö visu undarlega sett sjúkrastofnun. En látum þaö liggja á milli hluta. Hitt er sögulegra að þetta átti aö kosta þrjátiu milljónir króna og taka sex mánuöi. A daginn kom að 'við þetta var baukaö á þribja ár og kostnaðurinn varð 176 milljónir króna. Einhvers staöar hefur tals- verðu skeikaö i áætlunum hjá fjármálasnillingunum og eitthvaö fariö úrskeiðis hjá framkvæmda- görpunum. Grundvallar- atvinnuvegir vanræktir Ein af höfuðsyndum Sjálf- stæðismeirihlutans i Reykjavik er það undarlega tómlæti sem hann hefur sýnt arögæfum grund- vallaratvinnuvegum eins og sjávarútvegi, fiskvinnslu og iðnaði. Hann viröist loka augun- um fyrir þvi aö heill og afkoma sérhvers bæjarfélags er undir þvi komiö,aö sæmilega sé hlynnt aö slíkum atvinnuvegum sem i reynd eru það,er allt annaö hvilir á. Bæjarútgerð Revkjavikur hefur veriöolnbogabarnenda þótt Reykjavikurtogararnir væru á sinum tima skirðir hinum stoltu nöfnum Sjálfstæðisforingjanna, þegar borgarstjórnarmeirihlut- inn lét loks undan kröfum ann- arra flokka um bæjarútgerð. 1 seinni tið hefur keyrt um þverbak um aðbúnað að bæjarútgerðinni og fiskiðjuverinu, þótt nú alveg nýlega hafi verið klórað ofurlitið i bakkann af ótta viö siharðnandi gagnrýni. A sama hátt hefur rikt skeytingarleysi um það hvernig iönaöi i bænum vegnaði, eins og fyrirtækjaflóttinn er órækast vitni um. Þessi blinda borgarstjórnar- meirihluta Sjálfstæöisflokksins, hefur leitt til þess að meðal- brúttótekjur Reykvikinga eru komnar niður fyrir meöaltal i landinu og hundruð þúsunda á ári , niður fyrir meðaltal i bæjarfélög- um, þar sem vel hefur verið að verki staöið,enda þótt i Reykjavík séu miklu fleiri rikislaunaöir menn og fólk á launum hjá opin- berum eöa hálfopinberum stofn- unum eins og bönkum, heldur en nokkurs staöar annars staöar. Þessi blinda og sinnuleysi borgarstjórnarmeirihlutans hefur líka dregið þann dilk_á.eftir sér, aö Reykjavik liggxir undir endalausum samanburöi um þaö að hún leggi hlutfallslega miklu minna i þjóöarbúið af gjaldeyri eða gjaldeyrissparandi fram- leiöslu en önnur byggöarlög. Þetta er ekki sök borgarbúa sjálfra. Þetta er sök þeirra sem stjórnað hafa málefnum þeirra og ekki hirt um velferð þeirra at- vinnuvega sem eru grundvöllur góðrar afkomu. Pólitísk aðhlynning Annað er það, sem borgar- stjórnarmeirihlutinn hefur ekki setið sig úr færi með. Eitt dæmi þess hefur þegar verið nefnt: Kerfisbundin skipun samflokks- manna í allar æðstu stööur i bákninu. En slik dæmi eru mörg. Fyrir- tækið ArmannsfelLsem þekkt er að örlæti viö flokkssjóð Sjálf- stæöismanna, hefur fengiö nota- lega fyrirgreiðslu við arövænlega úthlutun lóöa undir stórbyggingar, enda þótt fyrirtæki sem byggt hafa ibúðarblokkir öörum ódýr- ar. svo sem Einhamar,hafi væg- ast sagt átt undir högg aö sækja. Úthlutaö hefur veriö lóöum undir blokkir, þar sem félagsskirteini frá Heimdalli átti að vera eitt fyrsta plaggiö sem fram skyldi lagt, og raunar lykill ungs fólks aö heimild til þess aö geta eignazt ibúð i þessum blokkum. Eftir svipuðu lögmáli gengur þaö.að bezt veröur séð, þegar út- hlutaö er verzlunaraöstöðu og ööru sliku, er hefur i för með sér gróöavon og mætti þar margt til nefna ef rúm væri til i þessari siðu. Sjálft þekkir fólk án efa ýmis þvilik dæmi og er einfært um að draga af þeim réttar ályktanir. Hnekkjum íhaldinu Og i dag eru borgarstjórnar- kosningar. 1 dag er stundin til þess að gera upp reikningana. Sjálfstæðismeirihlutinn getur lit- iðhrósað sér af stjórn borgarmál- anna og hjá honum er þaö megin- atriðið i kosningaáróörinum, aö enginn geti verið borgarstjóri nema Birgir ísleifur Gunnarsson, sem hefur sagt þaö i sjónvarp aö honum finnist ekkert athugavert viö það,þó aö reykvisk fyrirtæki flytji sig um set í önnur byggöar- lög. Þetta er bágborinn kosninga- áróöur, og mikiö veikleikamerki, og auk þess fáránlegur. í mörg- um kaupstöðum landsins hafa ungir bæjarstjórar stýrt málefn- um sveitarfélaga, þar sem áöur var gamalgróinn og einráöur ihaldsmeirihluti. Þeir hafa gert það með ágætum, þótt þeir hafi haft aö bakhjarli bæjarstjórnar- fulltrúa úr fleiri en einum flokki. Enginn vábrestur hefur oröiö viö þá breytingu,fáir sakna gamla timans, enda orðið umskipti til hins betra viö breytinguna — sums staðar meira aö segja meiri framfarir en nokkru sinni áöur. Efsta sætið á B-listanum i Reykjavik er skipað þrautreynd- um og farsælum manni.sem lengi hefur starfað að borgarmálum, Kristjáni Benediktssyni. Næstu þrjú sætin eru skipuð ungu og áhugasömu fólki — ungri konu sem lengi hefur tekið þátt i marg- vislegum félagsmálum, Gerði Steinþórsdóttur, ungum lög- fræðingi, Eiriki Tómassyni — yngsta manninum, sem hugsan- lega getur orðið borgarfulltrúi, er þó hefur þegar getiö sér orð fyrir atorku og ungum verkfræöingi Valdimar K. Jónssyni, sem staöið hafa allar dyr opnar til frama og forsjár i háskólum i mestu tækni- löndum heims, en vill helga landi sinu og þjóö þekkingu sina og starfsorku. Þessu fólki teflir B-listinn fram gegn stöðnuðum, sérgóðum og raunar einnig sundurþykkum meirihluta Sjálfstæöisflokksins. Ef ykkur, lesendur góðir, sýnist ráð aö leggja B-listanum liö, þá geriö þið það i dag, svo aö um muni. Gangið fram fyrir skjöldu og látið að ykkur kveða i kosning- unni. Berjizt til verulegs sigurs gegn þeim sem eiga sök á stöön- uninni i Reykjavik og látið renna upp nýtt timabil i sögu þess staðar sem er heimkynni okkar — borgarinnar okkar og trúlega einnig niðja okkar. —JH Hafnarbúöir—dæmi um fjármálasnilld og framkvæmdadug. Þeini átti aö breyta I sjúkrastofnun á sex mánuöum fyrir þrjátlu milljónir. MiIIjónirnar uröu 176og timinn, sem breytingin tók,á þriöja ár.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.