Tíminn - 02.06.1978, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 2, júní 1978
ailiJlMí
MÁLEFNI LÁNASJÓÐS
ÍSLENZKRA NÁMSMANNA
Aö undanförnu hafa nokkrar
umræöur oröiö í fjölmiölum um
málefni Lánasjóös islenzkra
námsmanna i tilefni þess aö
dómur féll i undirrétti i máli sem
höföað var á hendur sjóðnum og
ráðuneyti vegna úthlutunar-
reglna sjóösins.
Þar sem ekki voru tök á að
birta i blaöinu aðsent efni um
þetta mál vegna sveitarstjórna-
kosninganna er þaö birt hér nú i
einu lagi. 1 fyrsta lagi er yfir-
lýsing formanns sjóösstjórna^
sem meirihluti stjórnar Lána-
sjóðs islenzkra námsmanna, þeir
Stefán Pálsson, Arni Ólafur
Lárusson og Jón Sigurösson, létu
færa sem bókun á stjórnarfundi. í
ööru lagi er fréttatilkynning
námsmannasamtaka meö bókun
námsmannafulltrúa á sjóðs-
stjórnarfundi, og i þriðja lagi er
bréf þeirra til menntamálaráð-
herra i þessu tilefni.
„Aöalatriði þessa máls er þaö
tillit sem i úthlutunarreglum
Lánasjóös islenzkra námsmanna
er tekiö til framfærslu barna
námsmanns. Dómurinn staöfestir
skýringar sjóösins á þessu aðal-
atriöi málsins, nefnilega aö tillit
erf reglunum tekiö til framfærslu
barna. Mikilvægasta og ákafasta
gagnrýnisatriöi námsmanna-
samtaka á undanförnum árum,
aö svo sé ekki, er þannig visað á
bug. Er þess aö vænta aö meö
þessusé misskilningi, rangtúlkun
og úlfúð um þetta efni rutt úr
vegi.
Hins vegar kemst undirréttar-
dómurinn að óvæntri niöurstöðu
um annað og miklu veigaminna
atriði málsins. Hann telur, aö
maka eða sambýlismanni náms-
manns eigi jafnan að vera frjálst
að velja á milli þess aö njóta láns
úr sjóðnum eða afla sér tekna
meö öörum hætti, hvort sem hann
er sjálfur viö nám eöa ekki. Má
ljóst vera hviiikar byrðar slikt
myndi leggja á sjóðinn umfram
þá skyldu aö veita námsaðstoö, ef
þaö eitt að lifa f sambúö viö
námsmann telst veita rétt á opin-
berri framfærslu.
Sjónarmið sjóösins er aftur á
móti það,aö aðstoð beri aö veita
til náms og vegna náms, í tilefni
náms og~á námstima, en önnur
atriði hljóti aö lúta þessu megin-
markmiöi eftir þvi sem fjárhagur
sjóösins leyfir. Um það er ekki
deilt að fjárhagur sjóösins hefur
verið þröngur og sett allri starf-
semi og fyrirgreiöslu skorður. Ef
niöurstöðu undirréttardómarans
um þetta efni yrði fylgt, hlytist af
þvi markverð almenn skerðing
námsaðstoðar,sem kæmi niður á
öllum námsmönnum.
Sjóðurinn hefur talið sér kleift
og skylt að veita þeim náms-
mönnum sérstaka styrki, um>
fram veitt námslán, sem lifa við
verulega skertan fjárhag, m.a.
vegna f jölskylduaðstæðna.
Námsmaðurinn, sem höfðaði
þetta mál,sótti um slikan styrk,
en sýndi ekkifram á að hann lifði
viö slikar aðstæður að kæmu I veg
fyrir frekaranám. Varhonum þvi
synjað um styrkinn með atkvæð-
um fjögurra stjórnarmanna i
sjóðsstjórn. Maki þessa náms-
manns, en fjárhagur hans var
aukaforsenda málshöfðunar,
hefði enn fremur getað sótt um
námslán á grundvelli svo nefndr-
ar 20-ára-reglu, en notfærði sér af
einhverjum ástæðum ekki þennan
rétt sinn. Má vera að fulltrúar
námsmanna hafilátið undir höfuð
leggjast að gera honum ljósan
þennan rétt.
Lánasjóður islenzkra náms-
manna gerir með öðrum orðum
ráð fyrir þvi i reglum sinum að
tillit verði tekið til sérstaklega
erfiðra fjárhagsaðstæðna, sem
m.a. kunna að hljótast af tekju-
leysi maka eða sambýlismanns
námsmanns. Liggur þetta grund-
vallaratriði ljóst fyrir eins og er
um tillit til framfærsiu barna,
enda þótt ágreiningur hafi veriö
um aðferðir og upphæðir.
Niðurstaða undirréttardómar-
ans virðist vera sú að tillit til fjár-
hagsaöstæöna námsmanns, sem
hljótast af tekjuleysi maka eða
sambýlismanns, skuli felasti i regl
um um almenn námslán fremur
en ákvæðum um sérstaka viö-
bótaraöstoð. Verður ekki séð að
slik tiltekin túlkun á einstökum
framkvæmdaratriðum verði lesin
af almennum ákvæðum laga og
reglugerðar. I dóminum og for-
sendum hans kemur reyndar ekki
fram að það skipti máli hvor að-
ferðin kunni að leiða til betri
fyrirgreiöslu við námsmann og
fjölskyldu hans^eða að einu kunni
að gilda i reynd.
Þetta mál snertir aðeins nokkur
ákvæði einnar greinar út-
hlutunarreglna, en ekki reglurnar
iheild. Það er þvi rangt, sem haft
hefur verið eftir lögmanni stefn-
anda málsins i blaðaviðtali, að
niðurstaða undirréttardómarans
sýni að úthlutunarreglurnar sem
slikar „standist ekki”. Mun þetta
samdóma álit sjóðsstjórna^ enda
þótt menn greini á um einstök
ákvæði, einkum hversu langt
skuli ganga i nokkrum atriöum.
Úrslit þess máls, þegar fyrir
liggja, munu þvi ekki sjálfkrafa
véfengja úthlutunarreglur Lána-
sjóðs islenzkra námsmanna i
heild.
I ljósi þess sem hér hefur verið
rakið vekja ummæli undirréttar-
dómarans um svo nefnd „mis-
tök” sjóðsstjórnar furðu. Er ein-
sýnt að málinu verður tafarlaust
áfrýjað að þvi er tekur til þess
aukaatriðis málsins sem hér hef-
ur verið gert að umtalsefni.”
Fréttatilkynning námsmannasamtaka
„f fjölmiðlum hafa birzt næsta
undarlegar túlkanir á dómi
bæjarþings Reykjavikur i máli
námsmanns gegn stjórn Lána-
sjóðs islenzkra námsmanna. Hér
er aö sjálfsögðu átt við þá túlkun
Jóns Sigurðssonar, formanns
LIN, sem bókuð var á stjórnar-
fundi sjóðsins 23. mai s.l.. Sér-
staklega hefur fréttaflutningur
verið dapurlegur i Timanum, þar
sem þessar annarlegu túlkanir
hafa átt upp á pallboröið, en á
þeim bæ er fyrrnefndur Jón rit-
stjornarfulltrúi.
Þessar rakaiausu túlkanir Jóns
ganga út á það.að dómurinn hafi
staðfest að eðlilegt tillit hafi verið
tekið tii framfærslu barna i út-
hlutunarreglum LfN. Þetta er al-
rangt. Þvi létu fulltrúar náms-
manna i stjórn Lánasjóðsins bóka
eftirfarandi m.a.:
Bókun meirihluta sjóðsstjórnar
„Það eina i dómnum, sem
hugsanlega gæfi tilefni til slikrar
röksemdafærslu er4 aö þar er
áréttaðað tekið hafi verið tillit til
þess að stefnandi hafi barn á
framfæri sinu að því leytiað um-
framtekjur hans eru miðaðar við
25% hærri upphæð en ella (bls.
341). Rétt er að leggja á það
áherzlu að um þetta var enginn
ágreiningur ' á milli stefnanda
ogstefndu. Eins og fram kemur i
dómnum lýsti lögmaður stefn-
anda þvi yfir að þessu sé „ekki
andmælt á nokkurn hátt”. Þetta
er þvi algjört aukaatriði i málinu.
í raun snýst málið um það hvort
úthlutunarreglur séu i samræmi
við lög óg reglugerð sem kveða
skýrt á um að tekið sé tillit til fjöl-
skyldustærðar. Niðurstaða dóms-
ins er ótviræð að þessu leyti: út-
hlutunarreglurnar eru i andstöðu
við ákvæði 3. gr. laganna og 11.
gr. reglugerðarinnar. Rétt er að i
rökstuðningi þessarar niðurstööu
er höfuðáherzla lögð á það að
ekkert tillit hafi verið tekið til
maka námsmanns og þeirrar
staöreyndar að hún haföi mjög
litlar tekjur. Þetta er ástæðan til
þess að aðeins stuttlega er vikið
að þvi á hvern hátt tekið er tillit
til barns á framfæri námsmanns,
sem er ekki ágreiningur um
að því leyti að umframtekjur
námsmanns reiknast við 25%
hærri upphæð en ella. Þetta
merkir auðvitaö ekki að niður-
staða dómsins sé á þá leið að eðli-
legt tillit sé tekið til framfærslu
barna þar sem ljóst má vera að sé
námsmaður með barn á framfæri
tekjuiaus eða tekjulitill, þ.e. hafi
minni tekjur en marktekjur, er
ekkert tillit tekið tii framfærslu
barnsins (barna).Rétt er að taka
fram að það er einmitt barnafólk
sem hefur skerta möguleika á að
afla sér umframtekna. Af þessu
má ljóst vera að eina raunhæfa
leiðin til að taka tillit til fram-
færslubarns (barna) er að reikna
framfærslu þess beint inn i fram-
færslukostnað námsmanns.
Af ofangreindu leiðir að dómur-
inn gefur alls ekki til kynna að
eðlilegt tillit sé tekið til fram-
færslu barna i úthlutunarreglum
LIN. Þvert á móti liggur hið
gagnstæða i augum uppi. I dómn-
um er margitrekað að lög og
reglugerð kveði skýrt á um að
veita beri lán með tilliti til fjölda
þeirra er lánþegi hefur á fram-
færi sinu. Dómari sér jafnvel
ástæðu til að taka það fram svo
þaöfari ekki á milli mála að bæði
er átt við maka og barn (börn).
Og i dómsorði er kveðið á um að
endurskoðun lánaúthlutunar til
Egils beriað framkvæma meðtil-
liti til fjölskyldustærðar en ekki
aðeins maka námsmanns. A eng-
an hátt er þvi hægt að túlka dóm-
inn þannig að úthlutunarreglurn-
ar taki eðlilegttillit til framfærslu
barna. 1 máli Egils var að visu
tekið tillit til. þess að hann hafði
barná framfæri enaöeins að litlu
leyti og aöeins vegna þess að
Egill hafði þær tekjur að 25%
hærra umframtekjumark kom
honum til góða. En það er ljóst aö
það er stór hópur tekjulitilla
námsmanna sem hafa barn
(börn) á framfæri sinu sem ekk-
ert tillit er tekið til vegna ólög-
legra úthlutunarreglna.”
Bréf Stúdentaráðs til menntamálaráðherra
„Með þessu bréfi beinir stjórn
Stúdentaráðs Háskóla fslands
þeirri áskorun til yðar, að þér
ógildið skipun núverandi fúlltrúa
ráðuneytis yðar i stjórn Lána-
sjóðs islenzkra námsmanna.
Eftirfarandi ástæður liggja þess-
ari áskorun til grundvallar:
Hinn 26. april s.l. var 1 bæjar-
þingi Reykjavikur felldur dómur i
máli Egils M. Guðmundssonar
námsmanns gegn Lánasjóði is-
lenzkra námsmanna, mennta-
málaráðherra og fjármálaráð-
herra f.h. rikissjóðs. Samkvæmt
dómi þessum eruýmis veigamikil
atriði núverandi úthlutunar-
reglna um námslán i andstöðu við
gildandi lög og reglugerð um
námslán og námsstyrki. Þrátt
fyrir þsssa ótviræðu niðurstöðu
hafa fulltrúar yðar i stjórn Lána-
sjóðs isl. námsmanna lagt fram
tillögur við hina árlegu endur-
skoðun á úthlutunarreglunum
sem nústenduryfir, þar sem ekk-
ert tillit er tekiö til niðurstaðna
hins nýgengna dóms. Af þvi má
ljóst vera að fulltrúar yðar hafa
ekki i hyggju að falla frá þeirri
túlkun sem bæjarþing Reykjavik-
ur hefur talið ólögmæta, heldur
halda áfram lögbrotum sinum. Af
þeirri ástæðu telur stjórn Stú-
dentaráðs þá vanhæfa til áfram-
haldandi setu i stjorn Lin, og
beinir þeirri eindregnu áskorun
til yðar að þér skipið nýja fulltrúa
I þeirra stað.”
Myndhöggvarar á Listahátíð:
FI —Sunnudaginn 4. júni opnar
Myndhöggvarafélagið I Reykja-
vik samsýningu í Asmundarsal
á Skólavörðuhoiti. A sýningunni
eru 27 skúlptúrar, unnir i marg-
visleg efni: tré, járn, gips,
kopar og epoxy.
Undanfarnar Listahátiöir
hefur M yndhöggvarafélagiö
sýnt i Austurstræti, en vegna
skemmdaráráttu vegfarenda
var ákveðið að breyta til og hafa
innisýningu. Hins vegar ber
þess að geta að þrjú listaverk
eru á svölum Asmundarsalar og
tvö verða úti i garði.
Þrettán myndhöggvarar taka
þátt i sýningu félagsins. Þeir
eru HallsteinnSigurðsson, Helgi
Gislason, fvar Valgarðsson,
Nieis Hafstein, Jón Gunnar
Arnason, Magnús A. Arnason,
Magnús Pálsson, Ragnar
Kjartansson, Rúri, Sigfús
Thorarensen, Sigurður Steins-
son og Sverrir Ólafsson. Gestur
sýningarinnar er Sigurjón
Ólafsson.
Sýningin verður opin daglega
frá kl. 16—22 á meöan Listahátið
stendur.
Ctisýning Myndhöggvarafélags
islands fer nú fram á svölum
Asmundarsalar og úti i garði. A
svölunum eru þrjú verk. Þau
eru t.f.v. á myndinni:
Steinbogar (gips) eftir Hallstein
Sigurðsson, Tónn (járn) eftir
Sigurð Steinsson og Náttúru-
hlutur (kopar) eftir Sverri
Ólafsson. Með á myndinni er
Hallsteinn Sigurðsson.
TimamyndTryggvi.
Sýna inni af ótta
við spellvirki
Ct er komin hjá Almenna bóka-
félaginu bókin Frjálshyggja og
alræöishyggjaeftir Ólaf Björns-
son, prófessor. Aftan á bókar-
kápu segir, aö bókin sé hlutlæg
skilgreining á tveimur megin-
stefnum. stjórnmálanna fyrr og
siðar— annars vegar hvort ein-
staklingurinri eigi að ákveða
sjálfur markritið sin, orð og at-
hafnir, eða hvort rikisvald og
stjórnendur eigi að ákveða það
fyrir hann. „Gerð er grein fyrir
fræðilegum grundvelli þessara
andstæðu stefna og hvaða þjóð-
félagslegum forsendum þær
hljóta að byggja á hvor fyrir sig.
Að lokum er gerð nokkur úttekt
á islenzku þjóðfélagi á
dögum á grundvelli þeirra
niðurstaðna, sem komizt er aö I
bókinni”.
1 formálsorðum fyrir bókinni
segir höfundurinn m.a.: „Það
er vitanlega aldrei hægt að
komást aö neinni þeirri riiður-
stöðu i þessum efnum, sem allir
geta orðiö sammála um. En
bókin er skrifuð I þeirri von, að
þau sjónarmið, sem þar eru sett
fram, geti stuðlað að málefna-
legri umræðum um þau grund-
vallaratriði efnahags- og félags-
mála en nú tiökast á vettvangi
Islenzkra stjórnmála”.
Ólafur Björnsson
Bókin er pappirskilja 259 bls.
aö stærö. Hún er unnin I Prent-
smiðju Arna Valdimarssonar og
Bókbandsstofunni örkinni.
Káupteikning er gerð i Mynda-
mótum hf. af Sigurþór Jakobs-
syni.
Ný bók Ólafs Björnssonar:
”—ja og