Tíminn - 21.06.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.06.1978, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 21. júni 1978 Margir áttu erindi við Einar — nær þrjátíu hringdu á beinni línu Slminn þagnaði ekki i þá tvo og hálfan tlma sem Einar Agústsson hafði til að svara á beinni linu. Hafa þvi efalaust margir oröið fyrir þvl aö ná ekki sambandi viö hann aö þessu sinni. Tuttuguogniu mannshringdu i Einar Agústsson, utanrikisráö- áerra er hann sat fyrir svörum á beinni linu Timans s.l. mánu- dagskvöld. Akveðinn haföi veriö tíminn frá kl. 6 til 8, enraunin varösúaö þótt ekki væri tekið viö viötalsbeiön- ím eftir kl. 8 biðu svo margir aö Einar varö ekki laus úr simanum fyrr en kl. 8.30. Um tima varö álagiö á simanum svo mikiö aö kerfiö sprakk, eins og þaö er stundum orðaö. Erindi fólks voru auövitaö hin margvlslegustu, allt frá persónu- legustu traustsyfirlýsingum til póitiskra stefnumarkandi atriöa. Veröa hér birtar nokkrar spurningar, sem lagöar voru fyrir Einar, og svör hans viö þeim: Er áhugi? Ragnar Karisson: Veröur skortur á flugskýlum látinn hamla heim- flutningi á viögerðum flugvéla Loftleiöa? Einar: Ég er alls ekki sann- færöur um, aö Flugleiöir kæri sig um aö flytja þetta heim. Væri um áhuga aö ræöa, þá veröur ekki látiö standa á aöstöðufyrir starf- semina. tbúðarlán Ómar Guömundsson: Hver er stefna Framsóknarflokksins 1 lánamálum til ibúöarhúsnæöis? Einar: Aö auka lán til Ibúöa- bygginga og efla byggingasam- vinnufélög. Flokkurinn telur rétt aö áfram sé stefnt aö þvi aö sem flestir búi I eigin húsnæöi, en gera veröur ungu fólki auöveldara aö eignast sina fyrstu ibúö en nú er. Þá verði auknar ibúöabyggingar á félagslegum grundvelli þ.á.m. leiguhúsnæöi, sem jafnframt yki þá öryggi fólks, meöan þaö væri aö koma upp eigin húsnæöi. Hillir undir minni um- svif Arni Þorsteinsson spuröi um afstööu Einars til NATO Einar: Ég vil aö viö séum i NATO og stöndum viö þær skuld- bindingar að láta NATO hafa hér aöstööu til varna, bæöi fyrir okk- ur sjálf og NATO-rikin. Hins veg- ar hillir nú vonandi undir það meö þeim nýju langdrægu tækjum, sem nú er veriö aö taka i notkun aö umsvif varnarliösins geti stór- lega minnkað hér á landi og þvi sé breytinga aö vænta. Mun held- ur enginn ákafari I aö komizt verði af með minni umsvif hér en Bandarikjamenn sjálfir. Ef ekkert hefði verið gert? Þóröur Eliasson: Hvaö heföi gerzt I efnahagsmálum heföu lög- in um efnahagsráöstafanir ekki veriö sett? Einar:Þetta heföi rúllaö áfram ogveröbólgan oröiö ennþá magn- aöri en nú er. Þeir, sem hafa margföldu launin, heföu fengiö margfaldar veröbætur, sem auö- vitaö heföi bitnaö mest á lág- launafólki sem alltaf fer verst út úr verðhækkunum og veröbólg- unni. Á hverju standaði? Jóngeir Hiinason: A hverju strandaöi myndun vinstri stjórn- ar 1974? Einar: Alþýöuflokki og Alþýöu- bandalagi, sem ekki gátu komiö sér saman. Þetta eru ekki aðeins min orö, þvi Magnús Torfi hefur staöfest þetta lika. Engar ódýrar lausnir Guðrún Einarsdóttir: Stjórnar- andstööuflokkarnir telja sig hafa lausn á öllum veröbólguvanda. Telur þú aö vinstri stjórn næöi betri tökum á veröbólgunni? Einar: Þessar fullyröingar stjórnarandstööuflokkanna um aö þeir hafi einhverjar „patent- lausnir” á veröbólguvandanum, eru bull og ósannindi. Væri þetta svona auövelt væri búiö aö kveöa drauginn niöur fyrir löngu. Aftur ámóti höfum viö Framsóknar- menn okkar stefnu I efnahags- málum og viljum vinna meö þeim sem næst henni komast. Hernað eða afvopnun? Helgi Jónsson: Hvort telur þú meiri tryggingu fyrir frelsi smá- þjóöa, vopnabúnaö stórveldanna hernaöarbandalög eöa afvopnun? Einar: Ég tel aö stefna beri aö afvopnun, en þaö tekur langan tima aö koma henni á. Þó eru nú stórveldin farin aö ræöa saman, svo vissulega vonar maöur þaö bezta. Helgi: Af hverju tekur fslenzka rikið þátt I vigbúnaöi NATO-rikj- anna, en ekki I starfi afvopnunar- nefndar Sameinuöu þjóöanna? Einar: Viö tökum mikinn þátt i afvopnunarviöræöum, þar sem viö eigum þess kost. En Fram- sóknarflokkurinn vill aö viö séum i varnarsamtökum, meðan veriö er aö vinna aö sameiginlegri af- vopnun, eins og veriö er aö reyna, og allir óska þess, a.m.k. viö Framsóknarmenn, aö hernaöar- bandalög veröi óþörf hiö fyrsta. Ég trúi aftur á móti ekki, aö mik- ið mark yröi tekiö á hlutleysi okkar ef til átaka kæmi. Er hægt að loka? Halidór Eyjólfsson: Er hægt aö giröa herstööina þannig af, aö um strangt tollahliö yrði aö fara þaö- an út og inn? Einar: Þaö er meira en aö þaö séhægt, þaö hreinlega verður aö gerast. Sýndarmennska? Friöþjófur Karlsson: Hver var þáttur Framsóknarflokksins i landhelgismálinu, sem allir eru nú aö eigna sér og Sjálfstæöis- flokkurinn þó mest? Einar: Þessu er auðsvaraö. Arið 1961 skuldbundu Sjálfstæöis- flokkur og Alþýöubandalag Is- lendinga til aö hreyfa sig ekki í útfærslu landhelginnar nema meö samþykki erlends dömstóls, sem andstæöingar okkar höföu tögl og hagldir i. Þegar vinstri stjórnar- flokkarnir tóku 50 milurnar á slna stefnuskrá, vildu hinir ftokkarnir leggja máliö fyrir Alþjóöadóm- stólinn. Þegar siöan séö varö aö sigur mundi vinnast i 50 milna striöinu, töku Sjálfstæöismenn upp i sina stefnuskrá tillögu Islenzku sendi- nefndarinnar á Hafréttarráö- stefnunni um 200 milna fiskveiöi- lögsögu. þeir geta þvi engan veg- inn eignaö sér þetta mál, en voru heldur engir dragbítar þegar út i baráttuna var komiö. Hún mæddi þó mest á okkur Ólafi Jóhannes- syni, mér með setu á öllum fund- um er máliö varöaöi og Ólafi sem fór meö stjórn Landhelgisgæzl- unnar. Ef olia....? Þórarinn Þórarinsson f.Eiðum: Hvað mundi ske ef olia fyndist undan ströndum Islands? Einar: Allar rannsóknir sem geröar veröa eru án nokkurra skuldbindinga. Þótt olia fyndist geri ég ráð fyrir að það yröi á svo miklu dýpi, að óvinnandi væri eins og er. En komi aö þvi aö hér veröi vinnanleg olia, álit ég aö viö veröum sjálfir aö færa okkur hana I nyt. Gerbreyta sjóðakerfinu Guömundur Guðmundsson: Hvaö vill Framsóknarflokkurinn gera I lifeyrismálum? Einar: Framsóknarflokkurinn hefur stefntaö einum llfeyrissjóöi fyrir alla landsmenn, þótt hægt hafi þokazt I þááttennsem komiö er. Til aö honum verði komiö á veröur aö gerbreyta þvi sjóðs- kerfi sem fyrir er og ég tel rang- láttá margan hátt. Að ég eigi — veröi ég 67 ára gamall — rétt a greiöslum úr fjórum sjóöum, og veröi jafnvel meö hærri lifeyri en núverandi tekjum minum nemur, er auðvitað alger fjarstæöa. Þessuveröur aö breyta og að þvi vill Framsóknarftokkurinn vinna. Engin leiga Magnús Guömundsson: Greiða Bandarlkjamenn gjöld eöa þókn- un fyrir aöstöðu sina hér á landi? Einar:Nei, þaö gera þau ekki. Aö vlsu var eitt sinn samiö um smávegis vegagjald, en þaö er svo óverulegt aö varla er hægt að telja þaö gjald, llklega um ein og hálf milljón á ári. Betra Ijós - Aukið umferðaröryggi Bílaperurnar fást hjá okkur — Ennfremur ljósasamlokur 6 og 12 volta Rafhornið ÁRMÚLA 7 — SÍMI 84450 Norræna húsið með Islands- dagskrá á fimmtudagskvöldum i sumar I sumar mun Norræna húsið bjóða upp á fyrirlestra, tónleika og kvikmyndir um tsland á fimmtudagskvöldum, og kallar það opið hús. Þessi dagskrá er aðallega ætluö erlendum feröamönnum frá Norðurlöndunum. 22. júni, Jakob Benediktsson: ,,Om Islands landnam” — á dönsku 29. júni, Vésteinn Ólason: Modern islandsk litteratur” — á dönsku 6. júli, Félag isl. einsöngvara: Islenzk sönglög, gömul og ný 13. júli, Guðrún Tómasdóttir: tslenzk þjóölög 20. júli, Jónas Kristjánsson: ,,De isiandske haandskrifter” 27. júli, Haraldur ólafsson: „Island i dag” — á sænsku 3. ágúst, Nanna Hermannsson: „Reykjavik I fortid og nutid” 10. ágúst Sigurður Þórarinsson: „Islands Geologi” — á sænsku Aðgangur er öllum ókeypis aö þessum dagskrám, en hún hefst öll kvöldin kl. 20.30. A vegum Félags isl. einsöngv- ara verður ennfremur söngdag- skrá með islenzkum sönglögum, gömlum og nýjum á föstudags- kvöldum kl. 21 i júli og ágúst. Verð aðgöngumiða á þá dagskrá kostar 1000 kr. A laugardaginn kemur veröur opnuð sýning i kjallara Norræna hússins á málverkum eftir Svein Björnsson, og stendur hún til 2. júli. Þann 8 júli byrjar svo sumarsýning Norræna hússins, en á henni verða málverk og teikningar eftir Asgrim Jónsson, Braga Asgeirsson og Sverri Haraldsson. Þessar sýningar verða opnar daglega frá kl. 14—19. Forseti íslands gerður að heiðursdoktor við háskólann í Leeds Forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, hefur þekkzt boö háskól- ans i Leeds á Englandi,aö taka þar við doktorsnafnbót i heiöurs skyni. Doktorskjöri veröur lýst viö afhöfn I háskólanum mánu- daginn 19. júni og veröa viö sama tækifæri ýmsir aörir visindamenn heiöraöir á sama hátt. Daginn eftir þriöjudaginn 20. júni hefur forseta tslands veriö boöiö til York sem honum veröur sýnt rannsóknasvæöiö, þar sem veriö er aö grafa upp minjar frá þeim tima, þegar norrænir menn réðu fyrir Jórvik og héruöunum þar umhverfis. Forsetahjónin fara utan á sunnudag 18. júni og koma heim 25. júni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.