Tíminn - 02.06.1978, Page 13

Tíminn - 02.06.1978, Page 13
Föstudagur 2. júnl 1978 13 Haraldur Arnason skólastjóri á Hólum: Efling bænda- skólans á Hólum — hugmyndir Hólanefndar Hinn 27. ágúst 1976 skipaöi landbúnaöarráöherra 7 manna nefnd aö undangenginni ályktun Alþingis þar aö lútandi. t skipunarbréfi til nefndarmanna segir að nefndin eigi að gera áætlun um eflingu Bændaskólans á Hólum i Hjaltadal og skyldi áætlunin viö þaö miðuö aö meö framkvæmd hennar yröi minnzt á myndarlegan hátt aldarafmælis skólans 1982. I nefndina voru skipaðir þessir menn: Haraldur Árnason, skóla- stjóri á Hólum, formaöur, Hjalti Pálsson framkvæmdastj. Reykjavik, Björn Jónsson, bóndi Bæ, Hjörtur E. bórarinssonbóndi Tjörn, frú Sigrún Ingólfsdóttir Reykjavik, Pálmi Jónsson alþm. og Páll Pétursson alþm. Nefndin hélt sinn fyrsta fund i Arnarhvoli i Reykjavik hinn 13. nóv. 1976. Þessber að geta að þaö er eini fundurinn sem frú Sigrún hefur setið en hún veiktist nokkru siðar og sagöi sig þá frá nefndar- störfum. Tveir næstu fundir nefndarinn- ar voru haldnir heima á Hólum dagana 20. og 21. júli 1977 en þá kynntu nefndarmen sér bygging- ar á staðnum og gerðu sér þá þeg- ar ljóst aö uppbygging á staðnum þyrfti að verða mjög viötæk og raunar nokkuö vandséö á hverju væri hagkvæmast að byrja. Aður en lengra er haldið frá- sögn af störfum nefndarinnar vil ég láta þess getiö aö ég var i nokkur ár búinn aö óska eftir aö fá að byggja ný f já rhús yfir a llt fé skólabúsins, sem einnig hentuöu vel tilraunastarfsemi þeirri (feld- fjárræktun) sem fram fer á Hól- um og staöiö hefur allmörg ár viö fremur erfiöar aöstæöur. Féð er nú hirt á þremur stööum, 1. á beitarhúsum (Hagakoti) I ca. 4 km fjarlægð frá Hólum, 2. i hálf- 'um gömlu fjárhúsunum og 3. i hluta af fjósinu (gemlingar). Sá helmingur fjárhúsanna sem féö er ekki i, hefur verið geröur aö hesthúsum og eru þaö einu hest- húsin á staönum, nema talin sé meö ein básaröð i fjósinu og litiö úthýsi við fjósið. Hafði ég i nokkur ár sett lið á fjárlagatillögur Bændaskólans (en skólabúiö heyrir undirhann) sem hét ný fjárhús. I fjárlögum heitir allt sem flokkast undir f jár- festingu gjaldfæröur stofn- kostnaður og hefur sá liður ávallt verið skorinn svo mjög niöur við gerö fjárlaga aö litiö hefur enn orðiö úr framkvæmdum viö nýju fjárhúsin. Fyrir 2-3 árum er ég var stadd- ur I Reykjavik kom ég til Búnaöarfélags Islands i Bænda- höllinni. Þar hitti ég að máli dr. Halldór Pálsson búnaöarmála- stjóra. Tókum viö tal saman enda gamalkunnugir frá þvl er viö vor-. umbáðirráðunautar og unnum oft saman á hrútasýningum i Skaga- firöiograunar vlðar. Spuröi Hall- dór mig almennra tiðinda af Hólastaö og mun ég hafa greitt úr þeim spurningum eftir beztu getu. Aöspurðurum fyrirhugaðar framkvæmdir á staönum lét ég þess getið aö ég vonaöi aö brátt mundi reynast unnt aö hefjast handa um byggingu nýs fullkom- ins fjárhúss, sem hýsa ætti allt fé skólabúsins og ættu húsin aö vera sérlega vel úr garöi gerð með til- liti til núverandi og vaxandi til- raunastarfsemi er snerti sauö- fjárbúiö. Svar búnaðarmálastjóra viö þessum upplýsingum mínum kom mér nokkuö á óvart, ekki sizt þeg- ar haft er i huga að hann var lengi sauöfjárræktarráöunautur Búnaöarfélags Islands og raunar mikill áhugamaöur umsauöfé og sauðfjárrækt. Hann sagöi eitt- hvaö á þessa leiö: Þú átt ekki aö byggja fjárhús strax, þú átt að byrja á hesthúsi enda væri þaö ekki vanzalaust fyrir Hrossakyn- bótabú rikisins sem rekiö er á Hólum, að eiga engin hesthús. Þaö er orö aö sönnu aö ekki er mikil reisn yfir eina hrossakyn- bótabúi rikisins aö þurfa aö not- ast viö lágreist loftvond 150 kinda fjárhús sem byggð voru áriö 1927. Hrossakynbótabúið á Hólum er merk stofnun sem starfar eftir reglugerö sem sett var áriö 1971 samkvæmt lögum nr. 21/1965. Hross búsins eru nú um 100 og að sjáiísögöu á öllum aldri. öll folöid eru látin lifa og raunar er engum hrossum fargað fyrr en þau eru uppkomin og gengið hefur verið úr skugga um aö þau henti ekki ræktunarstarfinu. 011 eru hrossin tamin og unghrossin eru mæld og skoðuð vor og haust af hrossa- ræktarráöunaut Búnaöarfélags íslands, þar til þau hafa náö full- um þroska. Tamninguna annast þaulreyndir tamningamenn og raunar mest sami maðurinn. Þannig fæst raunhæfur saman- burður á hrossin ár frá ári. Éger löngu orðinn fyllilega sammála búnaöarmáiastjóra um aö ófært sé að láta hrossakynbótabúiö vera lengur i svo þröngu húsnæöi sem raun ber vitni. Búnaöarfélag Islands greiðir árlega rekstrar- framlag tilbúsinsoghlýtur þvi aö hafa a.m.k. tillögurétt um hvernig að gripunum sé búiö. Þá eruíslenzkhrossum áraraðir bú- in að vera útflutningsvara og fer hlutur þeirra I útflutningi land- búnaðarins vonandi vaxandi á næstu árum. Hrossaútflutningur- inn hefur mér vitanlega aldrei notið neinna útflutningsbóta og geta bændur þvi kinnroöalaust boðið hross til útflutnings. Margir erlendir ferðamenn sem til Islands koma eru áhuga- menn um hrossog hestamennsku. Slikir menn leggja gjarnan leiö sina þangaö sem þeir geta fengið að sjá hross. Er þá i mörgum til- fellum nærtækt að benda þeim á Hrossakynbótabú rikisins enda koma hingaö af og til útlendingar til aðskoða hrossin og er það vel. Hins vegar væri mikiö ánægju- legra að sýna gestum hrossin ef um leið væri hægt að sýna þeim glæsilegasta hesthús landsins. Haraldur Arnason. Þegar Hólanefnd fór fyrir al- vöru að ræða um hvaða fram- kvæmdum hún ætti aö óska eftir og i hvaöa röð þær skyldu koma varð henni fljótlega ljóst aö heppilegast myndi aö byrja á uppbyggingu gripahúsanna. Byggingum þeim sem nú eru á Hólum og raunar lika þeim sem koma skulu má skipta i þrjá flokka og eru þeir þessir: bygg- ingar skóla, starfsmannaibúðir og byggingar skólabús. Þessir þrlr flokkar bygginga standa nú i höfuðdráttum aöskildir, þannig aö hver flokkur fyrir sig er á sér svæöi og gripur hvert svæöi ekki inn á annað nema með einni und- antekningu en hún er sú aö fjósiö stendur raunverulega á svæöi skólamannvirkja. Er f jósiö raun- ar lengi búiö aö vera þyrnir I aug- um fjölmargra og hefur oft veriö á þaö minnzt að þaö ætti að vikja og nýtt f jós að byggjast á öðrum staö innan marka þess svæöis sem ætlað veröur fyrir byggiMar skólabúsins. Hugmynd IWla- nefndar um þetta atriði er sú aö fjósiö eigi aö fara og á þeim staö sem þaö stendur nú á eigi að risa nýtt heimavistarhús og mötu- neyti. Mundi sú bygging ef vel tekst til, auka mjög reisn staöar- ins. Hólar I Hjaltadal Ég vil nú meö nokkrum oröum gera grein fyrir þeim frumtillög- um, sem Hólanefnd hefur orðiö sammála og raunar alveg ein- huga um. Ég legg þunga áherzlu á aö tillögur nefndarinnar mynda einaheild en þýöir aö hún telur aö allar þær byggingar og aörar framkvæmdir sem tillögurnar fela I sér veröi aö fylgja fast hver á eftir annarri og megi fram- kvæmdahraöinn ekkert skeröast ef vel á aö vera. 1 greinargerö meö frumtillög- um nefndarinnar sem afhentar voru landbúnaöarráöherra segir svo: „Nefndin gengur útfrá þvl I til- lögugerð sinni að frumvarp til laga um búnaöarfræöslu veröi lögfest. Taliö er æskilegt að stærö bændaskóla sé . á bilinu 50-100 nemendur. Nefndin miðar tillög- ur sinar viö að á Hólum veröi 60 nemenda skóli I þrem bekkjar- deildum. Tilraunir og kennsla markist af tengslum viö hrossa- ræktarbúið aöstööu sem skapa veröur til sauöfjárkynbótabús en það er ekkert til á Norðurlandi og ennfremur aöstööu til fiskiræktar og fiskibús sem staðsett yrði á Hólum fengist nægjanlegt heitt vatn. Verkaskipting skólanna á Hól- um og Hvanneyri á jaröræktar- sviöi gæti markazt af norölenzk- um aöstæðum t.d. jarövegs- og veöurfars m.a. hvað aröar endurræktun túna og hagnýtingu búfjáráburöar o.fl. Afram veröi lögð sérstök áherzla á góöa smiðakennslu á Hólum. Gamla skólahúsiö á Hólum er fallegt og stilhreint hús, sem sjálfsagt er ab varðveita og nota áfram I þágu bændaskólans. Nefndin telur að kennslustofur séu bezt komnar þar framvegis sem hingað til og raunar megi fjölga þeim. Aö ööru leyti veröi húsið hagnýtt fyrir söfn,kennara- stofur, kennaralbúði aöstööu til félags- og tómstundastarfa, geymslur o.fl. A Hólum þarf að vera alhliöa búskapur ekki endilega mjög stór I sniðum en fyrirmyndarbú- skapur til kennslu, tilrauna og staðnum til virðingarauka. Hrossabúið hefur sérstööu vegna þess ræktunarstarfs sem þar fer fram á vegum rikisins lögum samkvæmt. Engin skepnuhús sem nú eru á Hólum, hæfa framanskráðuhlutverki enda eru þau mjög gömul aö stofni til,frá þvi um og fyrir 1930. Þvi leggur nefndin til að þau byggist öll upp á svæðinu sunnan við brekkuna, þar sem nú eru fjárhúsin. Nefndin telur mjög æskilegt að stofna ogstarfrækja fiskibú á Hólum (til uppeldis sleppiseiða og slátur- silungs) og telur hugsanlegt aö koma þvl fyrir i núv. fjárhúsum. Fiskibúið sé jafnframt kennslu- stofnun og veröi sérgrein Hóla- skóla. Þvi leyfir nefndin sér að leggja fram eftirfarandi drög aö fram- kvæmdaáætlun 1978-1982. 1978. 1. Borað veröi eftir heitu vatni á Reykjum. Veröi árangur góöur veröi þegar i sumar hafizt handa við framkvæmdir viö að- veituæð til Hóla. 2. Byggt veröi hesthús og hlaba. Stærö hússins miöist viö aö þaö rúmi hross kynbótabúsins auk um 30 hrossa er nemendur fá aö hafa á tamninganámskeiði aö vetrinum. Þá verði I og við hús- ið aðstaða til tamningakennslu. og tilrauna á vegum Rann- sóknastofnunar landbúnaðar- ins. Hesthúsiö veröi þannig úr garði gert aö veröugtmegi telj- ast kynbótábúi'Tíkisins og’"aÖ" þvi stefnt að á Hólum verði i framtlðinni höfuöból hrossa- ræktar og hestamennsku. 1979 1. Hitaveita veröi fullgerð. 2. Byggt veröi 25-30 kúa fjós meö hlööu og öllum búnaði. Stærð fjóssins miðist viö að þar sé aö- staöa til kennslu fremur en aö rekinn sé stórbúskapur. Vel sé séð fyrir tæknibúnaði. 1980 1. Byggt veröi heimavistarhús bændaskólans (á þeim staö sem fjósiö er nú). Stærð miöist viö að á Hólum veröi 60 nem- enda skóli. 1981. 1. Byggt verði fullkomið fjárhús yfir 4-500 fjár, hannaö meö hliðsjón af þörfum tilrauna-, fjárræktar og kennslubús. 2. Undirbúin veröi stofnun fiski- bús sem e.t.v. hafi aösetur i gömluf járhúsunum. Stofnun og rekstur búsins veltur á þvi hvortheitt vatn fæst frá Reykj- um og hvort tekst aö afla nægi- legs magns af köldu vatni (neyzluvatni). 3. Núverandi skólahús veröi endurbætt meö þarfir kennslu- húsnæöis fyrir augum. Þar veröi og sköpuö aöstaða til félags- og tómstundastarfa. 1982. Gengið veröi frá framkvæmd- um. Staðurinn snyrtur vand- lega. Sögustaöir merktir, undirbúið hátiöarsvæöi og haldin myndarleg afmælis- hátið.” Tillögur þessar eru viö þaö miðaðar aö landbúnaðarráöherra hafi verið full alvara, þegar hann skipaöi nefndina og hafi raun- verulega ætlazt til aö sú svelti- stefna sem fjárveitingavaldiö hefur löngum fylgt um málefni Hóla, yröi rofin. Vonar nefndin að framvegis veröi veitt svo riflegu fjármagni til Hóla aö fram- kvæmdahraði sá sem hún gerir ráð fyrir og raunar er mjög æski- legur, verði ekki minnkaður. Alþingi þaö sem lauk störfum fyrir skömmu, samþykkti ný lög um búnaöamám.þarsem m.a. er gert ráð fyrir lengingu búnaöar- námsins úr einum vetri 1 tvo svo og verulegri aukningu á verklegu námi við skólana sjálfa og utan þeirra. Hafa skólarnir 4 ára að- lögunartima aö þessum breyttu aðstæðum. Hólanefndgerðisérfrá UR)hafi Ijóst aö taka þyrfti tiflit til þeirra breytinga sem nýju búnaöar- fræöslulögin mundu hafa I för meö sér fyrir Bændaskólann á Hólum. M.a. þess vegna leggur húnsvo rika áherzluá að aöstaöa til verknáms viö skólann veröi stórbætt hiö fyrsta eins og tillögur hennar bera meö sér. Þab má meö sanni segja aö bændaskólarnir standi nú á tlma- mótum. Enginn veit meö vissu hvaöa áhrif lenging námsins kann aö hafa á aösókn aö skólunum og kemur það varla I ljós fyrr en aö þvl kemur. Ofthefurveriö fundið að þvi að búnaöarnámiö veiti mönnum engin réttindi (atvinnuréttindi) og er það rétt. Allmikið hefur þó veriö rætt um hvernig úr þessu megi bæta. Helzt hefur komið til oröa aö búfræðingar sem hefja vilja búskap eigi greiðari leiö aö fyrirgreiöslu hjá lánastofnunum landbúnaðarins, eöa jafnvel aö búfræðipróf verði gert aö skilyrði fyrir slikum lánum. Fari svo um lánamálin liggur I augum uppi ab bændaskólarnir veröa aö búa sig undir aö taka á móti auknum fjölda nemenda. Tillögur Hóla- nefndar miöa markvisst aö þvi aö efla Bændaskólann á Hólum á öll- um sviöum, bæði hvaö snertir aö- stööuhjá skólabúinu til aukins og bætts verknáms og tilrauna svo og bætta aöstöðu til bóklegrar kennslu og allan aöbúnaö aö væntanlegum nemendum i skóla og heimavist. Ég vona aö landsmönnum sé öllum fyllilega ljóst aö þeir eru ávallt velkomnir heim aö Hólum. Ritaö I mai 1978

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.