Tíminn - 02.08.1978, Page 6
6
Miðvikudagur 2. ágúst 1978
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjdri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi
86300.
Kvöldsimar biaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á
mánuÖ1, Blaöaprent h.f.
Þetta er ekki
hægt
Þegar er viðræðum vinstriflokkanna lauk skall á
slikt gjörningaveður árása og óhróðurs milli „sigur-
flokkanna” svo nefndu, að ekki verður hjá þvi
komist að álykta að það hafi löngu verið undirbúið
fyrir fram.
Meðan á viðræðum stóð um hugsanlega stjórnar-
myndun höfðu slettur að visu gengið milli Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags, en þó kastaði fyrst tólf-
unum er ljóst var að hinn innihaldslitli og fyrirlit-
legi leikur þessara fursta, sem kalla sig „alþýðu-
vini” og þóttust sumir vilja vinstri stjórn, hlaut að
taka aumlegan endi.
Félagshyggjumenn harma þessi endalok og lýsa
fullri ábyrgð á hendur forráðamanna „sigurflokk-
anna”.
í raun og veru er varla hægt lengur að tala um
„sigurflokka” i þessu sambandi. Þegar á hólminn
sjálfan var komið féllust þeim hendur. Þeir hafa
þannig á vesaldarlegan hátt gloprað kosningasigri
sinum niður og standa uppi sem pólitiskir sprelli-
karlar.
ömurlegastur virðist þó eftirleikurinn ætla að
verða þegar Alþýðubandalagsmenn þyrpast i einni
kös fram á siðum Þjóðviljans og úthúða Alþýðu-
flokknum á svo skipulagðan og flokksagaðan hátt að
ekki verður hjá þvi komist að álykta að allt hafi
þetta verið fyrir fram undirbúið og sett núna á svið
afloddaraskap.
Hin pólitiska fjölbragðaglima Luðviks Jóseps-
sonar er og samdægurs orðin að fimleikasýningu i
undanbrögðum og sýndarmennsku.
Það er ekki aðeins að hugtakið „sigurflokkar” er
úr sögunni i reynd. Fyrir kosningar var mikið talað
um „verkalýðsflokka” á landi hér, og átti sú póli-
tiska dýrategund að búa yfir frábæru ágæti.
Hver getur núna talað um „verkalýðsflokka”?
Hugtakinu, þessu glæsta hrópyrði alþingiskosn-
inganna, hefur verið. skolað niður i sorphaug
ómerkilegustu kosningalyga sem núlifandi íslend-
ingar þekkja.
Nú dettur engum hugsandi manni það lengur i
hug að fyrir þessum flokkum vaki framgangur fé-
lagshyggju, athafnafrelsis og hagsmuna alþýðu.
Þessir flokkar eiga engin úrræði önnur en að troða
skóinn niður hvor af öðrum. Allan þennan kostulega
hamagang verða launþegar landsins að greiða i
langvarandi stjórnarkreppu meðan viðfangsefnin
hlaðast upp.
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag höfðu næg úr-
ræði fyrir kosningar. Þá virtist sem sæmileg sam-
staða hefði tekist með þessum tveimur
flokkum um brýnustu aðgerðir. Þeir virtust ekkert
þurfa til annarra að sækja.
En hvernig fór? Hvað er nú orðið af öllum þessum
dáðrakka hetjuskap fyrir hönd alþýðunnar?
Reynslan sýnir að þetta er ekkert annað en dára-
skapur fyrir hönd flokksgæðinga.
Hvernig svo sem menn reyna að velta atburðum
siðustudagaogvikna fyrir sér og reyna að réttlæta
framkomu þessara manna, þá verður ekki hjá
niðurstöðunni komist:
Þetta er ekki hægt, virðulegu herrar. Það er ekki
hægt að bjóða upplýstu nútimafólki upp á þvilikt at-
hæfi sem þetta er.
JS
ERLENT YFIRLIT
Rússar og Gyðingar
andvígir Brzezinski
Orðrómur um ósamkomulag hans og Vance
ÞOTT Rússum og Gyðingum
komi illa saman, viröast þeir
þó sammála um að telja
Ibigniew Brzezinski hinn
vonda anda Carters forseta.
RUssneskir fjölmiðlar halda
þvi fram, að Brzezinski eigi
öðrum fremur þátt i þvi, aö
kólnað hefur i sambúð Sovét-
rikjanna og Bandarikjanna að
undanförnu, en Gyðingar
þykjast geta rakið það til
áhrifa h:ms, að Bandarikin
eru ekki eins fylgispök viö þá
og áður, heldur taka orðið
meira tillit til Araba og reyna
að finna málamiðlunarleið,
sem báðir aðilar I Palestinu-
deilunni ættu að geta sætt sig
við.
Erfitt er að dæma ym það á
þessu stigi, hvað rétt er i
þessum ásökunum, þvi að fjöl-
miðlar geta ekki fylgzt nema
takmarkaö með þvi, sem
gerist að tjaldabaki í Hvita
húsinu þar sem Carter, Brzez-
inski og Vance utanrikisráð-
herra leiða saman hesta sina.
Hitt er ótvirætt, að þegar þeir
Brzezinski og Vance láta i sér
heyra opinberlega, er Brzez-
inski ákveðnari og Vance var-
færnari. Þetta getur stafað aö
verulegu leyti af þvi, að þeir
eru vanir aö tjá sig meö tals-
vert ólikum hætti. Sá skoðana-
ágreiningur.sem virðist koma
fram hjá þeim, getur þvi
meira veriö blæmunur en
eðlismunur. Hann er eigi aö
siður nægur til þess að koma
áðurnefndri gagnrýni Rússa
og Gyðinga byr i seglin.
Þaö ýtir lika undir þetta, aö
fyrirrennari Brzezinskis sem
formaður öryggisráðs rikisins
oghelzti ráðunautur forsetans
i öryggismálum, Henry Kiss-
inger, notaði aðstöðu sina til
að draga úr áhrifum Rogers
utanrikisráöherra og tók aö
lokum við embætti hans.
Brzezinski ber ákveðið á móti
þvi, að hannhafi nokkuð slikt I
huga, en meðal starfsmanna
utanrikisráðuneytisins virðist
hann þó grunaður um græsku.
Þar virðist af þessum ástæö-
um rikja nokkur tortryggni og
andúð gegn honum. Hins
vegar nýtur Brzezinski vax-
andi vinsælda meðal hægri
manna þingsins og þau áhrif
geta átt eftir að reynast
Carter drjúg, þegar hann þarf
aö koma fram umdeildum
utanrikismálum.
ÞAÐ var Truman forseti,
sem kom hinu svonefnda
öryggisráði rikisins á fót áriö
1947. Hlutverk þess var að
vera forsetanum sérstaklega
til ráðuneytis, en auk hans
áttu sæti i þvi varaforsetinn,
utanrikisráöherrann, varnar-
málaráöherrann og svo fleiri
háttsettir embættismenn eftir
þörfúm, eins og t.d. yfirmaður
upp lýsin gaþ jónus tunna r
(CIA) og formaður herráös-
ins. Formaður ráðsins skyldi
jafnframt vera sérstakur
ráðunautur forsetans i
öryggis- og utanrikismálum
og hafa skrifstofu sina i Hvita
húsinu. Meðan ráörikir menn
voru utanrikisráðherrar eins
og Acheson og Dulles bar lftið
á þessu embætti, en Kennedy
og Johnson voru það ráðrikir
forsetar, að litið bar á sér-
stökum ráðgjöfum þeirra.
Þetta breyttist, þegar þeir
Nixon og Kissinger komu til
sögu. Nixon vildi færa sem
mest völd i Hvita húsið og hóf
þvi öryggisráð rikisins til
nýrra áhrifa, þar sem hann og
hinnsérstaki öryggismálaráð-
gjafi hans gátu látiö til sin
taka. Þetta þjónaði líka vel
metnaöi og ráöriki Kissingers.
Ibigniew Brzezinski
Kissinger varð brátt áhrifa-
meiri en utanrikisráðherrann,
þvi að Nixon hafði hann meira
I ráðum. Svo fór að Kissinger
tók sæti utanrikisráöherrans.
Brzezinski lýsti yfir þvi i
upphafi, þegar Carter fól
honum formennsku I öryggis-
ráðinu og gerði hann að helzta
ráöunauti slnum i utanrikis-
og öryggismálum, að hann
myndi ekki fara 1 slóð Kiss-
ingers. Hann lét lika i fyrstu
bera litið á sér opinberlega, en
hefur komið fram i vaxandi
mæli siöustu mánuði. Tvennt
hefur einkum farið I taug-
arnar á Rússum. Annað var
það, að hann gagnrýndi harð-
lega hernaðarlega ihlutun
þeirra og Kúbumanna i
Afriku, og taldi hana geta
spillt fyrir samningum Rússa
og Bandarikjamanna um tak-
mörkun kjarnorkuvig-
búnaðar. Hitt var, og það
likaöi Rússum enn verr, að
Brzezinski fór i heimsókn til
Kina á slöastl. vori og hvatti
siðan til nánari samvinnu Kin-
verja og Bandarikjamanna.
Þetta telja Rússar beina óvin-
áttu viö sig. Gyðingar eru
reiðir Brzezinski vegna þess,
að hann hefur oft látið i ljós, að
Israelsmenn verði aö slaka til,
ef samkomulagá að nást milli
þeirra og Araba.
IBIGNIEW Brzezinski, sem
oft er nefndur Ibig, er fæddur i
Varsjá 1928. Foreldrar hans
voru komnir af þekktum
ættum embættismanna og
stjórnmálamanna. Faðirhans
starfaði I utanrikisþjón-
ustunni, og var um skeið I
Berlin á bernskuárum
Brzezinskis. Arið 1938 var fað-
ir hans sendur til Kanada og
ilengdist þar eftir að Rússar
og Þjóðverjar skiptu Póllandi
á milli sin. Eftir að hafa lokið
háskólanámiþar 1950 stundaði
Brzezinski nám við Harvard-
háskólann og fékk siðar
kennslustarf þar og styrk til
sögulegra rannsókna, en
áhugi hans beindist þá einkum
að stjórnskipulagi Sovétrikj-
anna og ritaði hann bækur um
það efni og vöktu þær tals-
veröa athygli. Ein megin-
niðurstaða hans var sú, aö
stjórnskipulag Sovétrikjanna
fæli það I sér, að það myndi
staðna og verða ihaldssamt.
Siðar sneri Brzezinski sér að
málefnum annarra
Austur-Evrópulanda og þar
næst að málum Afriku og
Asiu. Þá var hann kominn til
Columbiaháskóla, en þangað
fór hann um 1960. AIls hefur
hann ritað 10 bækur um al-
þjóðamál. Arin 1966-1968
starfaði hann sem sérstakur
ráðunautur við utanrikisráðu-
neytið og fékk þá m.a. þaö
verkefni 1967 að skrifa ræður
fyrir Johnson, þar sem hann
hvatti til friðsamlegrar sam-
búðar milli Bandarikjanna og
Sovétrikjanna.
1 forsetakosningunum 1968
var Brzezinski sérstakur
ráöunautur Humphreys.
Brzezinski var þá orðinn and-
vigur þátttöku Bandarlkjanna
i Vietnamstyrjöldinni, þótt
hann hefði verið henni fylgj-
andi i upphafi. Arið 1973 bar
fyrst saman fundum þeirra
Cartersog Brzezinskis og urðu
kynni þeirratilþess, að Carter
geröihann að sérstökum ráðu-
naut sinum. Þegar Carter
myndaði stjórn sina, skipaði
hann Brzezinski formann
öryggisráðsins og sérstakan
ráðunaut sinn. Þessu starfi
fylgir það,aö Brzezinski ræðir
við forsetann frá 20-30
minútum á hverjum virkum
morgni og nær þvi eyrum hans
betur en nokkur annar. Sitt-
hvað bendir þó til þess, að
Carter fari ekki alltaf eftir
ráðum hans, heldur taki ekki
minna tillit til Vances og
Youngs. Af þessu leiðir, að
fjölmiðlartelja stefnu Carters
stundum reikandi og
óákveðna-.
Þ.Þ.