Tíminn - 02.08.1978, Qupperneq 8

Tíminn - 02.08.1978, Qupperneq 8
8 Miðvikudagur 2. ágúst 1978 á víðavangi Illgirni og heimska t visi i gau- birtist grein eftir Harald Blöndallögfræðing.þar sem hann ræðir um hið svo- nefnda Guðbjartsmál. i grein Haralds segir m.a.: „tslenskir blaðamenn geta ekki sérhæft sig með sama liætti og viða erlendis.Af þessu leiðir, að þeir verða oft að skrifa um hluti, sem þeir hafa ekki tlltakanlega mikla þekkingu á. Slikt ætti þö ekki að koma að sök, ef þeir leggðu sig fram um að setja sig inn i mál og kynna sér þau áður en þcir skrifa um þau. A þessu vill verða misbrestur. Einkanlega hcf ég orðið þc ssa var i skrifum uin dóms- mál, en þar er vanþekking blaðamanna átakanleg. Það er sjaldan, sem íslenskur blaðamaður skrifar heila frétt villulausa ef hún er um dóms- mál — öll hugtök þvælast fyrir þeim og nákvæmni i frásögn er undantekning. Gott dæmi um þetta eru skrif Ilalldórs Halldórssonar undanfarið um Guðbjaft heit- inn Pálsson.. Ég hef eins og flciri lesið greinar Halldórs Halldórsson- ar. Það er hægt að lýsa þess- um greinum með tveimur orð- um : illgirni og heimsku. Halldór Halldórssonsýnir i þessum greinum sfnum, að hann er ekki að leita sannleik- ans i málinu. Hann er að reyna Haraldur Blöndal að koma höggi á Samvinnu- bankann og EINAR Agústsson og er að reyna að sýna framá glæpsamlegar aðferðir bank- ans eða Einars I þessu sam- bandi. Ekki hefur hann þó sýnt fram á, að Einar hafi nokkuð til saka unnið annað en að þekkja Guðbjart og er það ekki refsivert. Það er heldur ekki refsivert af bankans hálfu að eiga viðskipti við Guðbjart. Halldór hefur ekki sýnt fram á nein refsiverð við- skipti þarna á milli.” Stolin skjöl t grein Haralds Blöndal seg- ir ennfremur: „Þá er lika til þess að taka flest þau viðskipti, sem Hall- dór ræðir um áttu sér stað fyr- ir um 10 árum siðan eða meira og er sök, ef nokkur var, löngu fyrnd. Guðbjartur Pálsson lést stuttu eftir að hann var hand- tekinn með ólöglegum hætti og sætti hraklegri meðferð sinna yfirheyrsluaöila. Meöan hann var i varðhaldi voru ýmis einkaskjöl hans tekin af þessum yfirheyrslu- aðilum. Ég fæ ekki betur séð en Halldór Halldórsson hafi þar komist með puttann i, — allavega er hann með undir höndum skjöl, sem hann hefur enga lagalega heimildtil þess að vera með. Guöbjartur Pálsson átti börn. Þessi börn eiga að lög- um þá réttarvernd, að faðir' þeirra sé ekki svertur með óviðurkvæmilegum hætti. Þessi börn eiga lika þá vernd að lögum, að óviðkomandi maður úti i bæ fari ekki með skjöl föður þeirra, eða illa fengin afrit af þeim og birti i blööum i hagnaöarskyni eins og Halldór Halldórsson. Það er ljóst, að Halldór Halldórsson gat þvi aðeins fengið aögang að skjölum Guðbjarts Pálssonar, að ein- hver rannsóknaraðilinn af- henti honum þau gögn. Með þvi hefur viðkomandi gerst sekur um brot i opinberu starfi. Alveg án tillit til þess, hvað Guðbjartur Pálsson gerði af sér i lifanda lif i, verð- ur að rannsaka af opinberri hálfu hvaðan Halldóri bárust gögn sin. Hið sama gildir um ýmsa aðra leka frá mönnum i opin- beru starfi, — t.d. um „frétt- ir” Vilmundar Gylfasonar um meint gjaldeyrisbrot nokk- urra tslendinga, svo að dæmi sé tekiö.” Þ.Þ. Ragnar Guömundsson á Brjánslæk: Vettlingatök á vandamálum landbúnaðarins — Svar til landbúnaðarráðherra t dagblaðinu Timanum 20. júli gerir Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra, (hér eftir skammstafað HES) athuga- semd við svör sem ég gaf blaðamanni Timans, eftir upp- hringingu 11. júli s.l. og birt var i Timanum degi siðar. t upphafi kveðst HES, gera undantekningu vegna þessara ' svara minna i umræddu viðtali, frá þeirri reglu sinni að láta kyrrt liggja, þó deilt sé á hann og hans stefnu i blaðaviðtölum. Sjálfsagt er að þakka HES þessa undantekningu. Eftir þennan inngang virðist siðan slá verulega út I fyrir HES. Hann fer á kostum nokkra stund, en staðnæmist þvi næst við þá staðreynd, að hans mati, að ég hafni stefnu Framsóknar- flokksins i landbúnaöarmálum. Frammi fyrir hverju stöndum viö? Við samanburð á viðtalinu við mig og þvi sem HES segir, fæst naumast hald i þvi áliti, þótt rangtúlka megi orð min i þá átt. Hið rétta er, að ég tel flokkinn hafa goldið slikt afhroð, að ekki sé hættandi á hæpna samstjórn, þar sem ég tel okkur Fram- sóknarmenn ekki þola slika kosningaúfreið öðru sinni — þetta var min meining i þvi að óska þess að Framsóknarflokk- urinn væri utan stjórnar þetta sinn. Við þá trú mina, að aumari vettlingatök á vandamálum landbúnaðarins verði naumast tekin af næstu stjórn, stend ég fullkomlega. Breytir þar engu upptalning HES á afrekum sið- ustu 7 ára, sem ég skil nú ekki fullkomlega, þar sem þessi stjórn hefur ekki setið 7 ár sam- fellt. Ég hefi ekki aðeins stundað búskap i 7 ár heldur 17 ár og þarf engar lagaupptaln- ingar, veit þær allar þegar, en frammi fyrir hverju stöndum við bændur i dag? Staðreyndir verða ekki faldar Staðreyndir eru alltaf staö- reyndir og verða ekki faldar. Það breytir engu þótt menn leggi „rika áherslu á”, áherslan ein dugir skammt, ef fram- kvæmdina vantar svo til að fylgja eftir. Ég ætla mér ekki i neinar per- sónulegar þrætur við HES, en þessi undirtónn i grein hans, eða viðtali við Timann, þykir mér furðulegur. Hann vitir mig fyrir dóma mina og álit, en hvað verður honum siðan sjálfum á? Hann segir m.a. skýrt og greinilega „kjarnfóður hefur verið ofnotað”. Rökstuðningur er enginn. Þá má minna á um- mæli HES i fjölmiðlum i vetur s.l. þar sem hann sagði afkomu bænda „aldrei betri” en i ár. Hvað eru þetta nema fullyrðing- ar? Eru bændur á sama máli al- mennt? Báðir bera ábyrgð Ég vil að lokum mótmæla siendurteknum orðum HES um ádeilu mina á Framsóknar- flokkinn i landbilnaðarmálum. Hann virðist ekki hafa lesið við- talið við mig mjög vandlega, eða þá að hann hafi svo gersam- lega aðra skoðun á umfangi stjórnunar annars flokksins i samstjórn tveggja flokka. Ég fæ ekki séð, að hægt sé að taka landbúnaðarmál, frekar öðrum málum, út úr slikri samstjórn. Báðir flokkarnir hljóta að bera ábyrgðina á framkvæmd, þótt auðvitað velti mikið á þeim ein- staklingi, sem velst til að gegna embætti ráðherrra i viðkomandi ráðuneyti. Að endingu vil ég að Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráð- herra og aðrir viti það, að þegar ég er spurður álits á málum og málefnum, þá segi ég það um- búðalaust, hvort sem öðrum lik- ar betur eða verr. Lokaorðum greinar HES gæti ég sem best snúið heim aftur með gömlum málshætti. „Kasta þú ekki steinum úr glerhúsi”. Með bestu kveðju Ragnar Guðmundsson. Nýskipaöur sendiherra Frakklands hr. Francois Desbans og nýskipaður sendiherra Chile hr. Svante Törnvall afhentu nýlega forseta Islands trúnaðarbréf sin aö við- stöddum Einari Agústssyni utanrikisráðherra. Siödegis þágu sendiherrarnir boö forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Reykjavik, 28. júii 1978. Afhentu trúnaðarbréf sín að Bessastöðum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.