Tíminn - 07.06.1978, Side 8
8
Miðvikudagur 7. júni 1978
Aðalfundur Samvinnutryggingafélaganna:
Heildariðgjöld 3.026.3 millj.
heildartjón kr.
2.250.9 millj.
1977
Aðalfundir Samvinnutrygginga
g.t. Liftryggingafélagsins And-
vöku og Endurtryggingafélags
Samvinnutrygginga h.f. voru
haldnir að Bifröst i Borgarfirði
fimmtudaginn 1. júni s.l. Fundinn
sátu 23 fulltrúar viðs vegar af
landinu auk stjórnar félaganna,
framkvæmdastjóra og nokkurra
starfsmanna.
Fundarstjóri var kjörinn Jón
Einarsson Borgarnesi en fundar-
ritarar Bragi Lárusson, Bjarni
Pétursson og Sigurður Þ. Guð-
mundsson.
Erlendur Einarsson. stjórnar-
formaður, flutti skýrslu stjórnar-
innar en Hallgrimur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri skýrði
reikninga Samvinnutrygginga og
Jón Rafn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri, reikninga Lif-
tryggingafélagsins Andvöku og
reikninga Endurtryggingafélags
Samvinnutrygginga h.f.
Samvinnutryggingar
I reikningum Samvinnutrygg-
inga g.t. kom fram að iðgjöld árs-
ins hjá félaginu námu kr. 2.259.2
millj. á árinu 1977 og höfðu aukizt
um kr. 548.1 millj. eða 32%.
Tjónagreiðslur námu kr. 1.647.8
millj., en voru kr. 1.290.6 millj.
árið 1976 eða hækkun um kr. 357.2
millj. eða 27.7%.
Nettó bóta- og iðgjaldasjóðir
Samvinnutrygginga voru i árslok
1977 kr. 1.528 millj., en voru kr.
1100 millj. árið áður.
Rekstur félagsins gekk vel á ár-
inu 1977. Frumtryggingadeildir
skiluðu afgangi samtals kr. 82.7
millj. og tekjur af óreglulegri
starfsemi námu samtals kr. 17.6
millj. Samtals kr. 100.3 millj.
Hins vegar varð nokkuð tap á
endurtryggingum eða samtals aö
upphæð kr. 20.6 millj. móti kr.
60.1 millj. tapi árið áður. Niður-
staða á rekstrarreikningi varö
þvi hagnaður aö upphæð kr. 79.7
millj.
Á fundinum kom m.a. fram að
Samvinnutryggingar lækkuöu á
árinu 1977 iðgjöld á heimilis- og
húseigendatryggingum. Þá veitti
félagið um 700 viðskiptavinum
sem tryggt hafa bifreiðar sinar i
10 eða 20 ár án tjóna ókeypis iö-
gjald á árinu 1977. Er hér um
verulegan afslátt að ræða eða
samtals um kr. 28 millj. Þá hefðu
Samvinnutryggingar ennfremur
endurgreitt vegna ársins 1976 um
22 millj. sem tekjuafgang til
þeirra sem skyldutryggðu bif-
reiðir sinar hjá félaginu. Samtals
hefur félagið þannig sparað
viðskiptavinum sinum um kr. 50
millj. i iðgjöldúm á árinu 1977.
Bent var á að Samvinnutrygg-
ingar hafa frá þvi þær voru
stofnaðar fyrir rúmlega 30 árum
endurgreitt tekjuafgang þeim
sem tryggt hafa hjá félaginu kr.
118.604.236 á verðgildi hvers árs.
Jafngildir þessi upphæð umreikn-
uð með verðlagsvisitölu i nóvem-
ber 1977 hvorki meira né minna
en kr. 1.231.000.000.
Líftryggingafélagið And-
vaka
Iðgjöld ársins 1977 námu kr.
126.8 millj. á móti kr. 84.1 millj.
árið áður og hafa þvi aukizt um
kr. 42.7 millj. eða 50.8%. Tjóna-
hlutfall var mjög hagstætt á árinu
1977.
Heildarlíftryggingastofn
félagsins nam i byrjun ársins 1977
samtals kr. 10.128 millj., en i árs-
lok 1977 var hann kr. 13.600 millj.
og hefur þvi aukizt um kr. 3.472
millj. eða um 34.3%.
Rekstrarafgangur nam kr. 15.8
millj. og voru lagðar i bónussjóð
Andvöku kr. 9.4 millj.
Eigin sjóðir félagsins, þ.e.
tryggingasjóður að frádregnum
hluta endurtryggjenda, áhættu-
sjóður, varasjóöur og eigiö
óráðstafað fé námu i árslok 1977
kr. 111.435.642 á móti kr.
89.712.259 i árslok 1976.
Endurtryggingafélag
Samvinnutrygginga h.f.
Iðgjöld ársins námu kr. 640.3
millj. á móti kr. 636.1 millj. árið
1976, og nemur aukningin 0.7%.
Siðustu árin hefur félagið sagt
upp allmörgum samningum, sér-
staklega i sjó- og flugvélatrygg-
ingum vegna óhagstæðrar af-
komu i þessum greinum undan-
farin ár.
Eigin sjóðir félagsins þ.e.
áhættusjóður, innborgaö hlutafé
og óráðstafað eigið fé námu i árs-
lok kr. 52.1 millj. á móti kr. 49.4
millj. i lok ársins 1976.
Rekstrarafgangur félagsins
varð kr. 4.7 millj. á árinu 1977
móti kr. 6.8 millj. 1976.
Heildariðgjöld ársins hjá öllum
félögunum námu þvi samtals kr.
3.026.3 millj. á móti kr. 2.431.3
millj. og hafa þvi aukizt um kr.
595.0 millj. eöa 24.5%.
Heildartjón ársins námu aftur á
móti samtals kr. 2.250.9 millj.
móti kr. 1.879.3 millj. — hækkun
kr. 371.6 millj. eöa 19.8%.
Fjöldi mála er varöa félögin og
starfsemi þeirra voru rædd á
fundinum og margar tillögur
bornar fram og afgreiddar. A
siðasta aðalfundi var m.a. sam-
þykkt tillaga frá stjórn félaganna
um að heimila einum fulltrúa frá
starfsmannafélagi félaganna setu
á stjórnarfundum. Kosning þessa
fulltrúa i stjórn fór fram 25.
nóvember 1977.
Endurkjörnir i stjórn félagsins
voru þeir Erlendur Einarsson
forstjóri, Reykjavik, formaöur,
Ingólfur Ólafsson kaupfélags-
stjóri, Kópavogi og Ragnar Guð-
leifsson kennari Keflavik. Aðrir i
stjórn eru Karvel ögmundsson
framkvæmdastjóri, Ytri-Njarð-
vik og Valur Arnþórsson kaup-
félagsstjóri Akureyri. Fulltrúi
starfsmanna i stjórn er Þórir E.
Gunnarsson fulltrúi, Reykjavik.
Frá héraðsskólanum
að IMúpi
Starfrækt verður viðskiptabraut og
heilsugæziubraut á framhaldsskólastigi
n.k. vetur.
Upplýsingar gefur Skólastjórinn i sima
(94) 8222.
Reykjaneskjördæmi
Fundur verður i fulltrúaráði kjördæmis-
sambandsins, fimmtudaginn 8. júni kl.
20.30 i iðnaðarmannahúsinu Linnetstig 4,
Hafnarfirði.
Miðstjórnarmenn, formenn flokksfélaga
og fulltrúaráða og kosningastjórar flokks-
ins i kjördæminu mæti á fundinn.
Stjórn KFR.
Aðalfundur
Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda
verður haldinn i hliðarsal Hótel Sögu
fimmtudaginn 8. júni n.k. og hefst kl. 10
árdegis.
Dagskrá samkvæmt félagslögum
Lagabreytingar.
Stjórn Sölusambands íslenzkra fiskfram-
leiðenda
Vorblómið
5. árgangur
I vor kom út 15. árgangur af
Vorblóminu, barnariti
Unglingareglu IO.G.T. Er þaö
selt á degi Unglingareglunnar i
byrjun mai. Þetta er barnabók
og efni hennar sögur, leikrit og
kvæði, auk þess sem þar hefur
verið minnzt nokkurra
merkismanna (karla og
kvenna) sem unnið hafa fyrir
Unglingarcgluna.
í ritnefnd Vorblómsins hafa
verið öll þessi ár sömu mennirn-
ir: Ingimar H. Jóhannesson,
Ólafur F. Hjartar og Sigurður
Gunnarsson. En efnisval og
útgáfa hefur að langmestu leyti
hvilt á Sigurði Gunnarssyni sem
annazt hefur þetta ritmeð mik-
illi samvizkusemi.
Tilgangurinn með útgáfu
Vorblómsins var að gefa út hollt
lesefni fyrir börn. Birta i þvi
siðrænar sögur, sem stundum
höfðu bindindistoðskap og leik-
rit til lestrar á heimilum og til
nota á fundum i barnastúkun-
um. En aldrei hafa þær átt eins
miklu hlutverki að gegna og nú,
þegar reykingar og jafnvel
drykkjuskapur er farið að fær-
ast til barnanna, vegna óheppi-
legs fordæmis hinna fuliorðnu
og þeirrar lausungar sem ein-
kennir þjóðfélagið.
1 þessum 15 árgöngum
Vorblómsins er mikið af góöu
lesefni handa börnum, svo vel
hefur val á þvi tekizt. Ritið er
einnig myndskreytt og smekk-
lega útgefið. En það sem
einkennir það eru margar ágæt-
ar bindindissögur sem vekja til
umhugsunar. Ekkert annað rit
hefur eins mikiö af því efni i
sögulegum búningi við hæfi
barna. 1 það hafa einnig ritað
sögur margir af kunnustu
barnabókahöfundum þjóðar-
innar.
Vorblómið hefur veriö
Unglingareglunni styrkur I
félagsstarfi og auk þess hefur
það verið henni töluverður
fjárhagslegur styrkur þar sem
sala þess hefur gengið mjögvel.
Meðan það seldist bezt var það
gefið út i 4000 eintökum, en
siöan barnastúkum fækkaði hef-
ur þessi tala lækkað allmikið.
Eigi að siður kemst það enn inn
á mörg heimili.
Segja má að meö þessu 15.
hefti Vorblómsins séu nokkur
timamót i sögu þess. En
vonandi verður Unglingareglan
svo gæfusöm að geta gefið það
út áfram, þótt sennilega verði
skipti á mönnum í ritnefndinni.
Með Vorblóminu hefur verið
reyntaðgefa islenzkum börnum
hoilt lesefni og er þess þörf I öllu
því moldviðri sem nú gengur
yfir i rituðu máli. Það þarf
eitthvert mótvægi gegn öllum
þeim ómerkilegu myndabókum
sem nú eru gef nar Ut og taka frá
börnunum alla umhugsun um
bókarefnið.
Ég vil flytja ritnefnd
Vorblómsins beztu þakkir fyrir
vel unnin störf i 15 ár og óska
Vorblóminu heilla i framtiðinni.
Eirikur Sigurðsson.
BILASALAN
Fhstargeróir
bHntöa
OpHfhádegk*
Sénar29330og29331
m
VITATORGI
I