Tíminn - 06.06.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.06.1978, Blaðsíða 7
ÞriOjudagur 6. júnl 1978 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Bitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Jón Sigurósson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sióimúla 15. Simi 86300. Kvöldslmar bláóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Veró i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 A mánuói. Biaóaprent h.f. Óskastjórn Vísis og Dagblaðsins Það má vissulega kallast kaldhæðni örlaganna, að siðdegisblöðin, sem eru gefin út af helztu gróða- mönnum i Sjálfstæðisflokknum, eiga vafalitið mestan þátt i falli borgarstjórnarmeirihlutans. Bæði hafa blöðin haldið uppi miklum áróðri gegn núverandi rikisstjórn. Til viðbótar hefur Visir lagt Gunnar Thoroddsen i einelti, en Dagblaðið hefur haft Geir Hallgrimsson fyrir skotspón. Bæði hafa blöðin lagt sérstakt kapp á að hæla Alþýðuflokkn- um og stundum Alþýðubandalaginu lika. Raun- verulega hefur Alþýðuflokkurinn stuðzt við meiri blaðaútgáfu á þessu kjörtimabili en nokkur flokk- ur annar, þar sem hann hefur, auk Alþýðublaðs- ins, notið stuðnings Dagblaðsins og Visis og þó einkum hins siðarnefnda. Mörgum mun hafa komið þessi stuðningur sið- degisblaðanna við Alþýðuflokkinn og Alþýðu- bandalagið nokkuð á óvart. En hann á sér augljósa skýringu. Gróðamennirnir, sem gefa út Visi og Dagblaðið, eru andvigir núverandi rikisstjórn og þó einkum Framsóknarflokknum. Draumur þeirra hefur verið og er að fá annað hvort svo- nefnda viðréisnarstjórn, þ.e. samstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins, eða svonefnda nýsköpunarstjórn, þ.e. samstjórn Sjálfstæðis- flokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalags- ins. Eftir bæjarstjórna- og sveitarstjórnakosning- arnar hefur þetta hvað eftir annað verið predikað opinskátt i forustugreinum Visis. Þar hefur verið sagt, að æskilegasta stjórnin væri stjórn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins, en hún myndi reynast of veik til að fást við vandann. Heppileg- asta og öflugasta rikisstjórn eftir þingkosning- arnar væri þvi stjórn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins. Mörgum mun koma það kynduglega fyrir sjónir, en þó ekki sizt ýmsum fylgismönnum Alþýðu- bandalagsins, að gróðaöflin i Sjálfstæðisflokknum hafi mestan áhuga á að fá nýsköpunarstjórn. En þetta er siður en svo neitt undarlegt, þegar málin eru skoðuð betur. Heildsalarnir segjast hafa haft aðeins tvo góða viðskiptaráðherra eftir siðari heimsstyrjöldina, þá Gylfa Þ. Gislason og Lúðvik Jósepsson, og hafi ekki mátt á milli sjá hvor betri var. Það fer ekki heldur framhjá peningamönnun- um, að þessir tveir flokkar eiga það sameiginlegt að gera það að höfuðmáli sinu fyrir kosningarnar nú að berjast fyrir fullum verðlagsuppbótum, jafnt á hæstu laun sem hin lægstu, og tryggja þannig að hálaunamenn fái margfaldar bætur á við láglaunamenn. Það dylst ekki heldur fjármálamönnunum, sem græða mest á verðbólg- unni, að dagar hennar væru siður en svo úr sög- unni, ef fylgt yrði þeirri stefnu, sem Alþýðuflokk- urinn og Alþýðubandalagið hafa beitt sér fyrir á kjörtimabilinu, sem nú er að ljúka. Fyrir frjálslynda og umbótasinnaða kjósendur má það vera lærdómsrik visbending, að mestu gróðamenn Sjálfstæðisflokksins telja sér heppileg- ast að fá Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið i rikisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það verður ekki af þessum mönnum haft, að þeir eru raunsæ- ir. Mat þeirra á foringjum Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins er stórum réttara en hinna, sem blekkjast til að trúa þvi, að mikilla félagslegra umbóta og réttlátari stjórnarhátta megi vænta frá mönnum, sem hafa gert það að aðalmáli sinu, að greiddar verði fyllstu dýrtiðarbætur á hæstu laun og krefjast svo jafnframt afnáms tekjuskatts, eins ogleiðtogar Alþýðuflokksins. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Lundaríkið var eitt helzta ríki Afríku Erfitt að sporna gegn endurreisn þess Callaghan BERSÝNILEGT er aö mik- ill ágreiningur hefur rikt á Natofundinum i Washington i afstöðu til Afrikumálanna. Sum rikin hafa viljaö bein eöa óbein afskipti Nato af þeim.og telja þau hluta af deilunni milli austurs og vesturs I Evrópu.en önnur hafa lagzt gegn þvi. Þar viröist Bretland hafa haft forustuna, ef ráða má af blaðamannafundi.sem Callaghan forsætisráöherra hélt i Washington eftir fund- inn. Þótt Callaghan fordæmdi harölega ihlutun Rússa og Kúbumanna, tók hann fram,aö hún væri ekki höfuöorsök vandans. Vandamál Afriku værumiklu eldri en hún. Ýms- ir Bandarikjamenn létust nú vera nýir Columbusar, sem væru aö uppgötva Afriku i fyrsta sinni, en hún heföi veriö til lengi áöur.Taliðer/aöþess- um ummælum Callaghans hafi verið beint aö Brzezinski, aöalráðgjafa Carters i utan- rikismálum. Callaghan sagöi aö nú skipti mestu máli aö kynna sér fyrst viöhorf Af- rikumanna sjálfra og vilja þeirra áöur en meira væri aö- hafzt. Alveg sérstaklega yrði að taka tillit til Lundaþjóð- flokksinS/Sem hefði aðalheim- kynni sin i Shabafylkinu, en væri auk þess dreiföur um norðurhluta Zambiu og norö- austurhluta Angóla. Deilan um Shabafylkið yröi ekki leyst, nema Zairestjórn semdi sér- staklega viö hann. Hér tók Callaghan eindregiö undir tU- lögusem Kaunda forseti Zam- biu haföi lagt á megináherzlu, þegar hann heimsótti Carter fyrir skömmu. ÞAÐ ER vissulega rétt hjá Callaghan,aö mikUlar fáfræöi viröist oft gæta jafnt hjá vest- rænum stjórnmálamönnum og fjölmiðlum um málefni Af- riku. Oftast er þvi haldiö fram, aödeUan um Shaba snúist um hinar auöugu koparnámur og kóbaltnámur þar. En hún á sér miklu dýpri rætur. Um fjögurra alda skeiö var r&i Lundaþjóöflokksins helzta rikiö á svæðinu mUli Kongó- fljótsog Zambezifljóts eöa þar sem nú eru Zaire.Angóla og Zambia. Þetta riki hélzt fram á þessa öld og haföi megin- styrksinn i Shaba,en náöi yfir aUstór önnur landsvæöi i Kongó og einnig mUcinn hluta Angóla og Sambiu. Rikis- mörkin voru aldrei glögg en aöalvöldin voru i höndum konungs Lundaþjóöflokksins, sem gekk undir nafninu Mwata Yamvo. Konungsætt þessi færði ekki út riki sitt meö vopnavaldi, heldur tengdist nálægum höföingjum með giftingum og gerði þá þannig háöa sér. Lunda- konungurinn haföi i kringum sig stærrihirð og bjó rikmann- legar og virðulegar en aörir höfðingjar á þessu stóra land- svæöi og þvi var litiö upp tU hans og það þótti mikill sómi aö tengjast ætt hans. Námu- auðæfin styrktu lika vald hans, en koparvinnsla var haf- in í Shaba strax á sjöundu öld og færöist 'siðan i aukana. A margan hátt skaraöi Lunda- þjóöflokkurinn fram úr öörum þjóðflokkum á þessu svæöi i menningarlegu tilliti. Þégar Kongó,nú Zaire,hlaut sjálfstæöi 1960, hugöist Moise Tsjombe endurreisa hiö forna Lundariki.enda taldi hann sig borinn til þess, þar sem hann var tengdasonur siðasta Lundakonungsins. Utan Af- ríku var hins vegar litiö á hann sem lepp Belgiumanna, sem vildu gjarnan gera Shaba " að sérstöku riki i von um aö geta tryggt betur námurétt- indi sin þar. Fyrir Tsjombe vaktiannaöj)ótt hann notfæröi sér stuðning Belgiumanna. Margt bendir til þess nú,að þaö hafi verið miöur fariö aö Sameinuðu þjóöirnar skárust i leikinn og hindruðu stofnun sérstaks Shabarikis. Sjálf- stæðisstefna Lundamanna liföi áfram og um skeið geröu þeir sér von um, aö Mobutu stæöi meö þeim og studdu hann þvi til valda. Hann brást hins vegar fyrirheitum sinum og hefur öörum fremur reynt aö bæla þá niður. Her sá.sem Tsjombe hafði komiö á laggirnar, gerði misheppnaða uppreisnartilraun 1966,en flúöi sföantil Angóla. Þar hafa her- menn þessir hafzt viö siöan meöal frænda sinna af Lunda- þjóðflokknum og siöan bætzt viö fleiri flóttamenn frá Zaire. ÞAÐ þykir nú ljóst að sjálf- stæöishreyfing sú sem flótta- mennirnir hafa stofnaö og stóö fyrir innrás i Shaba i fyrra og aftur nú, eigi miklu fylgi aö fagna meðal Lundamanna i Shabahéraði og þvi veröi ekki friövænlegt á þessum slóöum, þótt Rússar og Kúbumenn hætti hernaðarlegri ihlutun sinni. Vafalltið hafa þeir Kaunda og Callaghan rétt fyr- ir sér i þvi aö þessi deila veröi ekki leyst, nema komiö veröi tilmóts við Lundaþjóöflokkinn og Shaba fái annað hvort viö- tæka heimastjórn eöa fullt sjálfstæöi. Þaö bætir hér ekki úr skák, aö Mobutu er orðinn sérstak- legaóvinsæll i Shabafylki.sök- um þeirrar hörku sem hann hefur beitt gegn öllum sjálf- stæöiskröfum þar. Þaö gæti strax gert ástandiö friövæn- legra.ef hann hrökklaöist frá völdum. þ.Þ. Kaunda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.