Tíminn - 28.05.1978, Side 14
14
Sunnudagur 28. mal 1978.
sokkið
Wmém
Hefur
Samþykkir samhljóða.
Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkti á sinum tima sam-
hljóöa aö hafa turninn þar sem
hann núna er. Samþykktir
borgarstjórnar á listrænu sviði
orka oft tvimælis, einkum þó
þegar samþykkt er samhljóöa.
Það ber vott um hugsunarleysi
eöakænlega undirbiiin mál. Það
mun hafa verið Gestur Ólafsson
sem gerði tillögur um þennan
stað og fór eftir myndum. 1
Morgunblaðinu var sagt frá
þessu á svofelldan hátt:
„Arkitekt göngugötunnar og
torgsins Gestur ólafsson gerði
tillögu um staðsetningu eftir að
hafa gert á því athugun með
likönum og myndatökum hvar
hann færi bezt. Og skipulags-
nefnd samþykkti þá staðsetn-
ingunokkru sunnar enTurninn
hafði staðið áður. Rökin voru
mörgen m.a. þau,að eyðileggja
ekki rýmið á torginu fyrir úti-
fundi og samkomur, aö hann
skyggði ekki á Stjórnarráðs-
bygginguna frá torginu, en
myndaöi ákveöna lokun á sam-
skeytum torgs og götu án þess
að loka útsýni alveg gegn um
Austurstræti og Bankastræti
(göturnar eru ekki i beinu fram-
haldi hvor af annarri, þannig að
Turninn ber i gráa steinhúsiö i
Bankastræti séður úr göngugöt-
unni, en útvegsbankann þegar
ekið er niður Bankastræti). Og
að Turninn yrði. með starfsemi
sinnii sem beztum tengslum viö
sem flesta gangandi vegfar-
endur.”
Gestur ólafsson hefur margt
vel gert, en það er ekki hægt að
endurreisa forna byggingu á
öðrum stað með „rökum”.
Þetta er söguleg fölsun og turn-
inn á þvi ekkert erindi þar sem
hanner.Um annaö er ekki deilt.
Jónas Guðmundsson
kirkia?
Að elska hús
Húsarómantikin og húsasál-
fræöin er i hámarki á Islandi
núna. Menn elska gömul hús
bæði heitt og innilega, og nú er
svo komið að i rauninni er
hvergi unnt að byggja ný hús i
gamla bænum i Reykjavik þvi
sögulega gildið, fortiðin.skyggir
á heilbrigða skynsemi og allar
þarfir nútimans.
Ef gengið er um göturnar i
eldri hverfum borgarinnar
kemur i' ljós að mikiö er af auð-
um lóðum, stórum lóðum, með
litlum húsum á, eða ónýtum
húsum, en samt er ekkert gert,
en haldið er áfram að fletta
berjalynginu af fallegum
brekkum uppi i Breiðholtsjökli
og bráðum verður Grafarvogur
fylltur og byggðin mun færast i
áttina til Korpúlfsstaða og
Hamrahliðar, þvi þar eru engin
hús.aðeins hold þessa iands.
Þegar ég var barn var oft
talað um „heilagar kýr” á Ind-
landi. Horaðar beijur, feitar
beljur, sem héldu sig á götum
stórborga Indlands og menn
viku kurteislega úr vegi þegar
kýrnar urðu á vegi þeirra. Þess-
ar kýr höfðu enga nyt, stóðu
ekki að neinu smjörfjalli, þær
voru aðeins þarna og nutu
verndar trúarbragöanna.
Við hlógum aö Indverjum.
Þessar kýr mjólkuðu ekki, þvi
villt eða óræktaö kúakyn mjólk-
ar aöeins nægjanlega til að
halda lifinu i kálfi i nokkrar vik-
ur.
Undirritaður vill manna sein-
astur vara við húsafriðun eða
leggjast gegn henni, en ind-
verska stefnan i húsafriðun er
farin að ganga hér Ut i öfgar, —
og hún er þegar farin að taka á
sig sjúka mynd. Guömundur J.
Guðmundsson formaöur Verka-
mannasambandsins hefur
minnt okkur á aö þeir sem búa i
hinum sögulegu minjum, búi oft
iheilsuspiUandihúsnæði. Hrein-
lætisaðstaða sé slæm (eins og i
Indlandi) og það sé einkum og
sér i lagi fátækt fólk sem ekki
eigi i önnur hús að venda sem
eigi heimUi sin i hinum ástsælu
menningarhúsum húsadýrk-
enda.
Ég kom t.d. i tvö hús um dag-
inn, í öðru voru fjórar fjöl-
skyldur um eitt klósett undir
stiga og i hinu hafði sama fólkið
búið við óbreyttar aðstæöur i
25-30 ár i gömlum timburleigu-
hjaUi. Maður hliðrar sér hjá
frekari heilbrigðisUttekt.
Og við slikar aðstæður verður
manni það ljóst, að verndun
gamalla húsa er ekki aðeins
listræns eðlis, hún er Uka heU-
brigðismál og varöar heilsu
manna. Til allrar hamingju er
nú búið að rifa Camp Knox,ég
byði nú ekki i það ef hús-
friðunarmenn hefðu komizt i
hann til að friða hann sem sögu-
legt minnismerki.
Tilbúnar fornminjar
Nýjasta hliðin á ofurástinni á
öUu gömlu og úr sér gengnu er
fölsun minja. Hún birtist i ótal
myndum. Reisifjöl er sett á hús
semaldreihefur borið hanafyrr
en nú, og menn dubba upp
gamla söluturna og bjarga með
þvi menningararfi þjóðarinnar.
Frægasta fölsunin er þó lUdega
. sögualdarbærinn sem stendur á
steyptum sökklum og er
einangraður meö plasti. Látum
þennan 220 volta söguataarbæ
þó Uggja milli hluta og snúum
okkur að Reykjavik.
Nýverið var söluturninn
gamli sem lengi stóð á horni
Arnarhólstúns, neðst við
Hverfisgötuna, tekinn og
dubbaður upp. Hann hafði þá
lengi legið á hliðinni uppi i Ar-
bæ, eins og yfirgefið geimfar,
eða eldflaugaroddur. Svo var
hann tekinn i gegn, hreinsaður,
endursmiðaður og málaöur.
Þetta ergóðra gjaldavert. En
það sem eyðileggur allt er aö
turninum er komið fyrir á vit-
lausum stað, þvert fyrir mynni
Austurstrætis. Allir heilvita
menn hljóta að sjá að turninn
fer ekki vel þama^er það einna
likast að þarna hafi sokkið
kirkja. Turninn eyöileggur alla
samsvörun. Hann er „laus” i
götumyndinni og ruglar allt.
Það er nokkurn veginn sama
hvert litið er austur, eða vestur.
Þetta er sama hörmungin.
Hagt er að sanna með ljós-
myndum að turninn fór vel þar
sem hann stóð (1912) og ég hygg
að unnt sé að finna honum betri
stað t.d. í Grjópaþorpi, bak við
Morgunblaðshúsið, Ur þvi hann
má ekki vera þar sem hann áður
stóð.
Þetta er fölsun en ekki sögu-
leg varðveizla.
Annað mál er lika þaö aö
turninn var byggður 1907 og til
eru góðar teikningar af honum,
en það var Rögnvaldur ólafsson
sem teiknaöi hann. Viö getum
þvi hvenær sem lif og sómi ligg-
ur við smíðað nýjan turn og þvi
var þaö mesti óþarfi að setja
hann þarna upp til að rugla sög-
unni og snúa öllu við.
Það er stór partur af sögu
húsa aö þau séu á réttum stöð-
um. Annars eru húsin aðeins
byggingasögulegar minjar, en
ekki sögulegir staðir. Þaö er
hægtaðfæraalþingishúsið,hluta
það i sundur stein fyrir stein og
flytja þaö upp i Arbæ en al-
þingishús er það þá ekki meira
heldur eitthvaö annað.
Elin Pálmadóttir beitti sér
fyrir endursmiði Söluturnsins
og hún má ekki hætta við hálf-
klárað verk. Turninn verður að
setjaniðurá fyrristað annars á
hann heima i Arbæ eða i
teikningasafni byggingafulltrú-
ans i Reykjavik.
fólk í listum
' ‘S v <