Fréttablaðið - 22.08.2006, Blaðsíða 47
Stórleikararnir Matt Dillon og
Marisa Tomei eru væntanleg hing-
að til lands í næstu viku á vegum
IFF - kvikmyndahátíðarinnar sem
hefst 30. ágúst. Hollywood-stjörn-
urnar verða viðstaddar frumsýn-
ingu kvikmyndarinnar Factotum
sem þau leika bæði í en þetta verð-
ur opnunarmynd hátíðarinnar.
Leikstjórinn Bent Hamer mun
einnig koma til landsins auk fram-
leiðanda myndarinnar, Íslands-
vinarins Jim Stark, en hann fram-
leiddi Á köldum klaka eftir Friðrik
Þór Friðriksson. Samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins ætla þau
Dillon og Tomei að dveljast fram
yfir helgi hér á landi og verður
þeim væntanlega boðið á Bessa-
staði eins og öllum öðrum stór-
stjörnum sem hingað koma í „opin-
berum“ erindagjörðum.
Factotum er byggð á sam-
nefndri sögu hins heimsþekkta
rithöfundar Charles Bukowski en
aðalpersóna myndarinnar, Hank
Chinaski, er lauslega byggð á ævi
skáldsins. Chinaski er að reyna
lifa af með því að vinna hin ýmsu
skíta- störf svo lengi sem þau
trufla ekki hans
einu sönnu köllun,
ljóða- og
sagnaskrif. Á
sama tíma þarf
hann að berjast
við annars konar
truflanir í formi kvenna, drykkju
og veðmála.
Matt Dillon hefur lengi verið
einn virtasti leikari Hollywood og
á að baki kvikmyndir eins og The
Outsiders, Rumble Fish og Crash
en hann hlaut Óskarstilnefningu
fyrir hlutverk sitt í síðastnefndu
myndinni. Marisa Tomei fékk Ósk-
arinn fyrir leik sinn í kvikmynd-
inni My Cousin Vinny og hefur
leikið í myndum á borð við Chapl-
in, The Paper og Welcome to Sara-
jevo. - fgg
Stjörnufans á IFF
MATT DILLON Hefur leikið í kvikmyndum á borð við Rumble Fish og
Crash en hann leikur aðalhlutverkið í Factotum, opnunarmynd IFF.
MARISA TOMEI
Fékk Óskarinn
fyrir leik sinn í My
Cousin Vinny og
hefur leikið í kvik-
myndum á borð
við Chaplin og
The Paper.
ÍSLEIFUR B. ÞÓR-
HALLSSON
Hefur veg og
vanda af komu
stórstjarnanna
hingað til
lands.
Leikarinn Owen Wilson hótar að
kæra alla þá sem saka hann um að
vera valdur að skilnaði leikkon-
unnar Kate Hudson. Aðeins nokkr-
um dögum eftir að Hudson sagði
frá skilnaði sínum og eiginmanns
síns til sex ára, Chris Robinson,
fóru af stað sögusagnir um meint
ástarsamband hennar og Wilsons.
Talsmenn leikaranna vilja ekki
staðfesta orðróminn en fullvissa
að Wilson hafi ekki átt neinn þátt í
skilnaðinum. Wilson er búinn að
ráða lögfræðing sem sér um að
kæra alla þá sem halda öðru
fram.
Hótar að kæra
OWEN WILSON
Leikarinn hefur verið orðaður við leikkon-
una Kate Hudson sem skildi á dögunum
við mann sinn til sex ára.
FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS
Hljómsveitin Jakobínarína mun
halda tónleika í King´s College í
London þann 12. september næst-
komandi ásamt sænsku hljóm-
sveitinni Love is All og Tilly and
the Wall frá Bandaríkjunum. Allar
þessar sveitir munu koma fram á
Iceland Airwaves-hátíðinni sem
verður haldin í áttunda sinn dag-
ana 18. til 22. október og eru tón-
leikarnir hugsaðir sem kynning á
hátíðinni. Bera þeir yfirskriftina
A Taste of Iceland Airwaves, eða
Forsmekkurinn af Iceland Airwa-
ves.
Á meðal annarra hljómsveita
sem hafa boðað komu sína á hátíð-
ina eru Kaiser Ciefs, The Go! Team,
Brazilian Girls og The Cribs.
Upphitun í London
JAKOBÍNARÍNA Hafnfirska hljómsveitin
Jakobínarína spilar í London þann 12.
september. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Nýjasta smáskífulag stúlknasveit-
arinnar Nylon, Closer, fer í
útvarpsspilun bæði hér á landi og
í Bretlandi á fimmtudag.
Þetta er annað smáskífulag
Nylon en lagið Losing a Friend naut
mikilla vinsælda hér á landi og
náði auk þess 29. sæti breska vin-
sældalistans. Fór sá árangur fram
úr björtustu vonum sveitarinnar.
Áætlað er að ný plata frá Nylon
komi út þann 23. október.
Ný smáskífa
frá Nylon
NYLON Nýjasta smáskífulag Nylon nefnist
Closer.
Poppkorn er ekki bara
gott, það er líka fallegt.
Ef þú átt nál og tvinna er
lítið mál að búa til flotta
perlufesti.
Gerðu mikið úr litlu!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
2 fyrir 1 í Sambíóin alla þriðjudaga
Skráðu þig í Námsmannaþjónustu
Sparisjóðsins og þú færð
Bíókort – 4 x frítt í bíó og margt fleira.