Tíminn - 25.06.1978, Side 35
Sunnudagur 25. júnl 1978
35
stæðingur formanns byggingar-
nefndar. Þetta munu vera stærstu
kaflar verksins. A verktöku-
samninga minnist hannekki. Þaö
heföi átt fullt eins vel viö, aö þessi
fróöleikur kæmi fram i yfirlýs-
ingu byggingarnefndar, liklega
mistök innan yfirlýsingagerðar-
innar. Hvaö sem þvi liöur, eftir aö
hafa sagt frá þessu, gaukar
Stefán föðurlegri bendingu til
fyrirmanna byggingarnefndar
svolátandi: „Legg ég samt
áherzlu á, að fenginni reynslu, að
ekki er æskilegt fyrir fram-
kvæmdastjóra verks sjálfan að
hafa mikinn atvinnurekstur á
staönum”.
Þannig slær Stefán úr og i. Hann
smeygir þvi alvegfram af sér „aö
bæta ögn við” og „svara” eins og
hann þó lofaði að gera i upphafi
máls sins. Að bæta viö sina fyrri
ritsmið, er þó að sjálfsögðu hægt,
en að sVara sjálfum sér, held ég
hljóti að vera sjaldgæft fyrirbæri
og þvi afskanlegt þó ekkert verði
úr. Þvi má gera ráð fyrir að hann
svona undir niðrihaldi enn tryggð
viðmálflutning og skoðanir Opins
bréfs. Samt sem áður, miðað við
þann Stefán óskarsson, sem
heimsótti mig þann 15. júli i
fyrra, virðist Stefán i april s.l.
vera heilaþveginn eins og það er
kallað, að þvi er ráðið verður af
yfirlýsingu hans. Sú breyting
hefur orðið á siðastliðnum vetri. í
sumum tilfellum er heilaþvottur
sjúkdómsfyrirbæri, sem stafar af
áhrifum frá öðrum persónum. t
öðrum getur hann orsakazt af
hversdagslegum ástæðum svo
sem hagsmunalegum t.d. vista-
skiptum milli stjórnmálaflokka,
svo eitthvað sé nefnt. Hér verður
engum getum leitt að ástæðum
fyrir hughvörfum Stefáns, til þess
að gera það, skortir mig hvoru-
tveggja kunnugleika og áhuga.
Ég vil aðeins óska þess, að hann
megi sem minnstan skaða biða af
þeim sökum. Og ég sé ekki, að
kollegar hans i yfirlýsingagerð-
inni hafi heldur nokkuð áunnið i
málinu, þvi undir niðri berjast
þeir við áleitinn grun um aðild
Stefáns að Opnu bréfi og skammt
er að bíða greinarloka, þegar
grunnurinn verður að
óvéfengjanlegri vissu. Þá segir
litið „undirstrikað” álit.
Nú hafa spilin verið lögð á borð-
ið i sambandi við tilurð hinnar
hógværu blaðagreinar. „Opið
bréftil byggingarnefndar dvalar-
heimilis aldraðra á Húsavik. Sagt
hefur verið frá upphafi málsins.
Þá frásögn mun enginn hlutlaus
lesandi rengja. Gamall málshátt-
ur segir: Sá veldur mestu sem
upphafinu veldur. Ég þóttist gera
öðrum greiða með uppkastinu.
bæði þeim Bjargs-mönnum sem
báðust liðveizlu og ég taldi órétti
beitta og ekki siður byggingar-
nefnd dvalarheimilisins sem
orðið hafði fyrir ásökunum, er er-
fitt var fyrir hana að ná tökum á.
Ég sendi Stefáni og félögum
hans uppkastið að gjöf og það var
þegið. Auk þeirra ástæðna sem
fram hafa verið færðar fyrir gjöf-
inni að Bjargs-menn höfðu af eðli-
legum ástæðummeiri áhuga fyrir
málinu en ég,var min persónu-
lega afstaða sú aö ég bjó við rén-
andi starfsþrek og gnægð hug-
stæðari verkefna.
Nú það er komið sem komið er.
Vissulega skal ég með glööu geði
taka á móti afrækta lambinu þó
mér þætti fyrirsögn greinarinnar
óþarf lega yf irlætisleg og birtingin
umsigsláandi. Stefán óskarsson
virðist hafa brostið þrek til þess
að fylgja málstað sins félags og
byggingarnefndinni hraparlega
mistekizt með að nota sér fram-
boðna hjálp. Dylgjum foringj-
anna um misferli mun ég ekki
svara á þessum vettvangi. Um
sinn fá þeir aö njóta þess heiðurs
sem þeir hafa kosið sér i þvi sam-
bandi.
Niðurlagsorð Opins bréfs hafa
ruglað nefndina i riminu. Vegna
sannleiks sem i þeim fólst er
gremja nefndarinnar tilkomin.
Þau orð voru á þessa leið:
„Um aðra þætti byggingar-
verksins en steinsteypuna er
nokkuðá huldu. Vitað er, að verk-
stæði framkvæmdastjóra Dvalar-
heimilisins hefur séð og sér um
tréverkið en með hvaða kjörum
eða samningum er ekki vitað. Þá
er ekki vitað hverjir selja eða sjá
um raflagnir i byggingunni en
getið er þess til.að það sé eðá
verði fyrirtæki það á Húsavik
sem formaður byggingarnefndar
er tæknilegur forsvarsmaður
fyrir.
Bygging dvalarheimilis
aldraðra er mál aimeniiings i
fleiri en einum skilningi. Sérhver
héraðsbúi hefur gert það að sinu
persónulega áhugamáli. Hann
leggur í það fé og hann getur búizt
við að með tið og tima verði þar
hans hinzti griðastaður eða hans
nánustu. Það erálitokkar aðþeir
ágætu menn sem til þess hafa
veriðkjörnir að koma á fót hinni
vinsælu stofnun, geri rétt i þvi
sjálfra sin og málefnisins vegna
að veita almenningi nokkra
fræðslu um framvindu stofnun-
arinnar. þar á meðal þau atriði
sem hér hafa verið gerð að um-
ræðuefni.
Steypustöðin Bjarg h/f.
Húsavik.”
Við þessum kafla Opins bréfs
hefur svar forystumanna bygg-
ingarnefndarmistekizt. Þeir hafa
fengið að sjá hjá Stefáni upp-
kastið frá mér og bitið sig I það að
sanna upp á mig að hafa stolið
nafni Bjargs h/f undir Opið bréf
og birt það. Þessi von er nú að
enguorðin. En meðan vonin villti
um fyrirþeimlukuþeir sinni yfir-
lýsingu með svolátandi svari:
„Abyrgðin á skrifunum var hins
vegar ótviræð svo lengi sem þau
stóðu athugasemdalaus af hendi
stjórnar Bjargs h/f.” (Hvernig
duga svo þessar athugasemdir
Stefáns?)
Og þeir halda áfram: , ,Hver til-
gangurþessara skrifa hefur verið
er ekki gott að segja með vissu en
ljóster að þau stuðla ekki að sam-
einingu og samstöðu héraðsbúa
um þessa byggingarframkvæmd
en vdcja hins vegar tortryggni I
garö þeirra sem að framkvæmd-
inni standa. Þaö skal þó upplýst
aö engin leynd hvilir yfir henni og
til marks um það má benda á að
allar fundargerðir trúnaðarráös
dvalarheimilisins eru sendar öll-
um oddvitum aðildarhreppa 1).
Það eru þvi hæg heimatökin hjá
héraðsbúum að fá hjá oddvita
sinum eða stjórnarmönnum allar
þær upplýsingar sem þeir þurfá
áður en þeir hefja blaðaskrif sem
byggjast á getgátum. 2) Ars-
reikningar fyrir 1976 hafa einnig
verið sendir öllum eignaraöilum
og svo verður einnig með árs-
reikninga fyrir 1977 þegar þeir
hafa verið samþykktir af stjórn
og eignaraðilum dvalarheimilis-
ins á næsta aðalfundi. Þar mun
væntanlega koma fram hvort illa
hefur verið á fjármálum haldið og
þar með hvort illa hefur tekizt
með framkvæmdina það sem af
er 3).”
Enn hefur ekki verið upplýst
hvort sjálfkjörnu verktakarnir
hafá fyrirfram samninga við
bygginguna eða þeir semja reikn-
inga eftirá.
Hefði ekki verið skynsamlegra
fyrir nefndarforingjana að svara
málefnalega og af meiri kurteisi
en minni þótta?
Austurgörðum 20. mai 1978
Björn Haraldsson
(sign)
1 samræmi við fullkominn
kunnugleika minn skal það fús-
lega vottað að frásögnin hér að
framan um aðdraganda og tilurð
greinarinnar „Opið bréf til bygg-
ingarnefndar dvalarheim ilis
aldraðra á Húsavik” fyrirsögn
hennar undirskrift og birtingu er
að öllu leyti sannleikanum sam-
kvæm.
Húsavík 20. mai 1978
Aðalsteinn Jónasson
(sign)
Við undirritaðir meðstjórn-
endur Stefáns Óskarssonar for-
manns Bjargs h/f sumarið 1977
tökum fram að Aðalsteinn Jónas-
son fór að okkar ósk með for-
manni á fund Björns Haraldsson-
ar 15. júlí 1977 þeirra erinda sem
getið er i framanritaðri grein.
Húsavik 20. mai 1978
Haukur Akason
Sigtryggur Sigurjónsson
(sign)
Reynir Jónasson
1) Ekki nægðu þessar upplýsing-
ar oddvita Reykjahrepps sumarið
1977.
2) í Opnu bréfi er hvergi byggt á
getgátum.
3) A slikt er hvergi minnst i Opnu
bréfi.
Gefjunar-
áklæði
fástí
Skeifunni
Smiðjuvegió Kópav.
Sími 44544
f Auglýsið í Tímanum
Sumarferð
inga
Rangæingafélagið i Reykjavik fer
i slna árlegu sumarskemmtiferð
helgina 30. júnl — 2. júli. Lagt
verður af stað frá Umferöarmiö-
stöðinni kl. 20.30 á föstudags-
kvöldi og ekið austur aö Skarfa-
nesi i Landssveit, þar sem gist
verður i tjöldum. Daginn eftir
verður haldið austur um sveitir
og komiö við I Hraunteigi og i
Krappa, en siðari nóttina veröur
gist i Hamragörðum undir Eyja-
fjöllum, þar sem Rangæinga-
félagið hefur komiö sér upp
ágætri aðstöðu til sumardvalar
fyrir félagsmenn. A sunnudegin-
um verður ekið austur með
Eyjafjöllum að Skógum en siðan
haldið suður á leiö og komið til
Reykjavikur undir kvöld. Sæti
skal panta hjá formanni Njáli
Sigurðssyni i sima 22619.
BUNDRAVÖRUR
ERU BESTAR!
í Blindravinnustofunni Hámrahlíð 17 í Reykjavík
eru framleiddar allar tegundir bursta í fullkomnustu
vélum sem völ er á. Vandvirkni blinda fólksins tryggir
fyrsta flokks vöru.
Berið veróið saman við verð á hliðstæðri vöru!
Söluumboð:
Þýzk-islenzka
verzlunarfélagiú hí
SÍÐUMÚLA 21 • SÍMI 8-26-77
Bliuúravinnustofan
HAMRAHLÍÐ 17 • SÍMI 3-81-80
Féiagsstarf
eXdúbouyira
í Reykjavík
MALLORKA
15. sept. i 4 vikur
22. sept. i 3 vikur
Félagsmálastofnun Reykjavlkur gengst fyrir tveimur
haustferðum til Mallorka. Dvalið verður á Hotel
Columbus I St. Ponsa, þar sem undanfarandi hópar hafa
dvalið
Allar nánari upplýsingar
Félagsmálastofnun ferdaskrifstofan
I ■ I iReykjavikurborgar. ÖRS/AL
" B ' við Austurvöll
Kýr til sölu
Til sölu á Suðurlandi 20 mjólkurkýr,
meðalaldur 4 ár. Nánari upplýsingar
veittar i sima 43371 milli kl. 12 og 15 næstu
daga.
Keflavík
Blaðbera vantar strax.
Upplýsingar í síma 1373.