Tíminn - 25.06.1978, Page 21
Sunnudagur 25. júni 1978
ennfremurgeta að fylgi UrSléttu-
hreppi og norðan Djdps yfirleitt,
þótti heldur niðurlægjandi fyrir
vestfirzkan þingmann að hafa á
bak við sig.
Hverjir höfðu kosninga-
rétt?
Ekki hafði hver sem var
kosningaréttá þessum árum. bau
skilyröi sem uppfylla þurfti voru
sniðin eftir þvi sem tiðkaðist i
Danmörku og féllu aldrei vel að
islenzkum aðstæöum. Þegar ráð-
gjafarþingið kom 1845, ræddu
sumir um að hafa tvöfaldar
kosningar, þannig að fyrst væru
kosnir svonefndir kjörmenn sem
siðan kysu til alþingisins. Af
þessu varð þó aldrei.
Hins vegar voru eignaskilyrði á
þá leiö að til þess að hafa
kosningarétt og kjörgengi skyldu
menn eiga 10 hundruö i jörð eða
stein eða timburhús i kaupstað,
sem virt væri til 1000 rikisdala
eða hafa fengiö til byggingar ævi-
langt 20 hundruö i þjóðjörð eða
kirkjujörö. Af þessum skilyrðum
var svo slegið smátt og smátt og
fyrir Þjóðfundinn 1851 voru
geröar sérstakar tilslakanir.
Siöustu hömlunum má segja að
létt hafi veriö af 1934, en þar til
höföu þeir ekki haft kosningarétt,
sem þegiö höföu af sveit en fengu
hann nU.
Konur og hjú hlutu kosningarétt
sem kunnugt er 1915. Margir
vildu að visu að þetta fóik hlyti
kosningarétt i áföngum, af ótta
við „kollsteypu”, þegar svo
margir nýir kjósendur kæmu til
en sá ótti mun hafa veriö alveg
ástæðulaus og kusu konur og hjU
fyrst við landskjörið 1916. Eftir-
tektarvert er hve kjörsókn var lft-
il við kosningarnar 1918 en þvi
mun að miklu hafa valdið að á
mörgum bæjum áttu bæði hjóna
ekki heimangengt og sat þvi viða
konan heima, en bóndinn fór á
kjörstað.
Þegar enginn var kjör-
gengur i Vestmannaeyj-
um
ttvökjörtimabil eða á sex þing-
um alls áttu Vestmannaeyingar
engan þingmann á fulltrúaþing-
inu vegna fyrrnefndra eigna-
Flugseðiil úr kosningabar-
áttunni 1911. Hér er skoraö á
menn að kjósa þó Lárus H.
Bjarnason og Jón Jónsson.
Þetta urðu sigurkosningar
fyrir útgefendur þessa
seðils, Heimastjórnarmenn,
enda segir Þórbergur að við
atkvæðataininguna hafi leik-
ið „nákalt og djöfuiiegt
undirheimabros” um varir
Lárusar.
réttarákvæöa en þeim fullnægði
enginn frá 1945-51 og ekki eftir
það til 1858. A Þjóðfundinum áttu
þeir hins vegar einn þingmann
vegna rýmkaðra ákvæöa þá. Sá
þingmaður var Magnús Aust-
mann, en hinn fulltrúi þeirra, (til
Þjóðfundar voru kjörnir tveir
menn frá hverju kjördæmi), Loft-
ur Jónsson, tók um þetta leyti
mormónatrú og fór til Utah á
svipuðum tima og Þórður
Diöriksson. Afturkölluöu Vest-
mannaeyingar þá kosningu Lofts
sem þá var siöar dæmd ómerk at-
höfn.
Reykvikingar áttu lika i nokkr-
um brösum með sinn fyrsta þing-
mann. Þeir gripu til þess ráðs að
leita Ut fyrir kjördæmi sitt 1844 og
kusu sér að þingmanni Svein-
björn Egilsson sem bjó á Alfta-
nesienhann hafnaði kosningunni.
Þá kusu þeir séra Arna Helgason
i Görðum og tók hann kosning-
unni. Hann mun vera elztur allra
islenzkra þingmanna, en hann
var fæddur 1777. Reykvikingar
munu ekki aftur hafa sótt sér
þingmann út fyrir kjördæmi sitt
fyrr en Hannibal Valdimarsson
var kosinn árið 1967 reykviskur
þingmaöur en hann haföi þá flutt
búferlum I Selárdal.
" Mesta TÉrlfflil RertiaTlkar l wla!
Hafnarbyggingin gerð ómðguleg
ogr
almennináúr sviftur ióðri oá-vissri atvinnu
1 luiirif ár, húseigendur og lóðareigendur vissri von um mikla aukning á verðmæli eigncx Jicirra. v
Höfuðataöuiiim sviftur' von um .vöxt
og viðgang.
%
Alt þella vofir yfir, e! svo iiefndir »s,jálfst!rðisi<-menn verða i meiri liluta, þvi :<ð þoir vilja flónskast
til að hafna því eina lánstilboði scnt fáanlegt er til hafnargerðarinnar al 1>«-Irrl á«iieðii elinil nð
mewt m1 láiiMféiiu né dnnxlit.
Heykvikingar! Styðjið ckki slika vitfirring með atkvæðum yðar.
Hjálpið ekki til þess að hagsmnnuin sjálfs yðar og framtið hófnðsUtðarins sé kastiið á gl;e, fyrir
heimskulcgum þjóðar-rig og þjóðar-rcmbing.
Hafaið þia^marinsefrium SjáIfstæðisflokks!05
, sem báðirhaía sýnt það, áð þeir bern siik skaðaráð i skildi.
AlmeaaiOÉSheill heimtar það að hafaaráerðia
" komi5t í framkvæmd 0* sem fyrst
Almenniugur lifir ekki á MlltiirliorgMgróðuimni þoirrn ve)-leinfnn þó að fiokks
sjóður sjálfstæðismannn kunni að hafa fengið af honum drjúga steikju.
Hafnið dragsúgsdoktornum!
Hafnið siifurbergs-pis/arvottinum!
Kjósið skynbæra og haásýfia meaa á þia$!
er þnrn að greiða ntkvieðl «ltlr •nnnfmrlug mlnnl.
Kjósid þá:
m Wm ‘
Jónsson sagnfræðing og
.
• V ''li. W- W
Lárus H. Bjarnason prófessor.
■■■.■■■■,. *■■. ■ ■
Sftrifsíffa dCeimtuffcmarmatwa.
Fyrstu leynilegu
kosningarnar
Sem fyrr getur var kosið i heyr-
anda hljóði til fulltrúaþingsins og
siðar löggjafarþingsins. Það var
fyrst i aukakosningum í Reykja-
vik og á Akureyri árið 1905 sem
leynileg kosning var viöhöfð. Þá
haföi þingmönnum Reykvikinga
verið fjölgað úr einum I tvo og
hinn nýi nú kjörinn og á Akureyri
var kosiö um hvort bærinn skyldi
vera sérstakt kjördæmi.
Loks var það við
„uppkasts”-kosningarnar 1908 að
fyrstu almennu leynilegu
kosningarnar fóru fram. Fram-
kvæmdin munhafa verið allflokin
og margslungin, — og til dæmis
um það má nefna að kjósendum
var gert aö stimpla i hring, sem
prentaður var á kjörseöilinn i
stað þess að nota penna eða
blýant. Munu mörg atkvæði hafa
faliið ógild af þeim sökum, að
ýmsum fórst óhönduglega, þegar
hitta skyldi á hringinn með
stimplinum.
Þeir konungskjörnu
Frá 1874 og þar til heimastjórn-
in kemur með ráðherranum 1904,
skipaði konungur 6 „konungs-
kjörna” þingmenn sem sæti áttu i
efri deild og voru þannig
helmingur þingmanna þar. Þeir
hefðu þvi vel getaö haft einir úr-
slitaáhrif á framgang mála en af-
söluöu sér oftast þeirri aðstööu
með þvi aö kjósa forseta deildar-
innar úr slnum hópi en forseti
hafði ekki atkvæöisrétt. Eftir að
heimastjórnin kom skipaði
ráöherra hina konungskjörnu og
þá auðvitað menn sem honum
voruhliöhollir.en þó varþaðekki
hægt, nema skipunartimabil
þeirra væri útrunnið, sem fýrir
sátu en þeirra umboö gilti áfram
tiltekinn tima, þótt þing væri rof-
ið. Oft voru þaö þeir fylgismenn
ráðherra sem fallið höfðu við
kosningar, sem teknir voru i sveit
hinna konungskjörnu.
1915 breyttist þetta loks og sæti
hinna konungskjörnu voru fyllt
með landskjömum þingmönnum,
sem 1934 urðu „uppbótarþing-
menn” þeir, sem nú tíðkast.
Fyrstu skipulegu þing-
flokkarnir
Fyrstu skipulegu þing-
flokkarnir voru flokkur Valtýinga
og Heimastjórnarflokkurinn sem
varð til úr hópi fylgismanna
landshöföingja. kaupfélagsmönn-
um og gömlum fylgismönnum
Benedikts Sveinssonar. Við
kosningarnar 1902 eftir að
Valtýska frumvarpið hafði verið
samþykkt, — en i þeim kosning-
um tókust þessir fyrstu þing-
flokkar á fyrsta sinn, — geröust
þau undur og stórmerki að báöir
foringjarnir féllu. Þeir voru auð-
vitaö Valtýr og svo Hannes Haf-
stein. Miklar umbyltingar voru
nauösynlegar, til þess að koma
foringjunum á þingið. Valtýr
haföi veriö þingmaður Vest-
mannaeyinga en nú stóö Þórður
Thoroddsen i Gullbringu- og
Kjósarsýslu upp fyrir honum, en
Hannes átti ekki annars úrkosta
en ryöjast yfir Stefán Stefánsson
flokksbróöur sinn, frá Fagra-
skógi, föður Daviðs skálds.
Hannes haföi veriðþingmaður Is-
firðinga.
Viö kosningarnar 1903 kemur
svo þriöji þingflokkurinn fram,
Landvarnaflokkurinn sem þeir
stóðu að Einar Benediktsson og
Jón Jensson. Hann var aöallega
stofnaöur utan um það mál að fs-
lenzk lög voru borin upp I Rikis-
ráði Dana. Fram til þess tíma
haföi þetta ekki þótt neitt stórmál
en var gert að stórmáli sem öllu
skipti nú. Það var flokkur Valty-
inga og Landvarnamenn sem
mynduðu gamla Sjálfstæðisflokk-
inn fyrir kosningarnar 1908, gegn
Heimastjórnarflokki Hannesar.
1902 voru oröin þáttaskil i dönsk-
um stjórnmálum með sigri
vinstri aflanna þar i landi og má
lita svo á að Heimastjórnar-
flokkurinn hafi veriö nokkuð
sambærilegur við „venstre”
(Frjálslynda) hjá Dönum, en
Sjálfstæðisflokkurinn viö „radi-
kale venstre”. Hinir dönsku
„höjre”, áttu sér hins vegar enga
hliöstæöu i islenzkum flokki og
varla nema i Landshöfðingjaklik-
unni.
Orðaleppar
Alls kyns orðaleppar settu sinn
svip á stjórnmálabaráttuna upp
úr aldamótunum. Menn töluöu
um „grút” og „bræöing” og enn
um „fyrirvarann” og „eftirvar-
ann” og gamli Sjálfstæöisflokk-
urinn klofnaði sem menn kannast
við 1 „langsum” og „þversum”
eða eins og segir i vlsunni:
„Sundrungar þeir sungu vers,
svo hvein i grönum.
En að þvi loknu „langs” og
„þvers,”
lágu þeir fyrir Dönum.”
Það var lika vegna deilna um
„fyrirvarann,” sem þessi vlsa
varö til en þá hafði flokksfélag
Sjálfstæöisflokksins sent Einari
Arnórssyni þakkir fyrir að gera
ekki samkomulag við konung,
eftir að Sigurði Eggerz hafði áöur
verið þakkað fyrir aö ljá ekki
máis á neinni málamiðlun um
sama efni:
„Flokkurinn þakkar fögrum
órðum,
fyrir að láta gera,
þetta sem hann þakkaði foröum,
að þá var látið vera.”
Þaö einkenndi og stjórnmála-
baráttuna, ekki sizt fyrir alda-
mótin, að blöðin gerðu mun á
þingmannsefnum, eftir þvi hvort
þeir voru i „höfðingjaflokkiy en
þá var oftast átt við að þeir voru
embættismenn eða hvort þeir
voru „alþýðuvinir,” en þá var
frambjóðandinn vanalega bóndi
eða alþýðlegur prestur.
Svipmyndir frá kosning-
unni um „uppkastið”
1908
Kosningarnar um „uppkastið”
1908 eru einar hinar frægustu
kosningar sem fram hafa farið
hérlendis og i Endurminningum
Gunnars Ólafssonar sem var
frambjóðandi i Vestur-Skafta-
fellssýslu, gegn Jóni Einarssyni
óöalsbónda í Hemru (en Jón var
fylgismaöur Hannesar Hafsteins
og „uppkastsins”) er að finna
frásögn af kosningunni I Vik.
Gunnar lýsir kjörfundinum svo en
sem 'fyrr segir voru þetta fyrstu
almennu leynilegu kosningarnar:
Aðkomumenn fylltu fundarhúsið
strax eftir að það var opnaö og
kjörstjóri tók sér sæti viö borö
innst f húsinu við glugga sólar-
megin. Yfirkjörstjórn skipuðu
auk sýslumanns, Halldór Jónsson
og ég.
Kjörstjórn tók til starfa. Allt
var þetta hreinasta nýsköpun;
atkvæöakassi úr hverjum
hreppi, rammlega læstur og
marginnsiglaður og þar utan yfir
segidúkspoki sniöinn og
saumaöur eftir fyrirmælum
kosningalaganna með öflugu
fyrirbandi og innsiglum, allt
traust og vandað.
Kassarnir voru teknir hver á
eftir öðrum>skoðaðir nákvæmlega
og gengið úr skugga um að öll
innsiglin væri rétt og ósködduð.
Eftir skoðunina voru þeir opnaöir
og innihaldi hvers einshellt i einn
stóran kassa þar til geröan að i
honum mætti hræra atkvæðum
hreppanna saman áður en byr jað
væri aö telja. Þetta var gert til
þess að villa mönnum sýn um það
hvaöan hvert atkvæöi var komiö.
Margt skyldi bókaö um opnun
kassanna, útíit þeirra og ásig-
komulag, áður en talning at-
kvæða byrjaði og tók þetta allt
saman nokkurn tima. Að þvi
Framhald á bls. 23.
Texti: Atli Magnússon, b/aðamaður