Tíminn - 25.06.1978, Blaðsíða 23

Tíminn - 25.06.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 25. júni 1978 23 Þeir sem féllu í einu kjördæmi, fengu sig kosna í því næsta O loknu byrjaBi talning atkvæö- anna. Oddviti kjörstjórnar gætti kass- ans meö atkvæöunum, tókeitt og eitt upp Ur honum skoöaöi þaö og neöidi þann sem kosinn var ef seöillinn var óaöfinnanlegur, en sýndi þó jafnan hinum i kjör- stjórninni hvernig seöillinn leit út. Viö Halldór Jónsson skrif- uöum atkvæöin eftir þvi sem þau féllu, en þó ekki önnur en þa u sem gild voru tekin. Jón Einarsson fékk fyrsta at- kvæöiö og áfram, þar til hann haföi fengiö fimm atkvæöi en ég ekkert. Þetta leit illa út og Jóns menn stungii saman nefjum, var mér sagt síöar aö svona ætlaöi þaö aö fara. Ég þagöi en í hug kom mér gamalt sjómannamál- tæki er segir: „Betri er fýla en fimmá skipifyrstaróöri.”—Þaö var almenn skoöun eöa öllu heldur hjátrú aö fengju menn i byr jun vertiöar fimm fiska á skip I fyrsta róöri, þá átti þvi skipi aö ganga illa alla vertiöina. Á sjötta seNinum var kross fyrir framan nafniö mitt. Ef til vill var þaö mitt eigiö atkvæöi, þvi aö sjálfur haföi ég kosiö sjálf- an mig. Þaö var nýi siðurinn rétt- mætur, auövitaö. Næsta atkvæöi kom lika I minn hlut og smám saman „hækkaöi hagur strympu.” Ég varö fyrri til aö fá lOatkvæöi en andstæöingurinn og man ég þaö eins vel og þaö heföi gerzt á þessari stundu. Eftir það komst Jón aldrei til jafns viömig. Mismunurinn jókst hægtoghægt ogþóttist ég um þaö bil sem atkvæðatalningin var hálfnuö vissum, aö ég mundi fá fleiri atkvæöi en hann.” Jón var orðinn skjálf- hentur. „...Þess var, ef rétt var litið á, engin von aö krossinn innan i hringnum væri hjá öllum óaöfinn- anlegur. Þaö var nýtt allt saman og óþekkt. Sumir voru sennilega skjálfhentir og aörir sjóndaprir, eins og gerist og gengur og ég haföi liklega veriö óheppnari i þessu. Sýslumaöur sagði aö ég gæti látiö varamanninn i kjör- stjórninni er þarna var staddur, taka sæti mitt og þá sjálfur gætt hagsmuna minna. Nei, ég sagöist búast viö aö þeir geröu rétt og sat kyrr, umboðsmannslaus, eins og áöur. Talning atkvæöa gekk sinn gang. Þaö seig á seinni hlutann og ég var alveg viss um aö fá fleiri atkvæöi en hinn. Illa geröu at- kvæöaseölarnir máttu fara út I veöur og vind. Jón í Hemru var oröinnhálf skjálfhentur og hættur aö telja atkvæðin og umboös- maöur hans sömuleiöis. Ég sá þaö glöggt, þeir sátu svo nærri mér. Ég þóttist sjá aö þeir höföu alls ekki búizt viö þessu. Nokkru siöar gengu þeir út úr húsinu og létu ekki sjá sig aftur, fyrr en allt var búiö.” Það er valt völubeinið „Orustunni var lokiö, öll at- kvæöi talin, öll meömæli ráöherr- ans, ræöur hans og ráögeröir manna i Reykjavlk um athafnir minar, allt aö engu oröiö. Þing- mannsefni Heimastjórnarmanna og umboösmaður hans vib at- kvæöatalninguna labbaðir heim eöa út úr þinghúsinu án þess aö biöa fullnaöarúrslita og skrifa undir þaö sem bókaö haföi veriö. Ég hálfvorkenndi Jóni. Hann tók sér þetta óþarflega nærri. Hann haföi um of treyst á fulltingi ráöherrans. „Þaö var valt völu- beiniö,” sögðu sveitamenn áöur fyrri, þegar þeir misstu kindur og þannig gátu lika ráðageröir veriö valtar og sást nú þarna dæmi þess, þótt I smáu væri. Ég hálf- vorkenndi Jóni hrapiö niöur af hans þéttstirnda himni en gat hins vegar séö suma, sem drýgindalega höföu látib, ganga hljóöari af fundinum en þeir höföu þangaö komiö. Jón haföi bara ekki siglt undir þvi merki sem hann átti aö sigla. Heföi hann I byrjun snúizt gegn uppkastinu og gefiö kost á sér til þingsetu sem andstæöingur þess, þá heföi hann náð kosningu. Aö minnsta kosti heföi ég ekki keppt viö hann um þingsætiö en I þess staöstutt aö þvi aö hannyröi kos- inn.” Þórbergur Þórðarson og kosningarnar 1911 Þannig segir Gunnar Ólafsson frá kosningu sinni 1908 og ef til vill værirétt aö slá botninn I þetta rabb meö frásögn Þórbergs Þóröarsonar af kosningunum 28. október 1911, „þegar innlimunar- berserkirnir og réttlætis- moröingjarnir, Lárus H. Bjarna- son og Jón sagnfræöingur voru kosnir af alþýðustétt á þing.” Þórbergur var þá svo sem sjá má af frásögninni, eldheitur sjálf- stæðismaður: „Loks reis yfir brúnir austur- fjallanna sjálfur kosningadagur- inn, „óhappadagurinn mikli” sem ég hef kallaö svo i einu bréfi minu til meistarans. Þaö var laugardagurinn 28. október, niu dögum og einni nóttu eftir aö ég sá elskuna mlna i fyrsta sinn. Þann dag var hreinlegt veöur, heiörikt loft og logn framan af degi en skýjafar meö noröan- kalda siöara hlutann. Dálltill froststirönandi. Sagt var aö vikuna fyrir kosningarnar heföu innlimunar- þýin haft 60 smala á fullum laun- um i höfuöstaönum. Og nú var öll- um þessum óaldarlýð teflt fram meö tvöföldu afli gegn sjálf- stæöishugsjón þjóöarinnar. Hann gekk berserksgang um bæinn og laug og blekkti og afvegaleiddi kjósendurnar. Félag ungra skilnaöarmanna haföi útvegaö 35 vaska herra I félaginu til aö hjálpa sjálfstæöis- mönnum Ikosningunumog ég var einn meöal þeirra. Þetta var harösnúinn her sem dansaði af áhuga á sjálfstæöishugsjón is- lenzku þjóöarinnar. Liöi þessu var dreift til margvislegra starfa viösvegar um bæinn. Þaö þurfti aö bera út bréf, flugmiöa og aug- lýsingar. Þaö þurftiaöblásaeldi I áhugaleysi daufra og skilnings- sljórra. Þaö þurfti að gæta hinna ósjálfstæöu I anda. Þaö þurfti aö leiöa blinda og vanaöa á kosningastaöinn. Þaö þurfti aö koma I veg fyrir aö smalar inn- limunarmanna næöu aö hella brennivini ofan i góðu íslending- ana og þegar á daginn leib voru verðir settir viö allar drykkju- krár bæjarins,því aö þau ótiöindi voru þá farin aö berast inn á kosningaskrifstofu sjálfstæðis- manna aö innlimunarbullurnar væru byrjaöar aö tæla sjálfstæöi þjóöarinnar inn i svinastiurnar. En sjálfstæöismenn voru svo heiöarlegir iséraö þeir vildu ekki veita áfengi. Einn góöur sjálf- stæöismaöur átti tiu potta brúsa af brennivini sem hann vildi fá aö hella ofan i landráöalýöinn, en flokksstjórnin bannaöi honum þaö. Og loks voru nokkrir vig- reifustu bardagamennirnir I her- sveitinni skipaöir til aö elta ill- ræmdustu heimastjórnarsmal- ana um bæinn og reka jafnharöan öfugan ofan i þá róginn og kosningalygarnar. Þaö er ljótt aö rægja eöa ljúga viö kosningar. Þaö geröu sjálfstæöismenn aldrei. Eirikur Helgason baö- stofuvinur og Páll Skúlason nú ritstjóri Spegilsins voru settir til aö elta Daviö I Stuölakoti. Runnu þeir eftir þessum stórhættulega smala föðurlandssvikaranna hús úr húsi, unz þeim tókst aö loka hann inn I kjallaraboru viö ÖÖins- götu. Þar mátti Dabbi dúsa heila klukkustund og fékk engri land- ráöaiðju fyrir sig komiö, þar til kvenmannsógæfu nokkurri varö ráfaö aö kjallaranum og hleypti varginum Jausum i sjálfstæöis- hjöröina. Þetta afrek Eirlks og Páls þótti frækilegt afspurnar 1 herbúöum sjálfstæöismanna og þaö var mikib hlegiö... Svo kom kvöldiö. Klukkan rúm- lega átta var kosningunum lokiö I höfuöstaönum og rétt á eftir fara ab berast fréttir utan af landi. Fyrsta skelfingin dundi yfir frá Akureyri: Siguröur Hjörleifsson fallinn, Guölaugur sýslumaöur Guömundsson kosinn. Al- máttugur guö! Eitt af slyngustu þingmannsefnum sjálfstæöis- manna hnigiö aö velli og forhert- ur landráöarefur kosinn á þing. Þaö sló þungum óhug á alla á skrifstofunni. Þetta er fyrirboöi fleiri illra tiöinda. Þaö er samt ekki ennþá útséö um aö viö sigr- um. Næstu fréttir: Siguröur i Vigur kominn aö á lsafiröi. Þaö var gott, envóþóekkiuppá móti falli Siguröar Hjörleifssonar. Og rétt á eftir lýstur hræöi- legustu hörmungartiöindum þessa hryllilega ógæfudags eins ogvábrestii skrifstofuna: Sjálfur erkidjöfullinn, frömuöur og læri- meistari allra fööurlandssvikara á lslandi kosinná Seyöisfiröi. Þaö var Valtýr Guömundsson. Þá féll- ust öllum orötök á skrifstofu sjálfstæðismanna. Og þaö varö löng drúpandi þögn. Mér dimmdi fyrir augum. Þaö dró helmyrkva yfir salinn. Nú var allt búiö á Is- landi Nú veröur aldrei gaman að lifa hér eftir. Sjálfstæöi þjóöar- innar tortimt um aldur og eilifö. Landráöalýöur meö sigurglott á smettinu um allar götur 1 fyrra- máliö. Og ég fæ aldrei framar lyst á elskunni minni. Svo tók ég til fótanna út úr húsinu til þess aö flýja hugsanir minar. Ég mundi ekki einu sinni eftir norö-austur- horninu, þegar ég rann af staö austur Vonarstræti. Talning atkvæöa hófst nálægt klukkan ellefú um kvöldiö i leik- fimissal Barnaskólans. Þeirri at- höfn hef ég lýst meö svofelldum oröum i löngu bréfi til lærimeist- ara mlns á Akureyri dagsettu 1. desember: „Kl. ellefu var byrjað aö telja og stóö til kl. 3 eöa vel þaö. Þaö var gert I leikfimishúsi Barna- skólans... Þar var svo hýbýlum háttaö aö innst i salnum sat kjör- nefndin, skrifarar hennar og nokkur þingmannsefni og svo nokkrir útvaldir ágætismenn, háttstandandi leigutól heima- stjórnarmanna eins og t.a.m. Jón skúmur Ölafsson o.fl. Fyrir utan þessa útvöldu var slegiö upp grindum. Fyrir utan þær stóöu allir þeir er ótignir þóttu og of óhreinir til þess aö stiga fótum sinum inn 1 helgidóminn. Meöal þessara saurugu var ég. L.H.B. sat á stóli aö baki kjör- nefndinni og staröi meö stráks- legum rembingssvip á múginn fyrir framan. Viö og viö lék ná- kalt og djöfullegt undirheimabros um varir mannsins. Og þaö var eins og hann þekkti einn hina sönnu speki og væri löglegur eig- andi hins dýpsta visdóms og þekkingar heimsins. Jón sagnfræöingur sat eins og merkikerti viö hliö Lalla. Þaö datt hvorki af honum né draup, en auðséö var þaö aö manninum fannst mikiö til um traust þaö og virðingu sem bæjarbúar höföu sýnt honum þá um daginn... Þingmenn sjálfstæöismanna þoldu eigi setuna til lengdar. Magnús Blöndahl sat fyrst ofur- litla stund, en hann skynjaöi skjótt hvernig teningarnir mundu fallaog flýtti sér út. Jón Þorkels- son sat til kl. 12 1/2 en þá gekk hann braut og varpaöi þunglega öndinni.” Eins og sjá má af lýsingu Þór- bergs hér hafa kosningar þótt spennandi fyrr en nú og komið mönnum úr jafnvægi. Meira aö segja hafa synir boðiö sig fram móti feörum sinum, eins og geröist áriö 1937, þegar Helgi Lárusson I V-Skaftafellssýslu var i framboöi fyrir Framsóknar- flokkinn gegn Lárusi Helgasyni, fööur sinum, sem studdi Bænda- flokkinn. Þannig mætti stööugt finna til fleiri sögur úr kosninga- hrlöinni. Blaöamaöur þykist nú hafa fengiö úr nógu aö moöa aö sinni og þakkar Bergsteini Jónssyni fyrir þettafróölega spjall og nú er aö blba næstu kosninga sem margir bíöa meö ekki minni eftir- væntingu en Gunnar Ólafsson 1908 og Þórbergur áriö 1911. útborgun AÐEINS 1.000.000, AFGANGUR AÐ FRÁDREGNU STOFNLÁNI GREIÐIST Á 5 MÁNUÐUM Traktorar Buvelar FORD 3600, 47 ha dieseltraktor með venjulegum búnaði, vökvastýri, tvöfaldri kúpplingu, yfirstærð hjólbarða og SEKURA húsi fæst núna á ofangreindum kjörum. HÉR ER UM MJÖG TAKMARKAÐAN FJÖLDA VÉLA AÐ RÆÐA. LEITIÐ UPPLÝSINGA STRAX HJA SÖLU- MÖNNUM- ÞÓRf SÍMI 81500 ‘ÁRMlJLAH SÉRTILBOÐ FORD TRAKTORAR Skátasamband Reykjavíkur, auglýsir eftir framkvæmdastjóra frá 1. ágúst eða 1. september næstkomandi. Umsækjendur þurfa að hafa áhuga á og helst reynslu af æskulýðsstörfum. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf sendist blaðinu, merkt Skátasam- bandið, fyrir 10. júli 1978. SSR. Munið að at- huga rafgeym- inn fyrir sumar- ferðalagið RAFGEYMAR Þekkt merki Fjölbreytt úrval 6 og 12 volta tyrir bíla, bæði gamla og nýja, dráttarvélar og vinnuvélar, báta, skip o.fl. Ennfremur: Rafgeyniasambónd — Startkaplar' og pólskór. Einnig: Kemiskt hreinsað rafgeymavatn til áfylling- ar á rafgeyma. 3 ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.