Tíminn - 06.06.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.06.1978, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 6. júnl 1978 19 Skotar réðu ftkki vifl jjrumufleyga Cubillas.... — sem tryggði Perú óvæntan sigur - 3:1, yfir sigurvissum Skotum ★ Masson lét verja frá sér vítaspyrnu á örlagaríkri stundu JOE JORDAN. Perú. sést hér skora mark Skotlands gegn Tvö þrumuskot frá Teofilo Cubillas seint i seinni hálfleik i leik Skotlands og Perú gerðu út um leik liðanna, i HM keppninni á laugardaginn. Perú vann fremur óvæntan sigur 3-1, en sigur þeirra var mjög verðskuldaður. Ef liðið spilar eins I næslu leikjum gæti allt eins farið svo aö Perú hlyti eitt af fjórum efstu sætum HM keppninnar. Skotarnir ullu aftur á móti miklum vonbrigðum. Aðeins fyrsta korter leiksins spiluðu þeir af eðlilegri getu, en siðan tók lið Perú yfirhöndina og spiluðu þeir Skotana oft á tiðum sundur og saman. Eins og áður sagði byrjuðu Skotarnir vel og eftir 14 minútna leik náðu þeir forystunni, þegar Joe Jordan skoraði auðveldlega eftir að markvörður Perú hafði hálfvarið skot frá Kenny Dalglish. En við markiö vöknuðu leikmenn Perú til lifsins og sóknarloturnar buldu á vörn Skota. Þegar tvær minútur voru til leikhlés brunaði Juan Munante upp kantinn og gaf góð- an bolta fyrir á Cesar Cueto sem skoraði auðveldlega framhjá Al- "Nyilasi og ^ Torocsik í leikbann: „Mikið áfall fyrir okkur að missa þá*% sagöi Baroti, þjálfari Ungverja — Þetta er að sjáltsögðu mikið áfall fyrir okkur og mögu- leikar okkar hafa minnkað mjög mikið, sagði Lajos Baroti, þjálf- ari Ungverja, þegar búið var að dæma tvo af beztu leikmönnum Ungverjalands, miðvallarspil- arann og fyrirliöann Tibor Nyilasi og Andras Torocsik, sóknarleikmann, i eins leiks bann. Þeir voru reknir af leik- velii gegn Argentinumönnum og taka þeir leikbann sitt út I kvöld, þegar Ungverjar mæta Itölum. — Við vanmetum ekki Ungverja, þótt þeir leiki án Nyilasi og Torocsik.Ungverjar eiga sterka leikmenn, sem geta fyllt upp i skörðin, sem þeir skilja eftir sig. — Við gerum okkur þvi fyllilega grein fyrir þvi, aö við verðum að taka á öllu, sem við eigum, sagði Enzo Bearzol, landsliðseinvaldur Itala, sem teflir fram-sama liði gegn Ungverjum og lék gegn Frökkum. —SOS; „SKOTAR EIGA ENGA MÖGULEIKA — á að komast í 8-liða úrslit”, segir Dennis Law CESAR CUETO . .jafnaöi (1:1) fyrir Perú — hér er knötturinn á ieiö- inni I mark Skota. an Rough i marki Skotlands. 1 leikhléi var það ljóst að Skot- land þurfti svo sannarlega að berjast i seinni hálfleik ef sigur átti að nást. Kenny Burns og Tom Forsyth virtust þungir á móti hin- um eldsnöggu sóknarmönnum Perú i fyrri hálfleik og bak- verðirnir, Stuart Kennedy og Martin Buchan áttu fullt i fangi með að hemja kantmennina Munante og Juan Oblitas. Skotland byrjaöi nokkuð vel i upphafi seinni hálfleiks og á 61. minútu var Bruce Rioch brugðið innan vitateigs og dæmdi sænski dómarinn Ulf Eriksson þegar vitaspyrnu. Don Masson tók spyrnuna en Ramon Quiroga markvöröur Perú gerði sér litið fyrir og varði glæsilega fremur lausa spyrnu Masson. Við þetta efldust Perúmenn um allan helm- ing en jafnframtdró allan mátt úr Skotum. A 70. minútu virtist eng- ■ in hætta vera á ferðum er Cubillas var meö knöttinn langt fyrir utanvitateigSkota. Hann lét samt vaða að markinu og Rough átti ekki nokkurn möguleika á að verja sérstaklega glæsilegt skot hans. Við þetta mark misstu leik- menn Skotlands alveg kjarkinn og það sem eftir var af leiknum réðu Perúmenn lögum og lofum á veUinum.A 76 minútu var dæmd aukaspyrna á Skotland rétt fyrir utan vitateig þeirra. Cubillas framkvæmdi spyrnuna og Rough réði ekki við fast skot hans.hann hafði hendur á knettinum en missti hann inn fyrir marklinuna. Ally McLeod, þjálfari Skota tók það nútil bragðs að taka þá Rioch og Masson út af og setti i stað þeirra þá Macari og Gemill en þeir gátu ekki hleypt lifi að nýju i leik Skota enda voru Perúmenn alls ekkert á þeim buxunum aö missa niður tveggja marka for- skot á siðustuf jórtán minútunum. Það voru tengiliðir og sóknar- menn Perú sem fyrst og fremst skópu þennan sigur, Skotar hrein- lega réðu ekkert við skemmtilegt og hratt spil þeirra. Aftur á móti voru leikmenn i liði Skotlands sem varla sáust i leiknum og má þar nefna þá Willie Johnston og Kenny Dalglish. Bezti maður Skotlands i leiknum var Joe Jor- dan, sem var eini maðurinn i framlinunni sem reyndi að berj- ast allan leikinn, enda var hann oft hartleikinn af varnarmönnum Perú. Martin Buchan var i erfiðu hlutverki sem vinstri bakvörður og Oblitas fór oft illa með Kennedy I hinni bakvaröar- stöðunni. ó.O. Skotland á enga möguleika á að komast i undanúrslit HM keppninnar eftir 1-3 tap fyrir Perú sagði Dennis Law eftir leikinn. Lav,einn af þekktustu ieikmönnum Skota fyrr og siðar,sagði að hann gæti ekki séð hvernig Skotland ætti að faraaðþvi að vinna Holland — en til þess að komast' áfram verður Skotland að sigra þá. Perúmenn léku stórkostlega knattspyrnu. Þeir spiluöu einn-tveir allan leikinn en Skotarnir voru að rembast viö löngu boltana fram völlinn. Svoleiðis knattspyrna þýðir ekkert i alþjóðakeppni. Martin Buchan er einn af beztu varnarmönnum i Bret- landi en hann á alls ekki að vera i stöðu bakvarðar sagði Law að lokum. r 99 Þeir fóru ekki eftir því, sem ég sagði þeim... — og þess vegna töpuðum við”, sagði McLeod, landsliðseinvaldur Skota ★ „Skotar voru of sigurvissir”, sagði Helmut Schön — Við lékum vel fyrstu mjög óhress eftir leikinn geg» Per«. Sagt eftír leikinn 15 min en siðan ekki sög- una meir, sagði Ally McLeod, landsliðsein- valdur Skota sem var Mikill fögnuður í Perú Mikill fögnuður var I Perú, eftir að Perúmenn höfðu unniö sigur yfir Skotum. — Fólk geystist út á götur I Perú og söng og dansaði. Þá var for- seti Perú, Francisco Morales Bermudez ekki lengi að senda skeyti til leikmanna Perú, þar sem hann lýsti yfir ánægju sinni. — ,,Við erum svo sannarlega hreykniraf ykkur. — Þið eruð eftirlætisgoö þjóðar ykkar”, sagði hann i skeytinu. — Viöslökuöumá á miðjunni og þannig fengu Perúmenn nægan tima til að athafna sig og byggja upp sóknarleik sinn. — Þeir nýttu þetta út I yztu æsar og þeir hrein- lega ,,myrtu” okkur, sagöi McLeod, sam sagði að aöeins þeir Jordan Buchan Kennedy, Hart- ford og Rough, hefðu leikið vel. — Það var ekki góður leikur Perúmanna sem gaf þeim vinn- inginn heldur mistök okkar manna sem urðu til þess að við töpuðum. Við vissum vel hvernig lið Perú spilar og ég hafði lagt leikmönnum minum linurnar fyrir leikinn en það var bara ekki farið eftir þvi þess vegna töpuöum við. Þetta var ekki fót- boltisem viðsýndum! Nú verðum við að vinna bæði Holland og Iran til aðeiga möguleika á aðkomast áfram — og ég hef trú á þvi að okkur takist það. En til þess verðum við að leika miklu,miklu betur en við geröum i dag. Marcos Calderon, þjálfari Perú: — Ég er mjög hreykinn af liöi minu. Við unnum eitt af beztu liðum Evrópu I dag. Viö unnum leikinn þegar Quiroga varði vitið frá Masson. Bruce Rioch, fyrirliöi Skot- lands: Það var einkum mark- vörður Perú sem var maðurinn á bak við sigurinn. Tvivegis varði hann vel á úrslitastundu og það braut okkur niður, en efldi jafn- framt lið Perú. Helmut Schön landsliðsein vald- ur V-Þýzkalands: — Skotar voru of öruggir meö sigur og þeir féllu á þvi. Ef þeir hefðu leikið eins og þeir léku gegn Perúfyrstu 10 min. leiksins heföu þeir unnið auðveld- an sigur. Það var sorglegt að sjá leikmann eins og Kenny Dalglish og aðra hreinlega hverfa i 80 min. — Hann sást ekki nema I byrjun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.