Tíminn - 23.08.1978, Qupperneq 14

Tíminn - 23.08.1978, Qupperneq 14
14 Hvaða lið fer upp með KR? Sjö Uð eiga enn möguleika Heil umferö var leikin i 2. deild um helgina. Ekki er hægt aft segja, að linurnar hafi skýrst mikið, en eitt er þó öruggt — og var reyndar fyrir þessa umferö — að KR verður yfirburðasigurveg- ari i deiklinni. Hvaða lið fylgir þeim svo upp er allsendis óvíst. Þótt það hijómi eflaust afkáralega er það engu að siöur staðreynd, að hvorki meira né minna en sjö lið eiga enn — þegar þrjá umferð- ir eru eftir — möguleika á 1. deildarsæti að ári. Til þess að átta okkur betur á þessu skulum við rennaa yfirleikina, sem liðin eiga eftir. Reynirer i öðrusæti sem stend- ur, en þeir eiga aðeins einn leik eftir — gegn KR I Sandgerði — og þvi eru möguleikar þeirra ekki miklir. Reynir hefur sýnt lang- bestu leikina i siöari umferðinni — að KR undanskildu — og hefði liöiö náð, þó ekki nema væri 50% árangri úr fyrri umferðinni, fylgdu þeir KR-ingum örugglega upp i 1. deild. ísfirðingar eru i þriðja sæti og eigaeftir þrjá leiki, en alla á Uti- völlum. Austra og Þrótt fyrir austan og Fylki i Reykjavik. Þórsarareiga KR og Austra eftir heima og Armann i Reykjavik. Austri á tsfirðinga eftir heima, en Þór og KR á Utivöllum, þannig að þeirra möguleikar eru ekki miklir. Haukar eiga Völsunga eftir i Hafnarfiröi og svo Fylki og Armann i Reykjavik. Haukarnir 2. deild KR ........... 15 12 2 1 42: 4 26 Reynir........ 17 7 4 6 22:20 18 tsafjörður...15 6 5 4 23:19 17 Þór............15 6 4 5 13:13 16 Austri.........15 6 4 5 14:15 16 Haukar........ 15 5 5 5 16:16 15 Þróttur....... 15 5 4 6 17:23 14 Fylkir.......15 6 1 8 16:17 13 Armann........ 15 4 2 9 14:24 10 Völsungur..... 15 2 3 10 10:36 7 eiga þvi enn talsveröa möguleika þótt þeir hafi bara 15 stig — aug- íjóst er að 2. liðið i deildinni verður 20-22 stig. Sjöunda liöiö sem á enn töi- fræðilega möguleika á 1. deildar sætier Þróttur. Þróttarar eiga ts- firðinga og Fylki eftir heima og svo Völsung á Húsavik. Þeir eiga þvi enn veika von. Armenningar og Völsungareru einu liðin sem ekki geta komist i 1. deild — reyndar falla þau liklegast bæöi i 3. deild. önnur deildin hefur aldrei veriö eins jöfn og i árog er ástæða tU að benda fólki á að fylgjast betur með henni, þar sem 1. deildin er orðin spennulaus að mestu. —SSv. JÓN ALFREÐSSON... fyrirliði og félagar hans I Skagaliðinu urðu að sætta sig við jafntefli gegn Eyja- inönnum i síðasta heimaleik sinum í ár. (Tímamynd Róbert). Eviamenn eiga enn möguleika á IIEFA sæti Það verður hlutskipti Akurnesinga að hirða annað sætið í 1. deildinni í ár. Þeir gerðu markalaust jafntefli við Eyjamenn á Akranesi í gær en titiliinn var þegar glataður og þvi leikurinn ekki mikilvægur nema ef vera skyldi fyrir Eyjamenn sem berjast fyrir UEFA sæti. Eyjamenn áttu tvö dauðafæri strax á upphafsminútum leiksins þegar Sigurlás komst tvivegis i góð færi en skaut nákvæmlega eins framhjá i bæði skiptin. Þar hefðu Eyjamenn átt aö fá a.m.k. náðu jafntefli 0:0 á Skaga í gærkvöldi eitt mark. Pétur Pétursson hafði skömmu áður gefiö góða sendingu fyrir markið en Matt- hias skallaði — að venju — vel yfir. Leikurinn leystist siðan að mestu upp i vitleysu — miðjuþóf og hnoð var allsráðandi langtim- um saman. Það var ekki fyrr en á 37. min. að blaðamaður Timans á Skaganum sá ástæöu til að punkta niður. Pétur átti þá hörkuskalla að marki en Arsæll varði mjög vel. Tveimur min. siöar átti Arni Sveinsson hörkuskot að markinu en Arsæll varði aftur mjög vel. A lokaminútu hálfleiksins gerðist svo umdeilt atvik. Pétur fékk langa sendingu fram völlinn en Heímsmetaregn Hvorki meira né minna en fjögur heimsmet voru sett á heimsmeistaramótinu i Berlin I gærkvöldi. Keppt var i fimm greinum og hefur árangurinn það sem af er mótinu veriö frábær. Fyrst var keppt i 200 m skriðsundi kvenna. Bandariska stúlkan Cynthia Woodhead (USA) setti nýtt heimsmet — synti á 1:58,53 min. Eldrametið átti Barbara Krause Austur-Þýskalandi en það var 1:59,04 min., sett i júli á þessuári. Krausevarð sjálf i öðru sæti — synti á 1:59,78. Þriðja var Larisa Tsareva Rússlandi á 2:01,76 min. t 400 m fjórsundi karla sigraði Jesse Vassallo Banda- rikjunum á nýju heimsmeti — 4:20,05 min. Gamla metið átti Rod Strachan USA 4:23,68 sett i Montreal 1976. Annar i sund- inu varð Rússinn Sergei Fesenko á 4:22,29 min. og þriðji varö Andras Hargitay Ungverjalandi á 4:27,04. Heimsmetið i 100 m bak- sundi kvenna var það eina, sem stóðst átökin i gær. Linda Jezek Bandarikjunum varö sigurvegari á 1:02,55 (heims- metið er 1:01,51 sett af Ulrike Richter A-Þýskalandi 1976). önnur varð Birgit Treiber A-Þýskalandiá 1:03,18 min. og þriðja Cheryl Gibson Kanada, 1:03,43. Bandariskasveitinsetti nýtt heimsmet i 4x100 m skriðsundi — synti á 3:19,14 min. Gamla metið var 3:21,11 sett I ágúst I fyrra. 1 sveitinni voru Ambrose Gaines, David McCagg, Jack Babashoff og James Montgomery. Tveir þeir siðastnefndu voru einnig i sveitinni sem átti gamla metið önnur varð sveit V-Þýska- lands á 3:26,65 og þriðja sveit Sviþjóðar á 3.25,95. Fjórða heimsmetið kom svo I 100 m bringusundi kvenna. Sovéska stúlkan Yulia Bog- danova synti á 1:10,31 min. Gamla metið átti A-þýska- stúlkan Hannelore Anke 1:11,86 sett á Olympiuleik- unum i' Montreal 1976. önnur I sundinu I gær varð Tracy Caulkins (USA) á 1:10,77 og þriðja varö Margaret Kelly (Stóra-Bretlandi) á 1:11,99. Tracy þessi Caulkins sigraði i 200 m fjórsundi á sunnudag á nýju heimsmeti. —SSv— var dæmdur rangstæður. Hreint hlægilegur dómur þvi einn varnarmanna tBV lá á vellinum langt -fyrir innan Pétur. Þetta hefði getað skipt sköpum I leikn- um. Siðari hálfleikurinn var svo hálfu verri en sá fyrri og bókstaf- lega ekkert markvert gerðist langtimum saman. A 60. min. komst þó Sigurlás enn einu sinni i gott færi en skaut hárfint framhjá að venju. Siðustu 15 min. leiksins þurfti Arsæll Sveinsson þrivegis að taka á honum stóra sinum. A 75. minútu varði hann mjög vel gott skot Kristins og fjórum minútum siðar varði hann með tilþrifum þrumufleyg Jó- hannesar Guðjónssonar af 30 m færi. Tveimur minútum fyrir leikslok átti Jón Alfreðsson svo lúmskt „banana” skot sem stefndi i markhorniö þar til Ar- sæll henti sér glæsilega á eftir knettinum og sló hann yfir. Eyjamenn leika gegn Glentoran í Kópavogi Vestmanneyingar leika heima- leik sinn i UEF A-bikarkeppni Evrópu gegn n-irska liöinu Glen- toran 5. september á grasvellin- um i Kópavogi. Þá hefur verið ákveðið hvenær leikur Eyjamanna og Þróttara i 1. deild verður leikinn — hann fer fram I Eyjum á laugardaginn kemur. Akurnesingar voru afar daufir i þessum leik og þurfti ekki að fara langt til að finna skýringuna. Yfirburðatrió Skagamanna, Pétur-Arni-Karl var einfaldlega ekki i essinu sinu og þar með var skýringin fundin. Liðið byggist al- gerlega upp á þessum leikmönn- um og bókstaflega hrynur saman ef þeir eiga slæman dag. Eyja- menn sýndu ekkert sérstakt en áttu þó nokkur hættuleg upphlaup og tiltölulega opnari færi en Skagamenn. Bestur Akurnesinga i leiknum var Jóhannes Guöjóns- son og einnig átti Sveinbjörn Há- konarson ágætan leik en hann kom inn á i hálfleik. Hjá Eyja- mönnum var Arsæll yfirburða- maður i liðinu en Sigurlás var mjög ógnandi. Maður leiksins: Arsæll Sveinsson. IBV. 1. deild Staöan er nd þessi I 1. deildar- keppninni: Akranes — Vestm.ey . 0:0 KA— Valur 0:0 Valur ...17 16 1 0 44:8 33 Akranes .. ....17 13 3 1 47:12 29 Vikingur . .. ..16 8 1 7 25:28 17 Keflavik ., ....16 6 4 6 25:23 16 Fram ....16 7 2 7 20:25 16 Vestm.ey , ....16 6 3 7 23:22 15 KA .. ..17 3 5 9 14:37 11 Þróttur ... ...15 2 6 7 17:23 10 FH .... 16 2 6 8 21:33 10 Breiðablik ...16 2 1 13 15:40 5 Markhæstu menn: Pétur Pétursson Akranesi....19 Ingi Björn Albertss. Val....14 Matthias Hallgrimss. Akranesi 11 AtliEðvaldsson Val.......... 9 Guðmundur Þorbjörnss. Val... 8 Gunnar örn Kristjánss. Vik .... 8 Kristinn Björnsson Akranesi... 8 Sigurlás Þorleifsson Vestm.ey . 8 Arnór Guðjohnsen Vikingi.... 7 Janus GuðlaugssonFH......... 7 Leifur Helgason FH.......... 7

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.