Fréttablaðið - 22.08.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 22.08.2006, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 22. ágúst 2006 31 Kúbudagar standa nú yfir á Barn- um, Laugavegi 22. Annað kvöld verður haldin salsakennsla þar sem Heiðar Ástvaldsson, ásamt félögum í dansskóla hans, kemur og stígur nokkur spor. Hefjast herlegheitin klukkan 21 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Kúbudagarnir hófust með opnun málverkasýningar Milu Pelaez um síðustu helgi. Ásamt myndunum gefst gestum Barsins kostur á að smakka létta kúb- verska rétti. Næstu daga verða svo fluttir fyrirlestrar um Kúbu, pólitískt ástand, fólkið, landið og fleira. Aðgangur er ókeypis á alla við- burði Kúbudaga. Salsakvöld á Kúbudögum KÚBA Kúbudagar standa nú yfir á Barnum, Laugavegi 22. Hljómsveitin Moskvitsj lýkur sumarvertíð sinni á Íslandi í kvöld með tónleikum á Kaffi Cultura. Þetta eru síðustu forvöð fyrir aðdáendur sveitarinnar að sjá hana þetta árið því tveir fimmtu hlutar Moskvitsj flytjast til Sví- þjóðar á morgun og leggst sveitin þar með í vetrardvala. Moskvitsj hefur starfað frá vorinu 2005 og lagði upp með að leika búlgörsk þjóðlög. „Búlgörsk þjóðlagatónlist er yfirleitt mjög hress og oft í mjög skrítnum takt- tegundum,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir blokkflautuleik- ari sveitarinnar og nefnir dæmi um takttegundina fimmtán átt- undu. „Þótt fólki finnist gaman að dansa við það er mjög erfitt að dansa í takt,“ bætir hún við. Efnisskrá hljómsveitarinnar hefur síðan breyst og orðið fyrir grískum áhrifum og norrænum, ásamt því að nokkrir meðlimir hafa notað sveitina til að koma eigin hugarverkum á framfæri. Að sögn Steinunnar leikur Moskvitsj mest til hröð, hress og skemmtileg lög, þótt þessi lág- stemmdu og angurværu fái einnig að hljóma með. Í Moskvitsj eru auk Steinunnar þau Kristín Þóra Haraldsdóttir sem leikur á fiðlu og víólu, Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sellóleikari og gítarleikararnir Hafdís Bjarna- dóttir og Alexander Simm, sem reyndar hefur næstum því gefið gítarinn upp á bátinn og heillast af hljóðfærinu melódikku. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 á Kaffi Cultura við Hverfisgötu og kostar fimm hundruð krónur inn. Erfitt að dansa í takt SKEMMTILEG HLJÓÐFÆRASKIPAN Hljómsveitin Moskvitsj heldur lokatónleika sumarvertíð- arinnar á Kaffi Cultura í kvöld og flytur þar hressa og skemmtilega tónlist þótt angurværu lögin hljómi líka inni á milli. „Ég er yfir mig hrifinn af Íslandi og hef komið tvisvar til landsins. Ég fékk hugmyndina að sögunni þegar ég var síðast í Reykjavík og hélt áfram að þróa hana þegar ég kom aftur heim til Bandaríkj- anna,“ segir Steve Murphy, höf- undur myndasögunnar Umbra sem gerist á Íslandi. Sagan fjallar um ástkonurnar Freyju og Öskju sem komast í kast við harðsvíraða glæpamenn þegar þær rannsaka grunsamlegan líkfund úti á landi. „Ég eyddi þremur vikum á Íslandi um miðjan tíunda áratug- inn, leigði mér bíl og keyrði allan hringveginn. Ég heillaðist gjör- samlega af yfirþyrmandi lands- laginu, fossunum, jöklunum og hreinni náttúrunni. Ég kom svo aftur í janúar 1999 og var í nokkra daga. Ég vildi upplifa Ísland að vetrarlagi en hélt mig alfarið í Reykjavík og gerði lítið annað en að ganga um borgina, bæði á dag- inn og um nætur. Það var kalt og hvasst og mér fannst þetta mjög villt.“ Steve segir að því sé eins farið með sig og marga aðra að tónlist Bjarkar hafi fyrst vakið áhuga hans á landinu. „Ég las síðan nokkrar bækur um landið og hreifst af almennum áhuga og trú Íslendinga á yfirskilvitlega hluti, álfa, huldufólk og ég veit ekki hvað. Eftir því sem ég las meira fékk ég áhuga á Íslendingasögun- um og landslaginu.“ Steve segist hafa hug á því að koma aftur til Íslands og dvelja þá mun lengur. „Ég stefni að því að skoða fljótlega möguleika á því að leigja íbúð í Reykjavík í eitt ár en mig langar virkilega til þess að búa á Íslandi.“ - þþ UMBRA Meinafræðingurinn Askja og lögreglukonan Freyja snúa bökum saman og gott betur þegar þær verða skotmörk morðingja sem situr um þær á götum Reykjavíkur. STEVE MURPHY Fékk hugmyndina að myndasögunni Umbra á næturrölti sínu um vetrarkaldar götur Reykjavíkur og hefur hug á að dvelja í borginni í eitt ár eða svo. Tónlist Bjarkar kveikti Íslandsáhugann Tónlistar sálfræði í leikjaformi Innritun er hafin á skrifstofu skólans skipholti 29A frá kl. 12 - 18 Almennt hljóðfæranám í grunn-, mið- og framhaldsstigi Fiðla-selló-kontrabassi-píanó-söngur Suzukinám frá 3ja ára – fiðla, selló, píanó forskóli 6 – 8 ára, samleikur, hljómsveitir Tónlistarkennarar í fremstu röð Tónlistarnám Skipholt 29A - sími 511-5151 hljomaroglist@simnet.is www.hljomaroglist.com mikið úrval af hljóðfærum Dagana 25. - 27. ágúst 2006 � � �� �� � �� � � � � � � � ��
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.