Tíminn - 16.06.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.06.1978, Blaðsíða 11
11 Föstudagur 16. júni 1978 Borgarfjaröarbrúin lengist smám saman, en nokkub er samt enn I land, aö þetta mannvirki veröi full búiö. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu. Timamynd: Róbert. Framkvæmdir við Borgarfjarðarbrú i fullum gangi Borgarf j arðarbrú full- búin fyrir árslok 1979? Fyrir- myndar skyr i Selkirk t Lögbergi-Heimskringlu ný- lega, má sjá frétt þess efnis aö i Selkirk séu menn farnir aö búa til skyr, ogef trúa má blaöinu er þaö mikiö afbragö, þvi fyrirsögnin er „Ofsa gott skyr”. Blaöiö segir: „1 Selkirk er búiö til skyr. — Þaö er reyndar gert víöa annars staöar en þá mest tíl heima- brúks. 1 Selkirk er þaö hins vegar framleitt til sölu og þaö er fyrir- tækiö Lakeland Dairies, sem hefur þaö á markaöi. Þetta er fyrirmyndar skyr og gefur ekkert eftir islenzku skyri, nema siöur sé”. 1 xj um SSt — Vinna viö Borgarfjaröar- brúna hófst aftur i vor eftir hlé i vetur og sem stendur vinna 75 manns viö brúargeröina. I vor var aöalbrúin landtengd meö 137 metra langri bráöabirgöabrú og 200 metra langri vegfyllingu, og gengu þær framkvæmdir mjög vel, samkvæmt upplýsingum, sem Timinn fekk hjá Vegagerö- inni. Samtimis þessum fram- kvæmdum voru fluttir út á stöpl- ana 44 eftirspenntir bitar, sem hver um sig vegur 64 tonn. Þessa dagana er unniö aö undirslætti fyrir brúargólfiö, sem er i 13 höfum og er hvert haf 40 metra langt, veröur fyrsta gólfiö steypt nú um mánaöamótin. A vegáætlun i ár eru 600 millj- ónir króna til þessara fram- kvæmda, en nú er í athugun hvort unnt veröi, af tæknilegum og f jár- hagslegum ástæöum, aö tengja brúna yfir i Borgarnes fyrir árs- lok 1979, en þegar er oröiö ljóst, aö tii þess aö þaö sé fram- kvæmanlegt, þarf aö auka fjár- veitinguna I ár. ÓTTAZT ÚTBREIÐSLU BÚFJÁRSJÚKDÓMA SJ— A sameiginlegum funtíi bún- aðarfélaganna i Hörglands-, Kirkjubæjar- og Leiðvallahrepp- um á Kirkjubæjarklaustri nú i vor lýstu bændur yfir áhyggjum sin- um yfir vaxandi útbreiðslu bú- fjársjúkdóma austur um Suður- land. Sérstaklega var bent á þá hættu sem stafar af sivaxandi sam- gangi sauðfjár úr þessu varnar- hólfi við sauðfé af ofanverðu Suðurlandsundirlendi. Jafnframt hvatti fundurinn bændur til þess að virða settar reglur um flutning á heyi og lif- andi búfé á milli varnarhólfa. Ennfremur var bent á þá hættu, sem getur stafað af ferðaiögum manna á önnur varnarsvæði, af flutningi á óhreinum ullarumbúð- um og af ósótthreinsuðum gripa- flutningabilum sem koma af öðr- um varnarsvæöum. Fundurinn taldi nauösynlegt að leitað yrði allra færra leiöa til þess að draga úr samgangi fjár norðan Mýrdalsjökuls milli Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslna og gerir þá kröfu til þingmanna kjördæmisins aö þeir hlutist til um aö Sauöfjárveiki- vörnunum veröi útvegaö nægilegt fjármagn til þess aö tryggja meö sem öruggustum hætti aó þetta varnarhólf verði áfram ósýkt af illvigum búfjársjúkdómum. Skólaslit Hússtjórnarskóla Beykjavikur Hússtjórnarskóla Reykja- vikur var slitið 30. mai sl. Skólinn hefur i vetur starfað á sama hátt og siðastliðin ár, þ.e. á fyrri hluta vetrar hafa verið starfrækt fjöldi námskeiða, mismunandi að lengd og með fjölþættu námsefni. En eftir áramót tók til starfa 5-mán- aða hússtjórnardeild með heima- vist, einnig dag- og kvöldnám- skeið eftír þvi sem húsnæði hefur leyft. Alls stunduðu um 400 manns nám i skólanum i vetur. Við skólaslit voru viðsaddir 5, 10 og 20 ára nemendur sem færðu skólanum gjafir. Úr hússtjórnar- deild hlutu verðlaun fyrir góöan námsárangur Guðrún Asta Sig- uröardóttir, Þuriöur Einarsdóttir og Guðrún Richardsdóttir. Umsóknir um námsvist i hús- stjórnardeild fyrir næsta skólaár þurfa að berast sem fyrst, en önn- ur námskeið veröa auglýst i byrj- un september. Rjómabúið að Baugsstöðum Varðveizlufélag Baugsstaða- rjómabúinu að Baugsstööum i rjómabúinu sem Vigfús Sigur- rjómabús hefur gefiðútlitprentað Stokkseyrarhreppi. geirsson hefur tekið. póstkort með mynd af gamla A póstkortinu er litljósmynd af KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS Kári Arnórsson kosn- ingastjóri Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. ÉG SPÁI: Fjöldi þingmanna er verður Alþýðubandalag 11 14 Alþýðuflokkur 5 7 Framsóknarflokkur 17 13 Samtök frjálsl og vinstri manna 2 4 Sjálfstæðisflokkur 25 22 Aðrir flokkar og utanflokka 0 0 Samtals 60 60 Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.