Tíminn - 25.06.1978, Síða 1

Tíminn - 25.06.1978, Síða 1
 Einar Ag’ústsson: Fylgjum sókninni eftir Undanfarna daga höfum við Fram- sóknarmenn í Reykjavík orðið áþreifanlega varir við það, hvaö stefna okkar á sterk ítök i hugum fólksins. Þetta sýnir okkur m.a. hin mikla þátttaka i baráttufundi okkar á fimmtudaginn var og þau mörgu samtöl viðsamherja okkar að undanförnu. Um leið og ég þakka þeim fjölmörgu sem hafa veitt okkur öflugt lið- sinni að undanförnu, fyrir ómetanlegan áhuga og fórnfúst starf vil ég ennþá einu sinni ítreka, að lokaátakið fer fram í dag. Nú, á sjálfan kjördaginn, er tækifærið til að sýna, að við verðum ekki með orðum vegnir. Þvert á móti skulum við láfa pólitíska andstæðinga okkar vita af þvi einu sinni enn, að samstaða okkar verður þeim mun þéttari eftir þvi sem fastar er að okkur sótt. Svo er fyrir að þakka, að heilbrigð skyn- semi er enn svo rik í hugum manna, að þeir , gera sér grein fyrir því aö áhrif Framsókn- arflokksins i íslenzkum þjóðmálum mega ekki minnka, þá er vá fyrir dyrum. öfgaöflin til hægri og vinstri hafa vissu- lega haft hátt að undanförnu og í kosninga- hita er svo einkar auðvelt að beita slagorð- um og kröfugerð. Við slíkar aðstæður á hógvær og má lefna- leg framsetning oft erfitt uppdráttar og um skeið gat svo virzt sem málflutningur okkar Framsóknarmanna drukknaði í moldviðrinu. Ég hef oft sagt áður og segi enn, að ég hef löngum haft tröllatrú á dómgreind Is- lendinga og mér til óblandinnar ánægju virðist mér nú allt benda til þess, að þessi trú sé enn á rökum reist. Fólk áttar sig nefnilega á því þrátt fyrir allt, að yfirborð og loforðaglamur leysa engan vanda. Það eru verkin sem skipta máli. Eftir kosningar taka við margir rúmhelg- ir dagar, hver með sín vandamál, sem verð- ur að leysa með hag þjóðarinnar allrar — ekki flokka eða einstaklinga — fyrir aug- um. Framsóknarf lokkurinn býður fram krafta sína til þátttöku í því starfi og skor- ast ekki undan ábyrgð fremur en fyrr. En það skulum við gera okkur alveg Ijóst, Framsóknarmenn, að til þess að svo geti orðið, verðum við að mæta sterkir til leiks að kosningum loknum. Því megum við ekki slaka á núna. I dag er það vinnan sem gildir. Við erum vön að vinna fyrir þvi, sem okkur fellur í skaut. Okkur bregður ekkert við að leggja að okk- ur. Ég skora á velunnara Framsóknar- flokksins aö hafa samband við vini og kunningja, hvetja þá til að neyta kosninga- réttarins og ráðstafa atkvæði sínu að vel yfirlögðu ráði. Hvert einasta atkvæði skipt- ir máli. Þá mun enn sannast, að dómgreindin er enn á sínum stað og Framsóknarf lokkurinn kvíðir þar engu. Kjörorð okkar er: Atvinnuöryggi framar öllu. Atvinnuöryggi hefur verið hér í landi síð- an Framsóknarf lokkurinn tók við stjórnar- forustu árið 1974. Hver vill ekki eiga sinn þátt í því að tryggja áframhald þess? Sameinumst um sigur B-listans. Með baráttukveðju, Einar Ágústsson. ATVINNU ÖRYGGIÐ FRAMAR ÖLLU Þessi mynd er táknræn fyrir íslandssöguna á áttunda ára- tug þessarar aldar. Hún sýnir uppbygginguna framtakið og bjartsýnina. Hún sýnir hvernig verkefnin blasa hvarvetna við. Smiðurinn hefur ekki fremur en aðrir orðið að búa við at- vinnuleysi og bjargarskort á þessum Framsóknarárum meðan milljónir stéttarbræðra og jafnaldra i nágranna- löndunum ganga um atvinnulausir. Undir forystu Framsóknarmanna hefur uppbyggingin orðið meiri en nokkru sinni áður hér á landi um-leið og sigur hefur unnizt i landhelgismálinu. Atvinnuöryggið uppbygging, framfarir og launajöfnun eru meðal helztu kjörorða Framsóknarmanna i kosningunum. Undir merkjum þessarar stefnu hefur ekki komið til at- vinnuleysis eða byggðaröskunar á ísiandi allt frá árinu 1971 þegar Framsóknarmenn komu aftur til rikisstjórnar. Hér hefur hver hönd haft nóg að starfa landi og þjóð til heilla.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.