Tíminn - 21.06.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.06.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. júni 1978 7 Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm).og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slöimúla 15. Slmi 86300. Kvöldsi'mar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á' mánuöi. Blaöaprent h.f. Forysta Olafs Jóhannessonar Enginn getur borið brigður á, að sú rikisstjórn sem ólafur Jóhannesson myndaði árið 1971, leysti' landið úr álögum, eftir meðferðina undir viðreisn- arstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Fólkið fékk atvinnutæki, atvinnuleysinu var útrýmt, óhæfusamningur viðreisnarstjórnarinnar við Breta var lýstur úr gildi fallinn og hafin ný landhelgisbar- átta eftir vesaldóm liðins áratugar. Með byggða- stefnunni hefur landið beinlinis breytt um svip, svo gagnger hafa umskiptin verið. A grundvelli þessarar stefnu, sem rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar mótaði og framkvæmdi, hefur verið haldið uppi fullri atvinnu i landinu, og á grundvelli hennar hafa siðustu tveir stórsigrar okk- ar i landhelgismálinu verið unnir. Allan timann frá 1971 hvildi þungi landhelgisbaráttunnar mest á þeim Ólafi Jóhannessyni og Einar Ágústssyni, þar sem Einar fór öll árin með embætti utanrikisráð- herra og Ólafur Jóhannesson var dómsmálaráð- herra og þar með yfirmaður landhelgisgæzlunnar. Það voru þessir menn, sem færðu Islendingum þann sigur, er skiptir fyrir þá sköpum, svo fremi sem þeir kunna á komandi tið að nytja fiskimið sin á skynsamlegan hátt. í margra ára striði við útlenda yfirgangsmenn var ólafur Jóhannesson sá brimbrjótur, sem hol- skeflurnar brotnuðu á — sá maður, sem bæði hafði til að bera þá festu, sem aldrei brást, og þá gætni, er ekki gaf á sér höggstað i vandasömum ákvörðun- um. Með þessa eiginleika að kjölfestu leiddi hann þjóð sina til hins frækilegasta sigurs, sem þeim mun meira mun metinn sem lengra liður fram. Þvi að þessari framgöngu eigum við að þakka, að við náð- um fiskimiðunum úr klóm útlendinga, áður en þau höfðu verið gereydd. Samtimis þvi, að Ólafur Jóhannesson bar hitann og þungann i landhelgisbaráttunni, beitti hann sér fyrir mikils verðum umbótum i dómsmálum, er hann tók við i ólestri og niðurniðslu. En einmitt á þvi sviði, þar sem hann hefur markað timamót i dómsmálaráðherraembætti, hefur hann árum saman verið beittur ósvifnum og skef jalausum rógi, sem einsdæmi er hér á landi i seinni tið. Þar var jafnvel gengið svo langt að bera hann æ ofan i æ hinni verstu valdniðslu og yfirhylmingu i þágu stór- glæpamanna. Það þótti hlýða að beita þann mann- inn, sem'alþjóð á mest að þakka fyrir óhagganlega festu sina, þeim vopnum, er verst og auvirðilegust verða fundin. Þessir menn, sem þannig fóru að ráði sinu i blindu ofstæki og hemjulausri fikn i að vekja athygli á sinni eigin persónu, standa nú uppi sem ábyrgðar- lausir fleiprarar er hlaupið hafa eftir þvi, án nokk- urrar könnunar, er vafasömustu persónur hvisluðu þeim i eyra. En þeir hafa ekki séð að sér. Þó að þeir hafi orðið að hrekjast úr einu vigi i annað, uppvisir að tilhæfulausum rógi, byggðum á fljótfærni og sjaldhittum flumbruskap, hafa þessir óheillavæn- legu nýliðar i islenzkri pólitik ekki séð ástæðu til þess að gangast við misgerðum sinum, eins og mannsbragur hefði þó verið að, heldur haldið áfram að vega i sama knérunn af sömu rætni og áður með nýjum söguburði, sem stendur á viðlika traustum fótum og það, sem þeir vilja nú helzt, að sé gleymt. Og enn er þetta látið heita þvi forkostulega nafni, ,, rannsóknarblaðamennska ’ ’. —JH ERLENT YFIRLIT Zia ur hefur reynzt traustur stjórnandi En vandamálin eru mörg í Bangladesh Zia ur Rahman FRAM til 1971 náöi Pakistan yfir tvö aöskilin landsvæöi, Vestur-Pakistan og Aust- ur-Pakistan, sem haföi gengiö undir nafninu Bengal meöan þaö heyröi til Indlandi. Stjórn landsins var I Vestur-Pakist- an, þóttlbúar værumunfleiril Austur-Pakistan. Þetta leiddi til þess, aö sjálfstæöishreyfing reis upp I Austur-Pakistan og knúöi hún fram aöskilnaö landshlutanna voriö 1971 aö afstaöinni borgarastyrjöld, þar sem Bengalir nutu stuön- ings Indverja. Bengalir lýstu siöan yfir sjálfstæði landsins, sem hlaut nafniö Bangladesh. Fyrsti forseti þess varö Mujibur Rahman, sem haföi öölazt miklar vinsældir sem leiötogi aöalflokksins I Aust- ur-Pakistan, Awamiftokksins, meöan skilnaöarbaráttan viö Vestur-Pakistan stóö yfir. Mujibur reyndist ekki jafn- snjall sem stjórnandi og hann haföi veriösem ftokksleiötogi I skilnaöarbaráttunni. Stjórn hans reyndist bæöi spillt og veikburöa og leiddi þaö til þess, aö honum var steypt af stóli I ágústmánuöi 1975 og féll hann I þeim átökum, sem þá uröu. Borgaraleg rikisstjórn, sem þá kom til valda, stóö hins vegar ekki lengi, þvi aö henni var vikiö frá völdum 3. nóvember um haustiö. Þar voru nokkrir herforingjar aö verki, en stjórn þeirra hélzt ekki nema i fjóradaga. Hinn 7. nóvember beittu aörir herfor- ingjar sér fyrir nýrri byltingu og þótti þaö táknrænt, aö hún var framkvæmd sama mán- aöardagog rússneska bylting- in 1917. Hér voru nefnilega aö verki róttækir herforingjar, sem helzt voru taldir hallast að sósialisma. Ýmsir frétta- skýrendur spáöu þvl, aö sóslalistiskt timabil væri aö hefjast i sögu hins nýja rflds, enþróuninhefurorðiöá annan veg. ÞEIR, sem stóöu aö bylting- unni 7. nóvember 1975 völdu Zia ur Rahman hershöföingja sem aöalleiötoga sinn. Hann var þá tæplega fertugur, fæddur 19. janúar 1936. Sautjánára haföi hann gengiö i herinn og unnið sér þar gott orö. Orðstir sinn jók hann I borgarastyrjöldinni og raunar varö hann þá fyrstur manna til aö lýsa yfir stofnun sjálf- stæös rflcis I Austur-Pakistan, þótt formlega væri sjálfstæöi Bangladesh ekki tilkynnt fyrr en nokkru siöar. Þegar Mujibur var vikiö frá völdum, var Zia ur skipaöur yfirmaöur hersins, en herforingjarnir, sem geröu byltingu 3. nóvem- ber, höföu illan bifur á honum og settu hann I stofufangelsi. Þar var hann aöeins i fjóra daga, en herforingjarnir, sem þá brutust til valda, treystu honum betur og fólu honum æöstu völd. Þaökom hins veg- ar fljótt á daginn, aö hann átti ekki samleið meö þeim, þvi aö Zia ur haföi ekki áhuga á sósialisma, heldur aö koma á hernaöarlegum og skilvirkum stjórnarháttum. Smátt og smátt treysti hann sig I sessi og vék hinum fyrri banda- mönnum slnum til hliöar. Hinn 21. april 1977 náöi hann þvl marki aö veröa formlega tilnefndur forseti Bangladesh. Ýmsar tilraunir hafa veriö geröar til aö hrekja hann frá völdum, en hann bælt þær niö- ur meö haröri hendi. Alvarlegasta tilraunin var gerö á siöastl. hausti, og refs- aði hann uppreisnarmönnum harðlega. Um 200 hermenn, sem tóku þátt i uppreisninni, voru dæmdir til dauöa og teknir af lifi. ZIA UR lýsti yfir þvl, þegar hann kom til valda, llkt og margir hershöföingjar hafa gert I svipuöum sporum, aö hann ætlaöi sér aðeins aö stjórna til bráöabirgöa. Tak- mark hans væri aö koma á lýðræöislegum stjórnarhátt- um sem fyrst. 1 samræmi viö þaö efndi hann til forsetakosn- inga 2. jUní siöastl. en gagn- stætt þvi loforöi, aö draga sig i hlé, bauö hann sig fram sem forsetaefni. Hann studdist I kosningunum viö nýjan flokk, sem hann haföi stofnaö og haföi aö markmiöi aö koma á framkvæmd lýðræöislegra stjórnarhátta, þar sem forset- anum væri ætlaö mikiö vald eöa likt og i Frakklandi. Aöal- keþpinautur hans var Osmani hershöföingi.sem einnig haföi unniö sér frægöarorö i sjálf- stæöisbaráttunni, og jafn- framt veriö náinn samstarfs- maöur Mujiburs. Hann studd- ist m.a. viö Awami-flokkinn og kommúnistaflokkinn. Orslitin uröu þau, aö Zia ur bar sigur úr býtum meö miklum meiri- hluta atkvæöa. Andstæöingar hanshalda þvi fram, aö fylgis- menn hans hafi beitt fölsun- um, en erlendir blaðamenn, sem fylgdust meö kosningun- um, telja aö ekki hafi veriö teljandi brögö aö þvi og sigur hans hafi veriö ótvlræöur. Zia ur segir þaö nú næsta skref sitt til að koma á lýöræöislegum stjórnarháttum aö efna til þingkosninga I desember næstkomandi. Markmiö hans sé sterk og heiðarleg stjórn á lýöræöisgrundvelli, sem leggi áherzlu á alhliöa framfarir, en framar ööru veröi þó aö stef na aö þvi, aö landiö geti brauö- fætt þjóöina og hóflega veröi dregiö Ur f jölgun hennar. Ibú- ar Bangiadesh eru nú um 85 millj., en flatarmál landsins er ekki nema 55 000 fermílur. Þar er þvi vlöa þétt setiö.þ.Þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.