Tíminn - 06.06.1978, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 6. júni 1978
3
Launaj öfnunarstefna
dauðadæmd meti launþega-
samtökin einskis aðgerðir
ríkisstjórnarinnar
— sagði Olafur Jóhannesson
við húsfylli á fundi i
Valaskjálf
KEJ — Efnahagsráðstafanir
rikisstjórnarinnar og nýsett
bráðabirgðalög voru nauðsyn-
leg til að koma i veg fyrir at-
vinnuröskun og kaupmáttar-
rýrnun af völdum óðaverðbólgu,
sagði Ólafur Jóhannesson dóms-
og viðskiptaráðherra á fundi i
Valaskjálf á Egilstöðum fyrir
helgina þar sem hann ræddi um
stjórnmálaviöhorfið nú. Hann
benti einnig á, að kaupmáttar-
rýrnunin hefði aö óbrey ttu orðið
meiri, þar sem horfur voru á
slikri óðaverðbólgu. að fullar
verðbætur á laun eftir á.heföu
ekki komið að sama gagni og
aðgerðir rikisstjórnarinnar
munu tryggja þegar á liður.
Ólafur sagði ennfremur orð-
rétt: „Við teljum að við höfum
stigið skref i réttáátt.sanng jarnt
skref og við bfðum og sjáum
hvernig því veröur tekið af
fyrirsvarsmönnum launþega-
samtakanna. Ég held, að ef t.d.
forsvarsmenn launþegasam-
takanna vilja einskis meta
þessa tilraun til þess að koma á
launajöfnun, þá sé launajöfn-
unarstefna alveg dauðadæmd
og maður verður bara að horf-
ast i augu við þá staöreynd”.
Ólafur benti á að efnahags-
málin yrðu vandamál hverrar
þeirrar rikisstjórnar er mynduð
yrði eftir kosningar og það væri
hreinlega mikil blekking að lofa
fólki gulli og grænum skógum i
þvi efni.
Gleymum ekki góðu
verkunum
Dómsmálaráðherra minnti á
það i ræðu sinni að þessi rikis-
stjórn hefði unnið mörg góð
verk sem gjarnan vildu gleym-
ast og falla i skugga hins sem
miður tækist. Hann minnti á
landhelgismálið, eitthvert hið
stærsta mál er þjóðin hefði tek-
izt á við og hversu farsællega
það hefði verið af hendi leyst á
stjórnartimabilinu, og að menn
þyrftu að vera áfram á varð-
bergiiþeim efnum. Ráðherrann
benti á, að f landinu hefði tekizt
að tryggja atvinnuöryggi á
sama tima og atvinnuleysi væri
hið mesta böl í nær öllum ná-
grannarikjum okkar.
Þá sagöi Ólafur, að menn
mættuekki lita á það sem sjálf-
sagðan hlut hversu vel hefði
veriðunniðað atvinnuuppbygg-
ingu og byggðaþróun út um aUt
land. TU þeirra verka væri ekki
öllum að treysta og ekki mætti
slaka á i þessum efnum ef ekki
ætti að sækja i sama horfið og
áður en Framsóknarflokkurinn
gekk til stjórnarsamstarfs i
upphafi þessa áratugs.
Höfnum jafnt trúnni á
Marx sem Adam Smith
Velmegun hefur aldrei veriö
meiri á íslandi en í dag, en lifs-
hamingja virðist ekki vera sam-
stiga, sagöi Ólafur Jóhannesson
á einum stað i ræðu sinni, og
bætti þvi við, að menn mættu
ekki missa sjónar á þvi sem
raunveruiega gUti. Hann varaði
við þvi, aö i fjölmiðlum ýmsum
værijafnvel grafið undan rótum
lýöræðisins meö vantrausts-
árásum á grundvallarstoð þess,
sjálft Alþingi, og það stjórnar-
far sem lýðræðinu fylgdi.
Við framsóknarmenn. sagöi
Ólafur, trúum þvi ekki aö Adam
Smith á annan veginn eða Karl
Marx á hinn hafi fýrir nokkrum
öldum leyst öll mannleg vanda-
mál með kenningum sinum um
kapitalisma eða kommúnisma.
Við viljum vera leitandi, sagði
ráðherrann, og reyna að leysa
vanda samtimans hverju sinni
öfgalaust á félagslegum grund-
veUi. Við vUjum taka þátt i aö
breyta þjóðfélaginu eftir þvi
sem horfir tU velfarnaðar, meö
þróun og ekki byltingu.
Lifeyris-
sjóður
SÍS
70% verð-
tryggingu
eftirlaun
SJ — Stjórn iifeyrissjóða
Sambands islenzkra samvimiu-
félaga ákvað á fundi I siðustu
viku, að eftirlaun til Iifeyrisþega
skyldu verðtryggð að 7/10 hlut-
um. Llfeyrissjóður Sambandsins
nær tU starfsmanna kaupfélag-
annaog samstarfsfyrirtækja auk
starfsmanna SIS.
Erlendur Einarsson forstjóri
Sambands islenzkra samvinnu-
félaga sagði Timanum, aö
ákvörðun þessi hefði verið tekin i
samráöi við tryggingafræðing
lifeyrissjóðsins. Astæöuna til að
þetta er nú kleift.sagði hann vera
þá, að hluti af ávöxtunarfé lff-
eyrissjóðsins hefði verið ávaxtað
I verðtryggðum skuldabréfum.
Nokkur verðtrygging eftirlauna
hófst hjá lifeyrissjóði SIS fyrir
1 1/2 ári.
— Ég hef áður látið þá skoðun i
ljós, sagði Erlendur Einarsson,
að allir þegnar þjóðfélagsins eigi
að sitja við sama borð hvað
varðar verðtryggingu lifeyris.
Fram að þessu hafa hinir frjálsu
lifeyrissjóöir ekki getað boðið
sjóðfélögum sinum þá verðtrygg-
ingu, sem opinberir starfsmenn
njóta, en eins og kunnugt er þá er
I fjárlögum gert ráö fyrir háum
fjárhæðum til greiöslu á verð-
tryggingu lífeyris til opinberra
starfsmanna.
nokkurrar leiðsagnar frá
Reykjavik til Kefiavikur.
Feröin endaði illa og dugði
heyrnin honum skammt.
Kennarafélag
M.H.
ályktar
A fundi i Kennarafélagi
Menntaskólans viö Hamrahlið 26.
mai 8.1. var eftirfarandi ályktun
samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum:
„Kennarafélag M.H. vill beina
þeirri fyrirspurn til menntamála-
ráðuneytisins, hvort með ákvörð-
un þess um embætti skólameist-
ara á Egilsstöðum sé ætlunin að
hefja til vegs þá stefnu, að til
skólastjórnar utan höfuðborgar-
svæðisins skuli helzt valinn sá
umsækjandinn sem minnsta
hefur háskólamenntunina,
einkum ef hann hefur ekki full
réttindi til kennslu á viökomandi
skólastigi.
Félagið lýsir megnri vanþókn-
un sinni á þeim viðhorfum sem
meta skólastjórn i menntaskóla i
dreifbýli svo litils sem þessi
ákvörðun ber vitni um.”
Aragrúi fólks fylgdist meö
þýzka stultuleikhúsinu á
Lækjartorgi á sunnudaginn.
Þetta leikhús flytur táknræn
ádeiluverk og eru lcikendur
sminkaðir eins og i hringleika-
húsi. önnur ádeilan sýndi
presta katólsku kirkjunnar
seija mönnum aflátsbréf svo
aðklingdi i peningakössum. A
sama tima þjónuðu hinir
frómu menn syndinni lævisri
og lipurri I þeim skilningi, að
syndakvittanirnar hvöttu
menn frekar en löttu til dáða á
syndsamlega sviðinu. 1 hinni
ádeilunni beindist athyglin að
blindum manni, sem ætlaöi án
14-1800 bðrn í siglingu á
Hafnarf jarðarskipnm á
sj ómannadegi
GV — Sjómannadagsins var
minnzt um allt land meö hátiða-
höldum sl. sunnudag. 1 Reykjavik
fóru aðalhátiðahöldin fram i
Nauthólsvik og voru aldraðir sjó-
menn heiðraðir. 1 Hafnarfirði
fóru hátiöahöldin fram með liku
sniði og venjulega og var mjög
góð þátttaka i hátiöahöldunum.
Hápunktur sjómannadagsins i
Hafnarfirði var um morguninn
þegar um 14-1800 börnum var
boðið i' siglingu á fjórum bátum
og einum togara Jón Dan frá
Hafnarfirði.
Mikil þátttaka vai- ihátiðahöld-
um iVestmannaeyjum á laugar-
dag og sunnudag, enda var veður
meðafbrigðum gott. Aldraðir sjó-
menn og aflakóngar voru heiðr-
aðii- og sú nýbreytni var tekin upp
á þessu kosningavori, að efstu
menn á hverjum iista kepptu i
boðhlaupi.