Tíminn - 01.08.1978, Qupperneq 13

Tíminn - 01.08.1978, Qupperneq 13
Þri&judagur 1. ágúst 1978 13 Skálholtskirkja vigö 1963 Nokkrir forvitnast um jarö- göngin sem forðum tengdu kirkju og staöarhús. Er ekki reimt hérna? spyr feröalangur frá Bretlandi —landi hallar- drauganna! Fjórir langferða- bilar renna i hlaö, fullhlaönir Bandarikjamönnum, Bretum, Frökkum, Þjóöverjum og Norðurlandabúum, já, sá fimmti kemur meö islenzkalang ferðamenn, sem setjast i tún- brekku og fá sér þar árbit i góða veðrinu. Það var þurrviðri alla dagana. 10.-16. júli, ogeinn dag- inn 20 gráðuhiti. Einn blll enn! Út úr honum stigur Hörður Bjarnason (húsameistari staö- arins), með kinverskan sendi- herra og fylgdarlið hans i kjöl- farinu. Þeir ganga hljóðlega um, spyrja og benda, skoða kirkjuna, og er siðar boðin hressing i riki Jónu sumarráðs- konu og Sveinbjarnar staðar- ráðsmanns Bilstjórinn kinverski kemur þó ekki inn, en virðist á verði úti. Sveinbjörn Finnsson og frú komu hingað austur til eftirlits — og sannarlega er mörgu að sinna og um að sjá á Skálholtsstað. Nií var t.d. von á stórum hóp orgelleikara og presta að ráðgast um kirkjutón- listarmál og syngja messur fornar. Kirkjusöngur alltaf mikið atriði. Hlýlegt og snyrtilegt er i Skálholti hið næsta,grösugt tún og græn engi til allra átta^ Hvitá og Vörðufell blasaviðf nálægð, en Mosfell og Hestfjall nokkru fjær. 1 góðu skyggni sér i fjarlægð til Heklu með snjó i' ofanveröum hlíðum. Annálar geta þess aö loftsteinn frá henni hafi rotað mann i Skálholti. 1 fjarska gefur að lita Langjökul,. Tindafjalla- og Eyjafjallajökul. Sérlega viðsýnt er úr turni Skálholtskirkju og sannarlega ómaksins vert að rölta þar upp í góðu veðri. Ekki sést til næstu byggðra bóla af hlaðinu, en það eru Spóastaðir ogLaugarás. Hæðir skyggja á, en turninn er upp yfir þær haf- inn. Lengra burt, handan Brú- arár, sést sveitabærinn Sel og kirkjustaðurinn Torfastaöir, báðir undir Mosfelli. Handan Hvitár blasa við byggingar margar á Auðsholti en þar er fjárbýli. Virðist stutt og greið- fært þangað, þvi aö Hvitá sést alls ekki á þeim kafla fyrr en komiðer nær alveg að henni. En aka verður um 40 km til að komast á bil milli Auðsholts og Skálholts. Bændurnir stytta sér leið i bát yfir ána. Skammt er frá Skálholti i Laugarás. Þar er mikill jarðhiti og mýrlendi gott til ræktunar enda er risið þar upp mikið gróðurhúsa- hverfi, með 14 gróðurhúsastöðv- um, sem eigendur hafa aðalat- vinnu af. Flatarmál gróðurhús- anna mun vera um hálfur annar hektari. Langmesteru ræktaðar gúrkur, en þar næst tómatar og Chrysanthemur. Jólastjörnur o.fl. pottaplöntur einnig rækt- aðar. Sölubúð er i Laugarási. Þetta er vinalegt hverfi I dæld undir Laugarásnum. Trjágróð- ur virðistþrifast vel, smálundar og belti af birki, viði, ösp og reyni. Vænlegan trjálund sá ég einnig við Sel undir Mosfelli. Vaxa þráðbeinar Alaskaaspir, gróðursettar 1953 nú um 7 m há- ar I þeim lundi, ásamt alblómg- uðum reynivið. Skúrbyggingar sumarbúð- annablasa viðaf Skálholtshlaöi. í brdcku fyrir neðan þær hafa verið gróðursettar hrfelur, sem virðast þrifast vel. Þar er lika blómjurtastóð mikið og fagurt i girðingunni. Ber mikið á fjall- dalafifli og mjaðurt. Enn einn ferðamannahópur. Vill skoða kirkju og kaupa póst- kort. Barbara kirkjuvöröur hefur nóg að gera skreppur út I flekk með hrífuna sina, þegar á milli verður, veðrið er svo gott. Ég geng út að Þorlákshver, drjúgan spöl út i Skálholtstung- um. Það bullar og sýður i hvern- um en ekki gýs hann. Vatn úr honum er leitt til Skálholts og hitar staðinn. Nálægt Þorláks- hver er sums staðar blátt af blá- kollu. Græðisúra og vatnsnafli vaxa þar einnig. Mariugræði- súrublöð þykja græöandi. Vatnsnafli er furðuleg jurt. Blöðin alveg kringlótt og stilk- urinn festur á miðri blöðku. Blóm rauðleit á smásveipum. Uppi á hæðarjaðri Bolhaus skammt frá hanga gömul fjár- hús uppi og gekk fé þar út og inn, hélt sig inni þegar heitast var. Það er löng fjárhúsagatan i Skálholti eða hefur verið, þvi að ný f járhús nærri bæ hafa verið byggð. Jarðhiti virðist drjúgur i Stkálholtstungum og grennd, sjást t.d. viða gufustrókar úr jörð i mýrlendinu við Brúará og út eftir öllum tungum. Fyrir neðan Spóastaði eru gróður.hús á öðru býlinu. Hér dreifir sér hvarvetna fénaður um græna haga. Gefur að lita kúaflota, hrossastóð og fjárhópa úða i sig grængresið. Byggingar mynd- arlega ár bæjunum og ber súr- heysturninn viöa hátt. óviða farið að slá að mun um miöjan júli. Aftökustaður Jóns Arasonar I Skálhoiti (12/7. 1978) Sumartónleikar I Skálholts- kirkju sunnudaginn 16. júli. Glúmur o g Helga léku á orgel og sembal. Siðan messa hjá séra Guðmundi, og aö þvi búnu gengið út i sumarblíðuna. Hér er allt hlýlegt og þrifalegt úti og inni. Drukkið kaffi hjá prests- hjónunum og siöan haldið heim til Reykjavikur eftir ánægju- lega dvöl I Skálholti. Næstu sumartónleikar i vændum 29. og 30. júli. Leika þá Helga og Manuela á sembal og flautu i kirkjunni m.a. verk eftir Leif Þórarinsson og Atla Heimi Sveinsson. Hér truflar ekki né deyfir si- vakandi umferðardynur borg- arinnar. Ekki er þó hljo'tt með öllu úti fyrir. „Slyngur er spói að semja söng”. Hljómstilling hans hefur mörgum manni dillað. NiðuriSkálholtstungum lætur jaðrakan I sér heyra, og heita má að loft I Skálholti hneggi af hrossagauki allan daginn. Heimild um sögu Skálholts i þessu greinarkorni er aðallega ritið,,Skálholtsstaður” eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Myndskýringar: Einn leiðangursmanna Joseph Banks árið 1772, gerði mynd af Skál- holtsstað og kirkju. Vita menn þess vegna hvernig kirkja Brynjólfs biskups leit út. A myndinni við inngang jarðgang- anna i Skálholti standa prests- hjónin, Guðmundur og Anna, til vinstri, en tónlistarfólkið, Helga og Glúmur til hægri. Fjárhúsin á Bolhaus eru nú auð og yfir- gefin að kalla, en rammlega hlaönir hafa veggir verið úr hellugrjóti með torfstrengjum á milli. Nýbæra var þar á ferð 11. júli. Hrossastóðið á þessum slóðum mun einkum til útreiða og augnayndis. Það er lif og starf á Skálholts- stað að nýju. Við gamalt fjárhús á Bolhaus i Skálholti (11/7. 1978) Contour veggdúkur Contour er ódýr og smekkleg lausn, þegar kemur að lagfœringu á eldhúsi eða baðherbergi og svo er hann auðveldur i uppsetningu. Contour dúkurinn gerir umhverfið aðlaðandi og hlýlegt. Byggingavörur Sambandsins Suóurlandsbraut 32 ■ Simar 82033 ■ 82180

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.