Tíminn - 07.06.1978, Síða 17
Miövikudagur 7. júni 1978
17
veiðihornið
Góð veiði í Þverá.
Laxveiði hófst i neðri hluta
Þverár i Borgarfiröi á laugar-
dag (3. júni). Þrjá fyrstu
dagana veiddust 37 laxar
mest, allir á bilinu frá 10-15
pund að þyngd. Veitt er á 7
stangir i neðri hluta Þverár.
veim i elri hluta Þverár
Kjarrá öðru nafni hefst á
fimmtudag.
Vel hefur gengið að selja
veiðileyfi i Þverá og má segja
að þau séu að mestu leyti
uppseld.
Um 10. júni fer laxveiðin að
hefjast i hverri ánni á fætur
annarri i Borgarfirði og
reyndar um allt land. Þá hefst
veiði i Gljúfurá, Reykjadalsá
og Flókadalsá, en veiði i
Grimsá hefst ekki fyrr en
þann 24. júni.
— Það er mesta furða hvað
veiðzt hefur i Norðurá og
Þverá, en vatn i ánum er nú
mjög kalt. Þeir veiddu t.d. 20
laxa á fyrsta degi i Norðurá,
en vatnið var aðeins 4 gráðu
heitt, sagði Þórður
Kristjánsson, formaður
Veiðifélags Borgarfjarðar, i
samtali við blaðið.
Stærstu laxar
á islandi.
Veiðihorninu barst i gær
nýjasta tölublað Veiðimanns-
ins, málgagni stangveiði-
manna. Þar er margar
athyglisverðar greinar að
finna, þó að hér verði aðeins
minnzt á eina, en það er grein
Magnúsar ólafssonar
formanns Stangveiöifélags
Reykjavikur um stærstu laxa
sem veiðzt hafa á Islandi,
sannkallaða stórlaxa. Magnús
skýrir svo frá, að þegar talað
er. um stórlax sé átt viö 30
punda lax eða meira. Stærsti
iaxinn, sem veiðzt hefur á
tslandi, var ekki veiddur á
stöng heldur i net á sjó úti,
nánar tiltekið við Grimsey
árið 1957, og hann vó hvorki
meira né minna en 49 pund.
Skipverjar á Goða frá
Keflavik veiddu næststærsta
laxinn i þorskanet 1975 út af
Eldeyjarboða. Þetta var 42
punda hængur.Stærsta laxinn,
sem veiðzt hefur á stöng hér á
landi, veiddi Kristinn heitinn
Sveinsson húsasmiðameistari
á Iðu i Hvitá i Árnessýslu.
Laxinn var 38,5 pund, og það
tók Kristin aðeins 20 minútur
að ná honum á land. I
Veiðimanninum er greint frá
fleiri stórlöxum, af þeirri
stærð sem alla veiðimenn
dreymir um að fá. Þar sem
stórlaxar minna á veiðisögur,
vill Veiðihornið beina þeim
tilmælum til laxveiðimanna
að skýra Veiðihorninu frá
skemmtilegum veiðisögum i
sumar.
GV.
Grimseyjarlaxinn, stærsti lax sem veiðzt hefur við tsland.
Árekstrar og ölvun á
Akureyri i gær
SJ — Harður árekstur varð á
Furuvöllum á Akureyri um kl.
eitt igærdag fyrirutan hús númer
5 þar sem prentsmiðja Odds
Björnssonar er til húsa. Þarna
voru tvær fólksbifreiðar með
A-númerum á ferð og var annarri
sveigt i' veg fyrir hina. Bifreiðirn-
ar, nýleg Mazda og Mercedes
Benz, eru báðar mjög mikið
skemmdar. Slysurðu ekki á fólki.
Fleiri árekstrar urðu i bænum i
gær.
Nokkru áður hafði kviknað i
sendiferðabifreið skammt frá
Sólborg. ökumaður komst út og
varð ekki meint af, en billinn
skemmdist töluvert.
Nokkur ölvun var á Akureyri i
gærdag og þurfti að taka menn úr
umferð um hábjartan daginn,
sem er óvenjulegt þar i bæ.
Grafa til sölu!
Ford 5000 árgerö 1967 til sölu. Fjölhæf grafa
með heilsnúning á bakkói. Getum tekið bíl eða
bát upp í greiðslu. Uppl. í símum 75143 og
32101/ i dag og næstu daga.
Ú tflutningur
Færeyinga
minnkaði um
fimmtung
— fyrstu fjóra mánuði ársins
samanborið við sama
árstima 1977
Það er viðar en hér sem Utflutn-
ingur á sjávarafurðum er sveifl-
um háður. Ifrétt i færeyska blaö-
inu 14. september segir, að á fjór-
um fyrstu mánuðum þessa árs
hafi útflutningur á sjávaraf-
urðum i Færeyjum minnkað um
20% samanborið við sama árs-
tima 1977. Einnig hafi útflutn-
ingur i aprilmánuði verið rúmum
16 milljónum færeyskra króna
minni en i marzmánuði.
Helztu útflutningsvörur Færey-
inga eru ýmiss konar tegundir
sjávarafurða og i samburðartöflu
með fréttinni sést, að útflutningur
hefur dregizt saman á nálega
flestum úttlutningstegundum frá
þvi i marz, og er munurinn mest-
ur á frystum ýsu- og þorskflök-
um. I marzmánuði fluttu Færey-
ingar út fryst þorskflök fyrir 8.7
milljónir, en aðeins 2.7 milljónir i
aprll.
I marzmánuði fluttu Færeying-
ar út fryst ýsuflök fyrir 16.4 millj-
ónir en aðeins 4.4 i april. Veruleg
aukning varð aðeins i útflutningi
á einni fisktegund, saltfiski.
1 marz fluttu Færeyingar út
saltfisk fýrir 6.7 milljónir en 19
milljónir i april.
Helztu þjóðir, sem kaupa fisk af
Færeyjum eru Bandarikjamenn,
Danir, Frakkar og Spánverjar.
Suðurlandskjördæmi
Frambjóðendur til Alþingis hafa ákveðið
sameiginlega framboðsfundi á eftirtöld-
um stöðum:
Kirkjubæjarklaustri, sunnudaginn 11. júni
kl. 14.
Hvoli, Hvolshreppi, fimmtudaginn, 15.
júni kl. 21.
Flúðum, Hrunamannahreppi, mánudag-
inn 19. júni kl. 21.
Selfossbiói, Selfossi, þriðjudaginn 20. júni
kl. 21.
Samkomuhúsi Vestmannaeyja,
fimmtudaginn 22. júni kl. 21.
tJtvarpað verður frá fundinum að Hvoli,
Selfossi og Vestmannaeyjum.
Frambjóðendur.
„Þaðgrær
sem girt er
BEKAERX GIRÐINGAREFNI
Byggingavörur
Sambandsins
Suðurlandsbraut 32 ■ Simar 82033 ■ 82180