Tíminn - 23.08.1978, Side 2

Tíminn - 23.08.1978, Side 2
2 Miðvikudagur 23. ágúst 1978 Atvinnuleysi eykst á Englandi Reuter/London — Fjöldi atvinnu- lausra i Englandi liefur þar i landi löngum veriö ofarlega á baugi i stjórnmálaumræöu, en þó nokkuö horfiö i skuggann af veröbólgu- hjöönuninni. Samkvæmt nýjustu atvinnuleysistölum hefur at- vinnuleysi f Englandi aukist nokkuö og jafnvel óttast aö þaö muni enn aukast i vetur. 6.7% vinnufærra manna i Englandi eru nú atvinnulausir og hafa ekki fleiri veriö atvinnulausir siöan I september á siöasta ári. Breski ihaldflokkurinn hefur aö undan- förnu gert mikið úr h ættunni sem af atvinnuleysinu stafar. Verka- mannaflokkurinn aftur á móti bendir á sigur sinn á verðbólg- unni, sem nú er 7.8% I staö 13.2% þegar flokkurinn tók viö af ihaldsflokknum í febrúar 1974. Skrípaleikurinn á Filippseyjum: „Hann ruggaði — kvartaði Kortsnoj AAÓL—Fimmtándu einvígisskák þeirra Karpovs og Kortsnoj um heimsmeistaraitilinn lauk með jafntefli eftir 25 leiki i gær. Samkvæmt fréttaskeytum Reuters var ljóst eftir aðeins 15 leiki, að skákinni myndi ljúka með jafntefli. Kapparnir tefldu katalanska byrjun. I innbyrðis- skákum sinum hafa þeir einu sinni áður teflt þá byrjun og var það i Moskvu fyrir fjórum árum. Þeirri skák lauk með sigri Karpovs, eins og reyndar þvi einvigi. I skákinni i gær, reyndi hvorugur að tefla til vinnings. Það var Kortsnoj sem bauð upp á jafntefli. Gerði hann það með aðstoð milligöngumanns, en Kortsnoj hefur sagt að hann tali ekki við andstæðing sinn. Karpov samþykkti jafnteflis- boðið á sama hátt, þ.e. i gegnum Lothar Schmid, yfirdðmara ein- vigsins. Annars virðist það vera helst fregnnæmt frá Baguio, þar sem einvigið er teflt, að Kortsnoj bar Framhald á bls. 19. Iðnþróuð ríki skortir vinnuafl um aldamótin — en aukið atvinnuleysi í þróunarríkjunum Reuter/Genf — Samkvæmt áætlun Alþjóðlegu vinnu- málastofnunarinnar má búast viö að iðnþróaðar þjóðir muni vanta vinnuafl um aldamótin næstu á sama tíma og þróunarlöndin geti ekki veitt öllum vinnufærum mönnum atvinnu. I tilkynningu frá stofnuninni eru iðn- þróuðu löndin vöruð við og sagt að haldi áfram stig- minnkandi mannfjölgun í þessum löndum, þá megi vænta vinnuafIseklu í byrjun 21. aldarinnar sem veru- lega gæti dregið úr hagvexti og jafnvel stöðvað hann al- veg hjá þessum þjóðum. A þeim rúmu 20 árum sem lifa af þessari öld er reiknað með að 1.250 milljónir manna bætist á vinnumarkað. U.þ.b. 85% af þessum fjölda þarfnast vinnu i þróunarlöndunum, þar sem nú þegar er of- mannað i stöður og við fátækt og atvinnuleysi er að etja. I iðnþróuðu löndunum er aðeins búist við 119 milljónum á vinnumarkaðinn en á árunum 1950 til 1975 bættust 122 milljónir á þennan vinnumarkað. Moi for- seti Kenya Reuter/Nairobi — Ilaniel Arap Moi sór I gær embættis- eið sem forseti Kenya, með takmörkuð völd I 90 daga, en aö þeiin tima loknum verður að kjósa nýjan forseta. Moi hefur verið varaforseti I Kenya i 11 ár og miklar likur eru taldar á að hann liafi nægi- legt fylgi til aö ná kjöri sem forseti að þessum 90 dögum liönum. Moi er 54 ára gamall, fyrrum skólastjóri, og er ekki reiknað með miklum breyt- ingum á stjórnarfari i landinu er hann tekur við embætti. Boðaður ,Jhægagangur” bjá frönskum flugum- ferðastjórum Reuter/Paris — Franskir flug- umferöastjórar ákváöu i gær, aö frá og meö föstudeginum næsta (kl. 10) veröi sett á yfir- vinnubann um óákveöinn tima til aö leggja áherslu á kröfur sinar um hærri laun og betri vinnuað- stööu. Hafa franskir flugurn- feröastjórar fjórum sinnum á þessu sumri sett á slik yfirvinnu- bönn,sem þýöaIreynd hægagang og miklar tafir iflugumferö. Yfir- vin nubanniö sem nú er fram- undan gæti valdiö gifurlegri röskun á flugumferð um Evrópu, sem er meö mestu móti einmitt um þessi mánaöamót. Á Orly-flugvelii einum er reiknaö meö 615 lendingum og flugtökum 1. september næstkomandi. Leiötogi Mau Mau fallinn frá i gærmorgun bárust þær fregnir um hinn víða heim á öldum Ijósvakans að forseti Kenya Jomo Kenyatta hefði látist f svefni þá um nóttina. Að sögn fréttamanna var hin 16 milljón manna þjóð felmtri slegin er rikisút- varpið sagði frá at- burðinum. Lát Kenyatta bar að er hann dvaldist í forsetabústað sínum í borginni AAombasa við Indlandshaf t Nairobi, höfuðborg Kenya var varaforseti landsins, Daniel Arap Moi settur i forsetastólinn og mun hann hafa takmarkað forsetavald næstu 90 dagana en þá verður nýr forseti kosinn samkvæmt stjórnarskránni. Jarðarför Kenyatta fer fram eftir tiu daga en þjóðarsorg hefur verið fyrirskipuð i landinu i einn mánuö. Aö sögn utanrikis- ráðherra landsins mun eini flokkur Kenya KANU, halda flokksþing sitt strax að jaröar- förinni afstaöinni og verður þá forsetaframbjóðandi valinn. Alinn upp hjá kristniboð- um Kamua Wa Ngengi eöa Jomo Kenyatta eins og við þekkjum hann betur var fæddur i Gatundu, litlu þorpi nálægt Nairobi i suðurhluta landsins. Ekki ber heimildum saman um hvenærhann fæddist. Otvarpið i Hvaö tekur viö í Kenya eftir fráfall Kenyatta? Nairobi sagði 1889, en aðrar heimildir 1890ogenn aðrar 1893. Hann var kominn af Kikuyu- ættbálknum sem er ein af sex stærstu ættkvislum Kenya. Það var Kikuyu-fólkið sem stóð aö mestu bak við frelsisbaráttuna gegn Bretum á 6. áratug 20. aldarinnar. Ungur varð hann munaðar- laus og var hann þá sendur i skóla, sem skoskir kristniboöar ráku (meir en helmingur þjóðarinnar er kristinn) Eftir fimm ára dvöl þar fór hann að vinna á skrifstofu i Nairobi og siðan fyrir óháð skólasamtök Kikuyu-manna. í LSE og AAoskvuháskóla Skömmu fyrir siðustu aldar- mót gerðu Bretar Kenya að „verndarsvæði”. Arið 1920 var landið svo gert að nýlendu og árið eftir setti nýja nýlendu- stjórnin lög sem áttu eftir að breyta lifi Jomo Kenyatta. Samkvæmt þeim höfðu inn- fæddir litinn sem engan rétt gagnvart sinu eigin landi. Þeir máttu leigja jarðir, en aðeins af hvitum mönnum. Svartir Kenyabúar risu upp og stofnuðu Miðbandalag Kenya og varð Kenyatta framkvæmdarstjóri þess. Kom hann einnig fram sem fulltrúi Kikuyu-ættbálks- ins. Sem slikur ferðaöist hann vitt og breitt. Arið 1931 lagöi Kenyatta land undir fót og hélt til Bretlands. Þar og annars staðar i Evrópu Jomo Kenyatta dvaldist hann i 15 ár. Stundaði hann m.a. nám bæði i London School of Economics og viö Moskvuháskóla. A þessum tima gaf hann út merka bók: „Fac- ing Mount Kenya.” Forveri AAau AAau Tveim árum áður en Keny- atta sneri til baka höfðu verið stofnuð Samtök Kenyaskra Af- rikubúa (KAU) sem var fyrsti þjóðernissinnaði stjórnmála- flokkur álfunnar. Kenyatta varð forseti þeirra samtaka skömmu eftir að hann kom heim og fékk hann ærinn starfa. Bresk stjórn- völd fylgdu þá þeirri stefnu að flytja sem flesta til Afriku og barðist Kenyatta gegn þvi. Hærri laun, jafnrétti kynþátt- anna, skipting stórjarða og önn- ur svipuð baráttumál voru á dagskrá hjá honum. AAau AAau veröur til En hörðustu kröfur Kenyu- manna komu frá ættbálki Keny- atta sjálfs, Kikuyu-menn bjuggu undantekningarlaust i fátækrahverfum borganna og þeir geröu sér grein fyrir að það væru Evrópubúar sem réðu öllu efnahags- og stjórnmálalifi landsins. A siðustu árum 5. áratugsins fór að bera á hreyfingu Kikuyu- manna innan KAU og nefndu aörir Afrikumenn svo og Evrópubúar þá hreyfingu gjarnan Mau Mau. A Vestur- löndum var hún þekkt fyrir hryðjuverk og grimmd.en hlut- verk Mau Mau var að skapa meiri einingu meðal Afriku- manna og neyöa stjórnina til að mæta kröfum og þörfum inn- fæddra. Þegar Mau Mau hóf hryðju- verk aö einhverju ráði árið 1952 var Kenyatta þegar handtekinn eins og reyndar þúsundir aðrir Kikuyumenn. Ari siðar var hann dæmdur i sjö ára fangelsi. Uppreisninni lauk árið 1956 og lágu þá 11.500 Mau Mau menn i valnum,95hvitir, 29 Asiubúar og um 2000 svartir stuðningsmenn stjórnarinnar. Sjálfstæöi 1960 ákvað breska stjórnin að taka upp nýja stefnu i málefn- um Afriku og i febrúar 1961 voru haldnar kosningar i Kenya. KANU, flokkur Kenyatta vann sigur þrátt fyrir að hann sjálfur sæti enn i fangelsi. Var honum ekki hleypt úr þvi fyrr en hálfu ári siðar. 1963 varð Kenya sjálfstætt riki og Kenyatta forsætisráðherra, Nákvæmlega ári siðar 12. desember varð landið lýðveldi og Kenyatta forseti þess. Eins flokks ríki Skömmu áður en landið varð lýöveldi leystu leiðtogar eina stjórnarandstöðuflokksins, KADU, flokk sinn upp til að sameinast KANU. Siðan hefur aðeins einn flokkur verið i land- inu að undanskildnum árunum 1966-69, þegar KPU (kommúnistar) voru i stjórnar- andstöðu en Kenyatta bannaði flokkinn á þeim forsendum, að þeir væru i byltingarhugleiöing- um. Siðustu árin hafa stjórnmál i Kenya snúist mikiö um þaö ástand, sem gæti risiö upp i landinu eftir fráfall leiðtogans mikla JomoKenyatta. Allar göt- ur siðan hann varð forseti hefur hann haldiö saman landi i álfu þar sem byltingar eru daglegt brauð. Enginn hefur risið upp gegn honum og flestir virt hann bæði innan og utan Kenya. Með Kenyatta fellur frá mikill per- sónuleiki. MÓL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.