Tíminn - 02.08.1978, Qupperneq 7
Miövikudagur 2. ágúst 1978
7
Rökræöur um þjóðfélag okk-
ar, gerð þess og skipan, eru
nauðsynlegar. Þær geta skilað
markverðum árangri sé að
þeim staðið með umbótahugar-
fari og heiðarlegar tilraunir
gerðar til að skilgreina og skoða
og leita nýrra leiða til úrbóta,
þar sem þeirra er þörf og hægt
er við að koma.
Samvinnustarfið og sam-
vinnuhreyfingin hefir oft verið
nefnd i daglegu tali áhuga-
manna um þjóðmál að undan-
förnu. Ég segi nefnd en ekki
ræddvegna þess, að meira hefir
borið á stóryrðum en rökræð-
um. Hugtakaruglingur og full-
yrðingar hafa setið i hásæti i
stað rólegrar hugsunar. Slik
vinnubrögð geðjast mér litt. Of-
stækisfullur áróður er varhuga-
verður.
„AUÐHRINGUR — auðhring-
ur” er hrópað nú og þar með á
að vera búið að dæma og út-
skúfa Sambandi islenskra sam-
vinnufélaga og alla samvinnu-
starfsemi i landi okkar.
Þetta minnir óhugnanlega á
aðferð, sem notuð var i Þýska-
landi á árunum 1930 til 1940. Þá
var hróðað: Gyðingur — Gyð-
ingur. Allur vandi þjóðfélagsins
átti að vera frá þeim runninn.
Allt sem miður fór þeim að
kenna. Og með hrópyrðum tókst
að rugla svo skyn og dómgreind
meginhluta heillar þjóðar, að til
hörmunga leiddi.
Við bætum ekkert i okkar
þjóðlifi með að taka upp hlið
stæð vinnubrögð. Við skulum
hins vegar ekki vikjast undan
þvi að ræða gerð og skipan þjóð-
lifsþátta og undan þvi skorasi
samvinnumenn ékki.
Endurteknar
fullyröingar
„Auðhringur” er nafngiftin
sem samvinnuhreyfingunni er
valin og sem siðan er tönglast á.
I nafngiftinni einoi á að felast
útskúfunardómur, sem ekki
þarf frekar að rökræða. Með
nafngiftinni er talið að þetta
form félagslegrar uppbygging-
ar og mannlegra samskipta sé
Hjörtur Hjartar:
Er Sambandið
auðhringur?
afgreitt i eitt skipti fyrir öll. Þvi
virðist trúað að enn muni takast
með endurtekningu blekkingar-
innar að afvegaleiða almenning
og rugla dómgreind manna.
Einföldun áróðursbragða og
hugtakabrengl eru enn við liði.
Hversu
haldgott
er þetta
vopn?
Hver eru megin einkenni auð-
hrings? Væri ekki gagnlegt að
gera sér grein fyrir þvi áður en
fullyrt er að Sambandið sé auð-
hringur?
Eru auðhringar opin og frjáls
félagssamtök? Nota auðhringar
fjárráð sin eða lánstraust til al-
mennrar uppbyggingar? Ræður
þörf útbóta hversdagslegra
vandamála einhverju teljandi
um ver.kefnaval auðhrings eða
er hagnaðarvonin snarasti þátt-
urinn?
Svör við öllum þessum spurn-
ingum og mörgum öðrum hlið-
stæðum liggja öll ljós fyrir. Það
atriði, að auðhringar eru harð-
lokuð samtök peningavalds,
sem hefir gróðasjónarmiðið eitt
að markmiði, ætti að vera nægj-
anlegt til að sýna hversu langt
frá marki er skotið þegar þrá-
stagast er á þvi, að kaupfélögin
og Sambandið séu „auðhring-
ar”.
Allir eiga jafnan rétt á þvi, að
gerast meðlimir kaupfélags og
hafa áhrif á stjórn þess og
rekstur. Engum er hins vegar
skylt að vera i kaupfélagi og
engu kaupfélagi eða samvinnu-
félagi ber skylda til að eiga að-
ild að Sapibandinu. Ekkert
valdboð gildir i þessu efni. Allir
eru sjálfráðir með hvaða kost
þeir velja.
Hjörtur Hjartar
Frjálst val
Ef gróðasjónarmiðið væri
markmið kaupfélaganna létu
þau hjá liða að hafa afskipti af
áhættusamri atvinnustarfsemi
og legðu ekki stórfé i byggingar
íítt arðgefandi en ómissandi
þjónustu- og vinnslustöðva. Þau
hafa ekki látið timabundna örð-
ugleika hrekja sig af hólmi.
Þeirra sjónarmið eiga i engu
skylt við markmið auðhrings,
sem lætur efnishyggjuna eina
ráða ákvörðunum sinum.
Þegar Sambandið hóf iðn-
rekstur sinn á Akureyri var að
þvi stefnt að auka verðmæti
búsafurða og efla atvinnustarf-
semi. Slikt hefir jafnan gefist
vel og verið leiðarsnúra við val
verkefna. 1 þvi efni má benda á
hvernig hefir verið unnið að
vinnslu og sölu sjávarafurða.
Iceland Products er hvorki auð-
hringur eða hluti af auðhring
heldur samtök sem byggð eru
upp af um 30 frystihúsum kaup-
félaganna og annara aðila. Þar
er ekki um valdboð heldur
frjálst val að ræða. Þannig má
rekja fjölmarga fleiri þætti
starfsemi kaupfélaganna og
Sambandsins.
Þarflegar
framkvæmdir
Litum til annarra átta.
Alkunnugt er að viða hafa
kaupfélög staðið að miklu um-
bótastarfi. Stundum eru félögin
litin öfundaraugum og reynt að
leggja steina i götu þeirra. Meö
samstarfi og samhjálp hefir oft
verið auðið aö lyfta Grettistök-
um.
Þegar vel hefir árað hjá Sam-
bandinu hefir það skilað til baka
til aðildarfélaga sinna myndar-
legum upphæðum. Slikt hefði
enginn auðhringur gert, heldur
lagst sem ormur á gullið. Kaup-
félögin hafa ýmist látið þessa
fjármuni, ásamt hagnaði af eig-
in rekstri, renna til félags-
manna sinna eða þeir hafa verið
notaðir til þarflegra fram-
kvæmda, sem félögin hafa ráð-
ist I að vilja félagsmanna sinna.
Öfugmæli
Nú er þvi slegið föstu, að
„auðhringurinn” — það er Sam-
bandið eigi kaupfélögin og að
„kaupfélagavaldið” drotni yfir
lifi fólksins i smáu og stóru um
allt land. Þetta er þá hvorki
meira né minna en nýtt þræla-
hald ef rétt reyndist.
Hér er hins vegar um öfug-
mæli að ræða.
Kaupfélögin stofnuðu og reka
Sambandið en ekki öfugt. Kaup-
félagsfólkið ræður kaupfélögun-
um og rekur þau. Það er þessa
fólks að ákveða hvaða verkefn-
um skuli sinnt. Verkstjórn á
samvinnuheimilinu verður ekki
falin þeim, sem hafa vantrú á
samvinnurekstri. Um val verk-
efna gildir hins vegar engin ein
regla. Slikt þarf ætið að skoða
og miða við aðstæður. Það var
skiljanlegt að félögin yrðu i upp-
hafi að takmarka hvaða vörur
þau seldu. Veltuféð var nær
ekkert. Þvi var tóbak og jafnvel
kaffi látið sitja á hakanum. Þá
var það talið utan verksviðs
kaupfélaganna að hafa afskipti
af fiskveiðum eða verkun og
sölu sjávarafurða. Þá var um-
boðssöluformið afgerandi
stefnuatriði hjá kaupfélögun-
um.
Nú vilja andstæðingar sam-
vinnuverslunar taka að sér að
marka stefnuna. Samvinnustarf
á að einskorðast við þröngt svið.
Samvinnumenn mega að þeirra
dómi t.d. ekki hafa afskipti af
oliusölu. Þeir mega ekki eiga
hlutafélag, jafnvel þótt það heiti
Dyngja og sé myndarlegur at-
vinnuveitandi á Egilsstöðum og
þeir mega ekki i neinu formi
hafa viðskipti við erlenda aðila,
jafnvel þótt vitað sé að engin
þjóð i heiminum er eins háð og
bundin erlendum viðskiptum
eins og islenska þjóðin.
I Sviþjóð eiga samvinnusam-
tökin myndarlegan hlut i ferða-
skrifstofu með verkalýðshreyf-
ingunni. Hér er talið óviðeigandi
að samvinnufólkið sinni ferða-
málum og eigi og reki ferða-
skrifstofu með Alþýðusambandi
Islands og öðrum félagasam-
tökum.
Hlutur samvinnunnar yrði lit-
ill ef að þessum ráðum yrði far-
ið.
Lýðræðisleg
fjöldasamtök
Það er stór hópur sem valiö
hefir samvinnuformið og vill
efla það og styrkja til félags-
legrar uppbyggingar og at-
vinnustarfsemi i flestum byggð-
arlögum landsins. Þetta fólk
velur sér fulltrúa og starfsmenn
eftirfullkomlega lýðræöislegum
reglum, sem einnig eru viðhafð-
ar I öðrum fjöldasamtökum
bæði hér á landi og i nágranna-
löndum okkar, þar sem lýðræði
er i heiðri haft. Allt tal um auð-
hring, fámennisstjórnir og al-
ræðisvald byggist á ókunnug-
leika eða það er óvandað áróð-
ursbragð.
Samvinnufólkið hefir yfirleitt
litil fjárráð en það hefir fundið
leið og sannað, að stóra og
gagnlega hluti er hægt að gera
með samstilltu átaki jafnvel
þótt afl eða átak hvers og eins sé
ekki stóft.
Siguröur H. Olafsson:
Ný stjómarskrá
« ;
Sigurður H. ólafsson
Stöku sinnum les maður um
að verið sé að vinna að nýrri
stjórnarskrá fyrir lýðveldið ís-
land. Lengi hefur verið unnið að
þvi máli. Eða hvað? Nú hlýtur
eitthvað að fara að gerast, þar
sem ný stjórnarskrárnefnd er
vist tekin til starfa.
Mig langar til þess að bera
fram tillögu, þess efnis, að þeg-
ar sjórnarskrárnefnd hefur
samið frumvarp til nýrrar-
stjórnarskrár, að þvi, áður en
það verður lagt fyrir Alþingi og
þjóðina, verði visað til
Sameinuðu þjóðanna til um-
fjöllunar. Sömuleiðis verði
frumvarpiðsent öllum stjórnum
þjóða innan Sameinuðu þjóð-
anna og yfirstjórn allra trú-
flokka (jafnvel til forsvars-
manna „pólitiskra öfga-
flokka”), til þess að fá frá
þeirra hendi vinsamlegt álit og
ábendingar. Auðvitað veit ég að
það verður ekki auðvelt fyrir
sumar stjórnir að svara.
En á allsherjarfundi hjá
Sameinuðu þjóðunum yrði það
ef til vill til þess að stjórnar-
skrár margra rikja verði teknar
til endurskoðunar og að okkar
nýja stjórnarskrá (með aðsend-
um ábendingum) yrði til fyrir
myndar. Með þvi að leggja
þetta mál þannig fyrir i stað
þess að deila á aðrar þjóðir um
grundvallarlög þeirra, þá gæti
hugsast að þeir sem yrðu áheyr-
endur að okkar umleitunum til
sameinuðu þjóðanna tækju að
Ihuga sin eigin grundvallarlög
og önnur mannrettindi.
Oft getur litil þúfa velt þungu
hlassi. tsland er ekki nema litil
þúfa I heimsbyggðinni. Hver
veit hvort sú þúfa er nægilega
stór til þess að veruleg •
hreyfing komist á bætt grund-
vallarlög þjóða?
Og að lokum vil ég spyrja:
Erum viðekki menn til að geta
hlýtt á mismunandi skoðanir, og
væri ekki fengur í að fá allar
fáanlegar hugmyndir um
hvernig „þjóðir heims” hugsa
sér undirstöðu sérhvers þjóð-
félags og rök þeirra hvers
vegna?