Fréttablaðið - 22.08.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.08.2006, Blaðsíða 54
 22. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR42 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Sólveig Pétursdóttir. 2 73 ára. 3 Óskar Bjartmarz. LÁRÉTT: 2 íþrótt 6 tveir eins 8 elds- neyti 9 útsæði 11 hljóta 12 spergill 14 gerir við 16 hvað 17 angra 18 kærleikur 20 til 21 málmur. LÓÐRÉTT: 1 tefja 3 klafi 4 vegsama 5 hamfletta 7 ólmast 10 hrópa 13 temja 15 flokka 16 rámur 19 á fæti. LAUSN: LÁRÉTT: 2 golf, 6 ææ, 8 kol, 9 fræ, 11 fá, 12 aspas, 14 lagar, 16 ha, 17 ama, 18 ást, 20 að, 21 stál. LÓÐRÉTT: 1 þæfa, 3 ok, 4 lofsama, 5 flá, 7 ærslast, 10 æpa, 13 aga, 15 raða, 16 hás, 19 tá. FRÉTTIR AF FÓLKI Um helgina fóru fram lokaðar prufur fyrir framhaldsmyndina Hostel 2 sem bandaríski hryllingsmyndaleikstjór- inn Eli Roth leikstýrir en eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu verður hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Nokkrir af helstu ungu leikurum landsins voru boðaðir í prufur en tvö veigamikil hlutverk eru í boði: Alex, sem er ung geðþekk fyrirsæta en hitt er mafíósahlutverk. Kvik- myndafyrirtækið True North hefur veg og vanda af tökunum hér á landi og sá um að undirbúa leikaraprufurnar. Aðstandendur fyrirtækisins voru mjög leyndardómsfullir þegar Fréttablaðið hafði samband en samkvæmt heim- ildum blaðsins komu nokkrar af helstu leikkonum okkar Íslendinga til að reyna sig við hlutverkið. Meðal þeirra voru þær Halla Vilhjálmsdóttir, sem verður kynnir í X - Factor á Stöð 2, og Lilja Nótt sem sló eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni Strákarnir okkar. Þá voru þær Elma Lísa Gunnarsdóttir, Dóra Jóhannes- dóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir einnig beðnar um að mæta en væntanlega verður tilkynnt um niðurstöðuna fyrir helgi. Tökurnar hefjast 11. september og er reikn- að með að þær standi yfir í níu vikur. Færustu hrútaþuklarar landsins leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir árlegt meistaramót í hrúta- þukli sem haldið verður á Strönd- um um helgina. Fer mótið fram í Sauðfjársetrinu í Sævangi, skammt sunnan við Hólmavík, og má eiga von á að hundr- uð manna leggi leið sína á mótið. „Í fyrra komu um þrjú hundruð og við búumst við þeim fjölda, þótt ekki keppi nema svona sextíu til sjötíu. Hinir eru bara að koma að sýna sig og sjá aðra,“ segir Jón Jónsson, skipuleggjandi meistara- mótsins. Keppt er í tveimur flokk- um, flokki reyndra hrútadómara og þeirra sem eru óvanir í hrútaþukli, og segir Jón að Strandamenn séu færir í hrútadómum enda sé svæð- ið þekkt fyrir sauðfjárrækt. „Eitt árið unnu heimamenn en síðustu ár hafa utanhéraðsmenn unnið okkur Strandamenn í þessu, bara komið og hrifsað verðlaunin,“ segir Jón. Hann bætir við að í flokki reyndra hrútadómara vinni yfirleitt bænd- ur þótt vinningshafi síðasta árs hafi einnig verið kjötmatsmaður. Handhafi meistaramótstitilsins heitir Björn Þormóður Björnsson á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi og segir Björn að vel geti farið svo að hann taki þátt í mótinu um helg- ina. Aðspurður segist hann þó ekki fara þangað til að verja meistara- titil sinn. „Engum hefur tekist að verja titilinn, enn sem komið er. Það er ekkert gefið í þessu fyrir- fram, þeir eru eldklárir margir í þessu,“ segir Björn sem bætir við að keppnin sé nú aðallega gerð til gamans og úrslitin geti því fallið hvernig sem er. Björn segir að keppnin snúist alls ekki eingöngu um hrútaþukl heldur þarf einnig að nota augun og fleira. „Mér þykir hrútaþukl vera hálf skrítið orð, þetta eru eiginlega bara hrúta- dómar,“ bætir Björn við. -at Margir eldklárir keppa í hrútaþukli KEPPT Í HRÚTAÞUKLI Um næstu helgi er árlegt meistaramót í hrútaþukli haldið í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Baltasar Kormákur náði ekki að skora mark fyrir Neista á Hofsósi í sumar, eins og hann ætlaði sér, en síðasta umferð 3. deildar karla í knatt- spyrnu var leikin um helgina. Baltasar hefur þrjú síðustu ár leikið með liði Neista og þegar Fréttablaðið ræddi við hann fyrr í sumar var hann staðráðinn í því að skora mark. Það tókst hins vegar ekki. „Ég spilaði ekki einn einasta leik eftir að ég talaði við ykkur síðast. Ég gat því miður ekki spilað þar sem ég hef verið upptekinn við vinnu vegna myndarinnar,“ sagði Baltasar í samtali við Frétta- blaðið í gær en hann er að leggja lokahönd á kvik- myndina Mýrina sem frumsýnd verður innan skamms. Neista frá Hofsósi gekk ekki sem skyldi í C- riðli 3. deildar karla í sumar. Liðið vann einn leik, gerði tvö jafntefli og tapaði tólf. Markatala liðsins var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir – skoraði 10 mörk en fékk 71 á sig. Baltasar telur þó ekki að gengi liðsins hefði verið betra ef hann hefði leikið með því. „Það hefði engu breytt þó að ég hefði verið með. Annars er þetta ágætis árangur hjá liðinu og ætli við höfum ekki verið sigurvegar í öllum leikjum sumarsins miðað við mannfjölda,“ segir Baltasar en aðeins um 170 manns búa á Hofs- ósi. Baltasar, sem fór frá Breiða- bliki til Neista á frjálsum samn- ingi í júlí 2003, náði aðeins að leika tvo leiki með Neista í sumar. Mark Duffield hefur verið sam- herji Baltasar hjá Neista en hann setti nýtt met á laugardaginn var þegar hann lék 400. deildarleik sinn á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu. - kh Baltasar náði ekki að skora KNATTSPYRNUKAPP- INN KNÁI Baltasar Kormákur náði aðeins að leika tvo leiki með Neista frá Hofsósi í sumar. Hann kom inn á sem varamaður í eina sigurleik liðsins – í 2-1 sigri gegn Snæfelli. HRÓSIÐ ... fær Birna Þórarinsdóttir sem er fyrsta íslenska konan til að hljóta námsstyrk frá Alþjóðaör- yggissamtökum kvenna. „Vá, þú ert að segja mér fréttir. Ég er orðlaus,“ segir Guðrún Krist- mundsdóttir þegar Fréttablaðið tilkynnti henni að pylsubarinn hennar Bæjarins bestu hefði verið valinn einn af fimm bestu matsölu- turnum í Evrópu af breska dag- blaðinu The Guardian. Í fyrsta sæti var skoskur hafragrauta- standur sem ferðast um markaði og útihátíðir í Skotlandi og selur hafragraut með allskyns meðlæti. „Mér finnst mjög fyndið að hafra- grautur skuli vera fyrir ofan okkur,“ segir Guðrún hlæjandi en íslensku pylsurnar hennar hafa verið mjög vinsælar meðal ferða- manna og landsmanna svo lengi sem elstu menn muna. The Guard- ian segir að flestallir Íslendingar hafi smakkað pylsurnar og telur blaðið að leyndardómurinn á bak við pylsurnar sé remúlaðið ofan á, en því er lýst í blaðinu sem leynd- ardómsfullri og bragðgóðri sósu. Pylsubarinn á Tryggvagötu er sá vinsælasti enda er opið lengi eða til sex á morgnana um helgar. Síðan eru starfræktir tveir pylsu- barir til viðbótar í Skeifunni og í Smáralind. Guðrún segir að koma Bills Clinton á Bæjarins bestu fyrir tveimur árum hafi aukið hróður pylsubarsins á heimsvísu. „Það eru margir frægir sem koma á pylsubarinn við Tryggvagötu. Hljómsveitin Metallica kom til okkar og fékk sér pylsu og hafði orð á því hversu gott það væri að fá að vera í friði að borða en grey- ið Bill fékk ekki að vera í friði fyrir æstum blaðamönnum og fylgdarliði,“ segir Guðrún og bætir því við að hún haldi að flest- allir útlendingar sem komi til landsins fari og fái sér pulsu hjá sér. Þeir spyrja mikið um pylsurn- ar enda óvanir því að pylsur séu gerðar úr jafn miklu gæðahráefni og á Bæjarins bestu en þar er notað íslenskt lambakjöt í staðinn fyrir svínakjöt eins og gert er í útlöndum. Guðrún segist ekki fá neinar kvartanir frá fólki nema frá Dönum sem eru óánægðir með það að geta ekki keypt sér með bjór með pulsunni. „Það er eina kvört- unin sem ég hef fengið en ég ætla þó ekki að fá mér vínveitingaleyfi. Það er nóg af stöðum í kring sem selja áfengi,“ segir stoltur eigandi Bæjarins bestu. alfrun@frettabladid.is GUÐRÚN KRISTMUNDSDÓTTIR: REKUR NÆSTBESTA MATSÖLUTURN EVRÓPU Selur bestu pylsur í Evrópu STOLTUR EIGANDI Guðrún Kristmundsdóttir er himinlifandi yfir þessum fregnum og segir mikið álag vera á pulsuvagninum enda koma margir og fá sér pulsu allan sólarhringinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BILL CLINTON Fyrrum forseti Bandaríkjanna jók hróður pulsuvagnsins til muna þegar allur heimurinn fylgdist með honum gæða sér á Bæjarins bestu pulsu sem stendur svo sannarlega undir nafni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sterkur orðrómur er nú meðal leik-listarfólks að Þorvaldur Davíð Kristj- ánsson hafi ákveðið að hætta námi við leiklistardeild Listaháskóla Íslands eftir eins árs nám. Þegar Fréttablaðið náði tali af Þorvaldi Davíð neitaði hann að tjá sig um málið og Ragnheiður Skúldadóttir, deildarforseti leiklistardeildarinnar, sagðist ekki ræða mál einstakra nemenda. Ekki er enn ljóst hvað Þorvaldur hyggst taka sér fyrir hend- ur en samkvæmt heim- ildum blaðsins stefnir hugurinn til útlanda og er drengurinn spenntur fyrir Bandaríkjunum. Hann mun þó ekki hafa sótt um skóla enn sem komið er og getur því ekki hafið nám erlendis fyrr en á næsta ári. - fgg F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.